Morgunblaðið - 28.06.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Sveppaeyðing
Lasermeðferð
Lasermeðferð
sem losar þig við
svepp í nögl er
byltingarkennd
meðferð byggð á
nýjustu tækni á
markaðnum.
Tímapantanir í síma5331320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla 2
Unnið var að því hörðum höndum í vikunni að
setja upp sirkustjaldið Jöklu í Vatnsmýrinni í
Reykjavík. Síðdegis í dag er fyrsta sýning af fjöl-
skyldusýningunni „Áratugur af sirkus“ hjá Sirk-
us Íslands. Fimm sýningar verða í Reykjavík en í
kjölfarið verður sýnt á Ísafirði.
Afmælissýning Sirkuss Íslands í Vatnsmýrinni og á Ísafirði í sumar
Morgunblaðið/Hari
Sirkusinn kominn í bæinn
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Vaðlaheiðargöng hf. eru rekin af
hlutafélagi sem er að mestu í eigu
ríkisins. Erfitt hefur reynst að ljúka
uppgjöri vegna ágreinings Vaðla-
heiðarganga við Ósafl um hvað eigi
að greiða fyrir aukaverk. Endanlega
kostnaðartala við göngin mun ráðast
af því hvaða niðurstaða fæst í
ágreinginn við verktakana um auka-
verkin en mikið ber á milli aðila.
Hilmar Gunnlaugsson er stjórnar-
formaður Vaðlaheiðarganga. „Við
erum lengi búin að vera í ágreiningi
við Ósafl. Eftir að við gáfum út
fréttatilkynningu síðasta haust hafa
komið fram frekari kröfur frá Ósafli.
Það hefur verið fyrirséð frá því um
áramót að ekki var búið að gera allt
upp, eins og alvanalegt er í fram-
kvæmdum sem þessum, enda voru
þá ákveðnir verkþættir enn eftir,“
sagði Hilmar í samtali við Morgun-
blaðið í gær
Umframkeyrsla enn ekki ljós
Hilmar segir að á þessu stigi sé
ekki hægt að segja til um hversu
mikil umframkeyrsla kostnaðar
verður miðað við þá 17 milljarða sem
áætlað var að
göngin myndu
kosta. Lánsheim-
ildin hjá ríkinu
vegna Vaðlaheið-
arganga nam 14,4
milljörðum króna
miðað við verðlag
í lok árs 2016.
Aðspurður
hvort félagið hafi
burði til frekari
greiðslna til Ósafls tapist málið fyrir
dómstólum sagði Hilmar að láns-
heimildir hafi ekki verið fullnýttar
og þannig sé eitthvað svigrúm fyrir
hendi. „Auðvitað er það bara staða
sem þarf að meta ef félagið á ekki
fyrir einhverjum niðurstöðum dóm-
stóla. En ég bendi á að það getur
verið í hina áttina líka, að við eigum
beinlínis kröfu á Ósafl. En það er alla
vega engin ríkisábyrgð á slíku, þann-
ig að það yrði þá stjórnar og hluthafa
að taka ákvörðun um framhaldið,“
sagði Hilmar.
„Ég geri ráð fyrir að ágreiningur
okkar sé á leið til dómstóla. Það ber
mikið á milli og það lá fyrir strax síð-
asta haust að menn voru sammála
um að vera ósammála og ágreinings-
mál yrðu leyst fyrir dómstólum. Það
er hagur beggja aðila að þetta fáist á
hreint sem fyrst,“ sagði Hilmar.
Vaskurinn lækkaður
Hæstiréttur dæmdi í fyrradag í
ágreiningsmáli Ósafls sf. og Vaðla-
heiðarganga, vegna uppgjörs á virð-
isaukaskatti á ákveðnu tímabili
vegna lækkunar á virðisaukaskatts-
hlutfalli úr 25,5% í 24%. Var krafa
Ósafls tekin til greina að hluta og
Vaðlaheiðargöng dæmd til að greiða
Ósafli 37 milljónir króna en kröfu
Ósafls um vexti á upphæðina var vís-
að frá.
Ágreiningur á leið til dómstóla
Mikið ber á milli krafna Ósafls sf. og Vaðlaheiðarganga hf. Ágreiningurinn snýst um lokauppgjör
aukaverka Endanleg kostnaðartala við göngin ræðst af því hverjar verða niðurstöður dómstóla
Hilmar
Gunnlaugsson
Sala á Íslandspósti hefur ekki komið
til tals innan ríkisstjórnarinnar að
sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætis-
ráðherra og Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar, samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðherra. Haft var eftir Bjarna
Benediktssyni, fjármála- og efnahags-
ráðherra, í Fréttablaðinu í gær að
hann vilji selja Íslandspóst til einka-
aðila við fyrsta tækifæri.
„Þetta hefur ekki verið rætt innan
ríkisstjórnarinnar en þessi skoðun
fjármálaráðherra þarf að sjálfsögðu
ekki að koma á óvart. Það er nú það
góða við þessa ríkisstjórn að við höf-
um ólíkar skoðanir,“ segir Katrín í
samtali við mbl.is.
Sigurður Ingi tók í sama streng í
samtali við Morgunblaðið. ,,Þetta var
hvorki rætt í stjórnarsáttmálanum né
hefur verið til umræðu við ríkisstjórn-
arborðið,“ segir hann. „Mín skoðun er
sú að við séum í umbreytingarfasa og
eðlilegt sé að láta á það reyna hvort
Íslandspósti takist eins og t.a.m. koll-
egum þeirra bæði í Færeyjum og Sví-
þjóð að gera hlutina vel og á hag-
kvæman hátt en tryggja á sama tíma
jafna þjónustu um allt land áður en
við förum að ræða slíka hluti. Þegar
allt þetta er frágengið og við erum
komin inn í annað umhverfi, er ekki
bara gott að taka umræðuna þá?“
Sala Íslandspóst
ekki komið til tals
Hollvinasamtök Elliðaárdals hyggjast
kæra samþykkt meirihlutans í skipu-
lags- og samgönguráði á deiliskipulagi í
Elliðaárdalnum. Þar er áætluð upp-
bygging á um 43.000 fermetra lóð þar
sem meðal annars er gert er ráð fyrir að
gróðurhús, bílastæði og verslunarrými
rísi.
Halldór Páll Gíslason, formaður sam-
takanna, segir að samtökin muni kæra
ákvörðunina til Skipulagsstofnunar:
„Þetta fer í gegn á röngum forsend-
um. Borgin biður um álit þegar húsið er
sagt vera 1.500 fermetrar en síðan var
ekki beðið um álit þegar húsnæðið
stækkar í 4.500 fermetra,“ segir hann.
Halldór segir jafnframt að fram-
ganga borgarstjórnar sé „skrítin frá A
til Ö“ í tengslum við uppbyggingu í El-
liðaárdal.
„Fjöldi fólks nýtir sér dalinn daglega
í samgöngur. Þetta er ekkert smámál
og það að það eigi að þrengja byggðina
þarna og annað - þetta er alveg skelfileg
þróun,“ sagði Halldór í samtali við
Morgunblaðið.
Borgaryfirvöld samþykktu nýtt deili-
skipulag fyrir nýtt þróunarsvæði á
Stekkjabakka í skipulags- og sam-
gönguráði í fyrradag. Fulltrúar minni-
hlutans greiddu atkvæði gegn deili-
skipulaginu.
Áætlað er að 4.500 fermetra gróð-
urhús og 4.432 fermetra bílastæði rísi í
dalnum. Að auki er fyrirhugað að versl-
unarrými, 18 þúsund fermetrar að
stærð, rísi í dalnum. Lóðirnar allar eru
43.000 fermetrar en það er líkt og tvær
og hálf Laugardalshöll.
Náttúrustofnun gegn
deiliskipulaginu
Halldór segir að félagið hyggist láta
reyna á íbúakosningu, en slíkt er ekki
hægt fyrr en borgarráð hefur sam-
þykkt tillöguna. Þá þarf um 20% borg-
arbúa til þess að knýja fram kosningu.
Í niðurlagi umsagnar Umhverfis-
stofnunar um deiliskipulagið segir: „Að
mati Umhverfisstofnunar er með nýrri
deiliskipulagstillögu gengið á þetta
græna svæði, niðurgrafnar byggingar
munu skapa
mikið rask, upplýstar byggingar
munu rýra útsýni það sem nærliggjandi
íbúar hafa nú.“
„Þessu máli er bara þrýst í gegn. Í
gegnum tíðina hafa Hollvinasamtökin
reynt að fá fund um afmörkun dalsins
en það varð aldrei af því,“ segir Halldór.
Kæra ákvörðun
meirihlutans
Hollvinasamtök Elliðaárdals gegn
uppbyggingu á 43 þúsund fermetra svæði