Morgunblaðið - 28.06.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.06.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is UMFERÐAREYJAR Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki Henta vel til að stýra umferð, þrengja götur og aðskilja akbrautir. Til eru margar tegundir af skiltum, skiltabogum og tengistykkjum sem passa á umferðareyjarnar. HM kvenna í Frakklandi 8-liða úrslit: Noregur – England ................................. 0:3 Jill Scott 3., Ellen White 40., Lucy Bronze 57.  England mætir Frakklandi eða Banda- ríkjunum í undanúrslitum. EM U21 árs karla Undanúrslit á Ítalíu: Þýskaland – Rúmenía .............................. 4:2 Spánn – Frakkland................................... 4:1  Þýskaland og Spánn mætast í úrslitaleik á sunnudagskvöldið. Evrópudeild UEFA Forkeppni, fyrri leikur: Ballymena United – NSÍ Runavík ......... 2:0  Guðjón Þórðarson þjálfar NSÍ.  EM kvenna Leikið í Lettlandi og Serbíu: A-riðill: Bretland – Lettland ............................. 74:60 Úkraína – Spánn................................... 77:95 B-riðill: Svíþjóð – Svartfjallaland ..................... 67:51 Frakkland – Tékkland ......................... 74:61 C-riðill: Ungverjaland – Slóvenía ..................... 88:84 Tyrkland – Ítalía................................... 54:57 D-riðill: Rússland – Belgía................................. 54:67 Hvíta-Rússland – Serbía...................... 53:55   Veera Pirttinen, finnsk landsliðs- kona í körfuknattleik, hefur samið við Snæfell úr Stykkishólmi um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Pirttinen er 22 ára gömul, leikur sem bakvörður og framherji og á níu landsleiki að baki. Hún lék með liði ChemCats Chemnitz í þýsku A- deildinni á síðustu leiktíð. Landsliðskona í Stykkishólm KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, 8-liða úrslit: Meistaravellir: KR – Tindastóll ............... 18 Norðurálsvöllur: ÍA – Fylkir............... 19.15 2. deild karla: Jáverkvöllur: Selfoss – Þróttur V ....... 19.15 Nesfiskvöllur: Víðir – ÍR ..................... 19.15 Boginn: Dalvík/Rey. – Fjarðabyggð... 20.30 Í KVÖLD! England er komið í undanúrslit HM kvenna í fótbolta, annað skiptið í röð, eftir að hafa rúllað yfir Noreg í gær, 3:0. Enska liðið sýndi sínar bestu hliðar og tókst að láta Maríu Þórisdóttur og stöllur hennar í norska liðinu líta illa út, sérstaklega í fyrri hálfleik. England mætir Frakk- landi eða Bandaríkjunum í undanúrslitum en liðið freist- ar þess að ná enn lengra en í Kanada fyrir fjórum árum, þegar England vann til bronsverðlauna í fyrsta sinn, og á EM 2017 þegar liðið féll út í undanúrslitum. Í bæði einkunnagjöf TV2 og kosningu lesenda fékk María aðeins 3 af 10 mögulegum í einkunn fyrir frammi- stöðu sína í gær, enda átti hún sinn langversta leik á mótinu og sinn þátt í fyrstu tveimur mörkum Englands. Þá fékk hún dæmda á sig vítaspyrnu sem Englendingar nýttu þó ekki. Einkunnir liðsfélaga hennar voru á svip- uðum nótum. Jill Scott kom Englandi yfir strax á 3. mínútu og Ellen White bætti við öðru á 40. mínútu. Í báðum tilvikum átti Lucy Bronze lykilsendingar og hún fullkomnaði sinn leik með marki úr þrumuskoti í seinni hálfleiknum. Þessi 27 ára hægri bakvörður kann vel við sig í Frakklandi en hún hefur orðið Evrópumeistari með Lyon síðustu tvö ár auk þess að vinna fleiri titla með félaginu. Áður varð hún Englandsmeistari með Manchester City og Liverpool, þar sem hún lék með KR-ingnum Katrínu Ómarsdóttur. „Ég er búin að láta mig dreyma um að komast í und- anúrslitin í Lyon. Öll ástríða mín kristallaðist í þessu skoti. Ég var einmitt að æfa þessi skot í morgun. Æfing- in skapar meistarann,“ sagði Bronze sigurreif í gær- kvöld. „Við erum stoltar af því sem við gerðum og þó að þetta hafi farið svona er ég viss um að við getum barist um verðlaun á næstu mótum,“ sagði Caroline Graham Han- sen, leikmaður Noregs. sindris@mbl.is Bronze með gullframmistöðu  England sendi Maríu og stöllur í norska liðinu heim af HM með öruggum sigri AFP Frábærar Lucy Bronze og félagar í enska liðinu voru afar sannfærandi gegn Noregi í gær. Tvö félög með íslenska körfubolta- menn tefla fram liðum í Euroleague, hinni einkareknu bestu félagsliðadeild Evrópu, á næstu leiktíð. Martin Her- mannsson leikur með Alba Berlín og Hilmar Smári Henningsson gæti feng- ið tækifæri með sínu nýja liði Valencia. Í keppninni leika einnig Barcelona, Real Madrid, Baskonia, Olympiacs, Panathinaikos, Maccabi Tel Aviv, Ana- dolu Efes, Fenerbahce, Olimpia Míl- anó, Zalgiris, Bayern München, Rauða stjarnan, Lyon, CSKA Moskva, Khimki og Zenit sem í gær fékk síðasta lausa plássið. Ljóst hvaða liðum Martin mætir Ljósmynd/FIBA Silfur Alba Berlín náði 2. sæti í Þýskalandi og komst í Euroleague. Ríkjandi Evrópumeistarar Spánar hófu EM kvenna í körfubolta í gær- kvöld á öruggum sigri gegn Úkra- ínu, 95:77. Mótið fer að þessu sinni fram í Serbíu og Lettlandi en nýir Evrópumeistarar verða krýndir 7. júlí. Svartfjallaland, sem vann undan- riðilinn sem Ísland lék í fyrir mótið, mátti þola sextán stiga tap gegn Svíþjóð í fyrsta leik, 67:51. Amanda Zahui, úr New York Liberty í WNBA-deildinni, var atkvæðamest í leiknum en hún skoraði 21 stig fyrir Svíþjóð og tók 12 fráköst. EM hafið í Serbíu og Lettlandi AFP Titilvörn Astou Ndour skorar fyrir Spán sem er ríkjandi meistari. Eftir þrjá sigra í röð eru Gróttu- menn, sem komust upp úr 2. deild í fyrra, komnir á topp 1. deildar karla í fótbolta. Grótta skoraði öll þrjú mörk sín á lokamínútunum í Mosfellsbæ í gær þegar liðið vann 3:0-sigur á hinum nýliðunum í deildinni, Aftureldingu, sem sitja eftir í 10. sæti aðeins tveimur stig- um frá fallsæti. Grótta er á toppnum vegna betri markatölu en Fram, en missir væntanlega Þór eða Fjölni upp fyr- ir sig á morgun þegar 9. umferð deildarinnar lýkur með leik þeirra liða í Grafarvogi. Engu að síður er staða Seltirninga athyglisverð en þeir hafa aldrei átt lið í efstu deild. Axel Freyr Harðarson braut ísinn fyrir þá á 87. mínútu í gærkvöld en Pétur Theódór Árnason náði að bæta við tveimur mörkum til við- bótar áður en yfir lauk og er nú markahæstur í deildinni með 7 mörk ásamt Alvaro Montejo hjá Þór. Keppnin um sætin tvö í úrvals- deild er afar jöfn og er Keflavík til að mynda aðeins þremur stigum frá toppnum þrátt fyrir 3:1-tap gegn Leikni R. á heimavelli í gærkvöld. Leiknismenn, sem léku sinn fyrsta leik eftir að Stefán Gíslason kvaddi og Sigurður Heiðar Höskuldsson varð aðalþjálfari, komust í 2:0 með mörkum snemma í seinni hálfleik. Hinn 18 ára Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði það fyrra og Sævar Atli Magnússon, 19 ára, það seinna. Adolf Bitegeko minnkaði muninn en Sólon Breki Leifsson innsiglaði sigur Leiknis. sindris@mbl.is Nýliðar Gróttu komnir á toppinn Ljósmynd/@grottafc Efstir Gróttumönnum gengur allt í hag þessa dagana í 1. deildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.