Morgunblaðið - 28.06.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.06.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2019 Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! Bretar ákváðu í gær að setja sér markmið um að minnka mengun með jarðefnaeldsneyti þannig að árið 2050 verði slík mengun engin. Bretland er fyrst stærstu hagkerfa í heimi til þess að innleiða þessa stefnu. Áætlunin er metnaðarfyllri en fyrrverandi stefna stjórnvalda um að minnka mengunina um 80%, en Bretar eru þegar á góðri leið með að framleiða meira en helming raf- magns í landinu með vistvænum leiðum á borð við sólar- og vind- orku. Chris Skidmore, orkumálaráð- herra Breta, sagði í gær að Bretar hefðu byrjað iðnbyltinguna og að nú leiddu þeir á heimsvísu í því að minnka mengun. Mengunin verði engin eftir 2050 London Mótmælt vegna loftslagsmála. BRETLAND Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hitabylgja hefur riðið yfir Evrópu undanfarna daga, einkum um suður- hluta álfunnar, en hitamet hafa fallið á ýmsum stöðum um álfuna. Í gær fór hiti víða yfir fjörutíu stig í suður- hluta álfunnar, t.a.m. á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og í Frakklandi. Þá féll hitamet í Þýskalandi á miðvikudag þegar hiti þar mældist 38,6 stig. Í Póllandi féll einnig met þar sem hiti mældist 38,2 stig. Þá mældist hiti í Tékklandi 38,9 sem er einnig met. Þegar hefur hitamet í júnímánuði verið slegið á ótal stöðum í Evrópu. Veðurfræðingar segja heitt loft úr Sahara-eyðimörkinni eiga sök á hit- anum gríðarlega í Evrópu og veð- urspár benda til þess að hitabylgjan haldi áfram næstu daga. Þá þykir hún óvenjuleg fyrir þær sakir að hún er fyrr á ferðinni nú heldur en áður. Víða hefur fólk leitað leiða til að kæla sig niður, til dæmis með því að baða sig í gosbrunnum. Þá hefur eldri borgurum verið hleypt inn í loftkæld rými hótela endurgjalds- laust. Símtölum til sjúkrahúsa hefur fjölgað og yfirvöld gert fjölda ráð- stafana til verndar fólki. Viðamiklar ráðstafanir Í Frakklandi hefur verið heitara en nokkru sinni í júní frá því ná- kvæmar mælingar hófust árið 1947. Þar hefur verið hætt við samræmd próf sem halda átti í vikunni, skólum var lokað í gær og verða þeir einnig lokaðir í dag. Í nokkrum borgum, þ.á m. París og Lyon hafa hömlur verið settar á umferð til að takmarka upp- söfnun mengunar í borgunum. Frakkar hafa vaðið fyrir neðan sig og hafa komið upplýsingum um hita- bylgjuna áleiðis til almennings, en eftir hitabylgju árið 2003 var stjórn- völdum kennt um dauða 15 þúsund borgara af hennar sökum. Í Grikklandi hefur hiti verið um 45 gráður um landið allt, en þar hafa sjúkrahús verið sett á hæsta viðbún- aðarstig. Skógareldar sem geisað hafa í Norðaustur-Katalóníu á Spáni hafa farið úr böndunum, en eldarnir höfðu í gær eytt meira en 5.500 hekt- urum lands. Hundruð slökkviliðs- manna hafa lítið ráðið við eldana meðan hitabylgjan hefur staðið yfir. Heitara en nokkru sinni fyrr  Hitabylgja í Evrópu slær met víða um álfuna  Minnka umferð og loka skólum  Skógareldar fóru úr böndunum á Spáni  Áframhaldandi hiti næstu daga AFP Heitt Íbúar Evrópu leita allra leiða til að kæla sig niður í hitabylgjunni. Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, stofnaði nýtt skákfélag á þriðjudag sem hefur vakið ólgu í Noregi. Markmið félagsins er að hafa áhrif á breytingar innan norska skáksambandsins. Þá hefur gagnrýni hans á norska skáksambandið orðið til þess að skáksambandið ákvað í gær að sækja ekki um að HM einstaklinga yrði haldið í Stafangri. Carlsen hafði gagnrýnt umsóknina harðlega og ýjað að því að hann tæki ekki þátt í mótinu, yrði það haldið í Staf- angri í Noregi. Megintilgangur nýja skákfélags Carlsens, Offerspill Sjakklubb, er að þrýsta á norska skáksambandið að tala fyrir lagalegum breytingum, til dæmis heimilun veðmála í Nor- egi og breytingum á reglum sem gilda um styrktaraðila íþrótta- manna og -félaga. Veðmálafyrirtækið Kindret, sem rekur m.a. Unibet hefur lýst yfir áhuga á því að styðja norska skák- sambandið um það sem nemur 730 milljónum íslenskra króna, tali sambandið fyrir lagabreytingunum. Carlsen bauð fyrstu þúsund með- limum hins nýstofnaða skákfélags ókeypis félagsaðild og greiddi því fyrir hina nýju félaga aðildargjöld sem nema um 8 milljónum ís- lenskra króna, til norska skák- sambandsins. Fái Offerspill þúsund félaga, fá félagsmenn 40 fundarsæti á aðal- fundi norska skáksambandsins og getur félagið því haft mikil áhrif á niðurstöðu fundarins sem tekur málið fyrir 7. júlí. veronika@mbl.is AFP Heimsmeistarinn Nýja skákfélag Magnusar Carlsen hefur vissan tilgang. Nýtt félag Carlsens vekur mikil viðbrögð Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, fékk öðru sinni skjálftakast á opinberum við- burði við athöfn þar sem nýr dómsmálaráð- herra landsins var formlega skipaður í emb- ætti. Í kjölfarið hafa fjölmiðlar velt upp spurningum um heilsufar kanslarans, en starfs- menn skrifstofu hennar segja hana við fulla heilsu. Í gær flaug Merkel til fundar við aðra þjóðarleiðtoga á G20- ráðstefnunni í Japan þar sem hún mun ræða við marga þeirra. Á þriðjudag í síðustu viku skalf kansl- arinn mjög þegar hún tók á móti ný- kjörnum forseta Úkraínu sem var þá í opinberri heimsókn í Þýskalandi. Annað skjálftakast- ið á tveimur vikum Angela Merkel ÞÝSKALAND Mette Frederiksen, nýr forsætisráðherra Dan- merkur og sá yngsti í sögu landsins, kynnti nýja ríkisstjórn Jafnaðarmanna við konungshöllina Amalienborg í gær. Ríkisstjórnina skipa 20 ráð- herrar úr flokki hennar, en minnihlutastjórn Jafnaðarmanna er studd af þingmönnum Ein- ingarlistans, Sósíalíska þjóðarflokksins og miðjuflokksins Radikale Venstre. Frederiksen tók við lyklum að forsætisráðu- neyti Danmerkur úr höndum Lars Løkke, for- vera síns og formanni hægri flokksins Venstre. Við tilefnið afhenti hann henni bláar verka- mannabuxur og hanska. „Taktu eftir litnum,“ sagði hann og vísaði síðan til vinnuþreks dönsku þjóðarinnar og hvernig hún vaknaði á hverjum morgni til að sjá fyrir sér og sínum. „Nú ferð þú í vinnufötin. Til hamingju og gangi þér vel. Ég held þú verðir afbragðsforsætisráðherra,“ sagði Løkke. Frederiksen færði forsætisráðherranum fyrr- verandi hjólreiðatreyju að gjöf, en hann er mik- ill hjólreiðamaður. „Ég vona að þú nýtir tímann í framtíðinni meira til þess að hjóla. Þó að við höfum ekki endað saman í ríkisstjórn vona ég að sjálfsögðu að við getum haldið áfram samstarfi okkar í góðum anda,“ sagði hún. Lyklaskipti í danska forsætisráðuneytinu Ný ríkisstjórn Danmerkur AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.