Morgunblaðið - 01.07.2019, Blaðsíða 11
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Styrkur Vesturbyggðar eru
náttúruauðlindir hér, en í þeim
felast tækifæri til nýsköpunar,
rannsókna og verðmætasköp-
unar. Þá er styrkur í öllu því unga
fólki sem flutt hefur vestur á síð-
ustu árum, svo sem því sem er
með mikla þekkingu og reynslu í
farteskinu. Atvinnutækifærin hér
eru mörg og okkur vantar fleira
fólk,“ segir Rebekka Hilm-
arsdóttir bæjarstjóri í Vest-
urbyggð. Sveitarfélagið spannar
sunnanverða Vestfirði að Tálkna-
firði frátöldum og eru íbúar nú
1.010. Þéttbýli er í Patreksfirði og
Bíldudal, landbúnaður er í sveit-
unum í kring og ferðaþjónsta vax-
andi enda leggja margir leið sína
til dæmis að Látrabjargi og á
Rauðasandi.
Greining á styrk og stöðu
Vesturbyggðar er í nýrri skýrslu
– innviðagreiningu – sem verk-
fræðistofan Efla hefur unnið.
„Þættir eins og þjónusta við
barnafólk, framboð á íbúðar-
húsnæði, samgöngur, raforku-
öryggi, fjarskipti og læknisþjón-
usta. Ef þessir þættir eru í lagi þá
er líklegra að fólk vilji setjast hér
að og byggja þar upp,“ segir Re-
bekka og heldur áfram:
Stendur upp á ríkið
Húsnæðisskortur háir því
mikið að við náum fleira fólki til
okkar og fyrirtækin geti boðið
starfsmönnum sínum að setjast
hér að. Samgöngur innan sem ut-
an svæðis eru ekki góðar og hafa
ekki verið viðunandi um árabil.
Vestfjarðavegur um Gufudals-
sveit, þjóðleiðin suður á bógi,
hvar aka þarf yfir hálsa á þröng-
um og gömlum malarvegum, er
ein mesta hindrunin. Einnig þarf
úrbætur svo Vesturbyggð og
Tálknafjarðahreppur verði heild-
stætt atvinnusvæði. En þá þarf
líka að bora nokkur jarðgöng.“
Íbúum í Vesturbyggð hefur
fjölgað á síðustu árum, sbr. að
fyrir fimm árum voru þeir 950 og
tuginum færri árið 2008. Þarna
koma til aukin umsvif í fiskeldi
sem nú er orðið einn stærsti at-
vinnuvegurinn á svæðinu. Því
fylgja svo ýmis hliðaráhrif sem
Rekbekka vill að verði meiri. Þar
standi nokkuð upp á ríkið. Í Vest-
urbyggð hefur sérstaklega verið
kallað eftir því að störf eftirlits-
manna með fiskeldi á svæðinu
verði staðbundin.
„Við væntum að slíkt verði
að veruleika því auka á framlög
til stofnananna til að sinna eft-
irliti með fiskeldi,“ segir Rek-
bekka sem fagnar nýjum lögum
um fiskeldi. Þau gera rekstr-
arumhverfið öruggara þó margt
sé óskýrt enn.
„Það sem reynst hefur Vest-
urbyggð fyrirtækjum í fiskeldi
hér erfitt, er óvissa og óskýrleiki í
regluverki. Það var okkur mikið
áfall síðasta haust þegar starfs-
leyfi fiskeldisfyrirtækjanna hér
voru felld úr gildi skyndilega og
120 störf sett í uppnám. Sem bet-
ur fer brugðust stjórnvöld hratt
við því ástandi sem þá skapaðist
og leystu vandamálið, en áhrifin
eru langvarandi.“
Undir einu merki
Um uppbyggingu innviða í
Vesturbyggð er góð samstaða í
héraði og gildir það raunar um
flest mál á svæðinu. Vekur þetta
athygli, borið saman við víða ann-
arsstaðar er oft ágreiningur um
mál. En hvað skýrir þennan
menningarmun?
„Mögulega skýrist þetta af
smæð samfélagsins og nálægð í
bland við ástríðu og umhyggju
fyrir svæðinu. Þegar fólk gerir
sér ljóst að markmiðin eru þau
sömu næst alltaf mestur árangur
með samstöðu.“
Innviðagreining í Vesturbyggð bregður ljósi á stöðuna
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bæjarstjóri Árangur með samstöðu, segir Rebekka Hilmarsdóttir.
Þurfum nokkur jarðgöng
Morgunblaðið/Ómar
Áberandi og einkennandi Sílóin við álverið í Straumsvík sjást víða að.
Morgunblaðið/Ófeigur
Forstjóri Rannveig Rist hefur starfað hjá álverinu síðan árið 1990.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, lokað um helgar í sumar
Mikið úrval af fallegum sundfötum
Misty
Ásgeir Jónsson, forseti hag-
fræðideildar Háskóla Íslands,
segir uppbyggingu álversins í
Straumsvík hafa verið mikil-
vægan lið í nútímavæðingu
landsins.
„Álverið er fyrsta erlenda fjár-
festingin á vegum einkaaðila
sem kemur í landið frá því fjár-
magnshöft voru sett 1931. Ísland
hafði áður verið hluti af Dan-
mörku og fjárfestingarumhverf-
ið var alþjóðlegt. Margir Danir
fjárfestu hér á landi. Íslensk iðn-
væðing var fjármögnuð með
dönsku fjármagni,“ segir Ásgeir
og rifjar upp stofnun Íslands-
banka 1904. Með bankanum hafi
komið erlent lánsfé inn í landið.
„Tímasetningin á álverinu var
frábær. Fjárfestingin kom rétt í
kjölfarið eftir hrun í síldveiðum.
Margir Íslendingar fluttu þá af
landi brott í leit að vinnu, meðal
annars til Svíþjóðar og Ástralíu.
Sú efnahagslægð hefði orðið
miklu dýpri án álversins.
Álverið skipti líka miklu máli
fyrir orkuöflun í landinu. Með
því að selja álverinu raforku var
hægt að ráðast í byggingu Búr-
fellsvirkjunar, sem var stór og
hagkvæm virkjun. Áður var raf-
orkukerfið lítið og þoldi illa álag-
ið þegar notkunin var mest. Með
því að byggja nýjar virkjanir
kom stærra og öruggara dreifi-
kerfi. Virkjanirnar í Þjórsá voru
mjög hagkvæmar og almennt má
segja að orkukostnaður í landinu
hafi lækkað með þeim. Við
getum ekki flutt út raforku en
flytjum út raforku óbeint með
áli. Áliðnaður er einn sá orku-
frekasti sem til er. Þessi hugsun
var kölluð stóriðjustefna og var
Jóhannes Nordal helsti hug-
myndasmiður hennar.“
Ingólfur
Bender, aðal-
hagfræðingur
Samtaka iðn-
aðarins, fjallaði
á fundi Sam-
taka álfram-
leiðenda (Sam-
ál) í maí um
efnahagsleg
áhrif álfram-
leiðslu síðustu 50 ár. Í máli hans
kom fram að landsframleiðsla á
mann hefði aukist úr 2,4 millj-
ónum á núvirði í 7,9 milljónir á
tímabilinu, eða um 229%.
Uppbygging áliðnaðar hefði
verið mikilvægur liður í því að
Ísland breyttist „úr vanþróuðu
bændasamfélagi í iðnvætt ríki
með góð efnahagsleg lífsgæði“.
Fjöldi fólks hefur starfað við
álverið í gegnum tíðina.
Meðal þeirra er Ólafur Ingi
Tómasson, formaður skipulags-
og byggingarráðs Hafnar-
fjarðar. „Ég vann sem unglingur
við að hreinsa svæðið í kringum
álverið og þekki marga sem
unnu sem unglingar fyrir álverið
og undirverktaka þess. Strákun-
um var borgað vel,“ segir Ólafur
Ingi. Hann segir álverið skapa
mikla vinnu í bæjarfélaginu. Það
hafi verið stærsti vinnustað-
urinn, að frátöldu sjálfu bæjar-
félaginu, og skipt við marga.
Mikilvægt skref í nú-
tímavæðingu Íslands
Ásgeir
Jónsson
Ingólfur
Bender
Ólafur Ingi
Tómasson
Dósent segir áhrif álversins mikil
Rebekka Hilmarsdóttir,
bæjarstjóri í Vesturbyggð, er
fædd 1984. Ólst upp í Kollsvík
í Vesturbyggð og er stúdent
frá Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ. Útskrifaðist með
meistarapróf í lögfræði (ML)
frá Háskólanum í Reykjavík
2011.
Starfaði áður hjá atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneyti
sem lögfræðingur og stað-
gengill skrifstofustjóra á
skrifstofu matvæla og land-
búnaðar.
Hver er hún?