Morgunblaðið - 01.07.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019
Selfoss // Akureyr i // Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Mest seldu fjórhjól
á Íslandi síðastliðin 4 ár!
Verð frá
1.480.000
með vsk.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Áætlað er í dag að landa um 200
tonnum af makríl úr bátnum Hugin
VE 55 að sögn Guðmundar Hugins
Guðmundssonar skipstjóra, en Hug-
inn hélt út á föstudag og hefur verið
sunnan við Vestmannaeyjar síðan
þá. Sökum brælu var ekkert veitt í
um sólarhring frá því á laugardag.
Makrílkvóti íslenskra fiskiskipa
verður 140 þúsund tonn í ár, sam-
kvæmt reglugerð sjávarútvegs-
ráðherra, eða rúmlega 32 þúsund
tonnum meiri en hann hefði orðið
með þeirri viðmiðun sem notuð hef-
ur verið undanfarin ár. Aflamark á
einstök skip var gefið út á föstudag.
200 tonn til að byrja með
„Við vorum að hífa sjötíu tonn áð-
an,“ sagði Guðmundur Huginn í
samtali við Morgunblaðið skömmu
eftir hádegi í gær, en makrílleitin
fer rólega af stað að hans sögn.
„Það var austanbræla í sólarhring
þangað til í morgun, þetta fór rólega
af stað. Við erum að leita á þessu
svæði og förum ekkert lengra í bili
af því við ætlum að landa fyrsta
túrnum í nótt eða fyrramálið,“ segir
hann.
Lítið kom upp úr krafsinu til að
byrja með, að sögn Guðmundar
Hugins. „Við köstuðum fyrst rétt
fyrir miðnætti aðfaranótt laugar-
dags og fengum eitt tonn, þá var
bara áta, enginn fiskur. Síðan köst-
uðum við aftur og fengum lítið.
Helmingurinn var síld og við feng-
um tíu tonn inn. Þegar við vorum
komnir með 30 tonn var bara bræla.
Það var ekkert gert í gær og í nótt,“
segir hann, en áformað var að landa
150 til 200 tonnum eftir fyrsta túr.
„Við ætlum að reyna að vera með
200 tonn í fyrramálið. Þeir í verk-
smiðjunni þurfa líka að keyra hana
upp og vilja ekki fá meira í bili,“
segir Guðmundur Huginn. „Síðan
förum við og leitum víðar. Það hefur
verið mjög gott veður undanfarið,
það þurfti endilega að gera brælu.
Það veiðist aldrei neinn makríll í
svona, það finnst ekkert,“ segir
hann, en ómögulegt er að segja til
um framhaldið í sumar að hans
sögn. „Maður hefur heyrt að menn
verði minna varir við þetta á ýmsum
stöðum á landinu. Það er ekkert að
marka það strax. Þegar einhverjir
fleiri fara af stað, þá finnst þetta.“
Stefna að löndun í dag eftir
fyrstu ferð í makrílveiðum
Bræla í sólarhring í fyrsta túr Hugins VE 55 um helgina
Ljósmynd/Guðmundur Huginn Guðmundsson
Huginn VE 55 Haldið var til veiða síðdegis á föstudag í góðu veðri. Huginn
hefur verið sunnan við Vestmannaeyjar og stefnt er að því að landa í dag.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Nokkur hópur Íslendinga á lífeyr-
isréttindi hjá SL Lífeyrissjóði, áð-
ur Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda
(SL), vegna reglugerðar sem var
sett af félagsmálaráðuneytinu á
miðjum níunda áratug síðustu ald-
ar. Sumir sem eru komnir á efri ár
starfsævinnar, og farnir að spá í
lífeyrismálin, hafa tekið eftir því að
þeir eigi umrædd réttindi, en
kannast kannski ekki við að hafa
greitt til SL lífeyrissjóðs.
Í samtali við Morgunblaðið út-
skýrir Sigurbjörn Sigurbjörnsson,
framkvæmda-
stjóri SL, að
þetta tengist því
þegar ríkið
ákvað að hætta
að greiða orlofs-
greiðslur með
ávísunum einu
sinni á ári.
„Á árum áður
voru gefnar út
orlofsávísanir
einu sinni á ári til þeirra sem voru
ekki fastráðnir hjá ríkinu. Ríkið
ákvað í kringum 1987 að hætta
þessu kerfi,“ segir hann en nú eru
orlofsgreiðslur ýmist lagðar inn á
þar til gerðan orlofsreikning eða
greiddar samhliða mánaðarlaun-
um.
Áttu ekki að verða verðlausar
Segir Sigurbjörn að þegar síð-
ustu ávísanirnar voru gefnar út
hafi fólki gefist kostur á að leysa
þær út í banka með venjubundnum
hætti, en síðan hafi verið ákveðið
að verðmæti óútleystra orlofs-
ávísana yrði breytt í lífeyrisrétt-
indi. Í langflestum tilvikum var um
mjög lágar fjárhæðir að ræða.
„Þetta var samkvæmt reglugerð
sem félagsmálaráðuneytið gaf út.
Þessi hugmynd varð til hjá ríkinu
til að þær ávísanir sem menn
kannski týndu, eða leystu ekki út
af einhverri ástæðu, yrðu ekki
verðlausar,“ segir Sigurbjörn.
Veldur ekki usla í dag
Aðspurður segir hann að um til-
tölulega lítinn hóp fólks sé að ræða
enda hafi langflestir leyst ávísan-
irnar út áður en reglugerðin tók
gildi og nefnir, eins og áður segir,
að kerfinu hafi verið breytt í kring-
um 1987 en reglugerðin, þ.e. tíma-
markið sem ávísanirnar breyttust í
lífeyrisréttindi, hafi miðast við árið
1991.
„Menn höfðu því ágætan tíma til
að leysa þessar ávísanir út,“ segir
hann.
Sigurbjörn segir að málið og
innistæðurnar valdi ekki neinum
usla í dag, enda fái fólk reglulega
tilkynningar um þau lífeyrisrétt-
indi sem það á inni. „Við sendum
út tilkynningar þegar fólk er 65
ára, 70 ára og áttrætt og minnum á
að hjá sjóðnum sé réttur til líf-
eyris,“ segir hann. Þá bætir hann
við að lífeyrissjóðir séu í samstarfi
svo ef fólk á þessa einu innistæðu
hjá SL, en sé með önnur lífeyris-
réttindi sín annars staðar, þá fær
SL afrit af umsókn sem berst öðr-
um lífeyrissjóðum.
Eiga réttindin vegna reglugerðar
Einstaklingar á efri árum starfsævinnar hafa sumir tekið eftir lífeyrisréttindum sem þeir kannast
ekki við að hafa greitt inn á Um er að ræða óútleystar ávísanir sem breyttust í innistæður hjá SL
Sigurbjörn
Sigurbjörnsson
Jarðskjálfti, 3,6 að stærð, varð um 15
kílómetra austnorðaustur af strönd-
um Grímseyjar um hádegisbil í gær
og fylgdu nokkrir minni skjálftar í
kjölfarið. Einhverjir urðu skjálft-
anna varir, en í samtali við Morg-
unblaðið segir Halla Ingólfsdóttir,
eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins
Arctic Trip í Grímsey, að hún og
ferðamenn sem voru í leiðangri með
henni hafi ekki fundið fyrir skjálft-
anum. „Við erum orðin svo hrikalega
vön þessu,“ segir Halla og hlær, en
jörð skelfur með reglulegu millibili á
svæðinu og verða eyjarskeggjar
þess gjarnan varir.
Margt er í Grímsey þessa daga og
segir Halla að um 100 farþegar hafi
komið með bátnum á föstudag. Þá er
útlitið gott fyrir júlímánuð og flest
hótelherbergi uppbókuð. Sólstöðu-
hátíð var haldin í bænum fyrir viku
og lögðu margir leið sína til þessa
nyrsta odda landsins til að berja mið-
nætursólina augum; tækifæri sem
ekki gefst annars staðar á landinu.
Segir Halla það hafa komið
skemmtilega á óvart hve mikið var
um Íslendinga, í bland við erlenda
gesti. alexander@mbl.is
Jarðskjálfti upp á 3,6 í Grímsey
Grímseyingar kippa sér lítið upp við enn einn skjálftann
Sólarstundir í Reykjavík í júní-
mánuði voru margar í sögulegu
ljósi, þó að metið yfir sólarstundir
frá upphafi hafi ekki fallið.
„Það er nú merkilegt út af fyrir
sig að stundirnar hafi farið yfir
þrjú hundruð,“ sagði Trausti
Jónsson veðurfræðingur í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöld
spurður um sólarstundirnar í
júnímánuði.
Um miðja síðustu viku höfðu
mælst 296,3 sólarstundir í
Reykjavík og vantaði þá 42 stund-
ir til að jafna júnímetið frá 1928.
Eins og áður segir tókst ekki
að jafna metið en í fyrrakvöld
stóð talan í 301, og hefði því verið
mögulegt að ná upp í þriðja sæti
yfir júnímánuði, en í fjórða og
fimmta sæti eru nú júnímán-
uðirnir árin 1924 og 2008 með
313,2 og 313 sólarstundir.
Trausti sagðist telja að sólar-
stundir hefðu hugsanlega verið í
kringum átta í gær. Því væri lík-
legra að júnímánuður 2019 hefði
endað í fimmta sæti yfir sólar-
stundir í júní og í áttunda sæti yf-
ir alla mánuði frá upphafi.
„Maður veit það samt ekki
ennþá. Það er ennþá sólskin þótt
sólin sé orðin svolítið dauf,“ sagði
Trausti, enda var sólin ekki hnig-
in til viðar þegar blaðamaður sló
á þráðinn í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Hari
Vaðið Drengir sem léku sér í sólinni í fjörunni við Grafarvog í gær.
Sólin lét oft sjá sig
en metið féll ekki
Júní 2019 mögulega í fimmta sæti