Morgunblaðið - 01.07.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019
Orf úr áli 25.980
Orf úr tré 17.400
Ljár 7.980
Heyhrífa 4.880
Orf og ljár
augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.isL
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16
Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár
Bjarni Jónsson rafmagnsverk-fræðingur skrifar um orku-
pakkana: „Orkupakki #4 (OP#4)
kom út úr ofni Evrópusambandsins,
ESB, 8. maí 2019 eftir innbyrðis deil-
ur í bakaríinu um uppskriftina. Auk-
in miðstýring orkumálanna með við-
bótar valdtilfærslu frá
aðildarríkjunum til ACER olli deil-
unum og er jafnframt megineinkenni
OP#4. Fyrirvari Íslands við OP#3
um bann við tengingu landsins við
innri raforkumarkað ESB og nokkr-
ir af ólögfestum, bréflegum óskafyr-
irvörum Norðmanna við hann eru í
algeru uppnámi eftir útkomu OP#4
og stríða beinlínis gegn honum.“
Bjarni segir að með fjórða orku-pakkanum hafi „rafmagns-
tilskipun OP#3 verið endurskoðuð
þannig, að nýjar valdheimildir eru
færðar frá ríkisvaldi aðildarland-
anna og til framkvæmdastjórnar
ESB, orkustofnunarinnar ACER og
útibús ACER í hverju aðildarlandi,
Landsreglarans (National Energy
Regulator). Einkum á þetta við um
þróun og rekstur millilandateng-
inga, en einnig um stjórnun orku-
mála innanlands.“
Og hann bætir við að í nýjastaorkupakkanum komi fram að
aðildarríkin eigi meðal annars að sjá
til þess að innlend löggjöf hindri ekki
á óeðlilegan hátt (og ESB meti hvað
sé óeðlilegt) nýjar millilandateng-
ingar og raforkuviðskipti á milli
landa.
Getur verið að stjórnvöld teljienga ástæðu til að skoða þenn-
an nýjasta pakka rækilega áður en
sá þriðji verður afgreiddur?
Á að horfa framhjá
fjórða pakkanum?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Klamydíusmit á Íslandi voru 649,6 á
hverja 100 þúsund íbúa árið 2017 og
er Ísland efst þeirra landa sem um
er fjallað í tölum sóttvarnastofnunar
Evrópu. Samkvæmt þeim er með-
altíðnin í ríkjum ESB og EES 146,2
tilfelli á hverja 100 þúsund íbúa.
Heildarfjöldi klamydíusmita í þess-
um löndum var 409.646 og á Íslandi
smituðust 2.198 þetta ár.
Ísland er í hópi sex landa þar sem
tíðni smita er yfir 200 á hverja 100
þúsund íbúa. Þessi lönd eru Norður-
löndin öll auk Bretlands. Fram kem-
ur í úttektinni að þessi lönd eigi það
sameiginlegt að þar séu prófanir á
sýnum tíðar.
Fleiri próf aðeins ein skýring
Þórólfur Guðnason, sóttvarna-
læknir hjá embætti landlæknis, seg-
ir að lengi hafi tíðni smita á Íslandi
verið með því hæsta sem þekkist.
„Við vitum ekki nákvæmlega hver
skýringin á því er, en tíðnin hefur
verið svipuð milli ára. Það sem af er
þessu ári virðist hún þó vera heldur
lægri en t.d. í fyrra,“ segir hann, en
tíðnin er að jafnaði hæst hjá fólki á
aldrinum 18-25
ára. „Það er erfitt
að segja til um af
hverju við erum
svona há í sam-
anburði við aðra.
Hvort það er
meira prófað hér,
hvort ungt fólk er
duglegra að leita
til heilbrigðis-
kerfisins til að fá
greiningu, það er ekki alveg ljóst,“
segir hann og nefnir að öflugri próf-
anir hér á landi séu aðeins ein mögu-
leg skýring á miklum fjölda klamyd-
íusmita hér á landi.
„Önnur skýring er síðan einfald-
lega að það sé bara hærri tíðni hér
en annars staðar. Það er hugsanlegt,
en það er erfitt að segja til um
þetta,“ segir hann, en nefnir að fjöldi
prófa sem sendur sé áfram í „test“
sé meiri hér en annars staðar. „Við
erum að prófa svolítið mikið. En er
það vegna þess að fólk er með ein-
kenni eða ekki? Það vitum við ekki
nákvæmlega. Sumar þessara sýk-
inga eru einkennalausar eða -litlar,
þannig að skýringin á því að við
séum með fleiri tilfelli gæti verið að
við prófum meira,“ segir hann.
Klamydía hlutfalls-
lega algengust hér
Um 650 smit á hverja 100 þúsund íbúa
Þórólfur
Guðnason
Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur
ákveðið að auglýsa eftir aðilum til
þess að reka deilihjólaleigu í borg-
inni. Aðkoma borgarinnar verður
fyrst og fremst fólgin í að skapa að-
stöðu og leggja til land, en rekstr-
araðilum látið eftir að sjá um upp-
setningu og allan rekstur. Á vefsíðu
opinberra útboða kemur m.a. fram
að framlag borgarinnar til verkefn-
isins verði að hámarki sem nemur
fimm milljónum króna á ári.
Síðastliðin ár sá flugfélagið WOW
air um rekstur deilihjólaleigunnar, en
flugfélagið varð gjaldþrota í vor og
því er leitað eftir nýjum aðila til að
reka hjólaleiguna.
Í svari Bjarna Brynjólfssonar, upp-
lýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við
fyrirspurn Morgunblaðsins um málið
segir að um sé að ræða 100 hjól á átta
stöðvum sem WOW hjólaleigan hafði
yfir að ráða. Meðal annars sé það
hluti af hjólastefnu Reykjavíkur-
borgar að borgin stuðli að rekstri
slíkrar leigu og segir að markmiðið
með því að borgin greiði að hámarki
fimm milljónir á ári sé að gera deili-
hjólaleiguna að samstarfsverkefni
þannig að borgin hafi aðgang að töl-
um og hafi um staðsetningu stöðv-
anna að segja. Þá segir hann að í
nær öllum borgum þar sem deili-
hjólaleigur eru reknar með hag-
kvæmum hætti hafi framlög viðkom-
andi borgar þurft að koma til.
Leita eftir rekstraraðila í stað WOW
Ákveðið að auglýsa eftir aðilum til að reka deilihjólaleigu í Reykjavík
Morgunblaðið/Hari
Deilihjól Við Lækjargötu í fyrra.