Morgunblaðið - 01.07.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.07.2019, Blaðsíða 32
Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó- leikari og Trausti Jónsson veður- fræðingur koma fram á fyrstu sum- artónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á þessu ári sem haldnir verða annað kvöld kl. 20.30. Tón- leikarnir eru helgaðir elstu íslensku einsöngslögunum og átti Trausti hugmyndina að tónleikunum og flytur inngangsorð. Helgaðir elstu íslensku einsöngslögunum MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 182. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Birnir Snær Ingason skoraði sigur- mark Vals úr síðustu spyrnu leiksins þegar Íslandsmeistararnir unnu HK 2:1 í úrvalsdeild karla í fótbolta í gærkvöld. Með sigrinum komst Val- ur upp í 6. sæti en liðið er enn tíu stigum frá toppliði KR sem á auk þess leik til góða. Stjarnan er í 3. sæti eftir sigur á ÍBV og Fylkir vann mikilvægan sigur á KA. »26 Birnir Snær bjargaði Íslandsmeisturunum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fjósið á Hlíðarenda var formlega opnað í maí í fyrra eftir gagngerar endurbætur. Að sjálfsögðu ræður Gunnar á Hlíðarenda þar ríkjum, stundum kallaður fjósameistarinn eða fjósi, en hann heitir fullu nafni Gunnar Kristjánsson. „Það er ekki slæmt að vera á launum við að horfa á fótbolta með öðru,“ segir Valsar- inn síkáti. Þótt Fjósið sé fyrst og fremst fé- lagsheimili Vals og opið í kringum alla meistaraflokksleiki Vals í körfu, handbolta og fótbolta karla og kvenna er vinsælt að leigja það fyrir alls kyns veislur, fundi og ráð- stefnur enda hægt að vera með um 100 manns í sæti og standandi mót- tökur fyrir allt að 200 manns. „Það er enginn formlegur afgreiðslutími en ég miða við að vera alltaf á staðn- um frá klukkan fimm á daginn, nema óskað sé eftir aðstöðunni fyrr, og það er alltaf hægt að ná í mig,“ segir Gunnar. Fálkarnir, sem styrkja barna- og unglingastarf Vals, grilla gjarnan fyrir leiki og menn ræða málin í Fjósinu fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. „Svo horfum við á leiki í enska fótbolt- anum og Evrópuleiki og til dæmis komust færri að en vildu þegar við sýndum beint útileik Vals á móti Rosenborg í Meistaradeildinni í fyrra.“ Glæsilegur staður Kristján Ásgeirsson arkitekt hannaði staðinn, vel hefur tekist til við endurgerð Fjóssins og Gunnar smellpassar inn í innréttinguna rétt eins og annað á staðnum. Hann seg- ist reyndar ætla að taka sér vikufrí í sumar. „Ég fann viku þar sem engir leikir eru í gangi, en svo er Sigurður Haraldsson alltaf boðinn og búinn að leysa mig af þegar á þarf að halda.“ Hann segir að álagið sé mest í kringum leiki og þá bætist sjálf- boðaliðar í starfsmannahópinn. „Það er enginn hörgull á sjálfboðaliðum og til dæmis hafa þjálfararnir Óskar Bjarni Óskarsson og Dagur Sig- urðsson verið duglegir á posanum – þeim finnst sport að hjálpa til.“ Gunnar segir að til að byrja með hafi hann rennt blint í sjóinn. „Fyrsta kvöldið seldist allt upp,“ rifjar hann upp. „Það var líka eini sólardagurinn í fyrrasumar en nú er ég reynslunni ríkari.“ Gunnar er lærður framreiðslu- maður og með meistarapróf í hótel- og veitingahúsastjórnun frá háskóla í Flórída í Bandaríkjunum. Hann hefur komið víða við í faginu frá því hann var fyrsti framkvæmdastjóri Hard Rock Café á Íslandi, hefur rekið hótel og veitingastaði í nær 40 ár. Hann og Lárus Loftsson hafa séð um veitingaþjónustu á heima- leikjum Vals í fótboltanum í sjálf- boðaliðavinnu í mörg ár og þegar honum var boðið að taka við rekstri Fjóssins þurfti hann ekki að hugsa sig um lengi. „Þetta er draumastarf og algjör forréttindi að starfa við áhugamálið,“ segir hann. Morgunblaðið/Hari Allir velkomnir Framreiðslumaðurinn Gunnar á Hlíðarenda Kristjánsson ræður ríkjum í fjósinu. Gunnar á Hlíðarenda er reynslunni ríkari  Fjósið í endurnýjun lífdaga og sagan uppi um alla veggi Eftir að hafa mistekist það í ellefu leikjum á síðustu 24 árum tókst Svíþjóð loks að leggja Þýskaland að velli í fótbolta kvenna á heims- meistaramótinu í Frakklandi um helgina. Svíar, sem verða and- stæðingar Íslands í undankeppni næsta stórmóts, eru þar með komnir í undanúrslit móts- ins. Holland er sömu- leiðis komið í undan- úrslit, í fyrsta sinn frá upphafi, og báðar þjóð- ir hafa nú tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó á næsta ári. »25 Verðandi mótherjar Íslands í undanúrslit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.