Morgunblaðið - 01.07.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.07.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk 1. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.16 124.76 124.46 Sterlingspund 157.43 158.19 157.81 Kanadadalur 94.77 95.33 95.05 Dönsk króna 18.931 19.041 18.986 Norsk króna 14.575 14.661 14.618 Sænsk króna 13.394 13.472 13.433 Svissn. franki 127.33 128.05 127.69 Japanskt jen 1.1526 1.1594 1.156 SDR 172.54 173.56 173.05 Evra 141.3 142.1 141.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.1892 Hrávöruverð Gull 1413.2 ($/únsa) Ál 1780.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.51 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á arnar m.a. í nýlegri stefnu Samtaka iðnaðarins og nýsköpunarheitum Við- skiptaráðs Íslands þar sem fyrsta mál á lista er að stuðla að aukinni hug- verkavernd.“ Segir Borghildur að Hugverkastof- an verði að svara kallinu og breytast í takt við þarfir íslenskra fyrirtækja og aðila í nýsköpun. „Þetta felur í sér að horfa heildstætt á hugverk fyrirtækja og veita þeim þær upplýsingar og þjónustu sem þau þurfa til að taka réttar ákvarðanir. Nafnbreytingin mun þar skipta miklu máli fyrir okkur til að geta náð til þeirra fyrirtækja sem hafa kannski minnstu þekking- una og þurfa hvað mest á henni að halda.“ Hægt að gera betur Þegar kemur að hugverkum virðist Ísland eiga mikið inni og öflugt starf unnið bæði við háskólana og hjá ný- sköpunarfyrirtækjum af öllum stærð- um og gerðum. Borghildur segir vert að skoða hvernig hægt væri að koma enn betur til móts við þarfir íslenskra fyrirtækja s.s. með rausnarlegri styrkjum til að auðvelda einkaleyfa- umsóknir. Þá þurfi að fræða fyrirtæki og almenning betur svo að teknar séu skynsamlegar ákvarðanir um vernd- un hugverka. „Það má fara margar leiðir og ættu öll fyrirtæki að skoða það vandlega hvernig þau vilja haga sínum hugverkamálum. Geta áhuga- samir leitað til okkar til að fá almenn- ar upplýsingar um hugverkaréttindi og fengið leiðsögn um hver næstu skref gætu verið eða hvaða sérfræð- inga ætti að leita til eftir aðstoð við framhaldið.“ Borghildur minnir líka á að þótt verndun hugverka geti verið öflugt viðskiptatæki og t.d. greitt leiðina að fjármagni, þá þurfi líka að ýta undir tækniyfirfærslu og gera nýjar upp- finningar að verðmætum vörum. Lýs- ir hún mikilli ánægju með stofnun Auðnu Tæknitorgs, þar sem háskól- arnir og fjöldi stofnana og samstarfs- aðila hafa snúið bökum saman til að byggja brú á milli fræða og rann- sókna og atvinnulífs: „Þar hefur tek- ist að búa til vettvang bæði til að vernda hugverk og stuðla að hagnýt- ingu þeirra. Við lítum því björtum augum til framtíðar og teljum Hug- verkastofuna nú geta betur stutt við þær áherslur sem eru í íslenskum iðn- aði, nýsköpun og rannsóknar- og þró- unarstarfsemi.“ Hugverkadrifið hagkerfi að fæðast Morgunblaðið/Hari Undirstaða Stoðtækjasmiður að störfum hjá Össuri. Þess er vænst að á þessari öld leiki hugverk lykilhlutverk í verðmætasköpun á heimsvísu.  Einkaleyfastofan fær nýtt nafn og kallast núna Hugverka- stofan  Fyrirtæki ættu að skoða hugverkamál sín vandlega VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Komið er að tímamótum hjá Einka- leyfastofunni því í dag, á 28 ára af- mæli stofnunarinnar, fær hún nýtt nafn; Hugverkastofan, sem endur- speglar betur víðtækt hlutverk stofn- unarinnar. Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar, segir gamla nafnið hafa haft þann ókost að vísa aðeins til einka- leyfa, en stofnunin annist breitt svið hugverkamála og liðsinni fyrirtækj- um, stofnunum og einstaklingum við að vernda jafnt uppfinningar, vörumerki og hönnun. Gaman er að sjá þá þróun sem hef- ur átt sér stað frá stofnun Einkaleyfa- stofunnar fyrir tæpum þremur ára- tugum. „Í langri sögu stofnunarinnar sjáum við hve miklar breytingar ís- lenskur iðnaður og samfélag hafa gengið í gegnum og hlutverk Hug- verkastofunnar þróast að sama skapi,“ segir Borghildur og nefnir að árið 1991 hafi stofnunin veitt 30 einka- leyfi en 2018 hafi tekið gildi tæplega 1.500 einkaleyfi á Íslandi. Hugverk styðja við hagvöxt Þróunin endurspeglar m.a. vitund- arvakningu í atvinnulífi og fræðasam- félagi um þau verðmæti sem geta ver- ið fólgin í hugverkum og hvernig þau geta lagt grunninn að hagsæld og hagvexti. „Greina má aukna áherslu hjá stjórnvöldum, almenningi og stofnunum atvinnulífsins á að byggja upp hugverkadrifið hagkerfi á Íslandi og leggja aukinn kraft í nýsköpun, rannsóknir og þróun. Það getur líka stutt við sjálfbæran hagvöxt sem ekki eykur álagið á náttúruauðlindir,“ út- skýrir Borghildur og bætir við að jafnan haldist það í hendur að þjóðir hlúi að sköpun og verndun hugverka og að þær búi að miklum lífsgæðum og geti boðið fólki vel launuð þekking- arstörf. „Við sjáum áherslubreyting- Borghildur Erlingsdóttir Fulltrúar Evrópusambandsins og stjórnvalda í Víetnam undirrituðu á sunnudag samning um afnám tolla á um 99% af þeim varningi sem Aust- ur-Asíuríkið og aðildarlönd ESB kaupa og selja sín á milli. Reuters greinir frá þessu en bendir á að til að öðlast gildi þurfi Evrópuþingið að staðfesta samninginn, og er það ekki sjálfgefið í ljósi þess að sumir Evr- ópuþingmenn hafi viðrað áhyggjur sínar af stöðu mannréttinda í Víet- nam. Samningurinn er, að sögn fulltrúa ESB, sá víðtækasti sem þjóðabanda- lagið hefur gert við þróunarland. Þótt sumir tollar verði lækkaðir um leið og samningurinn tekur gildi munu aðrir tollar lækka í skrefum yfir tíu ára tímabil. Þá verða magn- takmarkanir á tollfrjálsum innflutn- ingi vissra vörutegunda, s.s landbún- aðarvara. Hagvöxtur í Víetnam hefur verið með besta móti undanfarna áratugi og frá aldamótum hefur hann sveifl- ast á bilinu frá rúmlega 5% upp í um 7,5%. Reikna stjórnvöld í Hanoi með því að árið 2020 hafi fríverslunar- samningurinn haft þau áhrif að auka útflutning frá Víetnam til ESB um rúm 20%, og auka innflutning frá Evrópu um rösklega 15%. Mun það leiða til verulegrar aukningar lands- framleiðslu á næstu árum. ai@mbl.is AFP Frelsi Frá verksmiðju í Víetnam. Fríverslun mun hafa jákvæð áhrif. ESB og Víetnam gera samning  Víðtækasti fríverslunarsamningurinn sem gerður hefur verið við þróunarland Agustin Carstens, stjórnandi Al- þjóðagreiðslubankans (BIS), hvetur seðlabanka heimsins til að fara sparlega með hagkerfis- örvandi aðgerðir og vera þannig ekki búnir að tæma vopna- búrið þegar bregðast þarf við kreppu. Carstens lét þessi ummæli falla þegar hann kynnti ársskýrslu BIS og varaði hann við því að seðlabankar kynnu að leggja of ríka áherslu á að ýta upp hagvexti: „Það er mikilvægt að eiga eitthvert svigrúm eftir þegar glíma þarf við harkalega niður- sveiflu,“ sagði hann. Reuters bendir á að seðlabankar víða um heim séu að setja sig í þær stellingar að slaka á vaxta- og pen- ingastefnu til að viðhalda meiri hagvexti. Þannig hafa bæði seðla- bankar Japans, Kína og Evrópu gefið til kynna að von kunni að vera á vaxtalækkunum til að örva at- vinnulífið og margir vænta þess að seðlabanki Bandaríkjanna muni lækka stýrivexti á næstunni. „Peningastefnan ætti að vera varaúræði frekar en að leika lykil- hlutverk í því að stuðla að auknum hagvexti,“ sagði Carstens og varaði um leið við því að með því að gera fjármagn ódýrara ykist hættan á að verðmætum yrði óhyggilega ráð- stafað og verðmyndun bjagaðist, en þannig sköpuðust einmitt for- sendur fyrir óstöðugleika síðar meir. ai@mbl.is Seðlabankar verði að spara púðrið Agustin Carstens

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.