Morgunblaðið - 09.07.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.07.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hópur vísindamanna sem leggur í árlegan leiðangur til Surtseyjar síðar í þessum mánuði mun meðal annars notast við dróna við rannsóknir sín- ar. Til stendur að mynda eyjuna í bak og fyrir þannig að til verði að lokum nákvæmt þrívíddarlíkan af eyjunni. Samkvæmt upplýsingum frá Um- hverfisstofnun er þetta þó ekki í fyrsta sinn sem leyfi hefur verið veitt fyrir drónaflugi yfir Surtsey. Kristján Jónasson, jarðfræðingur hjá Náttúrustofnun Íslands, er leið- angursstjóri jarðfræðileiðangurs sem stendur yfir 18.-22. júlí, en fyrst verður farið í líffræðileiðangur frá 15.-18. júlí. Ströng skilyrði eru gerð fyrir ferðalögum til Surtseyjar, sem kunnugt er, og aðeins þeir sem hafa leyfi Umhverfisstofnunar verða með í för. Að sögn Kristjáns verður m.a. unnið að tilraunum í borholum frá ár- unum 1976 og 2017 og hitastig mælt í jarðhitakerfi á yfirborði líkt og gert hefur verið frá því Surtsey varð til árið 1963. Þá munu Landmælingar Íslands mæla fastmerki í eyjunni og tengja við íslenska landshnitakerfið. Fylgjast með rofi eyjarinnar Fulltrúi Landmælinga mun einnig starfa með starfsmanni Náttúru- fræðistofnunar sem annast dróna- flugið. „Það stendur til, ef allt gengur upp og veður leyfir, að fljúga þarna tveimur drónum. Annars vegar er það vængjaður dróni sem er forrit- aður, flýgur sjálfur fram og til baka og tekur mikið af myndum. Flögg verða lögð út á eyjuna og fastpunktar líka þannig að á einhverjum mynd- anna sjást fastpunktar,“ segir Krist- ján, en drónarnir eru af gerðinni EbeeX og DJI Mavic. Ætlunin er að setja saman ná- kvæmt þrívíddarlíkan á nýrri loft- ljósmyndastofu Náttúrufræðistofn- unar með myndum úr drónunum með hjálp hugbúnaðar. „Sá vængjaði flýgur fram og til baka yfir eyjunni og tekur myndir of- an frá. Síðan verðum við með þyrlu- dróna sem verður notaður meðfram ströndinni til að ná myndum af klettaveggjum og þar sem er bratt niður í sjó svo það verði almennilega skráð líka,“ segir Kristján, en áform- að er að endurtaka leikinn að nokr- um árum liðnum. „Þá verður hægt að fylgjast með því nákvæmlega hvernig eyjan rofn- ar og hvað fellur út. Við höfum fylgst með rofi á hraunkantinum en ekki getað gert það mjög nákvæmlega. Það hafa verið teknar loftmyndir þarna á tveggja ára fresti, en úr nokkurri hæð. Þær sýna heldur ekki vel klettana,“ segir Kristján. Morgunblaðið/Árni Sæberg Surtsey Drónar hafa ekki áður verið með í för vísindamanna en nú stendur til að mynda eyjuna með þeim hætti. Rannsaka Surtsey með hjálp tveggja dróna  Vísindamenn hyggjast búa til þrívíddarlíkan af eyjunni Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Ljóst er að nokkur hiti ríkir meðal fólks hvað varðar uppbyggingu í Elliðaárdal þar sem gróðurhvelfing, bílastæði og verslunarrými munu rísa. Hringt var í Hall- dór Pál Gíslason, formann Holl- vinasamtaka Ell- iðaárdalsins, sl. sunnudag úr leyninúmeri og honum sagt að „hætta þessu hel- vítis bulli“, búið væri að samþykkja uppbyggingu við Stekkjarbakka af hálfu borgaryfir- valda og málið væri frágengið. Þett staðfestir Halldór í samtali við Morgunblaðið. „Mjög skrítið símtal“ „Þetta var mjög skrítið símtal og eitthvað sem ég átti ekki von á í þessu ferli,“ sagði Halldór um sím- talið. Hringjandinn kynnti sig ekki en spurði hvort Halldór væri ekki formaður Hollvinasamtaka Elliðaár- dalsins. Samtökin hafa lýst því yfir að nú hefjist þau handa við að kæra sam- þykkt borgaryfirvalda á uppbygg- ingu í Elliðaárdal til úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlinda- mála. Deiliskipulag á þróunar- reitnum Stekkjarbakka Þ73, sem felur í sér uppbyggingu á 43 þúsund fermetra svæði í Elliðaárdal, var samþykkt á borgarráðsfundi sl. fimmtudag. Hollvinasamtökin telja málsmeð- ferð borgaryfirvalda á þessu deili- skipulagi gefa tilefni til þess að mál- ið verði kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Við þurfum að fara yfir þetta með skipu- lagslögfræðingi og þegar það er búið þá kærum við þetta til úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlinda- mála. Að því búnu förum við í að klára þetta mál og knýja fram íbúa- kosningu,“ segir Halldór. Hollvinasamtökin og borgar- fulltrúar úr Sjálfstæðisflokki, Flokki fólksins, Sósíalistaflokki Íslands og Miðflokknum hafa gagnrýnt með- ferð málsins og undruðu nokkrir sig á því að það hefði verið gert í sum- arfríi borgarstjórnar. Í yfirlýsingu frá Hollvinasamtökunum, sem gefin var út í gær, segir að uppbyggingin muni hafa í för með sér umhverf- ismengun vegna nálægðar uppeldis- stöðvar laxaseiða í Elliðaárdalnum, auk ljósmengunar. Verkefnið sé ófjármagnað og muni því standa sem framkvæmdaverkefni næstu ár. Þá hafa borgaryfirvöld ekki enn svarað umsögnum um deiliskipulagið, að sögn Halldórs. Meðal þeirra atriða sem Hollvina- samtökunum þykir tilefni til að at- huga í kæruferli er að óskað hafi verið eftir umsögn Umhverfisstofn- unar þegar lá fyrir að gróðurhvelf- ingin sem til stæði að rísa væri 1.500 fermetrar, en ekki eftir að ákveðið var að stækka hana í 4.500 fermetra. Gera athugasemdir við stækkun húsnæðis „Þetta er margföldun á stærð og það að Umhverfisstofnun hafi verið spurð álits um þessa 1.500 fermetra en ekki 4.500 fermetra er ámælis- vert, myndi ég telja,“ sagði Halldór. Á fundi skipulags- og samgöngu- ráðs í nóvember árið 2017 hafi bréf frá Biodome, sem mun reka starf- semi í Elliðaárdalnum, borist um að stækka fyrrgreint húsnæði úr 1.500 fermetrum í 4.500 fermetra. „Þar eru líklega allskonar rök fyr- ir því en ég sé þetta bréf ekki í fund- argerðinni og ég veit ekki hvaða rök voru lögð til,“ segir hann. Hann segir samtökin einungis hafa beðið um svar við grundvallar- spurningum og lagt fram grundvall- armál. Svæðið sé ekki mikið raskað: „Það eru einstaka vegir og bíla- plön þarna en að mestu er þetta gró- ið svæði,“ sagði Halldór. Þrýstingi beitt vegna Elliðaárdals  Formanni Hollvinasamtaka Elliðaárdals ógnað símleiðis á sunnudag  „Hættu þessu helvítis bulli“  Samtökin leggjast gegn uppbyggingu í dalnum  Hyggjast kæra til úrskurðarnefndar Ljósmynd/Reykjavíkurborg Elliðaárdalur Svona gæti útsýnið verið frá Stekkjarbakka nái áform um gróðurhvelfingu fram að ganga. Halldór Páll Gíslason Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Mike Pence, varaforseti Bandaríkj- anna, hefur lýst því yfir við íslensk stjórnvöld að hann hafi áhuga á að heimsækja Ís- land með haust- inu. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanleg- um heimildum úr íslenska stjórn- kerfinu. Málið hefur, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, verið rætt á vettvangi ríkisstjórn- arinnar en staðfesting liggur ekki fyrir á hingaðkomu varaforsetans. Pence mun hafa óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að koma til landsins einhvern tíma fyrrihluta septembermánaðar. Aukin samskipti ríkjanna Ósk svo háttsetts bandarísks stjórnmálamanns um að heimsækja Ísland er talin vísbending um að aukin þíða sé komin í samskipti Ís- lands og Bandaríkjanna á nýjan leik. Fyrir aðeins tveimur vikum var hér á landi sendinefnd frá banda- ríska viðskiptaráðuneytinu til þess að ræða efnahagssamstarf og skömmu áður hafði sendinefnd frá bandaríska utanríkisráðuneytinu verið hér í viðræðum við íslenska kollega sína. Þá mun liggja fyrir að háttsettur Bandaríkjamaður muni koma og verða viðstaddur alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle í Hörpu í haust. Mike Pence vill heimsækja Ísland  Varaforsetinn vill koma í september Mike Pence

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.