Morgunblaðið - 09.07.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Friðleifur Friðleifsson, yfirmaður sölu frystra afurða hjá Icelandic Seafood, segir mikla aukningu hafa verið í útflutningi á frosnum fiski til Bretlands fyrir flesta útflutnings- aðila vegna yfirvofandi útgöngu Breta úr ESB, eða Brexit. „Margir dreifingaraðilar og jafn- vel stórverslanir í Bretlandi keyptu mjög stíft inn í upphafi ársins. Menn voru rosalega hræddir við Brexit, sem átti að vera 31. mars. Þannig að menn birgðu sig upp og við nutum þess líka. Það var almenn hegðun innflytjenda að ná undir sig meiri fiski og þeir sem dreifa fiski og frönskum (e. fish & chips) voru sterkastir,“ segir Friðleifur. „Þetta var mjög sérstakt í byrjun árs, vegna Brexit og vegna vænt- anlegs tollastríðs Ameríku og Kína. Þessar tvær ástæður ýttu á kaup- endur að verða sér úti um meiri fisk. Við, allir birgjarnir í Norður- Atlantshafi; Íslendingar, Norð- menn, Færeyingar og Rússar, nut- um þess að menn keyptu meira en oft áður.“ Norska Fiskeribladet sagði frá því fyrir helgi að útflutningur Norð- manna á frosnum þorski til Bret- lands hefði aukist um 2.000 tonn, eða 61% á fyrsta fjórðungi þessa árs. Norska blaðið segir það hafa ráðið miklu að stórverslanakeðjan ASDA skipti út íslenskum fiski fyrir norskan. Friðleifur dregur þessa stað- reynd norska blaðsins hinsvegar í efa. „Við vorum með samning við ASDA en það var mjög lítill samn- ingur. Hann var í þorski í bakka og við héldum ekki áfram með hann í nóvember í fyrra,“ segir Friðleifur sem telur afar ólíklegt að hann sam- svari aukningu Norðmanna. Staða Íslands áfram sterk Spurður um stöðuna á fiskmark- aðnum um þessar mundir telur Friðleifur stöðu Íslands mjög sterka. „Ég held að við séum í mjög góðum málum, sérstaklega í Bret- landi. Íslenskur fiskur er áfram eft- irsóttur í Bretlandi. Það sem hefur gerst er að Rússarnir eru byrjaðir að framleiða mjög góðar afurðir, sérstaklega sjófrystar. Þeir hafa keypt mikið af íslenskum skipum, vel útbúnum skipum og eru líka að láta smíða fyrir sig ný skip þannig að þeir eru komnir með mjög góðan búnað til að framleiða gæðavörur.“ Sækja á betri markaði Friðleifur bendir einnig á að breskar verslunarkeðjur hafi verið að leita í ódýrari vörur, þar á meðal tvífrystan þorsk frá Kína. Á sama tíma hafa Íslendingar verið að horfa á betur borgandi markaði eins og Belgíu, Frakkland og jafnvel Bandaríkin. „Okkar áherslur eru bara aðeins öðruvísi, við erum alls ekki að verða undir í neinni markaðsbaráttu eða neitt slíkt. Það hafa allir það bara gott á þessum hefðbundnu þorsk- mörkuðum.Við höfum verið að koma okkur fyrir á mörkuðum sem eru betur borgandi en breski mark- aðurinn þegar kemur að ákveðnum vörum og formum. Það lýsir sér í því að við erum að vinna í umhverfi með mjög hátt hráefnisverð, mjög há laun og enga ríkisstyrki í sjávar- útvegi eða neitt slíkt,“ segir Frið- leifur. Nýr markaður í Bretlandi Hann segir stöðuna hjá Icelandic Seafood og Samherja vera einstaka í Bretlandi þar sem fyrirtækin eiga vinnslufélög þar í landi. „Við eigum tvær verksmiðjur í Bretlandi. Við sögum niður og sker- um fisk til að mynda fyrir ASDA, fyrir Sainsburys o.fl. Við eigum tvær verksmiðjur og Samherji á eina verksmiðju.“ Vinnslurnar í Bretlandi kaupa sér hráefni til að flaka sjálfar og að sögn Friðleifs er að verða til mark- aður í Bretlandi, svokallaður „re- fresh“-markaður, í ferskum fiski. „Það er sem sagt frosið hráefni sem er þítt upp og flakað í Bretlandi og selst svo sem „ferskt“ innan gæsa- lappa. Ekki ferskt alla leið eins og við erum að bjóða upp á. Semsagt aldrei frosið, heldur er þetta hráefni sem hefur verið fryst, svo þítt upp, fiskurinn flakaður og þá verður þetta fersk vara sem margir í Bret- landi eru að kaupa og þá á lægra verði en sú vara sem aldrei hefur frosið.“ Birgðu sig upp af fiski vegna Brexit  Útflutningur Norðmanna á frosnum þorski til Bretlands jókst um 61% á árinu  Staða Íslands enn öflug  „Þetta var mjög sérstakt í byrjun árs,“ segir yfirmaður frystra afurða hjá Icelandic Seafood AFP Þorskur Sala á frosnum þorski til Bretlands gekk afar vel í byrjun árs. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Fljótandi laugar, köld úðagöng, jarðhitate og bjór bruggaður úr jarðhitavatni verður meðal þess sem boðið verður upp á í Vök baths, náttúrulaugum við Urriðavatn ná- lægt Egilsstöðum, sem opnaðar verða í næstu viku. „Okkar helsta einkenni og það sem aðgreinir okkur frá öðrum eru fljótandi laugarnar okkar en þær eru fyrstu og einu sinnar tegundar á Ís- landi,“ segir Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Vök baths. Heita vatnið talið skrímsli Heiður segir hugmyndina um Vök baths tengjast vökum sem mynd- uðust áður á Urriðavatni vegna 75 gráðu hita jarðhitavatnsins sem er á botni þess en það er nú notað til þess að hita upp Egilsstaði og nágrenni. „Í fyrstu mynduðu þessar vakir al- gjört spurningarmerki hjá íbúum í nágrenni við vatnið. Þetta varð efni í þjóðsögur um að það hlytu að vera einhver skrímsli á botninum,“ segir Heiður og bætir við að hönnun laug- anna eigi að líkja eftir þessum vök- um. Segir hún að jarðhitavatnið sem kemur úr borholum Urriðavatns sé svo hreint að það hafi verið vottað drykkjarhæft og sé eina íslenska heita vatnið sem hefur fengið slíka vottun. Að sögn Heiðar verður einn af upplifunarþáttum Vök baths tengd- ur veitingunum en gestum mun með- al annars standa til boða að blanda te úr ómeðhöndluðu heitu vatni beint úr borholunni og jurtum af svæðinu. Auk þess verður sérstök veit- ingalaug á svæðinu þar sem verður m.a. hægt að fá sér tvær tegundir af bjór, sem kallast Vökvi og Vaka, og eru bruggaðar úr jarðhitavatninu og kryddaðar með afurðum af svæðinu. Finna fyrir miklum áhuga Þar að auki mun fólki standa til boða að fara í eimbað og fá á sig fín- gerðan kaldan úða úr þar til gerðum úðagöngum sem staðsett verða við hliðina á eimbaðinu. Heiður segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á Vök baths bæði hér- lendis og erlendis. „Heimamaðurinn hefur frá upp- hafi tekið verkefninu mjög fagnandi og hefur sýnt því mikinn áhuga. Við settum til dæmis árskort á forsölu og þau rokseldust, þannig að heima- menn eru greinilega mjög spenntir að nýta sér þetta,“ segir hún. „Þegar við fórum að færa markaðs- setninguna út á við skilaði hún sér einnig með miklum og góðum við- tökum. Síminn stoppaði ekki og við þurftum í lokin að setja svarhólf á númerið til að útskýra að við værum ekki búin að opna. Það rignir inn tölvupóstum, fyrirspurnum og sím- tölum,“ segir Heiður og bætir við að töluvert sé búið að panta fram í tím- ann á næstu mánuðum. Ljósmynd/Vök baths Vakir Laugarnar eru innblásnar af vökum sem áður mynduðust á Urriðavatni vegna jarðhita á botni þess. Bjóða upp á jarðhitate í fljótandi heitum laugum  Árskort í Vök baths rokseljast og síminn stoppar ekki Ljósmynd/Vök baths Einstakt Laugarnar í Urriðavatni eru einu fljótandi laugarnar á Íslandi. Icelandair mun á næstu mánuðum taka umhverfisvæn hnífapör, tann- stöngla og umbúðir í notkun. Áhöldin og umbúðirnar eru úr ma- íssterkju og brotna því niður í stað þess að safnast fyrir á urðunar- stöðum eða í náttúrunni. Á heimasíðu Icelandair segir að flugfélagið sé meðal þeirra fyrstu til að innleiða umhverfisvæn hnífa- pör áður en bann Evrópusam- bandsins við einnota plastvörum tekur gildi árið 2021. Verkefnið er unnið í samstarfi við Kaelis, sem er alþjóðlegt fyrirtæki og sérhæfir sig í sölu á vörum og þjónustu um borð í flugvélum. „Við erum stöðugt að vinna í umbótaverkefnum í þágu umhverf- isins og þetta er eitt skref í áttina að því að minnka plastnotkun,“ sagði Ásdís Pétursdóttir, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, við Morg- unblaðið. Á heimasíðu Icelandair segir ennfremur að nýjungin sé í takt við nýja umhverfisstefnu sem er í framkvæmd hjá flugfélaginu. Í samanburði við hefðbundnar plastvörur er losun gróðurhúsa- lofttegunda frá vörum úr maís- sterkju mun minni yfir endingar- tíma þeirra. Að auki myndast ekki eiturgufur þegar vörur úr maís- sterkju eru brenndar. Icelandair með vistvæn hnífapör  Niðurbrjótanleg hnífapör í notkun Fjölgun farþega í júní » Í júní sl. ferðuðust 553 þús- und farþegar með Icelandair, 15% fleiri en í júní í fyrra. » Farþegum til Íslands fjölgaði um 41%. » Um 211 þúsund farþegar komu til Íslands í júní. » Farþegum frá Íslandi fjölg- aði um 27%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.