Morgunblaðið - 09.07.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Árni Björn Pálsson sigraði í tveimur
hringvallagreinum, sinni á hvorum
hestinum, á Íslandsmótinu í hesta-
íþróttum sem lauk með úrslitadegi í
fyrradag í Víðidal í Reykjavík. Þetta
er mikið afrek og ekki síður hitt að
hann sigraði í töltkeppni meistara í
5. sinn en það hefur engum tekist áð-
ur.
Árni Björn sigraði í fjórgangi
meistara á Flaumi frá Sólvangi, með
yfirburðum. Olil Amble sigraði í
fimmgangi á Álfarni frá Syðri-
Gegnishólum. Þá vann Árni Björn
töltkeppnina á Hátíð frá Hemlu II.
Fjöldi annarra Íslandsmeistara í
mörgum flokkum tók við verðlaun-
um sínum um helgina.
„Við erum að stefna með Flaum á
Heimsleikana. Hann hefur verið
seldur erlendum aðilum. Það væri
gaman að komast með hann þangað.
Hann er í uppsveiflu, hlaut til að
mynda 10 í einkunn fyrir hægt stökk
hjá einum dómara og 8,43 í heildar-
einkunn. Það stendur uppúr á
mótinu hjá mér,“ segir Árni Björn.
Nú fer að styttast í það að landsliðs-
þjálfarinn tilkynni hópinn sem
keppir fyrir hönd Íslands í Berlín.
Árni Björn hefur unnið töltkeppni
Íslandsmótsins fjórum sinnum.
Hann mætti nú með nýjan hest,
hryssuna Hátíð frá Hemlu II. „Við
tvö erum að stíga okkar fyrstu skref
á stóra sviðinu. Maður stefnir alltaf
að því að vinna en það var ekki endi-
lega innan 200 sjómílnanna nú. En
okkur tókst vel upp. Hryssan er með
mikla útgeislun og hæfileika,“ segir
Árni Björn og bætir við um tölt-
úrslitin: „Ef ég kann eitthvað í
hestamennsku, þá er það þetta.“
Árni bindur vonir við góða Heims-
leika í ár, ekki síst af því að mótið er
haldið í Berlín og gæti þess vegna
orðið fjölsótt.
Tvöfaldur sigur
hjá Árna Birni
Ljósmynd/Bjarney Anna
Sigurvegarar Árni Björn Pálsson ríður sigurhring á Flaumi frá Sólvangi eftir sigur í fjórgangskeppni meistara á
Íslandsmótinu í hestaíþróttum. Nú tekur við undirbúningur fyrir næsta mót sem væntanlega verður HM í Berlín.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Íslendingar sem ferðast til út-
landa í sumar gætu orðið fórnar-
lömb tölvuþrjóta er þeir tengjast
lýðnetinu gegnum opin wifi eða
heita reiti. Þekkt er að meinfýsnir
aðilar setja upp
opnar tengingar
nálægt kaffihús-
um og veitinga-
stöðum og nota
nafn viðkom-
andi staðar í von
um að gestir
tengist netinu
þeirra.
Að sögn
Theodórs Ragn-
ars Gíslasonar,
tæknistjóra og stofnanda netör-
yggisfyrirtækisins Syndis, er afar
auðvelt að setja upp falsað opið
net. „Þú getur keypt búnað fyrir
þetta sem heitir Pineapple hots-
pot. Þetta er kallað rogue access
point. Málið er bara að ef þú teng-
ist opnu wifi þá eru samskiptin þín
opin. Það er engin dulkóðun,“ seg-
ir Theodór. „Auðvitað er vafrinn
þinn með einhverjar innbyggðar
öryggisráðstafanir eins og SSL-
dulkóðun en það er samt alls ekki
nógu gott. Tölvur eiga fullt af öðr-
um samskiptum sem eru ekki dul-
kóðuð. Maður vill bara yfirhöfuð
ekki að samskipti yfir þráðlaust net
séu ódulkóðuð en hitt er að það er
hægt að stjórna traffíkinni. Það er
kannski hægt að beina fólki eitt-
hvað annað en það heldur að það sé
að fara. Þá ertu kominn út í hug-
myndafræði sem heitir „maður í
milli“ og það er bókstaflega þannig
að það er hægt að fara á milli allra
samskipta, hafa áhrif á þau, reyna
að plata fólk og þvíumlíkt,“ segir
Theodór.
Ágætt að eyða opnum netum
Theodór bendir einnig á að ef
sími eða tölva hefur tengst heitum
reit einu sinni leitar tækið sífellt
aftur í það net. „Þetta er ágætt að
vita. Vegna þess að ef ég væri
meinfýsinn aðili og keypti mér
svona Pineapple hotspot gæti ég
látið hann þykjast vera öll þessi
opnu net og þá náttúrulega tengist
þú,“ segir Theodór og bendir á að
það sé ágæt regla að eyða opnum
netum út af tækinu. Með þessum
fölsuðu nettengingum geta tölvu-
þrjótar stolið ýmsum persónuleg-
um upplýsingum úr tæki notand-
ans. Spurður um hvort óprúttnir
aðilar gætu mögulega komist í
heimabanka fólks gegnum snjalla-
símaforrit bankanna segir Theodór
það afskaplega erfitt. „Það er
vegna vegna þess að ef vafrinn
þinn og appið sem þú notar eru rétt
sett upp, þá er samskiptastraum-
urinn í lagi. Allir sem búa til hug-
búnað og pæla eitthvað í öryggis-
málum gera ráð fyrir því að fólk sé
að tengjast netum eins og opnum
netum. Ef tölvuþrjótar ætla sér að
komast í heimabanka fólks þyrfti
notandinn að láta plata sig allræki-
lega og setja upp svokölluð rótar-
skilríki á tækið,“ segir Theódór.
Góð ráð fyrir ferðalagið
Sjálfur segist Theodór bara nota
opin net af brýnni nauðsyn þegar
hann ferðast en mælir með tveimur
góðum reglum. „Númer eitt er að
vera með uppfært tæki. Númer tvö
er svo að ef þú ert á opnu þráð-
lausu neti: notaðu VPN. Það eru til
ótal VPN-aðilar. Maður þarf ekki
endilega að treysta þeim fullkom-
lega en það er alla vega betra því
þá eru öll samskipti þín dulkóðuð,
þó að þau séu á opnu þráðlausu
neti. Þetta eykur öryggið. Þetta
virkar þannig að öll samskiptin frá
þinni tölvu og hvert sem þú ferð út
á internetið eru dulkóðuð, sem er
einmitt það sem þú vilt.“
Kristján Valur Jónsson, sérfræð-
ingur í netöryggissveit Póst- og
fjarskiptastofnunar, segist hins
vegar ekki nota opið net í útlöndum
og mælir með að fólk noti 4G-net
þar sem það er í boði. „Ég nota
ekki opið wifi. Almennt séð ætti að
forðast heita reiti, opin wifi, og ef
ríkið er með 4G þá er það betra. Ef
fólk ætlar að nota opið wifi þá mæl-
um við með að nota VPN-tenging-
ar,“ segir Kristján.
Varhugaverðir heitir reitir
Tölvuþrjótar stofna falsaðar opnar nettengingar Grunlausir ferðamenn möguleg fórnarlömb
Opnar nettengingar
erlendis
» Góð regla er að vera alltaf
með uppfært tæki, bæði síma
og tölvu.
» Hægt er að nota VPN-
þjónustur til þess að öll sam-
skipti tækisins séu dulkóðuð,
líka á opnu neti.
» Netöryggissérfræðingur
Póst- og fjarskiptastofnunar
mælir með því að ferðalangar
noti 4G í þeim ríkjum þar sem
það er í boði.
Morgunblaðið/Eggert
Ferðalangar Þeir Íslendingar sem ætla sér að fara utan í sumar gætu lent í
klóm tölvuþrjóta þegar þeir ætla sér að tengjast opnum netum.
Theodór Ragnar
Gíslason
Fólk sem skiptir úr frumlyfi í sam-
heitalyf og öfugt getur í einstaka til-
fellum fundið fyrir aukaverkunum
eða fengið ofnæmisviðbrögð vegna
mismunandi hjálparefna í lyfjunum.
Þetta staðfestir Rúnar Guðlaugsson,
sérfræðingur hjá Lyfjastofnun, í
samtali við Morgunblaðið.
Hjálparefni í lyfjum geta til að
mynda verið efni sem halda töflum
saman, sundrunarefni sem hjálpa
töflunum að leysast upp, ýmis bindi-
efni og fylliefni. Virka efnið í sam-
heitalyfjum er hins vegar alltaf það
sama. Segir Rúnar að Lyfjastofnun
berist reglulega ábendingar um
aukaverkanir samheitalyfja þó að
sjaldan séu þær taldar alvarlegar.
Til að mynda sé mjólkursykur al-
gengt hjálparefni í lyfjum sem getur
valdið viðbrögðum hjá fólki með
mjólkursykursóþol.
Hann segir það vera ákaflega
mismunandi eftir lyfjum hvort al-
gengt sé að fólk finni mun á frumlyfi
og samheitalyfi. Dæmi séu um að
fólk sem notar lyf vegna geðræns
vanda eins og þunglyndis finni
stundum mun á verkun samheita-
lyfja og detti jafnvel aftur í þung-
lyndi eftir að hafa skipt um lyf.
Rúnar segir að mikilvægt sé að
sjúklingar fylgist vel með aukaverk-
unum lyfja og hafi samband við
lækni ef lyf virka ekki á réttan hátt.
Þá geti læknir merkt lyfseðil þannig
að ekki er boðið upp á samheitalyf.
„Þetta er ákaflega mismunandi eftir
lyfjum og við hvaða sjúkdómum er
verið að taka þau,“ segir Rúnar. „Þú
heyrir ekki af því að fólk kvarti yfir
íbúfeni vegna þess að það fær ekki
tiltekna tegund,“ segir Rúnar.
Jónína Salóme Jónsdóttir, lyfja-
fræðingur hjá Lyfjum og heilsu,
segir að starfsmönnum lyfjaversl-
ana sé skylt að bjóða viðskiptavini
upp á samheitalyf séu þau ódýrari.
Hún
tekur undir með Rúnari og segir
hjálparefni í lyfjum geta haft mis-
munandi áhrif á fólk en leggur
áherslu á að aukaverkanir og of-
næmi séu ekki bundin við sam-
heitalyfin. Frumlyfin séu ekki alltaf
besti kosturinn fyrir fólk.
rosa@mbl.is
Hjálparefni í samheitalyfjum
geta valdið aukaverkunum
Mjólkursykur er algengur í hjálparefnum lyfja