Morgunblaðið - 09.07.2019, Page 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019
30 ára Þóra Sif er
fædd og uppalin í
Hafnarfirði. Hún flutti í
miðbæ Reykjavíkur fyr-
ir tveimur árum. Nú býr
hún þar ásamt ketti
sínum Lunu. Þóra er
bóksali í Máli og menn-
ingu þessi misserin en er lærður klæð-
skeri og kjólasaumari, með tvö sveins-
próf sem hún fékk árið 2014. Hún hefur
um hríð numið bókmenntafræði við Há-
skóla Íslands og kemur til með að ljúka
því námi um áramót.
Foreldrar: Faðir Þóru er Guðmundur
Þorleifur Pálsson prentari. Hann er
fæddur í Garðabæ árið 1953. Móðir Þóru
er Ásta Gísladóttir, leiðbeinandi í leik-
skóla. Hún er fædd árið 1954 í Ásahreppi
í Rangárvallasýslu. Þau búa í Hafnarfirði.
Þóra Sif
Guðmundsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú átt bágt með að einbeita þér
að starfinu þar sem áhyggjur af einka-
málum dreifa athyglinni. Fundir og ráð-
stefnur munu ganga vel.
20. apríl - 20. maí
Naut Ekki reyna að neyða einhvern til
þess að samsinna þér í dag. Tækifæri
liggur í loftinu og gefst þeim sem er tilbú-
inn að stökkva.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vinnan reynist frábær skemmt-
un í dag. Hugarró er mun mikilvægari en
að hafa betur í einhverju þrasi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að leggja þig fram í sam-
skiptum við aðra í dag. Mundu að sjaldan
veldur einn þá tveir deila og það er þér í
hag að halda öllum góðum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú mátt gera mistök. Sýndu um-
burðarlyndi en haltu þínu striki. Einhver
gengur á bak orða sinna og það særir þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú vilt tala hreint út við ákveðna
aðila og þá skiptir öllu máli hvernig þú
segir hlutina. Láttu væntingar þínar í ljós
fljótlega í upphafi sambands.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú gerir þér far um að vinna í ein-
rúmi í dag og kemur miklu í verk fyrir vik-
ið. Látið ekki óþolinmæði hafa yfirhönd-
ina heldur bíðið róleg uns tækifærið
gefst.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert óhrædd/ur. Sýndu
dugnað og samviskusemi í starfi og þá er
allt í lagi að slá á létta strengi þegar það
á við.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Líflegt ímyndunarafl er und-
irstaða hamingju þinnar í dag. Einhver
vandræðagangur er á samskiptum þínum
við hitt kynið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt þú sért tilbúin/n til að
vera ein/n er ekki þar með sagt að þú
verðir það að eilífu. Nú er rétti tíminn til
þess að taka meiri ábyrgð á heilsunni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú stendur á tímamótum og
þarft að gera upp hug þinn. Börn spila
stórt hlutverk í hamingju þinni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert að takast á við spennandi
verkefni og verður stundum að stoppa til
að anda og róa þig. Þú færð undarlega
spurningu frá vini.
Það hæfir kannski ættræknum
manni að leita ekki langt yfir
skammt að maka. Þórður og Anna
kona hans hafa þekkst alla ævi, enda
frændsystkin. Þau felldu hugi saman
sem unglingar og segja það ekki hafa
lagst sérstaklega vel í foreldra og
frændfólk sem óttaðist að börn
þeirra myndu fæðast með hala og
eyrun á hökunni. En þau héldu sínu
striki og fögnuðu 68 ára brúðkaups-
afmæli í nóvember sl. Afkomend-
urnir skipta nú tugum, enda barna-
hópurinn stór. Í því sambandi kveðst
Þórður lengi vel ekki hafa þurft að
kaupa uppþvottavél á heimilið þar
sem hann hafði vit á því að búa til sjö
slíkar.
Þórður sleggja
Þórður á að baki langan og farsæl-
an feril í frjálsíþróttum. Hann er KR-
ingur í húð og hár og átti Íslandsmet
í sleggjukasti frá 1953-1968, kastaði
lengst 54,23 m og var þekktur undir
nafninu Þórður sleggja. Hann tók
þátt í Meistaramóti Íslands frá árinu
1948 til ársins 1970. Hann keppti
einnig í öðrum kastgreinum, einkum
í öldungamótum á síðari árum, m.a. á
World Masters Athletic Champion-
ships í Buffalo N.Y. árið 1995. Hon-
bjuggu þá ásamt fjölda annarra ætt-
ingja, en afi hans og amma, Georg
Pétur og Katrín, stýrðu þar stóru
myndarbúi. Eins er ekki ólíklegt að
fóstri hans, Björn Vigfússon, hafi átt
þátt í að vekja ættfræðiáhugann hjá
Þórði, en Björn var sérlega ættræk-
inn og hafði mikinn áhuga á sam-
ferðafólki sínu.
Þ
órður Baldur Sigurðsson
fæddist í Reykjavík og
ólst upp á heimili móð-
ursystur sinnar, Önnu
Kristjönu Hjaltested, og
manns hennar, Björns Vigfússonar.
Þau bjuggu lengst af í Reykjavík fyr-
ir utan tvö ár í Hjarðarholti í Dölum.
Þórður varð stúdent frá Verzl-
unarskóla Íslands. Á skólaárum sín-
um þar tók hann að sér ritstjórn
Verzlunarskólablaðsins og undir
hans stjórn þrefaldaðist blaðið að
stærð, breyttist úr nokkurra síðna
skemmtiefni í stórt og mikið kynn-
ingarrit um skólann, viðfangsefni
nemenda og viðhorf þeirra til þjóð-
félagsmála. Þórður hefur alltaf haft
gaman af því að skrifa og það hefur
legið vel fyrir honum. Hann var um
tíma ritstjóri Íþróttablaðsins. Oft
hefur verið um hann sagt að hann sé
maður orðsins, en stærðfræði er þó
ekki síður hans yndi og hugðarefni.
Hann kenndi um tíma stærðfræði í
Vogaskóla, á þeim tíma sem Voga-
hverfið var í sem hraðastri uppbygg-
ingu og skólinn varð stærsti skóli
landsins.
Þórður starfaði líka lengst af í
bankakerfinu, enda átti að sögn vel
við hann að vinna með tölur og út-
reikninga. Hann var forstöðumaður
tölvudeildar Búnaðarbanka Íslands
og forstjóri Reiknistofu bankanna
frá 1977 til 1996, þegar hann lét af
störfum vegna aldurs.
Brá sér í hlutverk leikara
Árið 1979 tók Þórður sér frí frá
störfum til að leika hlutverk Björns á
Leirum í sjónvarpsmyndinni Para-
dísarheimt sem frumsýnd var á Ís-
landi og í Svíþjóð í desember 1980.
Myndin var byggð á sögu eftir Hall-
dór Laxness og í leikstjórn Rolfs Hä-
drich. Síðar tók hann að sér lítil hlut-
verk í kvikmyndunum Skilaboð til
Söndru og Stella í orlofi.
Önnur áhugamál hafa einnig skip-
að stóran sess hjá Þórði. Hann hefur
alltaf haft gaman af ættfræði og ver-
ið ættrækinn. Mögulega sprettur sá
áhugi frá því að hafa stigið fyrstu
skrefin á ættarbólinu Sunnuhvoli í
Reykjavík, þar sem foreldrar hans
um er eignaður heiðurinn af því að
hafa verið frumkvöðull að því að
kraftlyftingar voru teknar upp sem
æfingar fyrir íslenskt frjálsíþrótta-
fólk á 6. áratugnum. Æfingar hófust
fyrst í íþróttahúsi Háskóla Íslands en
voru svo fluttar í KR-heimilið. Fljót-
lega tóku önnur íþróttafélag upp
kraftlyftingaæfingar og í kjölfarið
voru fyrstu líkamsræktarstöðvarnar
stofnaðar. Þórður er nýlega hættur
að stunda reglubundnar lyftingar og
aðra líkamsrækt, en hann hefur alla
tíð verið mikill sundmaður og það
hefur komið sér vel að hafa Lága-
fellslaugina og tækjasalinn á Reykja-
lundi í túnfætinum eftir að þau hjón
kvöddu Vogahverfið og fluttu í Mos-
fellsbæinn fyrir rúmum áratug.
Þórður og Anna hófu búskap í
Barðavogi en bjuggu lengst af á
Langholtsvegi í húsi sem Þórður
byggði með dyggri aðstoð góðra vina
og sona sinna. Það voru viðbrigði að
flytja í annað bæjarfélag en þeim
finnst þau hafa dottið í lukkupottinn
þegar þau völdu Mosfellsbæ til þess
að eyða í ævikvöldinu.
Fjölskylda
Eiginkona Þórðar frá 30. nóv-
ember 1951 er Anna Christiane Lár-
usdóttir Hjaltested sjúkraliði. Hún
fæddist 23. maí 1932 á Vatnsenda við
Elliðavatn. Foreldrar hennar voru
Lárus Pétursson Hjaltested, f. 22.
febrúar 1892, d. 8. júní 1956, bóndi á
Vatnsenda, og kona hans Sigríður
Guðný Jónsdóttir Hjaltested, f. 6.
janúar 1896, d. 12. febrúar 1980.
Börn Þórðar eru 1) Magnús
Þrándur Þórðarson, f. 2. maí 1952, d.
19. mars 2019, ráðgjafi og fv. for-
stöðumaður hjá Kaiser Permanente
IT í Kaliforníu, síðast búsettur í San
José. Eiginkona hans er Helga Þor-
varðardóttir, f. 16. júlí 1949. Börn
þeirra eru þrjú og barnabarn eitt.
2) Björn Þráinn Þórðarson, f. 30.
október 1954, fv. sviðsstjóri fræðslu-
og menningarsviðs Mosfellsbæjar,
búsettur á Akranesi. Eiginkona hans
er Sigurveig Sigurðardóttir, f. 22.
september 1952. Börn, stjúpbörn og
fósturbörn þeirra eru átta, barna-
börn 16 og barnabarnabarn eitt.
Þórður B. Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Reiknistofu bankanna – 90 ára
Skrifstofumaður Þórður var forstjóri Reiknistofu bankanna um áratuga-
bil. Vindillinn og tóbaksdósin létu sig ekki vanta þegar setan var löng.
Þekktur sem Þórður sleggja
1977 Um þetta leyti lék Þórður
Björn á Leirum í Paradísarheimt.
Vinur minn Alda Ólöf Vernharðsdóttir er 60 ára í dag.
Hún er engin venjuleg kona heldur einstök manneskja með sterka útgeislun, kyn-
töfra og mikla hæfileika til allra hluta og þá sérstaklega hvað varðar listfengi og
smekkvísi. Þegar ég kynntist henni betur komu ótal aðrir kostir í ljós sem skipta
miklu máli í fari hverrar manneskju og má þar nefna heiðarleika og sannsögli. Hún
kann skil á svo ótal mörgu enda lífsreynd manneskja sem hefur þurft að ganga í
gegnum erfiða tíma en aldrei látið bugast og ávallt staðið upprétt að nýju.
Ég óska fjölskyldu, systkinum og vinum Öldu til hamingju með afmælisbarnið.
Elsku vinkona, innilega til hamingju með daginn þinn!
Ég verð með þér í huganum nú sem endranær.
Þinn vinur, Finnbogi Gunnlaugsson
Afmæliskveðja
Til Öldu Ólafar Vernharðsdóttur
40 ára Pétur Marel er
Reykvíkingur í húð og hár,
fæddur þar og uppalinn.
Hann lærði prentsmíði í
Iðnskólanum í Reykjavík
og útskrifaðist þaðan árið
2000. Hann er og hefur
verið um árabil prent-
smiður hjá Ísafoldarprentsmiðju í Garðabæ.
Maki: Eiginkona Péturs er Guðrún Sveins-
dóttir Borgnesingur, f. 1982. Hún starfar við
kennslu.
Barn: Sonur Péturs og Guðrúnar er Andri
Þór, f. 2014.
Foreldrar: Gestur Pétursson, f. 1957 í
Reykjavík, fyrrverandi slökkviliðsmaður, og
Ásta Sólrún Leifsdóttir, f. 1958 í Reykjavík,
sem starfaði við skrifstofustörf. Þau búa í
Kópavogi.
Pétur Marel
Gestsson
Til hamingju með daginn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
silestone.com
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið