Morgunblaðið - 09.07.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.2019, Blaðsíða 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, lokað um helgar í sumar Misty Dekraðu við línurnar BH 10.900kr Buxur 4.990kr. „ER Í LAGI AÐ ÉG ORGI AF SÁRSAUKA Á MILLI ÞESS SEM ÉG SVARA SPURNINGUNUM?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að halda út á lífið saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann DJÖ!! ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ SKERA ÚT VÍNBERSMELL! KOMDU MEÐ ALLA PENINGANA! HVER ER ÞETTA? ÉG HEF EKKI HUGMYND … ÉG HÉLT AÐ ÉG ÞEKKTI ALLT ÞITT SLEKTI! GÖNGU- DEILD „ÉG HEF ALDREI VERIÐ FJÖRUGRI. HVERSU KALDHÆÐNISLEGT ER ÞAÐ?” 3) Sigurður Þengill Þórðarson, f. 6. ágúst 1956, félagsliði á geðsviði Landspítalans, búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans er Anna Lísa Sig- urjónsdóttir, f. 30. mars 1958. Þau eiga tvö börn og sjö barnabörn. 4) Anna Sigríður Þórðardóttir, f. 3. febrúar 1964, deildarstjóri á Heil- brigðisstofnun Austurlands, búsett í Neskaupstað. Eiginmaður hennar er Gunnar Þorsteinsson, f. 13. sept- ember 1964. Börn og stjúpbörn þeirra eru sex og barnabörn sjö. 5) Ingveldur Lára Þórðardóttir, f. 5. september 1965, skrifstofustjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins, búsett í Reykjavík. Eiginmaður hennar er Jan Erik Murtomaa, f. 12. ágúst 1965. Þau eiga son. 6) Ólafur Þórður Þórðarson, f. 24. desember 1967, rekstrar- og öryggis- stjóri hjá Kópavogsbæ, búsettur í Garðabæ. Eiginkona hans er Mar- grét Sigríður Sævarsdóttir, f. 13. júlí 1966. Þau eiga tvö börn og tvö barna- börn. 7) Katrín Þórey Hjorth Þórðar- dóttir, f. 6. febrúar 1973, ritari hjá Center for Quantum Devices, Niels Bohr Institute, búsett í Kaupmanna- höfn. Eiginmaður hennar er Peter Hjorth, f. 29. nóvember 1970. Þau eiga tvö börn. Foreldrar voru sem segir í ætt- artré. Síðari kona Sigurðar var Þór- ey Hannesdóttir ritari, f. 1919, d. 1994. Fósturforeldrar Þórðar voru Björn Vigfússon, lögreglumaður í Reykjavík, f. 5. júlí 1899, d. 28. des- ember 1989, og kona hans Anna Kristjana Pétursdóttir Hjaltested húsfreyja, f. 7. mars 1895, d. 6. jan- úar 1958. Síðari kona Björns var Sig- ríður Hannesdóttir saumakona, f. 1911, d. 1986. Þórður Baldur Sigurðsson Ingveldur Björnsdóttir húsfreyja á Narfeyri, síðar búsett í Reykjavík Lárus Jónsson bóndi og smiður á Narfeyri á Skógarströnd, Snæf. Katrín Lárusdóttir húsfreyja á Sunnuhvoli Ólafía Pétursdóttir Hjaltested húsfreyja í Reykjavík Georg Pétur Einarsson Hjaltested úrsmiður og kaupmaður á Sunnuhvoli í Reykjavík Anna Kristjana Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík Einar Pétur Pétursson Hjaltested söðlasmiður í Reykjavík Einar Pétursson Hjaltested söngvari í Reykjavík Regína Þórðardóttir leikkona í Reykjavík Anna Kristjana Pétursdóttir Hjaltested húsfreyja í Reykjavík og fósturmóðir Þórðar Gróa Jónsdóttir húsfreyja á Akranesi Hans Ditlev Linnet Hansson kaupmaður í Hafnarfi rði Hansína Hansdóttir Linnet húsfreyja í Reykjavík Þórður Bjarnason endurskoðandi, kaupmaður og bæjarfulltrúi í Reykjavík Þórey Kristín Ólína Pálsdóttir húsfreyja á Reykhólum og í Reykjavík Bjarni Þórðarson bóndi og gullsmiður á Reykhólum í Reykhólasveit og í Reykjavík Úr frændgarði Þórðar B. Sigurðssonar Sigurður Þórðarson bankamaður í Reykjavík Á laugardaginn skrifaði FriðrikSteingrímsson á Leir: „Nú er ég staddur á Landspítala við Hring- braut og bíð eftir þræðingu. Mér var að sjálfsögðu gert að fara í nærfatnað spítalans þegar ég kom og satt að segja finnst mér ekki sá fatnaður fylgja tískunni.“ Til nærbuxna ég nokkuð þekki en nú eru málin ekki skýr, verst finnst mér að vita ekki vel hvað fram og aftur snýr. Og fékk um hæl kveðju frá Birni Ingólfssyni: Ég get ekki annað en hrist minn haus og hluttekning sýna þér mína. Það er helvítis rassgat og rosalegt maus að rata ekki í brókina sína. Jón Arnljótsson skildi þetta þann- ig að vandamálið hefði komið eftir að Friðrik var kominn í brókina og allar leiðbeiningar hefðu reynst gagnslausar: Líf við flókið Friðrik býr, fer í brók og gatar á hvort lókur aftur snýr. Öllum bókum fatar! Davíð Hjálmar í Davíðshaga hjó á hnútinn: Svona brók er flókið fyrirbæri en fráleitt er að liggja þarna ber. Fáðu að láni skurðhníf eða skæri og skerðu rifu þar sem typpið er. Í Vísnahorni hafði ég orð á því að Helgi Ingólfsson kvæðist skemmti- lega á við sjálfan sig. Fyrst með „Limra um ferskeytlu“: Ferskeytlan ort er á Fróni og fer vel í munni hjá Jóni, hjá Helgu og Sigga og Halldóru og Bigga, frá Hornbjargi austur að Lóni. Svo er „Ferskeytla um limru“: Limran, hún er líka góð. Lipur áfram renni þótt nokkrir yrki nöpur ljóð og nöldri yfir henni. Gunnar J. Straumland skrifar á Boðnarmiði við fallega mynd af ströndinni: Lífsins myndir leggjast á láð, af Guði sendar. Geisla sólar þiggja þá, þar sem hafið endar. „Kvöldskin,“ segir Guðmundur Arnfinnsson og yrkir: Senn er komið sólarlag, sindra blik um fjörðu. Lofa þennan drottins dag dýr og menn á jörðu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af þræðingu og spítalabrókum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.