Morgunblaðið - 09.07.2019, Side 24

Morgunblaðið - 09.07.2019, Side 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019 Eitt ogannað  Knattspyrnukonan Hrafnhildur Hauksdóttir er komin aftur til Selfyss- inga eftir að hafa leikið hálft tímabil með Gautaborg DFF í sænsku C-deild- inni. Hrafnhildur er 22 ára og kemur frá Hvolsvelli en lék með Selfyssingum 2013-16, með Val 2017 og aftur með Selfyssingum í láni frá Val 2018. Hún á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Íslands hönd og 82 leiki í efstu deild.  Hinn 17 ára gamli Viktor Forafonov setti um helgina nýtt piltamet í 400 metra skriðsundi þegar hann keppti á norska meistaramótinu í 50 metra laug. Viktor synti á 4:02,82 mínútum og bætti gamla metið um 11/100 úr sekúndu. Patrekur Viggó Vilbergsson átti metið áður frá því á Íslandsmeist- aramótinu í apríl síðastliðnum.  Bandaríska körfuknattleikskonan Kiana Johnson sem sló í gegn með KR síðasta vetur er gengin til liðs við Ís- landsmeistara Vals. Hún skoraði 23,2 stig, tók 10,4 fráköst og átti 7,3 stoð- sendingar í leik með KR í fyrra en var þar áður næst stigahæst í finnsku úr- valsdeildinni þar sem hún lék með Forssan Alku. Johnson var valin besti leikmaður janúar- mánaðar 2019 af Morgunblaðinu og var þrisvar í fimm manna úrvalsliði mánaðarins hjá blaðinu síðasta vetur. FÓTBOLTI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is „Ég tel mig vera í góðri stöðu núna, það er frekar mikill áhugi og möguleikar á borðinu en það er ekki undir mér komið hvernig það fer,“ segir Viðar Örn Kjartansson, lands- liðsframherji í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið varðandi framtíð sína á ferlinum. Viðar er samningsbundinn rúss- neska félaginu Rostov en er í láni hjá Hammarby í Svíþjóð. Þar er hann meðal þeirra markahæstu í úrvals- deildinni með sex mörk í 14 leikjum, en lánssamningurinn rennur út þann 15. júlí. Viðar getur spilað næsta leik gegn Sundsvall þann sama dag, en á miðnætti verður hann aftur orðinn leikmaður Rostov. Hann sér ekki fyr- ir sér að dvelja þar lengi í viðbót eftir að hafa fengið fá tækifæri síðan hann kom þangað síðasta sumar. „Ég á þrjú ár eftir af samningi mínum hjá Rostov, en ég vil vera þar sem ég fæ fullt traust og spila. Það hefur ekki verið hingað til hjá Rostov og af því sem ég hef séð þar áður þá skiptir engu máli hvað ég geri, það skilar engu. Svo ég held ég myndi njóta mín betur annars staðar, það eru alls kyns þreifingar úr öllum átt- um og það var komið lánstilboð frá Tyrklandi sem er búið að hafna, eftir því sem ég best veit. En svo veit mað- ur aldrei hvað gerist,“ segir Viðar Örn. Langur vegur frá samkomulagi Forráðamenn Hammarby hafa mikinn áhuga á að halda honum, en þar myndi Viðar Örn spila með Aroni Jóhannssyni sem reiknað er með að verði kynntur til leiks hjá félaginu á morgun eftir fjögurra ára dvöl hjá Werder Bremen í Þýskalandi. Viðar segist tilbúinn að skoða það að vera áfram hjá Hammarby, en það sé ekki sjálfgefið. „Ég held að þeir séu aðeins að leggja meira í þetta núna, vilja ná ár- angri og hafa sýnt áhuga. Það er kannski of mikill pakki að ná saman við Rostov, menn eru ekkert keyptir á háar upphæðir til Svíþjóðar. Ég er alveg tilbúinn til að skoða það að vera áfram, en það er langur vegur í að fé- lögin nái einhverju samkomulagi,“ segir Viðar og undirstrikar að sá langi samningur sem hann á við Rostov geri það að verkum að Rúss- arnir geti svolítið stjórnað því hvert hann gæti farið næst, eftir því hversu góð tilboð berast. „Núna fara hlutirnir að gerast, það er venjulega allt rólegt í júní. Í sjálfu sér gæti því verið að ég fari aftur til Rostov í smátíma og fari síðan þaðan. Þetta þarf ekkert að gerast á næstu dögum eða vikum og er því svolítil pattstaða, en ég held að þetta leysist á endanum. Það sem skiptir mestu máli er að vera þar sem fólk hefur trú á þér.“ Allt gengið samkvæmt áætlun Miðað við frammistöðuna með Hammarby ætti Viðar Örn að mæta með gott sjálfstraust á næsta áfanga- stað, hver svo sem hann verður. „Já og í leikformi, það skiptir miklu máli. Það er allt annað en að æfa bara og koma inn á í leikjum. Ég spilaði ekki mikið í sex mánuði og ég fann það fyrstu leikina hér að ég var svolítið ryðgaður. Ég ætlaði hér að komast aftur í leikform og skora mörk og það hefur gengið upp eins og ég sá fyrir mér,“ segir Viðar Örn, sem er 29 ára gamall og hefur á at- vinnumannsferlinum spilað í Noregi, Kína og Ísrael, auk Rússlands og Sví- þjóðar. Rússarnir stjórna framtíðinni  Viðar getur spilað einn leik enn með Hammarby  Þreifingar úr öllum áttum Morgunblaðið/Eggert Stokkhólmur Viðar Örn Kjartansson hefur skorað sex mörk í fjórtán leikj- um fyrir Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili. Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is „Ég myndi halda að það væru svona helmingslíkur eins og staðan er í dag,“ segir Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið að- spurður hvort hann muni semja aft- ur við ítalska félagið Udinese. Emil er samningslaus sem stendur, æfir hér heima með FH-ingum en veit í raun ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Emil, sem er 35 ára gamall, var í þrjú ár hjá Udinese en skipti síðasta sumar yfir til Frosione, sem þá var nýliði í ítölsku A-deildinni. Þeim samningi var rift í janúar eftir að Emil meiddist illa á hné, en Udinese bauð honum þá til sín á ný og samdi við hann út síðasta keppnistímabil. Fyrstu æfingar í undirbúningi liðs- ins fyrir næsta tímabil hófust svo í gær en Emil er enn að bíða eftir svari hvort Udinese hafi áhuga á að halda sér. „Ég ákvað að gefa þeim forgang og bíða eftir svari frá þeim, enda mjög ánægður hvernig þeir fengu mig aftur í vetur þegar ég var meiddur. Mér finnst þeir eiga það skilið frá mér, en við erum enn að bíða og sjá hvort það gangi upp eða ekki,“ segir Emil. Það síðasta sem hann heyrði frá Udinese var það að liðið ætlaði að meta þá leikmenn sem væru að snúa aftur úr láni og á meðan bíður Emil enn um sinn. Er opinn fyrir öllu „Ég hélt að það yrði erfiðara, en Ítalinn er svolítið rólegur. Fé- lagaskiptin þar gerast oft ekkert fyrr en í ágúst svo það er yfirleitt frekar rólegt framan af.“ Þar sem Emil er samningslaus geta önnur félög rætt við hann og segir hann að einhverjar þreifingar hafi verið í gangi, en ekki mikið hingað til. Hann er heldur ekki far- inn að stressa sig á að missa af lest- inni í félagaskiptaglugganum þó hann gefi Udinese lengri tíma. „Nei, en ég mun heldur ekkert bíða langt fram í ágúst eftir þeim. Við erum byrjuð að skoða eitthvað annað í kringum okkur og sjá hvað annað spennandi er í boði,“ segir Emil, sem hefur leikið á Ítalíu sam- fleytt frá árinu 2007 fyrir utan eitt ár á láni hjá Barnsley á Englandi. Er það fyrsti kostur að vera áfram á Ítalíu? „Já, en ég er þannig séð opinn fyrir öllu. Mig langar bara að spila með einhverju skemmtilegu liði á góðum stað þar sem fjölskyldan hefur það gott. Það skiptir mestu máli,“ segir Emil Hallfreðsson. Vonast eftir skemmtilegu liði á góðum stað Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Óvissa Emil Hallfreðsson veit ekki hvar hann spilar á næsta tímabili. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar SANGSIN gæðavara frá Kóreu BREMSU VÖRUR í flestar gerðir bíla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.