Morgunblaðið - 09.07.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af
Það er erfitt að hrífast ekki
með bandaríska kvennalandslið-
inu eftir að það tryggði sér sinn
fjórða heimsmeistaratitil í knatt-
spyrnu með sigri í Frakklandi um
helgina. Spilamennskan heyrði
maður að hefði ekki verið allra,
en sigurhefðin og árangurinn
sem hefur náðst er eitthvað sem
maður ber mikla virðingu fyrir.
Það sem mér fannst líka svo
frábært að sjá var að bandarísku
leikmennirnir notuðu sviðsljósið
óspart til þess að benda á það
misrétti sem víða ríkir milli karla
og kvenna í knattspyrnuheim-
inum. Fyrirliðinn Megan Rapinoe
fór þar fremst í flokki að benda
á mismunandi háar upphæðir í
verðlaunafé og það að HM
kvenna hefði ekki fengið alla at-
hygli FIFA á meðan á því stóð
eins og HM karla hefur fengið,
svo dæmi sé tekið.
Það vill oft loða við atvinnu-
menn að tala í frösum og rugga
ekki bátnum að óþörfu. Þær
bandarísku voru hins vegar
óhræddar við að hjóla í FIFA – á
blaðamannafundum á vegum
FIFA á stórmóti á vegum FIFA.
Það kalla ég alvöru töffaraskap.
En þegar hugsað er aðeins
dýpra má sjá ástæðuna fyrir því
að þær geta leyft sér þetta á
meðan margir leikmenn karla-
liða tala ekki svo afdráttarlaust.
Hjá körlunum er yfirleitt mun
meira í húfi varðandi verðmæta
styrktarsamninga og fleira, á
meðan konurnar hafa ekki úr
jafn miklu að moða á því sviði.
Það er líka kannski ekki
skrítið að leikmenn kvennalið-
anna leyfi sér að hafa hátt, enda
er Lionel Messi með tvöfalt
hærri tekjur en allir leikmenn í
sjö sterkustu kvennadeildum
heims hafa til samans. Vonandi
mun áhuginn sem fylgdi HM
hafa áhrif á það hlutfall í fram-
haldinu.
BAKVÖRÐUR
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Allir leikmenn liðsins eru góðir á bolt-
ann og leikmenn liðsins eru í frábæru
líkamlegu standi en þú verður að vera
í toppformi ef þú ætlar að spila í
bandarísku atvinnumannadeildinni.
Gæði leikmanna liðsins spila vissu-
lega stórt hlutverk en þegar allt kem-
ur til alls þá er liðið einfaldlega í betra
standi en önnur lið.“
Sterkur stuðningur heimafyrir
Liðið hefur verið mikið í um-
ræðunni að undanförnu og Megan
Rapinoe, fyrirliði liðsins, átti ekki von
á því að liðið myndi þiggja heimboð
Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta,
að loknu heimsmeistaramótinu við
litla hrifningu forsetans sem lét hana
heyra það á samfélagsmiðlinum Twit-
ter.
„Það standa allir þétt við bakið á
liðinu, allavega í kringum mig. Á
Twitter í morgun hafði einhver svar-
að Donald Trump Bandaríkjaforseta
og sent honum mynd af Megan Rap-
inoe með þrenn gullverðlaun frá
mótinu þannig að það er mikill með-
byr með liðinu enda er kvennaknatt-
spyrnan mjög stór í Bandaríkjunum
og ein af stærstu kvennaíþróttunum.
Á leiknum hjá mér um helgina voru
19.000 manns á vellinum og það er
mikil uppsveifla í gangi. Landslið
Bandaríkjanna á stóran þátt í þessari
uppsveiflu því þær eru í raun allar
stórir karakterar og mjög góðar í því
að koma sér á framfæri.“
Bandaríska liðið á mest seldu
Nike-treyjuna í heiminum í dag en
liðið stendur nú í málferlum við
bandaríska knattspyrnusambandið
þar sem þær krefjast þess að fá sömu
bónusgreiðslur og bandaríska karla-
landsliðið. Kvennalandsliðið skilaði
hærri tekjum en karlalandsliðið á síð-
asta ári og því eru flestir sammála um
það að kvennaliðið eigi skilið meiri
virðingu og jafnari greiðslur.
„Áhuginn á liðinu hefur bara aukist
á meðan HM stóð yfir. Ég kíkti út í
búð í gær og sá nokkra í bandarísku
treyjunni á meðan maður sá ekki
mikið af því fyrir HM. Þær hafa stað-
ið sig ótrúlega vel og fólk stendur
þétt við bakið á þeim í þessum mála-
ferlum sem þær eru í sem dæmi. Það
eru allir í kringum mig sammála því
að þær eigi skilið að fá sömu greiðslur
og karlaliðið, ef ekki hærri, eftir ár-
angur undanfarinna ára.“
Sú besta erfið viðureignar
Fyrirliði bandaríska landsliðsins,
Megan Rapinoe, spilaði þriðja úrslita-
leikinn í röð en hún varð ekki bara
heimsmeistari með liðinu heldur var
hún valin besti leikmaður HM, ásamt
því að vera markahæst á mótinu.
Dagný viðurkennir að hún sé ekkert
lamb að leika sér við.
„Þegar að þú horfir á Megan Rap-
inoe í sjónvarpinu þá sérðu það strax
hversu góður knattspyrnumaður hún
er. Ég lenti einu sinni í því að þurfa
spila bakvörð á móti henni og það var
hægara sagt en gert þar sem hún er
jafnvíg á báða fætur. Ég endaði á að
spila 90 mínútur á móti henni en ég
hélt satt best að segja að mér yrði
skipt af velli eftir tuttugu mínútur.
Hún er ógeðslega góð í fótbolta og
mér fannst hún góð fyrir en eftir að
ég spilaði á móti henni áttaði ég mig
fyrst á því hversu góð hún er í raun
og veru,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir
í samtali við Morgunblaðið.
Átti von á skiptingu eftir
ójafnt einvígi við Rapinoe
Dagný Brynjarsdóttir þekkir vel til nýkrýndra heimsmeistara Bandaríkjanna
AFP
Meistararnir Bandaríska landsliðið fagnar heimsmeistaratitlinum eftir sigurinn á Hollendingum í Lyon.
Portland Dagný Brynjarsdóttir á
marga samherja sem voru á HM.
BANDARÍKIN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Landsliðskonan Dagný Brynjars-
dóttir segir að bandaríska kvenna-
landsliðið í knattspyrnu sé í mun
betra líkamlegu formi en önnur lands-
lið í heiminum og eigi það stóran þátt í
velgengni liðsins á undanförnum ár-
um. Dagný leikur með Portland
Thorns í bandarísku atvinnu-
mannadeildinni en ekkert hlé var gert
á deildinni á meðan HM í Frakklandi
stóð yfir. Alls tóku níu leikmenn Port-
land þátt í heimsmeistaramótinu en
fjórir þeirra urðu heimsmeistarar
með bandaríska landsliðinu og hafa
því misst af síðustu átta leikjum Port-
land Thorns í deildinni.
„Auðvitað er það sérstakt að marg-
ir af sterkustu leikmönnum liðsins
séu ekki búnir að spila neitt síðan í
þriðju til fjórðu umferð en að sama
skapi þá var maður meðvitaður um að
þetta myndi gerast fyrir tímabilið
þannig að við höfum haft tíma til að
undirbúa okkur. Auðvitað værum við
til í að geta stillt upp okkar sterkasta
liði, við vorum með níu leikmenn á
HM, og þegar mest hefur verið hefur
vantað einhverja tólf leikmenn í hóp-
inn hjá okkur sem er mjög mikið. Við
reynum að einblína ekki of mikið á
þetta og markmiðið hefur verið að ná í
eins mörg stig og hægt er á meðan
nánast allt liðið er fjarverandi.“
Löng ferðalög í útileiki
Portland hefur farið vel af stað í
deildinni í ár og er í þriðja sæti með 19
stig eftir ellefu umferðir, einu stigi
minna en topplið Reign..
„Við erum með þrjátíu manna hóp
og það kemur alltaf maður í manns
stað. Það getur hins vegar reynst erf-
itt að fylla skörðin sem landsliðs-
mennirnir skilja eftir sig en við höfum
leyst þetta vel finnst mér. Við erum
stigi frá toppnum, þrátt fyrir að hafa
spilað átta útileiki og þrjá heimaleiki,
og án margra lykilmanna þannig að
við höfum verið að ná í góð úrslit. Úti-
leikirnir í þessari deild eru langt frá
því að vera auðveldir og stysta ferða-
lagið okkar á þessu tímabili var fjögra
tíma flug sem er ágætis ferðalag. Það
voru alls níu leikmenn frá okkur sem
spiluðu á HM. Svo eru þetta ég og
önnur landsliðskona frá Sviss, Ana-
Maria Crnogorcevic, og svo erum við
með marga mjög góða bandaríska
leikmenn. Bandaríkin eiga marga frá-
bæra leikmenn sem eru ekki í lands-
liðinu og við erum með leikmenn inn-
anborðs sem hafa verið í hóp hjá
landsliðinu þótt þær eigi ekki endi-
lega leiki fyrir liðið. Ég held að fólk
geri sér ekki almennilega grein fyrir
því hversu mikið magn af frábærum
knattspyrnukonum Bandaríkin eiga.
Flest landslið í heiminum í dag mega
illa við því að missa leikmenn í meiðsli
eða eitthvað annað slíkt en hjá Banda-
ríkjunum kemur bara maður í manns
stað.“
Bandaríkin töpuðu ekki leik á HM
og unnu nokkuð þægilegan 2:0-sigur
gegn Hollandi í úrslitaleik á Ólympíu-
leikvanginum í Lyon á sunnudaginn.
Þetta var fjórði heimsmeistaratitill
liðsins frá því að HM kvenna var fyrst
haldið árið 1991 í Kína en liðið hefur
nú unnið tólf leiki í röð á lokamóti HM
sem er met.
„Bandaríkin eru með marga frá-
bæra leikmenn og mjög breiðan og
sterkan hóp. Þeir leikmenn sem koma
inn á til dæmis eru alls ekkert lakari
en þeir sem byrja leikina. Það eru
ekki mörg landslið sem geta hrein-
lega skipt út öllu byrjunarliðinu hjá
sér og eru með jafn góða leikmenn á
bekknum ef svo má segja. Eins þá
voru frábærir leikmenn skildir eftir
heima þannig að breiddin er ótrúleg.
Ljósmynd/Reimund Sand