Morgunblaðið - 09.07.2019, Page 28

Morgunblaðið - 09.07.2019, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019 Við gyllinæð og annarri ertingu og óþægindum í endaþarmi Krem Þríþætt verkun - verndar, gefur raka og græðir Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum Inniheldur ekki stera Hreinsifroða Froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum Fyrir hámarksárangur er mælt með notkun á Procto-ezeTM Hreinsi áður en Procto-ezeTM Krem er notað. Fæst í næsta apóteki. Brasilíski tónlistarmaðurinn João Gil- berto, oft nefndur annar faðir bossa nova-tónlistarinnar og flytjandi eins þekktasta dægurlags liðinnar aldar, „Girl from Ipanema“, er látinn 88 ára að aldri. Gilberto var gítarleikari og söngvari sem braust úr fátækt í heimalandinu og þeir tónskáldið Antônio Jobim voru lykilmenn í að móta þann svala, rómantíska og stemningsríka bræðing sambatakta og bandarísks djass sem sló í gegn út um heimsbyggðina á sjö- unda áratug síðustu aldar sem bossa nova. Rifjað er upp í dagblaðinu Guardian að það hafi verið á rómuðum tón- leikum brasilískra listamanna með bandarískum kollegum í Carnegie Hall í New York árið 1962 sem tónlistarheimurinn hafi uppgötvað fyr- ir alvöru þann áhugaverða bræðing sem hafði orðið til í Braslíu árin áður. Gilberto lék á þeim tónleikum og ári síðan kom út hin rómaða plata Getz/ Gilberto, þar sem þeir bandaríski saxófónleikarinn Stan Getz leika sam- an en Getz hafði heillast af bossa nova og varð einn helsti boðberi tónlistar- innar út um heimsbyggðina. Á plöt- unni er lagið „Girl from Ipanema“, sungið af Astrud Gilberto sem var þá eiginkona lagahöfundarins. Yfir millj- ón eintaka seldust af plötunni og færði hún Gilberto heimsfrægð. Árið 1964 var bossa nova-tónlist gríðarlega vinsæl út um heimsbyggð- ina og Gilberto upptekinn við tónleika- hald víða en þá rændu hershöfðingjar völdum í Brasilíu og Gilberto fór í sjálfskipaða útlegð til Mexíkó og bjó þar til 1980. Hann var einfari og þótti sérsinna en hélt þó áfram að koma fram á tónleikum og vinna með öðrum brasilískum listamönnum þar til fyrir áratug, er hann hætti að koma fram. Konungur bossa nova-sveiflu látinn AFP Dáður Joao Gilberto á sviði í Brasilíu árið 2008, þá 77 ára gamall. Vegna fyrirhugaðrar sýningar á verkum Jóhönnu Krist- ínar Yngvadóttur (1953-1991) leita starfsmenn Lista- safns Íslands að verkum eftir hana. Samhliða vinnu við sýninguna er unnið að útgáfu bókar um listamanninn og almennri heimildasöfnunar um feril Jóhönnu. Jóhanna Kristín nam við MHÍ og í Hollandi. Express- jónísk verk hennar fönguðu fljótt athygli fólks en þau einkenndust af einlægni og næmni á tilfinningar sem áttu sér oft djúpar rætur. Á stuttum en kraftmiklum og farsælum starfsferli vöktu verk hennar mikla athygli. Óskað er eftir því að þeir, sem eiga listaverk eða annað sem hefur heim- ildagildi um listamanninn, hafi samband við julia@listasafn.is. Leita verka eftir Jóhönnu Kristínu Hluti verks eftir Jóhönnu Kristínu. Í Miklagarði á Höfn í Hornafirði stendur nú yfir sýning Halldórs Ás- geirssonar myndlistarmanns á verk- efni sem hann kallar „Ferð til eld- jöklanna“. Það snýst um náttúru- krafta Vatnajökuls í samtali við sögu, menningu og umhverfi sveit- arinnar við rætur jökulsins. Þegar Halldór er spurður út í verkefnið segist hann hafa ráðist í það þegar hann flutti aftur heim árið 2017 eftir tveggja ára dvöl í Frakk- landi. „Mig langaði að tengjast land- inu aftur með stóru verkefni sem tengdist Ís- landi. Ég starfaði í mörg ár sem leiðsögumaður og Suðaustur- landið var alltaf það svæði sem heillaði mig mest. Og í minni mynd- list hef ég unnið mikið með þá krafta sem jökullinn geymir, eld- virknina, ís og vatn. Þetta kom því allt heim og saman,“ segir Halldór og lofar samstarfið við heimamenn á Höfn og ýmsar stofnanir sem hafi greitt götu hans og verkefnisins. Sýningarheitið er fengið úr Ferða- bók Þorvaldar Thoroddsen sem rannsakaði náttúru suðausturlands í lok 19. aldar en Halldór segist hafa sótt innblástur í skif hans. Jarðeldurinn meginviðfang Fyrsti hluti þessa verkefnis Hall- dórs birtist síðastliðið sumar í formi blaktandi myndfána sem settir voru upp tímabundið á völdum stöðum frá Skeiðarársandi að Suðursveit. Það er svo seinni hluti þess sem nú má sjá í þremur sölum Mikla- garðs sem er gömul verbúð og sögu- frægt hús á Höfn. Ísinn og jarðeld- urinn undir yfirborði Vatnajökuls eru þar meginviðfangsefni lista- mannsins, ásamt verkum inn- blásnum úr gömlum annálum og horfinni menningu héraðsins. Í ein- um salanna er meðal annars að finna grafískt munstur Öræfajökuls málað með akrýllitum á birkikrossviðar- plötur en verkið er byggt á teikn- ingu úr Sjónabók Jóns Einarssonar í Skaftafelli á síðari hluta 19. aldar. Litaskalinn spannar frá svörtu yfir í hvítt og öfugt eða úr myrkri í birtu eða jökli sem hverfur og kemur aft- ur á víxl í síendurteknu munstri upp og og niður. Í miðsalnum lætur Halldór blek- liti drjúpa ofan í jökulís sem hangir úr loftinu í léreftspokum sem bráðn- ar smá saman ofan á hvítar pappírs- arkir fyrir neðan á stöplum og á gólfi. Með tímanum þornar pappír- inn og verður að „myndum“ eða af- urð í „einskonar myndlistarfjósi þar sem Vatnajökull er mjólkaður“. Halldór Ásgeirsson á langan feril að baki í myndlist. Hann hefur búið og starfað á Íslandi, Frakklandi og Japan og verk hans verið sýnd víða um lönd. efi@mbl.is Vatnajökull mjólkaður í einskonar myndlistarfjósi  Viðamikil sýn- ing Hallórs Ás- geirssonar á Höfn Ísmálun Í einum hluta sýningarinnar bráðnar litaður jökulís og lita drop- arnir pappírsarkir sem Halldór hefur komið fyrir fyrir neðan hann. Munstur Þetta stóra verk Halldórs af Öræfajökli er byggt á teikningu úr Sjónabók Jóns Einarssonar í Skaftafelli frá síðari hluta 19. aldar. Halldór Ásgeirsson Rómantík við hafið er yfirskrift tón- leika í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar í kvöld kl. 20.30. Þar koma fram Agnes Thorsteins messósópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó og flytja tvo ljóðaflokka. Annars vegar Frauenliebe und -leben eftir Robert Schumann við ljóð eftir Adelbert von Chamisso sem lýsir upplifun ungrar stúlku sem kynnist ástinni í fyrsta sinn. Hins vegar Wesendonck- Lieder eftir Richard Wagner sem hann samdi áður en hann samdi óp- eruna Tristan og Ísold, en í henni má heyra mörg stefanna úr ljóðaflokkn- um. Agnes lauk námi í söng og píanó- leik við Tónlistarskóla Garðabæjar áður en hún hélt til Vínarborgar þar sem hún nam við Universität für Musik und darstellende Kunst og út- skrifaðist með BA-gráðu með láði vorið 2016. „Hún hóf meistaranám við sama skóla, en tók sér hlé frá námi er hún fékk atvinnusamning við óperuhúsin Krefeld og Mönch- engladbach og í tvö ár starfaði hún við óperustúdíó Niederrhein,“ segir í tilkynningu, en þar kemur fram að Agnes muni í haust syngja í 9. sin- foníu Beethovens í Eldborg auk þess að taka þátt í flutningi á Valkyrjunni eftir Wagner á Listahátíð 2020. Eva Þyri lauk prófum frá Tón- listarskólanum í Reykjavík, Det Jyske Musikkonservatorium í Árós- um og Royal Academy of Music í London, en þaðan útskrifaðist hún með hæstu einkunn, hlaut heiðurs- nafnbótina DipRAM og The Christi- an Carpenter Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika. Dúó Agnes Thorsteins og Eva Þyri Hilmarsdóttir með tónleika í kvöld. Rómantík við hafið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.