Morgunblaðið - 09.07.2019, Síða 29
AF LISTUM
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Jaðarlistahátíðin ReykjavíkFringe Festival, sem stóð yfirdagana 1.-6. júlí, er sann-
kölluð menningarveisla þar sem
fjölbreytileikanum er hampað í hví-
vetna. Strax á kynningarkvöldi há-
tíðarinnar, sem haldið var sunnu-
daginn 30. júní, áttaði ég mig á því
að Fringe-hátíðin væri einstakt fyr-
irbæri. Þá hripaði ég niður titla á
þeim sýningum sem mig langaði
allra mest að sjá á dögunum sex
sem hátíðin nær yfir. Á listanum
voru átján sýningar en í boði voru
um hundrað. Það varð samt ekki úr
því að ég sæi átján sýningar á sex
dögum, það hefði líklega gert út af
við þol mitt gagnvart listum.
Á hátíðinni var í raun allt of
mikið framboð til þess að nokkrum
manni tækist að sjá allt sem hann
langaði til. Valkvíðinn var ofurlítið
yfirþyrmandi í fyrstu og margt
áhugavert sem ég neyddist til að
láta framhjá mér fara. Í boði voru
trúðasýningar og dragdrottningar,
dans og loftfimleikar, uppistand og
spuni, leiklist, ljóðlist og myndlist
og margt, margt fleira sem ógern-
ingur væri að fella undir einhverja
skilgreiningu. Auðvitað voru ein-
hver verkanna sem vöktu engan
áhuga hjá mér en það má vel vera
að þau hafi einmitt höfðað til ein-
hverra annarra.
Geimfarar og stefnumót
Fyrsta daginn á hátíðinni
helgaði ég gríni og glensi. Ég sá
uppistandarann Isu Bonachera
fara á kostum í kjallara Hard
Rock Café með sýningu sína The
Great Emptiness. Bonachera er
spænsk af áberandi hreimnum að
dæma. Hún kenndi reyndar sjón-
varpsþáttunum um mörgæsina
Pingu alfarið um þykkan hreiminn
sem uppskar hlátrasköll. Bonac-
hera fór um heima og geima, bók-
staflega. Hún sagði frá misheppn-
uðum tilraunum sínum til þess að
láta draum sinn um að verða
geimfari rætast og fræddi áhorf-
endur um leið um himinhvolfin.
Ég þori ekki að segja til um hvort
áhorfendur hafi orðið nokkurs
fróðari en nóg hlógu þeir og þar
með var takmarkinu náð.
Næst steig Olivia Finnegan á
svið í kjallaranum á Hard Rock.
Viðtal við hana birtist í Morgun-
blaðinu laugardaginn 29. júní um
sýningu hennar American Single
sem gengur út á það að hún fer á
stefnumót fyrir framan áhorf-
endur. Manni leið hálfpartinn eins
og maður væri að fylgjast með
góðri vinkonu fara á stefnumót og
þess vegna iðuðu áhorfendur í
skinninu að sjá hvernig gengi.
Undir pískri og hlátrasköllum úr
salnum reyndu Finnegan og kava-
lerinn Mike að halda samtalinu
gangandi. Þau stóðu sig merkilega
vel þrátt fyrir óhjákvæmilegan
vandræðagang. Verk á borð við
American Single virðast vera
dæmigerð fyrir Fringe-hátíðir því
þar eru gerðar alls kyns tilraunir
á jaðri þess sem kalla má list.
Einleikir í Tjarnarbíói
Daginn eftir lá leið mín í
Tjarnarbíó þar sem leikhús af háu
kalíberi beið mín. Ég sá tvo einleiki
sem áttu annars fátt sameiginlegt
annað en að vera afskaplega vand-
aðir. Fringe færði mér verkið
Benchi’s Baby, alla leið frá Ísrael,
sem fjallar um ofbeldi og ást í fang-
elsi. Í miklu návígi fylgdust áhorf-
endur með nöturlegum örlögum
manns sem var í senn fangi innan
veggja fangaklefans og fangi sinna
eigin hugsana. Framkoma leikarans
Iftach Ophir var einstaklega sann-
færandi.
Hinn einleikurinn var hið lof-
aða verk Rebecku Pershagen, The
Swan Woman, sem segir sögu konu
sem bjó með 13 svönum í lítilli íbúð
í Stokkhólmi. Þar heiðrar sænska
leikkonan minningu konu sem var
óhrædd við að fara eigin leiðir.
Hún helgaði líf sitt svönum, fann
hjá þeim félagsskap sem hún fann
ekki í samfélagi manna og bast
þeim órjúfanlegum böndum.
Þegar vísanir í ævintýri H.C.
Andersen um Litla ljóta andarung-
ann urðu áberandi í verki Pers-
hagen laukst upp fyrir mér hvað
það er sem gerir andrúmsloftið á
Fringe-hátíðinni svona sérstakt.
Það er sú staðreynd að á hátíðinni
finna litlu ljótu andarungar lista-
heimsins sína svani. Hér finna lista-
menn, sem vilja gera tilraunir eða
passa einhverra hluta vegna ekki
inn í hefðnundna listasenu, hóp sem
tekur þeim opnum örmum. Gleðin
skín úr hverju andliti líkt og allir
fagni því að hafa fundið hver ann-
að. Að verða vitni að þessu einstaka
andrúmslofti er svolítið eins og að
horfa á stóran flokk svana hefja sig
til flugs. Það er dáleiðandi.
List frá öllum heimshornum
Fringe-hátíðin er alþjóðleg
listahátíð og fer hún því að mestu
fram á ensku. Þar myndast tæki-
færi fyrir listamenn frá öllum
heimshornum til að kynna sig hver
fyrir öðrum og fyrir íslensku sam-
félagi. Hátíðin býður þó ekki síður
íslenskum listamönnum að kynna
sína vinnu fyrir erlendum mark-
aði.
Þrátt fyrir að flest verkin á
hátíðinni væru í höndum erlendra
listamanna þá gafst manni engu að
síður tækifæri til að sjá kunnugleg
andlit. Spunahópurinn Improv Ís-
land, sem sýnir vikulega í Þjóð-
leikhúskjallaranum á veturna og í
Tjarnarbíói að sumri til, lét sig
ekki vanta á hátíðina enda er
spuninn ein þeirra greina jað-
arleikhúslista sem tekið er fagn-
andi á Fringe-hátíðum. Ég legg
ósjaldan leið mína á sýningar
hópsins og þekki því ágætlega til.
Andrúmsloftið gjörbreyttist þegar
stór hópur Fringe-gesta lét sjá sig
í salnum. Það er alltaf mikið hleg-
ið á sýningum spunahópsins en
þarna var eitthvað óvenjulegt á
ferð. Hláturinn smitaðist svo hratt
milli áhorfenda að á endanum velt-
ist hver einasti gestur um af
hlátri.
Að sýna sig og sjá aðra
Eftir aðeins nokkra daga á
hátíðinni var ég farin að þekkja
andlitin á skipuleggjendum, lista-
mönnum og áhangendum og jafn-
vel farin að heilsa nokkrum.
Hefði ég helgað mig hátíðinni alla
vikuna hefði ég að öllum lík-
indum grætt vin eða tvo. Því
þannig er Fringe, það gengur út
á að sýna sig og sjá aðra; sýna
list og sjá list. Þeir listamenn og
listunnendur sem stunda slíkar
hátíðir af hörku mynda sjálfsagt
þétt tengslanet um allan heim
sem er án efa bæði gagnlegt og
gleðilegt.
Skipuleggjendur Reykjavík
Fringe Festival eiga hrós skilið
fyrir að stofna til ríkulegrar
jaðarlistahátíðar í Reykjavík,
gæða miðborgina lífi og færa
landsmönnum óvenjulegar sýn-
ingar sem annars fengju lítið
pláss í menningarlífinu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tilraunir Bandaríska listakonan Olivia Finnegan fór á stefnumót fyrir framan fullan sal af
áhorfendum. Tilraunalistaverk á borð við þetta eru dæmigerð fyrir Fringe-hátíðir.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Einleikur Hið lofaða verk Rebecku Pershagen um sænsku svanakonuna, sem sýnt var í Tjarnar-
bíói í liðinni viku, fjallar um einmanaleika, sjálfstæði og óvenjulegan félagsskap.
Þau hafa fundið svanina sína
Iftach
Ophir
Isa
Bonachera
Einstakt andrúmsloft var á listahátíðinni Reykjavík Fringe Festival sem haldin var í síðustu viku
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2019
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.
Fatnaður fyrir fagfólk
Þegar ljóst var að hollenski söngvarinn Dunc-
an Laurence stæði uppi sem sigurvegari
Eurovision í vor sem leið bjuggust margir
vafalítið við því að keppnin yrði haldin í
Amsterdam að ári. Sú verður hins vegar ekki
raunin samkvæmt fréttum Eurovision World.
Í bréfi sem Femke Halsema, borgarstjóri
Amsterdam, hefur sent borgarstjórinni kem-
ur fram að ekkert af því húsnæði sem hýst
gæti keppnina sé á lausu í maí 2020. Borgar-
yfirvöld hafi kannað möguleika þess að halda
keppnina í stóru tjaldi, en horfið frá því þar
sem slíkt myndi reynast of flókið í fram-
kvæmd.
Á opinberum vef keppninnar kemur fram að
borgaryfirvöld í Hollandi hafi frest til morguns
til að skila tilboðum sínum í keppnina, en ætl-
unin er að tilkynna keppnisborgina í næsta
mánuði. Þar kemur fram að borgaryfirvöld í
Rotterdam, Maastricht og Utrecht séu áhuga-
söm um að hýsa keppnina, en samkvæmt Euro-
vision World hafa yfirvöld í Utrecht þó tölu-
verðar áhyggjur af því hversu kostnaðarsamt
geti reynst fyrir borgina að halda keppnina.
Amsterdam hýsir ekki Eurovison-keppnina árið 2020
Duncan Laurence