Morgunblaðið - 23.07.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.07.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Mér fannst fyllast eitthvert tóma- rúm sem var til staðar þegar systir pabba, sem við vissum ekki um, kom í leitirnar. Ég og systir mín Regína byrjuðum leitina fyrir 10 árum og þá mest fyrir forvitnissakir. Þegar við fórum af stað aftur skrifaði Regína, sem er mjög ákveðin, einlægt bréf þar sem hún lýsti því hversu heitt okkur langaði að komast í samband við afa okkar ef hann væri á lífi eða aðra ættingja. Regína sendi í nóv- ember 2018 skilaboð til allra sem báru eftirnafnið Kourafas á fésbók- inni,“ segir Ása Hulda Oddsdóttir sem ásamt systur sinni fann hálf- systur föður þeirra í Bandaríkjunum, Kathleen Holmes, kölluð Kathy. Kathy hafði aldrei heyrt af því að hún ætti hálfbróður á Íslandi en hafði það alltaf á tilfinningunni ásamt systur sinni Susan sem nú er látin að ein- hvers staðar ættu þær bróður. ,,Amma mín, Ása Hulda Jóns- dóttir, kynntist bandarískum her- manni af grískum ættum, John Kourafas, þegar hann var hér á landi til ársins 1956 eða 1957 en pabbi er fæddur 1957. Héðan var afi sendur til Grænlands og sambandið við ömmu varð ekki meira. Amma lét pabba bera eftirnafnið Jónsson sem er ís- lenska útgáfan af John. Með því vildi hún líka koma í veg fyrir að pabba yrði strítt á Kourafas-nafninu sem þótti óneitanlega svolítið sérstakt,“ segir Ása sem heyrði frá foreldrum sínum að amma hennar hefði sagt þeim margar sögur af John og að hann ætti tvær dætur. En hún vissi ekki hvað þær hétu eða hvar þær ættu heima. Pabbi ekki sáttur fyrst Ása segir föður sinn ekki hafa verið sáttan þegar systurnar hófu leitina í fyrra skiptið en eftir að hafa lesið bréf Regínu sem hún sendi á 50 manns með eftirnafnið Kourafas gaf hann sitt leyfi. Að sögn Ásu töldu systurnar ekki miklar líkur á að leitin bæri árangur. En eftir nokkrar vikur fékk Regína svar frá Chris Kourafas sem sagði að pabbi sinn hefði átt frænda, John Kourafas, sem hefði sinnt herþjón- ustu á Íslandi. ,,Chris sagði okkur strax að afi væri dáinn en hann ætlaði að finna einhverja ættingja fyrir okkur á lífi. Þegar Chris ræddi við pabba sinn varð hann hissa á því að frændi hans hefði átt son. Hann hafði aldrei heyrt það en sagði að eftir dvölina á Íslandi hefði John ásamt bróður sínum verið sendur til Grænlands og þaðan til Ví- etnams. Fljótlega eftir að bræðurnir komu frá Víetnam dóu þeir báðir úr krabbameini árið 1965, segir Ása og bætir við að ein frænkan sem lítið hefði verið í sambandi við Kathy hafi tekið að sér að hafa samband og láta hana vita af týnda bróðurnum og dætrum hans. Ekki var vitað hvernig Kathy myndi taka tíðindunum og það var ekki fyrr en í þriðja símtali sem frænkan nefndi loks bróðurinn á Ís- landi. ,,Við vorum stressuð yfir við- brögðum Kathy sem var algjör óþarfi. Kathy hringdi strax í pabba, hún var himinlifandi að eiga bróður á Íslandi og langaði að fá að kynnast honum og fjölskyldu hans. Hún var líka ánægð að fá að vita að tilfinning systranna um að þær ættu bróður hefði verið rétt. Systurnar misstu báðar foreldra sína ungar og ólust upp hjá ættingjum í Kourafas- fjölskyldunni. Líkaði vel á Íslandi Það urðu fagnaðarfundir 9. júlí þegar hálfsystkinin hittust í fyrsta sinn á Íslandi. ,,Ég var ekki viðstödd þegar pabbi og Kathy hittust en Regína systir segir að Kathy hafi gengið strax til pabba, faðmað hann og tárast. Það er skrýtin tilfinning að hitta einhvern í fyrsta skipti og finnast eins og maður hafi þekkt manneskjuna alla ævi,“ segir Ása sem finnst einhver líkindi í augnsvip systkinanna. Ása segir að langafi hennar og amma séu frá Grikklandi en hafi flust til Bandaríkj- anna þar sem faðir þeirra ólst upp. Gríska nafnið Kourafas hafi að öllum líkindum hjálpað mikið til við leitina að föðursysturinni. Ása segist hafa leitt hugann að því hvort hún ætti að taka upp Kourafas-nafnið. Kathy, sem er þakklát fyrir tæki- færið að kynnast ættingjum sínum, fannst mikið til Íslands koma og fór m.a. á Ásbrú þar sem faðir hennar bjó á meðan hann gegndi herþjón- ustu. Ása og Regína eru þakklátar fyrir hjálpina sem þær fengu við leitina að upprunanum. Fjölskyldan skipulegg- ur nú ferð til Flórída á næsta ári til að heimsækja Kathy og kynnast fleiri ættingjum. Systkini Oddur Jónsson og Kathleen Holmes njóta samvista á Íslandi eftir að þau hittust í fyrsta sinn en stutt er síðan Kathy vissi af tilvist Odds. Fundu föðursystur á netinu  Systur leituðu upprunans með hjálp fésbókarinnar og fundu föðursystur í Bandaríkjunum sem þær vissu ekki um  Var viss um að hún ætti bróður Frænkur Ása Hulda Oddsdóttir og Kathy sameinaðar við Hafnarfjörð. Ása Hulda Jónsdóttir John Kourafas Skráðir kylfingar í golfklúbbum landsins voru 17.859 þann 1. júlí sl. og hafði fjölgað um 4% á milli ára, eða nærri 700. Er þetta mesta fjölgun sem orðið hefur frá árinu 2009, eða undanfarinn áratug. Frá þessu var greint á vef Golf- sambands Íslands í gær. Vakin er at- hygli á því að aukningin sé mest hjá þeim allra yngstu og elstu í íþrótt- inni; 9 ára og yngri og 60 ára og eldri. Rúmlega 60% allra kylfinga eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin er mest á því svæði, og einnig á Suðurlandi en 76% skráðra kylfinga búa á þessum svæðum. Einnig fjölgaði á Suðurnesjum og á Vesturlandi, segir á golf.is. Golfklúbbur Brautarholts á Kjal- arnesi bætir hlutfallslega mest við sig nýjum kylfingum eða sem nemur um 85%. Kylfingum fjölgaði um 700 á milli ára  Mesta fjölgunin undanfarinn áratug Morgunblaðið/Hari Hvaleyrin Kylfingar slá á nýjum brautum á Hvaleyrarvelli og gömlu ver- búðirnar í Hafnarfirði sjást hér í bakgrunni, með fallegar flatir í forgrunni. Neytendasamtökin fara fram á að farþegar Icelandair, sem neyðst hafa til að fljúga með staðgengd- arflugvélum félagsins, fái hlutdeild í væntanlegum bótum sem Boeing greiðir félaginu vegna kyrrsetningar á 737 MAX-vélunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytenda- samtökunum, en þar segir að far- þegar sem fljúgi með staðgengdar- flugvélum Icelandair njóti ekki þeirra þæginda sem Icelandair stæri sig af í auglýsingum. „Að sama skapi hvetja Neytenda- samtökin alla félagsmenn sem hafa flogið með lággæðaflugvélum Ice- landair að geyma brottfararspjöld sín og kvittun fyrir kaupum, komi til þess að samtökin sæki bætur til Ice- landair.“ Ekkert liggur fyrir um fjárhæð þeirra bóta sem Icelandair mun fá. Fái hlutdeild í bótum AFP Fastar Óvíst er hvenær Max-þotur Icelandair fá að fljúga aftur. Hálendisvakt björgunarsveita á svæðinu norðan Vatnajökuls var kölluð út fyrir hádegi í gær vegna konu sem hafði slasast rétt við Herðubreiðarlindir. Þegar komið var að konunni, sem var í stórum hópi þýskra ferða- manna, kom í ljós að hún virtist illa fótbrotin, að því er segir í tilkynn- ingu frá Slysavarnafélaginu Lands- björg. Brotið var rétt af og búið um konuna. Var hún flutt niður á þjóð- veg en aksturinn þangað tók um tvær klukkustundir. Þar var tekið á móti henni með sjúkrabíl sem flutti hana á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ferðamaður illa fótbrotinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.