Morgunblaðið - 23.07.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 23.07.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Herrasandalar úr leðri Útsöluverð 4.497 Verð áður 8.995 Stærðir 40-46 Útsalan í fullum gangi BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 -30% -40% 40% Askov Tungusófi 195x185 cm kr. 176.600 Freja hliðarborð 2 í setti kr. 44.600 Nú kr. 123.620 Nú kr. 29.760 ALLIR PÚÐAR 20 - 40% AFSLÁTTUR Tristan ljós kr.13.900 Marocco puff kr.32.800 Nú 8.340 Nú 24.600 - -25% S U M A R Ú T S A L A 10 - 50 % afsláttur af öllum vörum Evrópsk flugmálayfirvöld hafa kyrr- sett allar flugvélar af sömu tegund og flugvélin sem fórst í Umeå í Sví- þjóð fyrir viku með þeim afleið- ingum að níu manns létu lífið. Báðar flugvélar íslenska flug- félagsins Circle Air eru af þessari tegund og hefur félagið því þurft að verða sér út um lánsvélar á meðan kyrrsetningin stendur yfir. Flugvélarnar sem um ræðir eru af gerðinni GippsAero GA8 Airvan. Segir kyrrsetninguna hafa lágmarksáhrif á reksturinn Circle Air gerir út þyrlur og flug- vélar frá Akureyri og Reykjavík og telur framkvæmdastjóri flugfélags- ins að kyrrsetning muni hafa lítil áhrif á reksturinn sem gangi vel. „Það verður lágmarksröskun [á rekstri Circle Air] en það er háanna- tími núna og auðvitað kemur þetta ekki vel við reksturinn,“ segir Þor- valdur Lúðvík Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Circle Air, í samtali við mbl.is og bætir við: „En sem betur fer hvílir rekstur- inn á mörgum stoðum og við þolum þetta í einhvern tíma en ef þetta verður til langs tíma þá mun það auð- vitað rífa í. Það segir sig sjálft.“ Hann segir ekkert hægt að segja til um hvað kyrrsetningin gæti varað lengi, hvort sem það er ein vika eða sex mánuðir. Hann telur þó enga sérstaka ástæðu benda til þess að kyrrsetningin gæti varað í langan tíma þar sem slysið í Svíþjóð hafi verið furðufyrirbæri eða „freak acci- dent“. „Það er engin sérstök ástæða til að halda að þetta verði langt. Þessar vélar hafa ekki lent í neinum öðrum slysum nema árið 2008 en það var af allt öðrum ástæðum. „Freak acci- dent“ er nákvæmlega orðið yfir þetta [slysið í Svíþjóð],“ útskýrir hann og bætir því við að GippsAero GA8 Airvan-flugvélarnar hafa í marga áratugi verið notaðar í erfið- um aðstæðum svo sem við björgun- arstörf og í hjálparstörfum í Afríku. Circle Air hefur fengið tvær Cessna-flugvélar til að brúa bilið á meðan GA8 vélarnar eru kyrrsettar, annars vegar Cessna 206 og hins vegar Cessna 207. Þorkell Jóhannsson, flugmaður hjá Circle Air, segir að Cessna-vél- arnar hafi svipaða eiginleika og GA8 og muni því nýtast vel. Spurður hverjir kostir GippsAero GA8 Air- van-flugvélanna séu segir Þorkell að þær séu vel og skemmtilega hann- aðar og henti í ýmsum aðstæðum. „Hún hefur þá kosti að vera sterk- byggð og traust með stóra glugga og þannig upplögð í útsýnisflug. Í henni eru gangar milli sæta og stór renni- hurð sem gerir auðvelt að umgang- ast hana og þess vegna er hún vinsæl fyrir fallhlífarstökk.“ Framleiðsla stöðvuð meðan rannsókn stendur yfir En GA8-vélarnar hafa ekki ein- ungis verið kyrrsettar í Evrópu held- ur hafa flugmálayfirvöld í Ástralíu kyrrsett 68 slíkar vélar þar í landi. Þetta kom fram á vef The Guardian í gærkvöldi. Sænsk flugmálayfirvöld kyrrsettu allar vélar af þessari gerð í kjölfar slyssins í Umeå og evrópsk flugmálayfirvöld gerðu slíkt hið sama á föstudaginn síðastliðinn. Flugvélarnar eru framleiddar í Ástralíu og eru eins hreyfils flugvél- ar með leyfi fyrir átta manns. Í flug- vélinni sem fórst í Svíþjóð voru aftur á móti níu manns um borð. Yfirvöld í Ástralíu hafa stöðvað framleiðsluna tímabundið á meðan rannsókn á vélunum fer fram. Kyrr- setning mun vara til 3. ágúst. Alls eru 228 flugvélar af gerðinni GippsAero GA8 Airvan í notkun í heiminum. Kyrrsetja vél- ar Circle Air  Sömu gerðar og vél sem fórst í Svíþjóð Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Ljósmynd/Circle Air Kyrrsettar Vél Circle Air, af gerðinni GippsAero GA8 Airvan. Þeir sem hyggja á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Ís- landsbanka í ágúst mega búast við því að stemningin á hlaupaleiðinni verði meiri en undanfarin ár. Hlaupaleiðinni hefur verið breytt og liggur hún nú í auknum mæli í gegnum íbúðargötur í borginni, fer meðal annars um Tún, Teiga og Bryggjuhverfi. Einnig verður farið í gegnum miðbæinn, um bæði Berg- staðastræti og Grettisgötu, þar sem búast má við því að fjöldi fólks verði á ferli til þess að hvetja keppendur til dáða. Maraþonhlauparar hafa undanfar- in ár gagnrýnt það að síðari hluti keppnisbrautarinnar taki á, þar sem hlaupaleiðin hefur á síðari hlutanum legið um Fossvog og meðfram strönd Seltjarnarness alla leið út að Gróttu, á göngustígum þar sem fáir eru til þess að hvetja hlauparana áfram. Hvatning skiptir enda miklu máli þegar búið er að fara á tveimur jafnfljótum yfir 30 kílómetra leið og þreyta og óþægindi byrjuð að sækja að. Breytingarnar á leiðinni hafa ver- ið gerðar í samráði við lögreglu, Reykjavíkurborg og Strætó og hefur ferlið staðið yfir frá því síðasta haust. Truflanir verða á umferð í þeim götum sem bætast við hlaupa- leiðina í ár. Þetta verður kynnt nán- ar þegar nær dregur, sagði Jóna Hildur Bjarnadóttir, stjórnandi Reykjavíkurmaraþonsins, í samtali við mbl.is í gær. Maraþonið um íbúðargötur  Vonast til að stemningin aukist við breytingu á leiðum Olíuverzlun Íslands, Olís, hefur skrifað undir samning þess efnis að allur rekstur félagsins verði kolefn- isjafnaður, en um er að ræða allan akstur, flug og dreifingu eldsneytis til viðskiptavina félagsins um allt land. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landgræðsluna en Olís og Landgræðslan hafa átt í samstarfi undanfarin 30 ár og undirrituðu sl. föstudag samstarfssamning til næstu fimm ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Olís. Haft er eftir Jóni Ólafi Halldórs- syni, forstjóra Olís, að þótt samn- ingurinn sé til fimm ára horfi félag- ið lengra fram í tímann. Um sé að ræða samstarfsverkefni sem eigi sér rætur 30 ár aftur í tímann. Seg- ist Jón Ólafur líta svo á að Olís muni vinna þetta áfram með Land- græðslunni í framtíðinni. Á þremur áratugum hefur Olís styrkt Land- græðsluna um 80 milljónir króna. Olís kolefnisjafnar allan reksturinn Kolefnisjöfnun Jón Ólafur Hall- dórsson og Árni Bragason rita undir samstarfssamninginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.