Morgunblaðið - 23.07.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 23.07.2019, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það var fróð-legt aðfylgjast með Bernie Sanders í kosningabaráttu hans fyrir forseta- kosningar haustið 2016. Margt virtist honum önd- vert. Fáir í hópi fréttaskýr- enda tóku hann alvarlega. Fyrst var prófkjör demókrata til að velja forsetaefni. Sanders sat í öldungadeild þingsins frá 2007 (áður í fulltrúadeild) sem óháður. Hann tók þó þátt í störfum þingflokks demókrata, sem var eina leiðin til fram- gangs í þinginu, t.d. að fá sæti í mikilvægum þingnefndum, en þau eru eina leiðin til að ná at- hygli fjölmiðla. Án hennar geta menn gleymt draumnum um endurkjör. Bernie var yfirlýstur sósíal- isti. Það er til fjöldi eintaka af þeim og þykir fínt, ekki síst á „hlutlausum fréttastofum“. En Í Bandaríkjunum, „vöggu kap- ítalsins“, gilti annað. Reyndar mátu fréttamenn það svo, að Bernie væri eini sósíalistinn í öldungadeildinni. Þeir Barack Obama og Edward Kennedy voru á mælikvarða atkvæða- greiðslna taldir vinstrisinn- uðustu þingmennirnir vestra. En þeir neituðu því ákaft að flokka mætti þá sem sósíalista. Þeim var ljóst að „sósíalisti yrði aldrei kosinn forseti Bandaríkjanna“. En Bernie Sanders baðst ekki undan nafngiftinni. Hann fór í sína brúðkaupsferð til Sovétríkj- anna á háglanstíma kalda stríðsins og sá ekki að neitt væri að. Þegar hann lagði í baráttu við sjálfa erfðaprinssessu demókrata, fyrrverandi for- setafrú og utanríkisráðherra, töldu allir sem eitthvað vissu að lánið léki við Hillary. Hún færi í prófkjör við sósíalista, sem væri ekki í flokknum, og mætti þakka fyrir að fá 5% fylgi og hún kæmi því úthvíld í baráttuna við Jeb Bush, Ted Cruz eða Marco Rubio. Því miður væri óhugsandi að repú- blikanar slysuðust til að senda henni Trump í forgjöf og þá gæti hún lagt sig í sjálfri kosn- ingabaráttunni á meðan það fyrirbæri eyðilegði sig hjálpar- laust. En allt fór á annan veg. Ung- ir demókratar flykktust um Bernie. Peningarnir streymdu í kosningasjóðina, ekki stórar summur, heldur í fjölda smá- framlaga sem gerðu meira en að jafna framlög milljarða- mæringa. Krafturinn og út- haldið í karlinum var með ólík- indum. Munurinn á Hillary og Bernie minnkaði hratt svo hún varð loks að hafa sig alla við. Svo mjótt var á mununum að hugsanlegt var talið að Hillary þyrfti að treysta á þá forgjöf sem hún hafði í svonefndum „super delegates“ til að merja sigur. Það er elíta demó- krata sem eru sjálfkjörnir og ekki bundnir við niðurstöðu prófkjörs og eru um 15% þingfulltrúa! En Hillary vann loks hinn utan- flokka Sanders naumlega í innanflokkskjöri demókrata. Þá hófst baráttan við fram- bjóðanda repúblikana sem hún taldi ígildi þess að fá vinning í lottóspili þar sem líkindin væru 1/10000000. En hið „óhugsandi“ gerðist, Trump vann. Þá hófst ljótur leikur sem er að birtast mönnum smám saman í óhugnaði sínum. Glæpsamleg afskipti ríkislög- reglunnar FBI og nokkurra foringja stærstu leyniþjón- ustustofnana landsins eru byrjuð að koma í ljós. Það er mikið áfall fyrir Bandaríkin og kosningatíð Obama forseta. Það verður rætt síðar. En nú reyna demókratar á ný og verða að láta sér lýðræðisleið- ina duga því aðstaða til mis- notkunar fyrrnefndra stofnana er ekki fyrir hendi. Sanders var 74 ára í kosn- ingabaráttunni síðast og verð- ur 78 ára í næstu, eins og Biden, sem leiðir baráttuna eins og er. Seinast lofaði Bernie öllu fögru, en hann er vinstrimaður og því ekki popúlisti! Allt það sem ríkið gerir nú fyrir fólk skal margfaldað og allt verða frítt, vinni hann. Sama lofa all- ir hinir sem vilja verða forset- ar, en enginn er þó popúlisti! Fyrir síðustu kosningarnar lofaði Bernie að hækka lág- markslaun upp í 15 dollara á tímann. Það gerir hann enn og virðist ekki vita að loforðið hef- ur lækkað um 12% að raun- virði. Bernie hrópar loforðið á hverjum fjöldafundi. Starfs- menn hans báðu hann því að efna 4 ára gamalt loforðið við sitt fólk núna. Bernie komst í vanda. Hans loforð var um „ríkisfé“ en ekki hans fé. Hann ákvað að starfsmenn fengju áfram sömu laun og áður en hann myndi fækka vinnustund- um á bak við launin, sem væri jafngilt! Það er ekkert vit í þessari ráðagerð nema að Ber- nie treysti því að hann fái sömu afköst frá hópnum á skemmri tíma en áður og án launahækk- unar. Þetta er jú hugsjónafólk og því má vera að galdurinn gangi upp. En það hrópar á alla aðra að loforðið var innistæðulaust og öll hin sennilega líka. Það muni því þurfa sýndarleik og loddaragang til að efna þau við almenning rétt eins og starfs- fólkið. Bernie efnir með sovéskum aðferðum. Það fer ekki illa á því} Rekast á veruleikavegg A ð tillögu Íslands samþykkti mann- réttindaráð Sameinuðu þjóðanna nýverið ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðu mála á Filippseyjum. Skrifstofu mann- réttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna var falið að gera úttekt á stöðu mannréttindamála í landinu og verður sú úttekt að öllu óbreyttu lögð fyrir ráðið á næsta ári. Það er ánægjulegt að sjá Ísland beita sér með þessum hætti á al- þjóðavettvangi. Kraftar okkar nýtast til þess að styðja við mannréttindi og við eigum að nýta þá krafta. Ísland og hin EFTA-ríkin gerðu nýlega frí- verslunarsamning við Filippseyjar. Á það hef- ur verið bent að það fari illa saman að for- dæma stjórnvöld á Filippseyjum eftir að hafa fyrir stuttu gert fríverslunarsamning við rík- ið. Því er ég ekki sammála. Það er rétt að hafa í huga að ríki gera fríverslunar- samning sín á milli. Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum tíð- ina skrifað undir fríverslunarsamninga við fjölmörg ríki – og það verður að segjast eins og er að ekki fá þau öll fyrirmyndareinkunn þegar kemur að mannréttinda- málum. Um það er ekki deilt í sjálfu sér. Það er hins vegar vert að hafa í huga að andlag frí- verslunarsamninga eru borgarar hvers ríkis, þ.e. fólk og fyrirtæki í þeim ríkjum sem gera fríverslunarsamning sín á milli. Með öðrum orðum: tilgangur fríverslunar- samninga er að bæta kjör almennings – rétt eins og frjáls viðskipti hafa gert í gegnum aldirnar. Einar mestu framfarir mannkynsins hafa orðið til með frjálsum viðskiptum á milli ríkja. Því betur sem almenningur í hverju landi stendur í efnahagslegu tilliti því minni líkur eru á að einræðisherrar eða harðstjórar ým- ist komist til valda eða haldi völdum. Með aukinni hagsæld verður til stærri millistétt og þeir sem áður bjuggu við fátækt hafa tæki- færi til að bæta hag sinn – tækifæri sem þeir höfðu ekki áður. Þetta er vissulega einföld sýn á flókinn veruleika, en staðreyndin er engu að síður sú að fátækt hefur minnkað í heiminum, svo um munar, í kjölfar aukinna viðskipta – sem koma iðulega til þegar stjórn- völd ryðja úr vegi viðskiptahindrunum. Þrátt fyrir smæð okkar geta íslensk stjórn- völd beitt sér með ýmsum hætti í alþjóðakerf- inu. Við höfum talað fyrir því að ríki virði mannréttindi, auki jafnrétti kynjanna, við höfum tekið til máls um umhverfismál, menntamál og þannig mætti áfram telja. Við eigum líka að vera boðber- ar frjálsra viðskipta á milli ríkja. Þannig leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar til að auka hagsæld úti um allan heim. Við getum haft ýmsar skoðanir á þeim stjórn- völdum og ráðamönnum sem við gerum fríverslunar- samning við – en við gerum þá samt af því að við viljum bæta hag þeirra sem í landinu búa og opna þá við- skiptamarkaði sem hægt er að opna. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Fríverslun við vonda menn? Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Andstæðingar þriðja orku-pakkans innan Sjálfstæð-isflokksins, sem rætt varvið í gær, vissu ekki til þess að hafinn væri undirbúningur að und- irskriftasöfnun til að knýja á um kosningu á meðal almennra flokks- manna um málið. Bent var á að skammur tími væri liðinn síðan Styrmir Gunnarsson vakti athygli á þeim möguleika (sjá fylgifrétt). Afgreiðslu þriðja orkupakkans á Alþingi var frestað fram í ágústlok en þá á að klára málið. Óhætt er að segja að ólga sé í grasrótinni. Halda á flokksráðsfund í september en sumir viðmælendur nefndu að flýta þyrfti fundinum og halda hann áður en þing kæmi saman í ágúst. Andstaða í flokksfélögum Matthildur Skúladóttir, stjórn- armaður í Verði – fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, sagði að andstæðingar orkupakkans væru svekktir yfir því hvernig komið væri og margir óánægðir með ríkisstjórn- ina. „Við bíðum eftir því að það verði talað við okkur. Það var talað um að það ætti að nota sumarið til þess. Ég hef ekkert heyrt frá þingmönnunum og við bíðum bara. Við erum mörg mjög óánægð, alla vega stór hópur sem ég heyri í,“ sagði Matthildur. Hún kvaðst óttast það sem fylgdi ef þriðji orkupakkinn yrði samþykktur. „Það var ekki minnst á orkupakkann fyrir kosningar. En það var talað um þetta á landsfundi þar sem við ákváðum að vera ekki samþykk þessu máli. Mér finnst ekki vera hlustað á það og rosalega sorglegt hvernig komið er fyrir flokknum sem ég hef unnið fyrir af heilum hug og hjarta.“ Erlendur Borgþórsson, formað- ur hverfafélags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða og Fossvogs- hverfi, kvaðst hafa fylgst með orku- pakkaumræðunni í Noregi 2017 og kynnt sér málið mjög vel. „Ég sá hversu stórhættulegt þetta væri ís- lensku þjóðfélagi,“ sagði Erlendur. Hann kvaðst hafa fullan skilning á því sem Evrópusambandið (ESB) væri að gera varðandi sín orkumál, en það hefð ekkert með Ísland að gera. Erlendur hefur haldið kynning- arfundi um þriðja orkupakkann í flokknum og sagðist almennt finna fyrir andstöðu flokksmanna og undr- un vegna afstöðu flokksforystunnar. Hann sagði að orkupakkinn hefði ver- ið stærsta málið á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ályktunin þar sem flokkurinn hafnaði orkupakk- anum einróma hefði ratað á forsíður blaða á Norðurlöndum. „Við höfum vonað að þingmenn átti sig á veruleikanum og að þeir sjái hvaða hætta felst í þessu,“ sagði Er- lendur. Hann sagði ljóst að felldi þingið orkupakkann færi málið bara til baka í EES-nefndina. Eina leiðin fyrir Ísland væri varanleg und- anþága. Jón Kári Jónsson, formaður hverfafélags Hlíða- og Holtahverfis, sagði að sér þætti skynsamlegt að efna til kosningar til að forysta flokksins áttaði sig á afstöðu flokks- manna til þriðja orkupakkans. Hann kvaðst geta fullyrt að mikil andstaða gegn málinu væri innan hverfafélag- anna og flokksins. „Ég held að flestir sjálfstæðismenn séu á móti frekara valdaframsali til Evrópusambandsins vegna auðlinda þjóðarinnar,“ sagði Jón. Hann minnti á afdráttarlausa af- stöðu landsfundar gegn málinu. Það væri ekki stórmannlegt að kokka síðan upp einhver rök fyrir því að landsfundurinn hefði raun- verulega ekki samþykkt það sem hann samþykkti. Orkupakkinn veldur ólgu í grasrótinni Styrmir Gunnarsson, fyrrver- andi ritstjóri Morgunblaðsins, segir það blasa við að andstæð- ingar orkupakka 3 innan Sjálf- stæðisflokksins noti næstu vik- ur til að safna undirskriftum og knýja fram atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna um orku- pakkamálið. Þetta kom fram á vefsíðu hans (styrmir.is) á laug- ardaginn var. Styrmir vitnaði í 6. grein skipulagsreglna Sjálf- stæðisflokksins þar sem segir: „Miðstjórn er skylt að láta fara fram almenna kosningu meðal flokksmanna um tiltekið málefni berist skrifleg ósk um það frá a.m.k. 5.000 flokks- bundnum fé- lagsmönnum og af þeim skulu ekki færri en 300 flokks- menn koma úr hverju kjördæmi landsins.“ Almenn kosning ORKUPAKKI 3 Styrmir Gunnarsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsfundur 2018 Þar hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn „frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.