Morgunblaðið - 23.07.2019, Síða 19

Morgunblaðið - 23.07.2019, Síða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019 Er ferðavagninn rafmagnslaus? TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu örugg t start með TUDO R Frístunda rafgeymar í miklu úrvali, AGM þurr rafgeymar eða lokaðir sýrurafgeymar. Þá er ei þörf að velja: þú mátt aldrei selja það úr hendi þér. Þannig lýkur ljóðinu Fylgd sem okkar ást- kæra skáld Guð- mundur Böðvarsson orti í hita kalda stríðs- ins og urðu lokaorð Karls Gauta Hjalta- sonar í málþófi um svokallaðan orkupakka. Ég gat ekki stillt mig um að kíma svolítið. Ljóðið fjallar um ást skáldsins á heimahög- um sínum, Kirkjubóli í Hvítársíðu, þar sem foreldrar hans höfðu búið og er hvatning til ungs sonar hans um að láta þá aldrei af hendi. Nú veit ég ekki betur en Böðvar Guðmunds- son, sonur skáldsins, hafi árum sam- an verið búsettur í Danmörku og jörðin löngu komin í annarra hend- ur. Sjálf þrammaði ég ýmsar Kefla- víkurgöngur gegn Atlantshafs- bandalaginu á árum áður, staðráðin í því að láta ekki snefil af okkar dýr- mæta föðurlandi í annarra hendur. Við gengum sárfætt í rigningunni undir íslenskum fána og kyrjuðum ljóð sem efldu ættjarðarást okkar og lýstum frati á þau öfl sem vildu hafa af okkur landið, tortíma íslenskri menningu og auka hér hernaðar- umsvif í lengd og bráð. Við ætluðum aldrei að selja það úr hendi okkar. En hvað gerðist svo? Heimsmálin tóku kúvendingu. Í ljós kom að land- ið okkar hafði líklega aldrei verið í hættu. Smám saman vildi Atlants- hafsbandalagið draga úr hernaðar- umsvifum sínum og Keflavíkurgöng- urnar búið spil. Herinn hvarf í áföngum í trássi við vilja sumra stjórnmálaafla, bækistöðvar banda- lagsins urðu stekkur eins og Snorra- búð forðum og þar er nú risin glæsi- leg menntamiðstöð, íbúum Reykjaness til heilla. Nú eru það ekki vinstriöflin sem vilja spyrna við fótum í nafni ættjarðarástar heldur þeir sem teljast til hægri og fullyrða að með því að samþykkja svokallaðan orkupakka Evrópusambandsins séum við nánast á leið til glötunar. Þeir virð- ast sannfærðir um að með þátttöku í sameiginlegum orku- markaði séum við að selja landið úr höndum okkar og í stað Rússagrýl- unnar forðum sé komið enn ískyggi- legra forað sem smám saman muni hafa öll ráð okkar í hendi sér. Eftir að ég arkaði mínar Keflavík- urgöngur hefur heimsmyndin breyst. Öfl sem ég hélt að tortíma myndu íslenskri menningu hafa þvert á móti auðgað hana og styrkt. Samkvæmt því sem mér sýnist, hef- ur samþykkt orkupakkans engan háska í för með sér. Andúð við hana virðist öllu fremur tákn um þjóðern- ishroka en sú skepna sýnist nú færa út kvíarnar, jafnvel í grónum lýð- ræðisríkjum þótt aðeins 74 ár séu síðan nasisminn var ofurliði borinn. Við því þurfum við að gjalda varhug. Að selja land úr hendi Eftir Guðrúnu Egilson Guðrún Egilson »Eftir að ég arkaði mínar Keflavík- urgöngur hefur heims- myndin breyst. Öfl sem ég hélt að tortíma myndu íslenskri menn- ingu hafa þvert á móti auðgað hana og styrkt. Höfundur er kennari á eftirlaunum. Lundúnir | Hong Kong er ekki Peking. Og 1. júlí 2019 er ekki 4. júní 1989. Til að byrja með var nánast allt ofbeldið árið 1989 framið af fulltrúum stjórnvalda; mótmæl- in í Peking og í öðrum borgum höfðu verið merkilega friðsæl þær vikur sem þau stóðu. Það sama gilti að mestu leyti um Hong Kong allt þar til lítill hópur ungra mótmælenda missti stjórn á skapi sínu og vann spellvirki á þingsal borgarinnar með hömrum og kúbeini. Hin fjölmennu mótmæli í Hong Kong undanfarnar vikur hófust vegna lagafrumvarps sem heim- ilaði framsal frá borginni til meg- inlands Kína. Því frumvarpi var hins vegar frestað um ótakmark- aðan tíma eftir fyrri mótmæli. Mótmælin hafa síðan þá verið keyrð áfram af reiði gegn síhertum tökum kínverska kommún- istaflokksins (CPC). Mótmælin á Torgi hins himneska friðar 1989 hófust sem bænarskrá til flokksins um að koma í veg fyrir spillingu embættismanna og leyfa meiri borgararéttindi – réttindi sem þegnar Hong Kong nutu þá þegar, þrátt fyrir að borgin væri nýlenda. Kínversk stjórnvöld lof- uðu að þau réttindi yrðu varðveitt í Hong Kong eftir yfirtökuna frá Bretum 1. júlí 1997. Það loforð er nú í hættu. Þrátt fyrir þennan mun eru einnig mikilvæg líkindi með 1989 og mótmælunum nú. Líkt og á Torgi hins himneska friðar er skortur á skýrri forystu í fjölda- mótmælunum í Hong Kong. Það er með ráðum gert. Mótmælahreyf- ingar eru ekki stjórnmálaflokkar með sína eigin goggunarröð. Raun- ar eru slíkar hreyfingar oftast mót- fallnar slíkum hugmyndum. Ein af- leiðing þess er sú að það er erfitt að stjórna skoðanamun hjá mót- mælendum um það hvaða aðgerða eigi að grípa til. Þegar það varð ljóst í júní 1989 að kínversk stjórnvöld ætluðu sér ekki að svara kröfum mótmælenda, og það varð líklegra með degi hverjum að mótmælin yrðu kveðin niður með ofbeldi, lögðu sumir að- gerðasinnar það til að sýna aðgát og að stúdentarnir færu heim svo þeir mættu lifa til að taka upp bar- áttuna síðar. Aðrir trúðu því að nú væri að duga eða drepast. Ef yfir- völdin veldu blóðugt ofbeldi, þá yrði það að vera svo; það myndi bara sýna hinn morðóða grunn ólögmætra stjórnvalda. Þeir síðarnefndu urðu ofan á, þrátt fyrir háværar mótbárur eldri andófsmanna, sem höfðu meiri reynslu af mótmælum gegn stjórn- völdum og höfðu oft mátt þola harðar afleiðingar þess. Þeir höfðu samúð með stúdentunum en voru sannfærðir um að ef mótmælunum yrði haldið til streitu myndi það bara kalla á meiri hörku stjórn- valda. Þeir höfðu rétt fyrir sér. Það er nógu erfitt fyrir götumót- mæli að hafa áhrif í lýðræðisríki. Það voru risavaxin mótmæli í Bandaríkj- unum gegn Víetnam- stríðinu á sjöunda ára- tugnum, en það tók mörg ár áður en ríkis- stjórnin þar hætti þeim grimmu og til- gangslausu átökum. Occupy Wall Street- hreyfingin árið 2011, þar sem ungir og gamlir komu saman til að mótmæla auknu ójafnræði í bandaríska hagkerfinu, gátu hlýjað mönnum um hjartaræturnar, en bilið milli ríkra og fátækra er enn meira nú. Almenningsálitið skiptir hins vegar máli í frjálslyndum lýðræðis- ríkjum. Það kann að taka nokkurn tíma, en stjórnvöld í lýðræðisríki verða að lokum að hlusta á borgar- ana, þó ekki nema sé til að hlotnast endurkjör. En það sem gæti virkað gegn lýðræðislegum stjórnvöldum myndi ekki einu sinni komast til framkvæmda í einræðisríki. Indland var, svo dæmi sé nefnt, nýlenda í tíð Mahatma Gandhi en ekki lýðræðisríki, en hið endanlega yfirvald í breska heimsveldinu var lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Lundúnum sem urðu að taka mið af almenningsálitinu. Þess vegna höfðu mótmæli Gandhis nokkur áhrif. En hann var svo sannfærður um að friðsamar aðferðir hans væru eina leiðin til að berjast gegn kúgunarvaldi að hann hvatti Evr- ópubúa til þess að standa í svip- uðum aðgerðum gegn Hitler. Það var ekki raunhæf ábending. Hong Kong var aldrei lýðræðis- ríki. En sem nýlenda bresku krún- unnar fram til júlí 1997 naut borg- in nokkurra af kostum lýðræðisins, eins og tiltölulega frjálsra fjölmiðla og tryggra sjálfstæðra dómstóla. Á vissan hátt hefur Hong Kong ekki breyst mikið síðan borgin var af- hent Kínverjum, en embættismenn í Hong Kong fögnuðu afmæli yf- irtökunnar jafnvel meðan mótmæl- endur brutu sér leið inn í þingsal- inn. Hong Kong er enn nýlenda með nokkra sjálfstjórn, en í þetta sinn er nýlenduveldið einræðisríki sem hefur litla trú á prentfrelsinu eða sjálfstæðum dómurum, hvað þá fjölmennum mótmælum. Ein örvæntingarfyllsta aðgerð þeirra sem tóku yfir þingsalinn í Hong Kong var að hefja á loft fána gömlu bresku nýlendunnar. Það var mesta móðgunin sem þeir gátu hent framan í alþýðulýðveldið: að það væri betra að vera nýlenda undir yfirráðum útlendinga heldur en á valdi kínverskra stjórnvalda sem sækja lögmæti sitt í þjóðern- ishyggju og stolt af uppruna sín- um. Stóra spurningin fyrir almenn- ing í Hong Kong er hvort þær að- ferðir sem virka í lýðræðisríkjum geti einnig virkað í einræðisríkjum, jafnvel þó að þeim sé beitt af íbú- um sem njóta tiltölulegs en ört minnkandi sjálfræðis. Það eru greinilega takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ýta nokkr- um stjórnvöldum í Hong Kong til að hlusta á almenningsálitið. Þeir menn og þær konur sem kjörin eru af þegnum með einhvern þrengsta mögulega kosningarétt til að stýra Hong Kong hafa þegar verið valin fyrir fram af kínverskum stjórn- völdum. Og það er ekki hægt að hundsa óskir nýlenduveldisins frekar en það var hægt undir yfir- ráðum Breta. Það er aftur á móti ein lítil von til þess að þegnar Hong Kong geti haft áhrif. Almenningsálitið getur ekki ýtt kommúnistastjórn frá völdum með því að kjósa aðra til valda. En alþýðulýðveldið Kína sækist eftir ákveðinni virðingu á alþjóðasviðinu. Sendi Kínverjar skriðdreka til þess að brjóta á bak aftur mótmæli í Hong Kong myndi það líta mjög illa út fyrir Kínverja – þó að sú staðreynd þýði ekki að þeir muni ekki gera það ef þeir sjá enga aðra leið. Mótmælin í Hong Kong hafa þegar neytt Carrie Lam héraðs- stjóra til að hætta við að setja óvinsæl lög. En mótmæli geta bara haft áhrif ef þau eru áfram frið- söm. Flestir í Kína, meira að segja þeir sem eru ekki of hrifnir af nú- verandi valdhöfum, eru hræddir við ofbeldi og óreiðu, sem Kína hefur kynnst of vel á undanfarinni öld. Breytist fjöldamótmælin í glundroða verður lítil samúð í Kína með mótmælendum, sem mun aft- ur gera kommúnistaflokknum mun léttara að beita öllu valdi sínu til að kveða mótmælin niður. Eftir Ian Buruma » Breytist fjöldamót- mælin í glundroða verður lítil samúð í Kína með mótmælendum, sem mun aftur gera kommúnistaflokknum mun léttara að beita öllu valdi sínu til að kveða mótmælin niður. Ian Buruma Ian Buruma er rithöfundur. Nýjasta bók hans heitir A Tokyo Romance: A Memoir. ©Project Syndicate, 2019. www.project-syndicate.org Takmörk fjöldamótmæla í einræðisríkjum Atvinna ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.