Morgunblaðið - 23.07.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.07.2019, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019 Greinarhöfundi gafst ásamt eiginkonu sinni Sigríði Maríu og Stef- áni Guðsteinssyni skipatæknifræðingi og konu hans Þóru Gísla- dóttur kostur á að sitja 15. ráðstefnu Þjóð- arráðs frjálsra Írana (National Council of Resistance of Iran), sem berjast með frið- samlegum hætti gegn gjörspilltri glæpastjórn klerkanna í Teheran. Ráðstefnan var haldin í flóttamannabúðum Mujahedin-e Khalq, Ashraf 3, í útjaðri Tirana, höf- uðborgar Albaníu, dagana 11.-14. júlí. Mikill fjöldi erlendra gesta sótti fundinn til að heiðra frú Maryam Ra- javi, forseta NRCI og PMOI, (ensk skammstöfun á mujahedin- samtökunum) og fagna með liðs- mönnum hennar að með flutningi búðanna til Albaníu ættu áralangar ofsóknir klerkaveldisins í Íran og stjórnvalda í Írak gegn liðsmönnum PMOI að vera á enda. Samtökin hafa fengið tímabundið hæli í Albaníu og byggt þar upp heil- an bæ í útjaðri Tirana, Ashraf 3, af miklu harðfylgi á aðeins 20 mán- uðum. Flóttamennirnir, um 3.000 tal- ins, búa þar í góðum húsum með rennandi vatni og öllum þægindum, góðri heilbrigðisþjónustu og risa- stóru samkomuhúsi, þar sem ráð- stefnan var haldin. Þeir hafa byggt Ashraf 3 að mestu sjálfir, en vænt- anlega fengið góðan fjárstuðning frá NCRI og fjársterkum írönskum út- lögum. Stefán Guðsteinsson hefur sótt þessar ráðstefnur um langt árabil og haft með sér íslenzka stjórn- málamenn og frammámenn úr ís- lenzku þjóðlífi. Hann hefur verið öt- ull talsmaður þess að klerkastjórnin í Teheran verði hrakin frá völdum og við taki lýðræðislega kjörin stjórn í frjálsum kosningum. Segja má að Stefán sé eins konar sendiherra frjálsra Írana á Íslandi. Á ráðstefnunni í Albaníu kom skýrt fram í máli allra, bæði í ræðu Maryam Rajavi og erlendra gesta – ef til vill var Rudi Giuliani, fyrrver- andi borgarstjóri í New York einna ómyrkastur í máli – að tilgangslaust væri að semja við klerkana í Teher- an. Þeir fyrirlíta Vesturlönd og Bandaríkin sérstaklega. Líta svo á að sjálfsagt sé að skrifa undir alls kyns samninga sem þeir muni síðan hafa að engu. Klerkarnir telja að Vesturlöndum sé stjórnað af veikgeðja stjórn- málamönnum sem séu reiðubúnir að skrifa undir hvers konar samninga, einungis til að fá frið og geta þannig sópað vandamálunum undir teppið. Forystumenn NCRI taka undir þetta og ákalla Vesturlönd um að sýna meiri ábyrgð. Það kom því ekki á óvart að nánast allir ræðumenn fögnuðu því að Bandaríkin hefðu nú dregið sig út úr kjarnorkusamn- ingnum við Íran. Ekki varð þó vart við neinn sérstakan stuðning við Trump forseta vegna þessa. Hann var vart nefndur á nafn á ráðstefn- unni. PMOI og NRCI PMOI-hreyfingin varð til sem and- spyrnuhreyfing gegn ógnarstjórn keisarans Rheza Pahlavi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hún gekk til liðs við æðstaklerkinn Ruhol- lah Khomeini þegar hann reis upp gegn keisaranum 1979. Leiðtogi PMOI var þá Massoud Rajavi. Hann var náinn stuðningsmaður Abolhass- an Banisadr sem hafði dvalizt í út- legð í París ásamt Khomeini og var síðar kjörinn fyrsti forseti hins ísl- amska lýðveldis 1981. Banisadr og Rajavi sáu fyrir sér lýðræðislegt opið þjóðfélag þar sem mannréttindi væru í hávegum höfð. Þeir komumst hins vegar fljótt að því að Íranar höfðu farið úr öskunni í eldinn og klerkastjórnin sýnu verri og grimmari en keisarinn. Khomeini fyrirskipaði handtökur og dauðadóma yfir öll- um sem voguðu sér að andmæla honum eða hafa aðrar skoðanir, PMOI-liðar þar fremst- ir í flokki. Svo fór að Rajavi og Banisadr áttu fótum sínum fjör að launa og tókst að flýja til Parísar 1981. Þegar þeir höfðu komið sér fyrir í París stofnuðu Rajavi og Banisadr Þjóðarráð frjálsra Írana gegn klerkastjórninni (NCRI). Hefur síð- an verið litið á það sem regnhlíf fyrir öll samtök Írana er berjast gegn klerkastjórninni en einnig sem póli- tískan arm PMOI-hreyfingarinnar. Í byrjun tóku fjölmörg önnur samtök íranskra útlaga þátt í Þjóðarráðinu, en eins og gengur kom upp krytur milli hópanna. Ekki bætti úr skák að Massoud Rajavi hafði gifzt dóttur Banisadr eftir að fyrsta kona hans var líflátin af klerkunum. Þau skildu 1984 og Rajavi giftist núverandi konu sinni Maryam Rajavi. Það og hið nána samstarf PMOI við Saddam Hussein varð til þess að Banisadr dró sig út úr starfi NRCI og hefur búið í París síðan án þess að skipta sér frekar af stjórnmálum eða barátt- unni gegn klerkunum. Þrátt fyrir erjur af þessu tagi er nú litið á NCRI sem útlagastjórn frjálsra Írana enda langfjölmennustu samtök Írana sem berjast gegn klerkastjórninni. Massoud Rajavi fór til Íraks 2003, skömmu eftir innrás herliðs Bandaríkjamanna og viljugra þjóða en hann hafði áhyggjur af ör- lögum liðsmanna PMOI í Ashraf 1- búðunum í Írak í átökunum. Masso- ud hvarf í þessum leiðangri og hefur ekkert til hans spurzt síðan. Er nú talið að annaðhvort Íranar eða Írak- ar hafi handtekið og væntalega líf- látið hann. Maryam Rajavi kona hans var þá skipuð forseti NCRI í hans stað. Enska heiti stöðu hennar er „Presi- dent-elect“. Á það að vísa til þess að hún sé í raun réttkjörinn forseti Ír- ans til bráðabirgða þar til frjálsar kosningar hafi farið þar fram. Er staða hennar því ekki með öllu ólík þeirri sem Juan Guaidó hefur í Vene- zúela þótt hún hafi ekki verið kjörin í venjulegum kosningum. Í rauninni væri eðlilegt að vestræn ríki við- urkenndu hana sem forseta lýðveld- isins Írans þar til lýðræðislegar kosningar hafi farið fram. Hafi Mad- uro forseti ýmsa glæpi á samvizkunni og fótumtroðið lýðræðið í Venezúela, er það barnaleikur hjá því sem klerk- arnir í Íran hafa komizt upp með. Maryam Rajavi hefur reynzt fjöl- hæfur og mikilsvirtur leiðtogi sam- takanna og áunnið sér traust og virð- ingu stjórnmálamanna og leiðtoga um allan heim. Hún hefur gengizt fyrir miklum ráðstefnum um málefni Írans þar sem hún hefur gagnrýnt klerkastjórnina fyrir mannréttinda- brot og glæpi gegn mannkyni. Þess- ar ráðstefnur, sem hafa allar verið haldnar í París þar til nú, hafa verið mjög fjölsóttar. Þjóðarleiðtogar, vestrænir þingmenn og fulltrúar margra arabaríkja svo og ýmsir frammámenn svo sem Stephen Har- per, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, Bernhard Kouchner, fyrr- verandi ráðherra í frönsku rík- isstjórninni og stofnandi samtakanna Læknar án landamæra, Joseph Lie- berman, fyrrverandi öldungadeild- arþingmaður og varaforsetaefni Al Gore, svo að einhverjir séu nefndir, hafa komið fram á þessum ráð- stefnum og tjáð stuðning sinn. Norð- urlöndin koma sameiginlega fram á þessum fundum og hafa lagt sitt til málanna. Voru flestir þessara aðila einnig mættir á ráðstefnunni í Alban- íu. Á síðustu ráðstefnunni í París 2018 voru yfir hundrað þúsund þátttak- endur. Þar var mikill hugur í mönn- um og hrópað: „næsta ár í Teheran“. Klerkunum í glæpastjórninni í Te- heran stendur mikil ógn af NCRI, sem vinnur leynt og ljóst að því að koma þeim frá völdum og koma á lýð- ræði í Íran þar sem mannréttindi eru virt. Það kom því vart á óvart að klerkarnir reyndu að koma fyrir öfl- ugri sprengju í ráðstefnusalnum í París til að drepa sem flesta. Það var fyrir ötula vinnu þýzkra, belgískra og franskra lögreglumanna að upp komst um tilræðið og tókst að koma í veg fyrir það. Ashraf-búðirnar Margir PMOI-liðar fylgdu Rajavi til Parísar 1981 en nauðsynlegt var að finna griðastað fyrir þá sem eftir urðu í Íran. Með samningum við Saddam Hussein fékkst hrjóstrugt landsvæði ekki langt frá Bagdad, þar sem PMOI-liðar fengu athvarf 1986 og byggðu þar heila borg með mosk- um, sjúkrahúsi og háskóla á nokkr- um árum. Borgin var látin heita í höf- uðið á Ashraf Rajavi, konu Massoud Rajavi, sem hafði verið fangelsuð og líflátin af Khomeini-glæpaklíkunni. Þess ber að geta að liðsmenn PMOI tóku engan þátt í stríði Írana og Íraka 1980-1988 og ekki í neinum vopnuðum átökum í Írak meðan þeir voru þar. Þegar Bandaríkjamenn ásamt viljugum þjóðum réðust inn í Írak 2003 gerðu þeir ásamt Bretum samkomulag við klerkastjórnina um að varpa sprengjum á Ashraf- búðirnar gegn því að Íranar skiptu sér ekki af innrás þeirra í Írak. Var það gert og féllu um 50 manns í sprengjuárásum Bandaríkjahers á búðirnar. Klerkastjórnin í Tehran beitti öll- um ráðum til að dreifa lygaáróðri um hryðjuverkastarfsemi PMOI og fékk Bandaríkjaher til að ráðast inn í As- hraf-búðirnar. Liðsmenn PMOI féll- ust þá á að afhenda bandaríska hern- um öll vopn sín gegn því að hann tryggði öryggi íbúanna. Hern- aðarbandalag hinna viljugu þjóða lét síðan rannsaka vandlega ásakanir um hryðjuverkastarfsemi PMOI, sem reyndust tilhæfulausar með öllu. Þegar Bandaríkjamenn yfirgáfu Írak 2009, töldu þeir að þeir hefðu gert samkomulag við Íraksstjórn um að veita íbúum í Ashraf áfram öruggt skjól. Um leið og her bandalags hinna viljugu þjóða var farinn, hófust hins vegar ofsóknirnar aftur og margar árásir voru gerðar á Ashraf- búðirnar. Íranski flugherinn hafði reyndar þegar 1996 ráðist á þær úr lofti og féllu þá margir PMOI-liðar. Írakar og útsendarar klerkastjórn- arinnar réðust hvað eftir annað inn í búðirnar á árunum eftir 2009 og myrtu hundruð saklausra íbúa, m.a. gamalmenni, börn og vanfærar kon- ur. PMOI-liðar komu engum vörnum við af því að þeir höfðu þá eins og fyrr segir afhent Bandaríkjamönn- um öll vopn sín og treyst því að þeir myndu verja þá gegn árásum, eins og lofað hafði verið, en við það var ein- faldlega ekki staðið. Sameinuðu þjóðirnar blönduðu sér nú í málið og beittu sér fyrir því að íbúarnir í Ashraf 1 skyldu allir fluttir í nýjar búðir við flugvöllinn í Bagdad. Þar reis á skömmum tíma Ashraf 2, sem á ensku var kallað „Camp Li- berty“. Sameinuðu þjóðirnar lofuðu einnig að tryggja öryggi íbúanna þar en allt fór á sama veg. Stöðugt var ráðist á flóttafólkið í Camp Liberty (Ashraf 2). Það var því að lokum ákveðið að finna nýjan samastað fyr- ir íbúana í öðru landi. Eftir langar og strangar samn- ingaumleitanir tókst loksins að finna stað fyrir nýjar flóttamannabúðir í Albaníu. Það var ekki sízt fyrir til- stilli Norðmannsins Lars Rise, fyrr- verandi þingmanns Kristilega þjóð- arflokksins, sem gat sannfært ríkisstjórn Albaníu um að óhætt væri að leyfa flóttamönnunum að setjast tímabundið að í útjaðri Tirana eða þar til þeir gætu snúið heim aftur til Írans. Þar hefur svo Ashraf 3-þorpið risið upp á undraskömmum tíma. Vonandi eru nú flóttamennirnir end- anlega komnir í skjól fyrir árásum klerkanna. Eru NCRI hryðjuverkasamtök? Það hefur verið dæmigert fyrir ráðamenn á Vesturlöndum að þeir hafa verið með undirlægjuhátt gagn- vart klerkastjórninni í von um frið og ábatasöm viðskipti en fljótir til að fordæma samtök frjálsra Írana sem berjast gegn henni. Þannig var NCRI sett á lista Bandaríkjamanna yfir hryðjuverkasamtök 1997 í tíð Bills Clintons forseta. Nær hefði ver- ið að setja klerkastjórnina sjálfa á listann. Fyrrverandi forstöðumaður FBI í Bandaríkjunum, Louis Freeh, sem Clinton skipaði í embættið 1997, sagði í ræðu sinni á ráðstefnunni í Albaníu að þetta hefði verið ein heimskulegasta ákvörðun Clintons á valdatíma sínum. Alríkislögreglan þurfti nú að rannsaka alla sem höfðu haft samband við NCRI og verið stuðningsmenn samtakanna. Fremstir í þeim flokki voru sjálfur forstöðumaður FBI, tveir fyrrver- andi yfirmenn CIA, allmargir alrík- isdómarar og þingmenn, bæði úr öld- ungadeild og fulltrúadeild bandaríska þingsins, svo og fyrrver- andi formaður hershöfðingjaráðs Bandaríkjahers. Það er von að lög- reglumönnum hafi þótt hálf- vandræðalegt að þurfa að yfirheyra þessa menn og ásaka þá um and- bandarískt athæfi. Nýlega, í apríl á þessu ári, ákvað utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að setja sveit írönsku byltingarvarð- anna á hryðjuverkalista sinn. Það er skynsamlegri ákvörðun en Clinton tók á sínum tíma. Nær hefði þó verið að setja alla klerkastjórnina á hryðjuverkalistann. Það tók langan tíma að fá Banda- ríkjastjórn til þess að taka NCRI af listanum. Frjálsir Íranar í Banda- ríkjunum stóðu í málaferlum við bandarísk stjórnvöld til þess að fá ákvörðun Clinton-stjórnarinnar frá 1997 breytt. Sænski lögfræðingurinn Kenneth Lewis, sem er virkur þátt- takandi í Norðurlandahópi stuðn- ingsmanna NCRI, veitti góða aðstoð í málarekstrinum. Það er táknrænt að það kom í hlut Hillary Clinton, þá utanríkisráðherra í stjórn Obama, að taka NCRI af hryðjuverkalistanum í lok september 2012, rétt áður en frestur áfrýjunardómstóls í New York, sem hafði fyrirskipað að NCRI skyldi fjarlægt af listanum, rann út. Evrópusambandið var litlu betra. PMOI hafði lengi verið á hryðju- verkalista þess, en 2004 var fallizt á að NCRI ætti þar ekki heima. Eftir harða baráttu PMOI-manna var síð- an samþykkt að taka samtökin út af hryðjuverkalista EU í janúar 2009. Það er athyglisvert að margir ís- lenzkir stjórnmálamenn virðast enn telja að bæði NCRI og PMOI séu hryðjuverkasamtök þótt bæði Bandaríkjamenn og Evrópusam- bandið hafi fyrir löngu viðurkennt að svo sé ekki. Ef til vill þykir slíku fólki betra að styðja klerkana í Íran en tal- ið er að þeir hafi látið lífláta tugi ef ekki hundruð þúsunda manna í Íran fyrir litlar sem engar sakir og það án dóms eða laga eða í sýndarrétt- arhöldum, fyrir svo utan að styðja alls kyns hryðjuverkasamtök til illra verka um allan heim. Sagt er að fjármunirnir, yfir einn milljarður bandaríkjadala, sem höðu verið frystir í Bandaríkjunum en klerkarnir fengu lausa eftir kjarn- orkusamninginn 2015, hafi mest- megnis verið notaðir til þess að fjár- magna alls kyns hryðjuverkasveitir í Mið-Austurlöndum og víðar, jafnvel í Evrópu. Stefnuskrá NCRI Í magnþrunginni ræðu Maryam Rajavi á ráðstefnunni í Albaníu gerði hún grein fyrir stefnuskrá NCRI í 10 atriðum. Samtökin vilja koma á full- gildu lýðræðisþjóðfélagi í Íran, þar sem mannréttindi séu að fullu virt í samræmi við Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Réttindi allra minnihlutahópa verði tryggð og full- komið trúfrelsi í heiðri haft með að- skilnaði ríkis og trúfélaga. Kúrdum í Íran verði veittur sjálfstjórnarréttur innan lýðveldisins. Fullkomið jafn- rétti kynjanna skal tryggt og stuðlað að meiri þátttöku kvenna í forystu- hlutverkum, bæði í stjórnmálum og efnahagslífi. Þá er skemmtilegt ákvæði sett, að konum skuli heimilað að bera klæðnað að eigin vali. Sjálf- stæðu dómskerfi verði komið upp að vestrænni fyrirmynd þar sem sak- borningar eru saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Íran verði kjarnorkuvopnalaust ríki. Stofnun slíks lýðræðisríkis í Íran myndi án efa lægja öldur ófriðar í þessum heimshluta og geta orðið ná- grannaríkjunum fyrirmynd. Það er því með ólíkindum að vestræn ríki skuli ekki hafa tekið betur undir með NCRI og stutt viðleitni þess til að ná þessum markmiðum. Írskir þing- menn, sem við hittum á ráðstefnunni, sögðu okkur frá því að þeir hefðu lagt fram tillögu í írska þinginu um meiri stuðning við NCRI og einnig væri unnið að því að fá Evrópuþingið til að taka betur á þessu mikilvæga máli. Hættið undirlægjuhætti ykkar gagn- vart klerkastjórninni var hrópað á ráðstefnunni. Er ekki kominn tími til þess. Lokaorð Þessi grein er helguð minningu tveggja góðra vina frá Íran. Siran Jahanshi frá Teheran var ásamt greinarhöfundi í námi í Tókýó vet- urinn 1963-1964 og varð góður vinur. Þegar við hjónin héldum heim á leið frá Tókýó, hvatti Sirus okkur til þess að koma við í Teheran á leið okkar gegnum Austurlönd, þótt hann yrði sjálfur ekki kominn til að vera með okkur. Vinir Sirans voru hins vegar mættir á flugvellinum í Teheran og tóku á móti okkur. Við dvöldumst í borginni í tæpa viku og vinir Sirans fóru með okkur út um allt og sýndu okkur það markverðasta. Okkur þótti borgin falleg og mjög evrópsk að yfirbragði. Mikið mannlíf á göt- unum og allir upplitsdjarfir. Flestar konur klæddar samkvæmt nýjustu Parísartísku. Ekkert hefur spurst til Sirans eftir byltingu klerkanna og er hann skráður í árbók skólans okkar í Tókýó þannig að ekkert sé um hann vitað. Ég kynntist Ali Akbar Moinfar, verkfræðingi frá Íran, á ráðstefnu í Búlgaríu 1970, einstaklega geðþekk- um manni. Hann varð síðar olíu- málaráðherra í fyrstu ríkisstjórn klerkanna eftir byltinguna 1979. Hann var þó fljótlega rekinn þar sem hann aðhylltist frjálslegri og lýðræð- islegri stefnu en klerkunum þótti til- hlýðilegt. Hann fékk að halda lífi með því að hætta öllum afskiptum af stjórnmálum og sinna aðeins vís- indastörfum. Hitti ég hann nokkrum sinnum á ráðstefnum eftir þetta og fór ávallt vel á með okkur. Hann lézt í hárri elli í fyrra. Eftir Júlíus Sólnes » Á ráðstefnunni í Albaníu kom skýrt fram … að tilgangslaust væri að semja við klerk- ana í Teheran. Þeir fyrirlíta Vesturlönd og Bandaríkin sérstaklega. Líta svo á að sjálfsagt sé að skrifa undir alls kyns samninga sem þeir muni síðan hafa að engu. Júlíus Sólnes Höfundur er prófessor emerítus og fv. umhverfisráðherra. Um baráttu frjálsra Írana gegn klerkastjórninni í Teheran

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.