Morgunblaðið - 23.07.2019, Side 22

Morgunblaðið - 23.07.2019, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019 ✝ Eysteinn Guð-mundsson, bílasmiður, fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1923. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni í Reykjavík 15. júlí 2019. Foreldrar hans voru Kristín Margrét Jóns- dóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 8. nóvember 1900, d. 20. maí 1927, og Guðmundur Jónsson, skrif- stofumaður í Reykjavík, f. 14. október 1893, d. 31. desember 1947. Alsystkini Eysteins voru: 1) Jón, f. 5. maí 1922, d. 7. októ- ber 2000, 2) Ásgeir, f. 19. febr- úar 1926, d. 22. október 2004, 3) Kristín Margrét, f. 29. apríl 1927, d. 26. apríl 2017. Systkini Eysteins samfeðra: 4) Sigríður Ósk, f. 1. október 1930, 5) Ólaf- ur, f. 16. október 1931, d. 4. febrúar 1978, 6) Árni, f. 20. nóv- ember 1933, d. 4. júní 1999, 7) Ólína, f. 21. maí 1938, 8) Sig- urður, f. 7. febrúar 1940, d. 13. ágúst 1971. Eysteinn kvæntist 22. nóv- ember 1958 Valgerði Þ. Guð- leifsdóttur, f. 15. júlí 1934. For- fyrstu hjúskaparár. Síðar flutt- ust Eysteinn og Valgerður í Fossvoginn í Reykjavík, þar sem þau byggðu sér raðhús og bjuggu þau í Fossvoginum upp frá því. Eysteinn lærði bifreiða- smíði við Iðnskólann í Reykja- vík og í Bílasmiðjunni. Hann var með meistararéttindi í bif- reiðasmíði og vann alla sína starfsævi við fagið, fyrstu árin í Bílasmiðjunni. Árið 1950 stofn- aði hann, ásamt fimm öðrum, Bílaskálann hf. sem hóf rekstur við Kleppsveg en síðar reistu eigendurnir eigið húsnæði á Suðurlandsbraut 6. Þar starfaði Eysteinn, lengst af sem verk- stjóri og framkvæmdastjóri, allt til ársins 1992 þegar eigendur ákváðu að hætta starfseminni vegna aldurs. Árum saman sat Eysteinn í stjórn Bílgreina- sambandsins og var virkur með- limur í starfi sambandsins mest- alla sína starfsævi. Eysteinn lærði á trompet hjá Karli O. Runólfssyni í Tónlistarskól- anum í Reykjavík og gekk árið 1946 til liðs við Lúðrasveitina Svan. Lék hann með lúðrasveit- inni allt til ársins 1971 og sat mestallan feril sinn þar í stjórn Svansins og var formaður lúðrasveitarinnar í áratug. Ey- steinn var gerður að 6. heiðurs- félaga Lúðrasveitarinnar Svans árið 1990. Útför Eysteins fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 23. júlí 2019, kl. 13. eldrar hennar voru: Guðrún Eg- ilsdóttir, f. 6. júlí 1902, d. 23. maí 1986, og Guðleifur Þorkelsson, f. 13. apríl 1902, d. 9. júní 1974. Börn Ey- steins og Val- gerðar eru: 1) Þór, f. 2. október 1955; 2) Viðar, f. 29. jan- úar 1959; 3) Kol- brún, f. 25. júní 1960, eigin- maður hennar er Kristinn Bjarnason, en synir þeirra eru: a) Arnar Már Kristinsson, f. 19. maí 1977, eiginkona hans er Dóra Gunnarsdóttir, börn þeirra eru: Ingunn Marta, Gunnar Friðrik, Eysteinn Ari og Arnaldur Jón, b) Eyþór Ingi Kristinsson, f. 1. apríl 1985, og c) Brynjar Kristinsson, f. 11. september 1990; 4) Guðrún Margrét, f. 31. ágúst 1972, börn hennar eru: a) Ísak Hallmund- arson, f. 29. október 1997, b) Áróra Hallmundardóttir, f. 18. október 2001, og c) Kjartan Hallmundarson, f. 20. júní 2006. Eysteinn ólst upp á Ljós- vallagötu 22 í Reykjavík og bjuggu þau Valgerður þar sín Elsku pabbi, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur þó að ég hafi vitað að þinn tími væri að koma og þú orð- inn saddur lífdaga. Þú hefðir orð- ið 96 ára 5. ágúst næstkomandi og má segja að það sé nokkuð góð ending eins og þú hefðir orðað það sjálfur. Á kveðjustund eru efst í huga allar góðu stundirnar sem við höfum átt með þér í gegn um árin. Fyrstu minningar mínar eru þegar ég neitaði að fara að sofa og beið eftir þér þegar þú komst seint heim úr vinnu á kvöldin. Þá stökk ég af stað um leið og ég heyrði lyklinum stung- ið í skrána og stökk svo í fangið á þér. Einnig minnist ég sunnu- dagsbíltúra okkar fjölskyldunn- ar, ýmist í heimsóknir til ætt- ingja, í Heiðmörk, Grasagarðinn eða stuttar ferðir út fyrir bæinn. Þá var stoppað í sjoppu á leiðinni og keypt Opal súkkulaðirúlla sem mamma tók að sér að skammta úr á leiðinni. Eftir að þið Gísli Ferdinandsson vinur þinn byggð- uð sumarbústaðinn í Þrastaskógi árið 1965 var farið þangað um helgar og í sumarfríum og á ég margar minningar þaðan um dugnaðinn þinn og góðan húmor. Það sem einkenndi þig hvað mest í mínum huga er áhugi þinn á vel- ferð fjölskyldu þinnar, alltaf var hægt að leita til þín með alla skapaða hluti og undantekning- arlaust fannst þú lausn á málun- um. Þegar ég var lítil hafði ég þá trú að ef eitthvað færi úrskeiðis væri það allt í lagi því pabbi gat alltaf reddað því. Þessi tilfinning breyttist ekki eftir að ég eltist og eignaðist mína fjölskyldu, því þú stóðst alltaf eins og klettur við hliðina á okkur. Þú varst svo stór hluti af lífi okkar allra og fóruð þið mamma yfirleitt með okkur í frí á sumrin, ýmist innanlands eða til útlanda. Það var fastur lið- ur að fara í heimsókn í Kjalar- landið til ykkar mömmu um helg- ar og voru þær ófáar grillveislurnar sem voru haldnar þar með þig við grillið, með kokkahúfuna og svuntuna. Þegar þú hættir að vinna við bílasmíð- ina í kring um 70 ára aldurinn varst þú ekki tilbúinn að hætta að vinna. Þér fannst því tilvalið þeg- ar við Kristinn vorum að byggja í Skerjafirðinum að koma og rétta hjálparhönd, sem var vel þegin. Þau eru ófá verkin sem eru eftir þig þar en besti minnisvarðinn um völundarsmíði þína eru grind- verk og pallar sem þú smíðaðir í Gnitanesinu með hjálp afastrák- anna þinna. Einnig fannst mér ómetanlegt að fá þig til okkar á hverjum degi í vinnu og eiga með þér gæðastundir yfir kaffibolla í lok dags. Eins voru það forrétt- indi fyrir afastrákana að hafa afa til staðar þegar þeir komu heim úr skólanum. Þú naust þín aldrei betur en þegar þú hafðir fjöl- skylduna þína í kringum þig og passaðir þú upp á að hafa fastar samverustundir. Það er ótrúlegt hvað þú áttir auðvelt með að gefa öllum þinn tíma og láta engum finnast hann vera skilinn út und- an. Ég er óendanlega þakklát fyrir allar þær minningar sem ég á um þig, elsku pabbi, og allar þær stundir sem við áttum sam- an. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín dóttir, Kolbrún. Faðir minn lést á mánudags- morgun klukkan 11. Hann var dugnaðarforkur og rak bílaskál- ann í áratugi. Hann var mjög hjálpsamur og minnist ég góðu stundanna sem við áttum saman. Þakkir til starfsfólks Sóltúns fyr- ir hjálpina. Viðar Eysteinsson. Þegar ég minnist afa míns, Ey- steins Guðmundssonar, er mér þakklæti efst í huga. Eysteinn var einstakur maður, sem kunni að hlusta á samferðafólk sitt, sýna því áhuga og kenna áfram það sem hann hafði lært og til- einkað sér í lífinu. Ég var varla farinn að reima á mig skóna þegar ég fyrst skildi að afi kunni listina að leika sér. Hann kenndi heimspeki, góðar lífsvenjur og sterk gildi í gegnum hjólreiðatúra í Elliðaárdal og hafði lag á því að skipuleggja, gera og framkvæma með fjöl- skylduna með sér. Gleði og jákvæðni einkenndi allt sem hann tók sér fyrir hend- ur. Það fór ekki framhjá neinum. En það eru ekki aðeins lítil börn sem þurfa afa. Afi Eysteinn var ættfaðir sem stóð sína vakt til hinsta dags. Hann var klettur í lífi okkar allra. Afi fór nær daglega í sund og heimsótti oft Gunnar Dal á kaffi- húsi í kjölfarið. Þar veltu þeir fyr- ir sér heimspekilegum málum, sem var einmitt svo mikið í hans anda. Sundferðirnar og að fá að taka til hendinni í sumarvinnu með afa voru stundir sem eru mér kærar. Það sem stendur upp úr tengt vinnu var gott skipulag hans, útsjónarsemi og vinnugleði. Afi fékk einstaka aðhlynningu frá starfsmönnum Sóltúns hjúkr- unarheimilis. Undir það síðasta þegar ég heimsótti hann í Sól- túnið fór ég að skilja að oft voru dagar hans margbrotnari en mín- ir. Starfsmenn Sóltúns mættu mér glaðlyndir með sögur af hon- um. Það fór ekki á milli mála að þau voru að tala um manninn sem hafði glatt mig frá því ég man eft- ir mér. Það er skrítin lífsreynsla að ganga í gegnum það að þurfa að kveðja mann sem maður ann svo mikið. En afi virtist vita að tími hans væri kominn og vildi kveðja með reisn. Hann vissi að hann væri mikilvægur okkur öllum og hans yrði sárt saknað. Afi lifði lífinu með reisn og kvaddi þetta tilverustig að sama skapi þannig. Minning hans mun lifa um ókomna tíð. Minning um mann sem elskaði lífið. Söknuður Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Eyþór Ingi Kristinsson. Höfðinginn hann afi minn er farinn til systkina sinna og for- eldra. Það voru forréttindi að hafa átt hann sem afa. Ég er þakklátur fyrir að börnin mín hafi fengið að kynnast honum og njóta samvista við hann í nokkur góð ár. Allt til síðasta dags hafði hann húmorinn að leiðarljósi og ótrú- lega lífsgleði sem hann sýndi alla sína lífsdaga. Skemmst er frá því að segja að svo vandaður var hann að ekki var hægt að láta það ógert að skíra eins og einn dreng í höfuðið á honum. Ekki eru nema 90 ár á milli þeirra félaga, Eysteins Ara og Eysteins afa. Við höfum oft rifjað það upp hvernig hann brást við í skírn þess yngri því ekki átti hann von á því að fá nafna. Þegar presturinn spurði „hvað á barnið á heita“ og svarað var „Eysteinn Ari“ þá stóð afi mjög hissa upp en hann hélt að við værum að kalla á sig. Fjölskyldurækni, auðmýkt og samkennd eru orð sem gætu lýst afa en erfitt er að fanga öðlinginn sem hann var. Afi var einstaklega barngóður maður og í seinni tíð var fátt sem gladdi hann meira en þegar litlu barnabarnabörnin hans komu í heimsókn. Þegar ég fæddist bjó ég hjá föðurfjölskyldu minni, sem afa fannst ósanngjarnt. Til þess að tryggja það að hann fengi sinn tíma með afabarninu krafðist hann þess að hann fengi að hafa drenginn annan hvern föstudag í næturgistingu. Þetta þótti sér- stakt á sínum tíma þar sem afi var af þeirri kynslóð að dregið var fyrir glugga þegar hann vaskaði upp. Lengi vel var ég eina barnabarnið og fékk því gott atlæti hjá afa og ömmu sem slík- ur. Afi leyfði mér að koma með í utanlandsferðir, þá í hlutverki litla bróður Rúnu, móðursystur minnar. Allt var látið eftir manni og ekki leiðinlegt að vera aðal- maðurinn hjá þessum höfðingja. Minnisstætt er þegar hann átti og rak Bílaskálann en þangað kom maður oft sem krakki og fékk þá að skyggnast inn í líf verkstjórans. Ekki skemmdi fyr- ir að hægt var að skrifa á hann appelsín og prins póló og í kveðjugjöf gaf hann mér iðulega seðil. Mér finnst ég forréttindapési fyrir það að hafa fengið að njóta alls þess tíma sem afi gaf af sér. Hvíl í friði, elsku afi. Þinn Arnar. Þetta ljóð, sem samið var fyrir mig í tilefni 90 ára afmælis afa, lýsir honum best. Eysteinn afi níræður Þegar Eysteinn afi minn í ágúst forðum fæddist, þá fundu menn í fyrsta sinn að fegurð heimsins glæddist. Og núna er hann níræður og nánast aldrei gramur, í tilsvörum svo tvíræður og tíðum gamansamur. Hann hefur fagra ævi átt á okkar góða landi, hans töfrar sýna tryggð og sátt með traustu handabandi. Sá snillingur er afi enn, hann aldrei þykir galinn, en varla eins og aðrir menn hann afi verður talinn. Við bræður munum bröltið mest í bíltúr oft var gaman, þá jazz-tónlist var bítið best, svo blístruðum við saman. Hann afi kenndi okkur margt svo indælt forðum daga en hérna reifuð verður vart hans veigamikla saga. Ef lífsbókina skoða skal þá skín hann eins og forðum; er góður vinur Gunnar Dal hér gladdi hann með orðum. Ennþá fær hann okkur glætt, já, enn í lífsins blóma hann getur talað hátt og hratt með harða sleggjudóma. Hann ennþá hérna hefur völd, hans hjarta sterkt má tifa, hann hefur brátt í heila öld hamast við að lifa. (Ort fyrir Brynjar í ágúst 2013, Kristján Hreinsson) Hvíl í friði afi minn. Brynjar. Elsku afi. Það er erfitt að ímynda sér heiminn án þín. Mínar fyrstu minningar um þig eru frá því ég var pínulítill og þú varst að passa mig á virkum dögum. Áður en þú dróst glugga- tjöldin frá á morgnana sagðirðu alltaf: „Nú skulum við láta daginn koma.“ Svo kubbuðum við risa- stóra turna sem voru tvöfalt stærri en ég og fórum í feluleik. Þegar ég var byrjaður í skóla varst þú alltaf heima til að taka á móti mér eftir skólann og bauðst mér upp á bakkelsi. Við spiluðum mikið olsen olsen og þú leyfðir mér oftast að vinna. Alltaf á slag- inu hálffjögur heyrði ég kallað úr eldhúsinu „kaffi!“ og þar beiðst þú með afakex og mjólk handa mér. Hvern einasta föstudag bauðstu upp á snúða eftir skóla fyrir mig og vini mína og þurftum við fyrst að svara einni spurningu eða gátu rétt til að fá okkar hlut. Oftast hringdir þú kvöldið áður og spurðir: „Hvað eru margir í snúðunum á morgun“ til að vera viss um að nóg væri til fyrir alla. Það sem var mest einkennandi í þínu fari var gjafmildi, hjálpsemi og væntumþykja. Þú skildir eng- an útundan og allir máttu vera með. Ég man líka þegar það var maður að vinna við blokkina okk- ar og þú bauðst honum inn í kaffi og hann var orðinn daglegur kaffigestur á meðan hann sinnti sínu verki. Þú varst alltaf til í að fara með mig út um allt og gera allt með mér. Í kennaraverkfallinu þegar ég var sjö ára fór ég til þín í pöss- un hvern einasta dag og þú tókst mig með þér í alla þína rútínu, hvort sem það var í púttið með fé- lögunum eða sundið með heitu- pottagenginu. Við fórum líka í bíltúra og gáfum öndunum brauð. Ekki má gleyma húmornum og gamanseminni sem alltaf var stutt í hjá þér. Ég held ég þekki engan sem er jafn hnyttinn í til- svörum og þú varst. Þín og þinnar nærveru verður sárt saknað, en þessar stundir sem við áttum munu vara að ei- lífu. Hvíldu í friði elsku afi. Þinn Ísak. Elsku Steini okkar dó í nótt (15. júlí). Hann varð 95 ára og í ágúst 96, svo saddur lífdaga eins og skrifað er í Biblíuna. Móðir mín og ég viljum minn- ast hans með örfáum orðum. „Sigga litla systir“ kallaði Ey- steinn móður mína og passaði hana frá fæðingu, en hún er nú 88 ára. Kærleikurinn deyr aldrei. Systkinin voru aðskilin í harm- leik fyrri ára, en aldrei samt skil- in að. Steini frændi minn var höfuð fjölskyldunnar og næstelstur níu systkina. Mamma er eitt af þeim. Ey- steinn hafði fallegt hjartalag og sterkan vilja, einnig var hann af- ar músíkalskur og spilaði með lúðrasveitinni Svani. Jonni frændi, elsti bróðirinn, fór alltaf með okkur systkinin á árlega tón- leika í Háskólabíói og við vorum svo stolt að þessi flotti og fallegi maður væri frændi okkar. Stillt vakir ljósið í stjakans hvítu hönd, milt og rótt fer sól yfir myrkvuð lönd. Ei með orðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrt og rótt í jörðu vex korn í brauð. (Jón úr Vör) Ég minnist við fráfall hans hlý- lega heimilisins þeirra Völu á Ljósvallagötunni og síðar Kjalar- landi. Við systkinin fórum oft með pabba og Jonna frænda að skiptast á jólagjöfum. Alltaf hafði Vala heitt kakó og Ellý og Vil- hjálmur sungu jólalögin á plötu- spilaranum. Elsku Þór, Viðar, Kolla og Rúna Magga og Valgerður eig- inkona Eysteins, sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Sigríður (Sigga systir) og Anna. Eysteinn Guðmundsson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, fósturmóðir, dóttir, systir og frænka, ÁSDÍS ÍSHÓLM ÓLAFSDÓTTIR, launafulltrúi hjá ÁTVR, Bleikjulæk 25, Selfossi, lést föstudaginn 19. júlí á líknardeild Landspítalans. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 26. júlí klukkan 13. Ólafur Gunnar Pétursson Andrea Katrín Ólafsdóttir Ólafur Íshólm Ólafsson Andri Snær Ólafsson Auður Sólrún Ólafsdóttir Magnús Níels Sigurðsson Ólafur Íshólm Jónsson Katrín Erla Gunnlaugsdóttir Auður Ólafsdóttir Guðlaugur Stefánsson Dagný Björk Ólafsdóttir Gunnar Bragi Þorsteinsson Elfa Íshólm Ólafsdóttir Halldór Halldórsson Harpa Íshólm Ólafsdóttir Gissur Kolbeinsson og frændsystkin Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURBJÖRN SKARPHÉÐINSSON, Brennihlíð 4, 550 Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki, fimmtudaginn 18. júlí. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 26. júlí klukkan 14. Ingibjörg Margrét Valgeirsdóttir Guðbjörg Vala Sigurbjörnsd. Haukur Vigfússon Efemía Rún Sigurbjörnsd. Rúnar Sveinsson Jón Geir Sigurbjörnsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.