Morgunblaðið - 23.07.2019, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019
✝ AðalsteinnFinnur Örn-
ólfsson fæddist 12.
janúar 1927 á Suð-
ureyri við Súg-
andafjörð. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 27. júní
2019. Foreldrar
hans voru Örnólfur
Jóhannesson,
verkamaður, sjó-
maður og fiskmats-
maður, og Margrét Þórlaug
Guðnadóttir, húsmóðir. Þau
bjuggu á Suðureyri og síðan í
Reykjavík frá 1943. Aðalsteinn
var yngstur sextán systkina.
Þrettán komust á legg en þrjú
dóu í fæðingu. Þau eru öll látin.
Aðalsteinn kvæntist 30.10.
1954 eftirlifandi eiginkonu, El-
ínu Eiríksdóttur, f. 10.9. 1927,
húsmóður og saumakonu. For-
eldrar hennar voru Eiríkur
Guðmundsson og Ragnheiður
Karitas Pétursdóttir, sem
bjuggu á Dröngum í Stranda-
sýslu og síðan í Kópavogi.
Börn Aðalsteins og Elínar
eru: Eiríkur Sævar, f. 1954, vél-
fræðingur, kvæntur Ingibjörgu
B. Jónmundsdóttur sjúkraliða,
eiga þau þrjú börn og fjögur
barnabörn. Sigurður Örn, f.
1955, lést 26.5. 1985, var kvænt-
formaður á verkstæði Rík-
isskipa 1983-88 og þá húsvörður
hjá Sunnuhlíðarsamtökunum til
sjötugs.
Aðalsteinn og Elín hófu sinn
búskap í Kópavogi, fluttu á
Akranes 1958, fluttu aftur í
Kópavog 1976 þar sem þau
bjuggu þar til þau fluttu á
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir
tæpum tveimur árum.
Sameiginleg áhugamál
þeirra voru ferðalög um landið
og til útlanda. Þá áttu þau um
árabil sumarbústað í Kjósinni,
þar sem þau undu hag sínum
vel við að rækta landið. 2004
seldu þau sumarbústaðinn og
ákveðið var að hefja á ný ferða-
lög um landið og víðar, enda
keyptu þau hjólhýsi í Þýska-
landi og fluttu það heim að lok-
inni þeirri ferð. Þau ferðuðust
víða um landið á hjólhýsinu um
10 ára skeið. Sennilega er eft-
irminnilegasta ferð Aðalsteins
og Elínar þegar strandferða-
skipið Esja var selt til Græn-
höfðaeyja. Aðalsteinn fylgdi
skipinu sem yfirvélstjóri og Elín
fylgdi með og sigldu þau með
nýrri áhöfn í 6 mánuði.
Aðalsteinn hefur unnið tals-
vert í félagsstarfi eldri borgara
í Kópavogi, sungið í kórum alla
tíð síðan hann söng á skólaárum
sínum í Iðnskólakórnum. Síðar í
Söngvinum og Karlakórnum
Kátir karlar.
Aðalsteinn verður jarðsung-
inn frá Digraneskirkju í dag,
23, júlí 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
ur Ingibjörgu
Sveinsdóttur en
þeirra börn eru tvö
og fimm barna-
börn. Aðalsteinn
Viðar, f. 1958, skip-
stjóri, kvæntur
Birnu Kristbjörns-
dóttur, eiga þau
fjögur börn og sex
barnabörn. Ragn-
ar, f. 1960, vélvirki
og vinnur við beitn-
ingavélar, kvæntur Ingibjörgu
Jónsdóttur hárgreiðslumeist-
ara, eiga þau tvær dætur og eitt
barnabarn. Margrét, f. 1964,
verslunarkona, gift Steinari
Magnússyni skipstjóra, eiga þau
fimm börn.
Dóttir Aðalsteins frá því fyrir
hjónaband er Þorbjörg, f. 1950,
íþróttakennari og sjúkranudd-
ari í Reykjavík.
Aðalsteinn fór sextán ára til
sjós, var á togurum og sigldi
með fisk til Englands öll stríðs-
árin. Var á sumrin á skipum
Skipaútgerðar ríkisins með vél-
skólanámi og síðan til ársloka
1958. Aðalsteinn var vaktstjóri í
Sementsverksmiðjunni 1958-73,
síðan á skuttogurum og hval-
bátum 1974-78. Hjá Ríkisskip-
um, fór með Esju lll til Græn-
höfðaeyja er hún var seld, var
Núna hefur elsku pabbi minn
kvatt okkur, sáttur og sæll með
lífdaga sína, sem voru mjög
innihaldsríkir og ástsælir. Hann
var alveg tilbúinn og skildi ekki
hvað hann lifði lengi. Ekkert af
hans systkinum lifði svona lengi
en hann lifði 9 árum lengur en
það næsta. Pabbi var yngstur af
16 systkinum, þau eru nú öll lát-
in. Hann var síðasti móikaninn
eins og hann sagði sjálfur.
Pabbi átti farsæla starfsævi og
skilaði öllu sínu með miklum
sóma. Hann var kærleiksríkur,
vinmargur og ástríkur heimilis-
faðir sem vildi allt fyrir alla
gera. Ég hef alltaf verið mikil
pabbastelpa og í miklu og góðu
sambandi við foreldra mína.
Pabbi kallaði mig alltaf rósina
sína. Ég á mikið af yndislegum
minningum með foreldrum mín-
um og á þeim mikið að þakka.
Þau hafa alltaf stutt mig og
hvatt þegar ég hef þurft. Ég
þurfti oft að leita til þeirra þeg-
ar Steinar minn var á sjónum og
ég ein með barnahópinn og var
það auðsótt. Börnin mín tengd-
ust afa og ömmu sterkum bönd-
um og eiga þau margar dýr-
mætar minningar. Við eigum
margar góðar minningar úr Ei-
lífsdalnum, sem var sannkallað
ævintýraland sem afi og amma
byggðu upp, utanlandsferðirn-
ar, útilegurnar, ís/pulsu-bíltúr-
arnir þar sem alltaf var ekið
niður á höfn, skipin skoðuð og
svo margt fleira.
Steinar hefur verið þeim eins
og sonur frekar en tengdasonur
og hafa þau oft leitað til hans
með ýmislegt, sérstaklega í
seinni tíð. Samband foreldra
minna var fallegt og ástríkt.
Þau voru alltaf eins og ást-
fangnir unglingar. Gerðu allt
saman og voru svo góðir vinir.
Þessi aðskilnaður eftir 67 ár er
mömmu erfiður. Það var oft
gestkvæmt hjá þeim og oft
gaman. Ég sá allskonar fólk á
æskuheimili mínu og voru allir
velkomnir þar, hvort sem þeir
voru mikilsmetnir í þjóðfélaginu
eða alls ekki. Allir eru jafnir
fyrir guði. Þau eru góðar fyr-
irmyndir. Þó maður vissi að
hverju stefndi er maður aldrei
tilbúinn þegar kallið kemur.
Þetta er svo sárt og mikill sökn-
uður. Við áttum dýrmæta stund
síðasta kvöldið. Eftir mikinn
óróa og ónot í líkamanum þetta
kvöld sofnaði pabbi loks vært,
haldandi í hendurnar á mér og
dætrum mínum. Hann vaknaði
ekki aftur, dó í svefni um nótt-
ina. Ég bað þess að Siggi bróðir
færi að koma að sækja hann og
nú eru þeir saman í sumarland-
inu. Pabbi verður lagður til
hinstu hvílu við hliðina á Sigga
eins og hann óskaði sér. Elsku
pabbi minn, takk fyrir allar
samverustundirnar. Þú lifir
áfram í hjarta mínu. Ég skal
hugsa vel um mömmu áfram og
reyna að létta henni sorgina. Ég
elska þig.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn,
og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Þín dóttir,
Margrét.
Nú er komið að kveðjustund,
pabbi minn. Mig langar að
þakka þér samfylgdina sem
okkur var úthlutað og allt sem
þú hefur kennt mér og leiðbeint
gegnum lífið. Ég valdi sömu
menntun og þú, kláraði Vélskóla
Íslands, smiðjutímann kláraði
ég undir þinni handleiðslu hjá
Ríkisskip, þar sem þú varst
verkstæðisformaður. En í upp-
hafi var grunnurinn lagður. Á
Akranesi kenndir þú okkur
bræðrunum vinnubrögð í bíl-
skúrnum við að halda við reið-
hjólum okkar og kenndir okkur
umhirðu og tiltekt eftir okkur.
Þú sagðir að engu verki væri
lokið fyrr en öll verkfæri væru
komin á sinn stað og búið að
þrífa og taka til. Síðar nýttist
þetta okkur þegar við eignuð-
umst bíla.
Þá var lærdómsríkt að
stunda með þér hrognkelsaveið-
ar með tilheyrandi basli útgerð-
armannsins eins og að halda
mótornum gangandi, sem var
tveggja strokka Stuart-bensín-
mótor. Í því sambandi má minn-
ast á orðatiltæki sem oft heyrð-
ist frá þér: „Sæll er sá er sjálfur
má sína nauðsyn bæta“.
Það var ómetanlegt að fá að
vera skipsfélagi þinn undir
þinni stjórn í vélarrúminu, en
mitt fyrsta vélstjórapláss fékk
ég á nýsmíðuðum togara í Pól-
landi þar sem þú varst yfirvél-
stjóri. Þetta var Ver AK-200.
Ég kom til Póllands eftir fyrsta
veturinn í Vélskólanum og sigldi
sem 4. vélstjóri sumarið 1974.
Svo sigldum við aftur saman á
Hval 7 sumrin 1976 og 1977 þar
sem þú varst yfirvélstjóri.
Ógleymanlegar eru samveru-
stundirnar í sumarbústaðnum í
Eilífsdalnum, ferðalögin og þó
sérstaklega ferðin til Þýska-
lands og Norðurlandanna sum-
arið 2004, þegar þið mamma
keyptuð nýtt hjólhýsi og létuð
senda tjaldvagninn heim. Það
var gaman að taka þátt í
ánægju ykkar við búferlaflutn-
ing úr tjaldvagni í hjólhýsið.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Hvíl þú í friði. Þinn sonur,
Eiríkur.
Elsku afi minn.
Fyrsta sem mér dettur í hug
þegar ég hugsa til þín er þakk-
læti og söknuður. Ég er svo
ótrúlega þakklát fyrir að hafa
fengið að hafa þig í lífi mínu en
svo sorgmædd að geta ekki haft
þig lengur. Þú lékst svo stórt
hlutverk í lífi mínu og þá sér-
staklega síðustu ár. Við náðum
að tengjast enn betur og sköp-
uðum óteljandi minningar. Ég
man eftir því þegar ég kom oft
til ykkar í Gullsmárann eftir æf-
ingu og borðaði með ykkur
hafragraut. Í eitt skiptið hafði
amma sett rófusoð frá deginum
áður út í grautinn og bragðaðist
hann heldur skringilega, en
eina sem þú sagðir var að þetta
væri ljómandi fínn grautur og
hrósaðir henni fyrir góða elda-
mennsku. En þetta var akkúrat
þú, alltaf jákvæður og gerðir
gott úr öllu. Einnig dettur mér í
hug þegar þú varst búinn að
vera á spítala í 3 daga og ég
kom að heimsækja þig. Eina
sem þú hafðir að segja um dvöl-
ina var hvað maturinn hefði
verið frábær, hvað starfsfólkið
hefði verið frábært, rúmin
þægileg og allt bara frábært.
Flestir hefðu líklega verið orðn-
ir þreyttir á að hanga á spítala
en þú sást alltaf það jákvæða í
öllu. Það helsta sem þú kenndir
mér í lífinu var jákvæðni og að
sjá allt það góða sem lífið hefur
upp á að bjóða. Við áttum okkar
stundir saman, eins og nagl-
astundirnar. Við áttum ófáar
stundir þar sem ég klippti negl-
urnar þínar og við spjölluðum,
þetta höfðum við gert í langan
tíma. En Kristrún sagði mér frá
því þegar ég var á Spáni í júní
að þú hefðir sagt að þú ætlaðir
að biðja mig um að klippa negl-
urnar þegar ég kæmi heim frá
Spáni frekar en að biðja annan
um það, því það voru okkar
stundir. Við sátum því úti 17.
júní í sólinni, klipptum og
spjölluðum. Ég mun alltaf
muna eftir seinustu vikunni
þinni hér hjá okkur. Við hitt-
umst nánast á hverjum einasta
degi og áttum góðar stundir
saman. Ég er svo þakklát að
hafa fengið að hitta þig tvisvar
daginn fyrir lokasvefninn.
Fyrst hittumst við í kaffisalnum
þar sem ég kom og kyssti þig á
kinnina og um leið og þú sást
hver þetta var þá ljómaðirðu.
Ég veit þú gast ekki sagt mikið
en ég sá það á viðbrögðunum að
þú varst ánægður að sjá mig.
Seinna skiptið var þegar ég,
mamma og Kristrún komum til
þín um kvöldið því þú varst far-
inn að vera órólegur. Við vorum
hjá þér, héldum í höndina þína
og töluðum við þig. Þú tókst
með báðum höndum þétt utan
um hönd mína, settir hana und-
ir vanga þinn og hélst henni þar
í smátíma. Ég trúi því að þú
hafir verið að þakka fyrir allar
yndislegu minningarnar sem
við áttum saman, en mér þykir
ótrúlega vænt um þetta augna-
blik og ég mun aldrei gleyma
því.
Elsku afi minn, ég trúi ekki
að þú sért farinn. Ég vildi óska
þess að ég gæti knúsað þig bara
einu sinni enn. Ég veit ekki
hvað ég geri án þín, þú varst
ein mín helsta fyrirmynd í líf-
inu. Við vorum vön að hittast
tvisvar til þrisvar í viku en nú
hefur myndast ákveðið tóma-
rúm. En ég lofaði þér að ég
myndi passa ömmu og mun
standa við það. Ég trúi því að
við munum hittast aftur einn
daginn og þá fæ ég að knúsa
þig aftur. Þangað til ertu í
hjarta mínu.
Þitt barnabarn,
Ólöf Rún.
Í dag kveðjum við hann
Steina frænda. Hann var
yngstur af 13 systkinum og þar
með yngsta systkini móður
minnar. Þau fæddust á Suður-
eyri við Súgandafjörð en þar
bjuggu Margrét amma og Örn-
ólfur afi. Þau eignuðust alls
sextán börn en af þeim komust
aðeins þrettán til fullorðinsára.
Það hefur oft verið þröngt í búi
í orðsins fyllstu merkingu því
húsið var aðeins 45 fermetrar.
Á heimilinu dvaldi einnig Helga
mamma ömmu og gömul blind
kona sem hét Guðfinna. Þau
tóku einnig að sér systurdóttur
ömmu Jóhönnu og seinna eftir
að þau voru flutt suður tóku
þau Óskar elsta barn Ríkeyjar
dóttur sinnar, en hún lést frá
fimm ungum börnum. Í þessu
umhverfi ólst Steini upp og hef-
ur þessi stóra fjölskylda mótað
hann. Systkinin voru flutt að
heiman, búin að stofna heimili
eða farin að vinna og var Steini
einn eftir er þau fluttu suður til
Reykjavíkur í júní 1943. Bræð-
urnir keyptu hús í Efstasundi
34 og var það síðan heimili
Steina næstu árin.
Amma sagði oft: Þar sem er
nóg hjartarúm þar er nóg hús-
rúm. Það sannaðist þegar móð-
ir mín þurfti vegna veikinda og
síðan dauða föður míns að
flytja frá Ísafirði með okkur
systkinin þrjú. Þá var henni
boðið húsnæði hjá afa og
ömmu. Það skipti ekki máli
þótt húsið væri rétt rúmir 60
fermetrar, þar var nóg pláss
fyrir alla. Þarna var Steini
yngstur og var hann strax eins
og eldri bróðir okkar systkin-
anna. Alltaf góður við okkur,
auðvitað smá stríðinn eins og
eðlilegt er. Þegar hann var í
Iðnskólanum og seinna Vél-
skólanum sat hann oft inni í
herbergi að læra og var þá
þægilegt að geta skotist inn til
hans og fengið aðstoð við flókin
heimadæmi eða fengið hann til
að hlýða sér yfir fyrir próf.
Þegar hann tók sér hlé frá lær-
dómnum settist hann gjarnan
með harmónikkuna og spilaði,
stundum spilaði Haukur bróðir
með honum á gítar.
Mér er minnisstætt þegar
hann kom fyrst með kærustuna
sína hana Elínu í heimsókn.
Hvað við systurnar vorum
spenntar og urðum strax hrifn-
ar af henni. Með henni átti
Steini gott og farsælt líf.
Ég vil senda henni og fjöl-
skyldu þeirra mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Það er skrítið að vera ein
eftir af þessari fjölskyldu sem
bjó saman í litla húsinu inni við
sundin. Ég sakna þeirra allra
en í dag kveð ég þann síðasta,
elsku Steina, sem ég kallaði
ættarhöfðingjann undanfarin
ár. Blessuð sé minning þeirra.
Hann læðist inn í huga minn
og langt þar gægist inn.
Hann laumast inn í hjartað
og lengst þar inn sig grefur.
Það er hinn sári söknuður
er seytlar það ég finn
og sáru angri veldur
er tári um kinnar vefur.
Laufey Magnúsdóttir.
Aðalsteinn Finnur
Örnólfsson
Hvernig er hægt
að kveðja unga fal-
lega konu, sem
lagði allt í sölurnar
til að sigra? Það er
erfiðara en hægt er
að lýsa.
Fanney barðist hetjulegri
baráttu. Hún ætlaði svo sann-
arlega ekki að gefast upp, en því
miður varð baráttukonan og
gleðigjafinn mikli að lúta í lægra
haldi.
Við eigum yndislegar minn-
ingar um manneskju sem var
einstaklega falleg, jafnt að innan
sem utan.
Þú varst aðeins eins árs elsku
Fanney þegar við fórum saman í
Fanney
Eiríksdóttir
✝ Fanney Eiríks-dóttir fæddist
10. mars 1987. Hún
lést 7. júlí 2019. Út-
för Fanneyjar fór
fram 15. júlí 2019.
ferðalag austur á
firði ásamt foreldr-
um þínum og systr-
um. Frábært og eft-
irminnilegt
ferðalag. Ekki var
mikið fyrir þér haft
þótt lítil værir. Allt-
af svo blíð og góð
elsku hjartað okkar.
Margoft komstu
til okkar í sumar-
bústaðinn í Eilífsdal
í Kjós. Oft var samlokan þín, hún
Tinna vinkona, með í för og þið
voruð hreint yndislegar saman.
Hlátur ykkar og glens bergmál-
ar enn. Við eigum dásamlegar
minningar um þær stundir.
Minningarnar um yndislegt
barn, stúlku, ungling og unga
konu brjótast fram.
Brúðkaup ykkar Ragnars fyr-
ir réttum þremur árum var
sannkölluð gleðiveisla og á þeirri
stundu hefur engan grunað
hversu stutt væri í kveðjustund.
Elsku Fanney. Það eru for-
réttindi að hafa kynnst þvílíkum
gullmola. Fallegasti engillinn á
himnum.
Það eru svo ótalmargir sem
syrgja ungu fallegu ofurkonuna
Fanneyju. Þetta er þyngra en
tárum taki fyrir eftirlifandi eig-
inmann og litlu börnin tvö.
Þá syrgja foreldrar sárt
yngsta gullmolann sinn og einnig
syrgja sárt systurnar Linda
Björk og Gyða og þeirra fjöl-
skyldur.
Allur frændgarðurinn grætur
þig elsku hjartans Fanney.
Þú varst vinmörg og hver og
einn þeirra syrgir sárt engilinn
Fanneyju.
Hvíldu í friði fallegi engillinn
okkar.
Við munum öll halda minn-
ingu Fanneyjar Eiríksdóttur á
lofti um ókomna framtíð.
Þín föðursystir Bögg-amma
og Núm-afi, eins og við höfum
verið kölluð af ykkur systrum,
Björg og Númi.
Elsku fallega Fanney.
Einstaka persónan mín. Því
fylgir svo mikil sorg í hjarta og
huga að þurfa að skrifa um þig
minningargrein, þú sem átt að
vera í blóma lífsins. Að þurfa að
kveðja þig svona snemma er svo
skelfilega ósanngjarnt og óraun-
verulegt að erfitt er að koma því
í orð.
Það er svo margt sem ég hef
að segja en ég veit ekki hvar
skal byrja eða eiginlega skrifa
hérna.
Þú varst alltaf svo falleg og
einstök manneskja með ógleym-
anlegan persónuleika sem mark-
aði spor í hjarta hvers manns
sem hitti þig og er ég svo inni-
lega þakklát fyrir að hafa fengið
að vera vinkona þín sl. 20 ár, að
hafa fengið að vera partur af
þínu hjarta og þú mínu. Alltaf
svo einlæg. Þú ert mér svo mik-
ils virði.
Minningarnar okkar munu lifa
og ylja hjarta mínu þangað til
við hittumst næst.
Elsku Fanney-in mín, takk
fyrir að hafa verið þú, ég veit að
guð og englar geyma þig í sinni
hlýju. Ég elska þig og mun aldr-
ei hætta að sakna þín.
Þín
Guðbjörg.
Elskuleg eiginkona, móðir, amma
og langamma,
STEFANÍA RAGNHEIÐUR PÁLSDÓTTIR
fjöllistakona,
Hrauntungu 6, Kópavogi,
lést sunnudaginn 14. júlí á Hrafnistu
í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi
fimmtudaginn 25. júlí klukkan 15.
Innilegar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði,
Bylgjuhrauni, fyrir frábæra umönnun og hlýhug.
Sverrir Arnar Lúthersson
Jón Arnar Sverrisson Erla Sigurðardóttir
Sigurður Valur Sverrisson
Ragnar Sverrisson Oddný Guðnadóttir
Auður Freyja Sverrisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn