Morgunblaðið - 23.07.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.07.2019, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019 ✝ SigríðurHelgadóttir fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1925. Hún lést á Land- spítala/Landakoti 15. júlí 2019. Sigríður var dóttir Guðlaugar Þórðardóttur verkakonu í Reykjavík, f. 24. júlí 1898, d. 14. júlí 1962, og Helga Skúlasonar augnlæknis á Akureyri, f. 22. júní 1892, d. 7. nóv 1983. Systkini Sigríðar samfeðra eru Skúli læknir í Svíþjóð, f. 1926, d. 1973, Sigurður prófess- or í stærðfræði við MIT í Bandaríkjunum, f. 1927, og Sig- ríður meinatæknir í Reykjavík, f. 1933, d. 2003. Sigríður giftist hinn 14. nóv. 1953 Ólafi Helgasyni, banka- stjóra Útvegsbankans, f. 2. des- ember 1924, d. 24. mai 1997. Foreldrar hans voru Karítas Ólafsdóttir, f. 21. nóv. 1894, d. 27. des. 1954, og Helgi Guð- Börn þeirra eru Ólafur, f. 2001, og Arnar Leó, f. 2004. 4) Anna Vigdís, f. 21. desember 1959. Eiginmaður hennar er Benedikt Lund, f. 1952. Börn þeirra eru Sigríður Arna, f. 1995, Ólöf, f. 1997, og Árni Pétur, f. 1999. Fyrir átti Benedikt dótturina Sigrúnu Helgu. 5) Árni, f. 17. desember 1961, d. 3. ágúst 1962. Sigríður lauk stúdentsprófi frá máladeild Menntaskólans í Reykjavík 17. júní 1944 og var því 75 ára stúdent á þessu ári. Hún stundaði nám í slavneskum málum og bókmenntum við Há- skólann í Lundi í Svíþjóð á ár- unum 1945-1952 og lauk námi þar. Þá var hún eitt ár við nám í Bratislava í Slóvakíu. Á þessum árum kom hún heim og tók að sér að túlka m.a. fyrir rússnesk- ar sendinefndir sem komu til Ís- lands í kringum 1950. Sigríður vann ýmis störf í Reykjavík og Vestmannaeyjum, aðallega kennslustörf í rúss- nesku, ensku og þýsku. Mestan hluta starfsferils síns vann hún á Landsbókasafni, síðar Þjóð- arbókahlöðu, þar til hún lét af störfum árið 1997. Útför Sigríðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 23. júlí 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. mundsson, banka- stjóri Útvegsbank- ans, f. 29. sept. 1890, d. 21. mars 1972. Börn Ólafs og Sigríðar eru: 1) Guðlaug, f. 22. febrúar 1954, eig- inmaður hennar er Geir Rögnvaldsson, f. 1949. Börn þeirra eru: Sigríður, f. 1982, maki Magnús Ragnarsson. Börn Sigríðar eru Geir Hannes og Herdís Anna og börn Magn- úsar eru Ísak, Jakob og Freyr. Rögnvaldur Árni, f. 1986, og Helga, f. 1990, maki Kristinn Steinar Kristinsson. Sonur þeirra er Bergur. Fyrir átti Geir dæturnar Klöru og Ragn- heiði Kötlu. 2) Karítas, f. 18. júlí 1955. Eiginmaður hennar er Ari Ólafsson, f. 1950. Börn þeirra eru Margrét, f. 1987, og Ólafur, f. 1989. Fyrir átti Ari Höskuld og Hildi Björgu. 3) Helgi, f. 15. ágúst 1956. Eiginkona hans er Sigurborg Arnarsdóttir, f. 1972. Sigríður Helgadóttir tengda- móðir okkar er látin, 93 ára göm- ul. Þrátt fyrir háan aldur sýndi hún engin merki þess að vera södd lífdaga. Hún var virkur þátt- takandi í umhverfi sínu fram á síðasta dag. Sigga, eins og hún var jafnan kölluð, fæddist í Reykjavík árið 1925 og lauk stúd- entsprófi frá MR vorið 1944. Hún var frábær námsmaður. Í huga okkar tengdabarnanna var hún menntakona í besta skilningi þess orðs. Heimili hennar bar þess merki og höfðu þau Ólafur Helga- son, eiginmaður hennar, næman skilning á listum samtíðar sinnar. Ólafur og hún voru jafnokar. Sigga bjó yfir sérkennilegri þver- stæðu í persónu sinni. Sem ung kona var hún mjög sjálfstæð og leitaði á vit ævintýranna. Hún fór ein til Búlgaríu að stríðslokum til að hjálpa heimamönnum að end- urreisa land sitt með því að grafa skurði ókeypis í mánuð og mátti þakka guði fyrir að sleppa úr landi aftur. Hún fór í framhalds- nám í rússnesku til Moskvu 1963 og dvaldi ein í Svíþjóð á náms- árunum. Hún sýndi því aftur á móti lítinn skilning þegar í ljós kom að afkomendur hennar hefðu fengið eitthvað af ævintýraþránni í vöggugjöf. Umrót í nærhögum og tvísýnar óvissuferðir nákom- inna áttu illa við Sigríði á efri ár- um. Sigga var ævinlega smekk- lega klædd, hæg í hreyfingum en þeim mun fljótari að hugsa. Bros- ið náði fyrst til augnanna og síðan til munnsins. Hún lærði ævina á enda í bókstaflegri merkingu, en sagði einu sinni að hún vissi svo sem varla nokkurn skapaðan hlut, og hafi hún einhvern tíma vitað eitthvað þá væri hún örugglega búin að gleyma því. Henni varð nefnilega á að muna ekki nafnið á fjallinu sem hún hafði séð út um gluggann hjá sér í Búlgaríu svo sem eins og hálfri öld fyrr. Í okk- ar augum var hún lifandi alfræði- rit sem mátti fletta upp í hvenær sem var í öllu því sem varðaði tungumál, landafræði og menn- ingu. Hún aflaði sér þekkingar um málefni líðandi stundar langt umfram það sem almennt gerist. Þar dugðu engin yfirborðstök. Landsbókasafnið og síðar Þjóðar- bókhlaðan urðu henni eðlilegur starfsvettvangur. Á æviskeiði hennar urðu meiri breytingar á lífsháttum manna en dæmi eru um í sögunni. Æskuár í krepp- unni, stríðsárin, átakaárin sem eftir komu og seinna velferðar- samfélagið. Með öllu fylgdist Sigga af áhuga og hún valdi hvað henni hentaði og hvað ekki. Það segir ef til vill meira um hana en margt annað að með tímanum varð hún algerlega sjálfbjarga á tölvur en lærði aldrei á bíl. Hún var börnum sínum mikil fyrir- mynd. Hún varð háöldruð en tókst samt að bindast barnabörn- um sínum sterkum tilfinninga- böndum. Hún þekkti áhugamál þeirra allra og munaði ekki um að setja sig inn í málefni knatt- spyrnumanna ef það mætti verða til að liðka fyrir samræðunum við yngsta barnabarnið. Hún fylgdist með gleði þeirra og sorgum. Sig- ríður Helgadóttir var kona þeirr- ar gerðar að langar lofrullur hefðu ekki verið henni að skapi. En við megum þakka fyrir okkur. Þakka konu sem fyrst og síðast lét sig varða velferð afkomenda sinna og þar vorum við tengda- börnin meðtalin. Ari, Benedikt, Geir og Sigurborg. „Æi, vitið þið, nú er minnið al- veg að fara. Af hverju get ég ómögulega munað þetta?“ Við brosum í kampinn, höfum svo sem engar sérstakar áhyggj- ur af meintum minnisglöpum ömmu. Að þessu sinni er hún pirr- uð yfir því að muna ekki almenni- lega hvað var á efnisskrá Sinfón- íuhljómsveitar Íslands það herrans ár 1956. Tilefni vanga- veltnanna var nótur sem lágu fyr- ir framan okkur áritaðar af Khachaturian til ömmu, sem hafði verið túlkur í Íslandsheimsókn hans. Næmi ömmu fyrir tungumál- um var einstakt og hún var haf- sjór af fróðleik sem hún gat miðl- að svo unun var á að hlýða. Hún var fróðleiksfús, hlustaði vel og bar sig eftir að skilja hlut- ina til hlítar. Hún gaf sér tíma og lagði alúð í verk sín en þoldi illa asa og fúsk. Vandvirkni einkenndi allt hennar fas. Hún þoldi mont þó enn verr en ærustu og skildi ekki þá þörf að berja sér á brjóst eða básúna sorgir og sigra á torgum. Hún gerði sitt af hæversku og lítillæti en skilur eftir sig stórbrotna sögu um konu sem lét sig engu varða hömlur eða áskoranir sem henni hljóta að hafa mætt. Nú er komið að kveðjustund. Ég kveð með þakklæti og hlýju á sama hátt og hún kvaddi iðu- lega. Vertu nú blessuð amma mín. Blessuð. Sigríður Geirsdóttir. Þær eru frekar handahófs- kenndar minningarnar sem koma upp í hugann á manni eftir andlát ömmu Siggu. Hún var blessunar- lega svo stór hluti af lífi manns að það er erfitt að minnast hennar í stuttri minningargrein. Mér verður hugsað til allra bókanna sem hún gaf mér og all- an fróðleikinn sem hún þuldi upp fyrir mann. Hún var mikill grúsk- ari og ég man þegar hún var að sundurliða orðið democracy (lýð- ræði) sem er víst samsett úr orð- unum demos sem þýðir fólk og kratos sem þýðir kraftur/vald. Svona pældi hún. Hún var oft að koma gömlum bókum á mann sem aldrei hefðu komist í manns hendur ef ekki hefði verið fyrir ömmu Siggu. Bók um lífskúnst- nerinn og grallarann Raspútín er uppi í hillu hjá mér, en amma gaf mér hana. Ég fann líka bókina Furstann, sem er skrifuð á end- urreisnarskeiðinu í Ítalíu og er leiðarvísir fyrir fursta um það hvernig á að halda í völd. Hún gaf mér þessa bók vegna þess að ég var að læra lögfræði. Ég á reynd- ar eftir að lesa þessar tvær bækur en einset mér hér með að lesa þær. Ég man líka þegar ég hitti hana í óperubíói á Don Giovanni fyrir nokkrum árum en þá var hún komin hátt á níræðisaldur- inn. Mér fannst hún svo flott að drífa sig bara. Hún talaði síðan um að henni þætti eitt stef svo fal- legt (La ci darem la mano), ég er búinn að vera að hlusta á þetta stef síðustu daga. Svo hringdi hún í mann og sagði: „Ég lagði smá aur inn á þig, Röggi minn,“ svo leit maður á heimabankann sinn og þá átti maður auka nokkra tíuþúsund- kalla. Manni verður síðan hugsað til allra stundanna með henni bæði á Aflagrandanum og Karfa- voginum þar sem var hægt að spjalla við hana um allt milli him- ins og jarðar. Ég er í rauninni þakklátastur fyrir hve langlíf hún var því það þýddi að ég fékk langan tíma með henni. Amma var nefnilega hörkuskemmtilegur félagsskapur alveg fram í það síðasta. Í síðustu heimsóknum mínum til hennar á spítalann var hún ennþá eldklár í kollinum. Í raun átti maður ekki von á því að hún væri að fara að kveðja okkur. En hún var orðin 93 ára og maður lifir víst ekki að eilífu. Hvað sem þeim náttúrulögmál- um líður er sárt að kveðja ömmu Siggu, hennar verður sko sárt saknað, svo mikið er víst. Ömmu Siggu sem mundi allt og talaði rússnesku, sem gaf manni ótrú- legustu bækur og fræddi mann og minnti mann á að tala hægt og skýrt. Ömmu Siggu sem tók alltaf vel á móti manni í kaffi og sem fyrst og fremst var frábær amma. Rögnvaldur Árni Geirsson. Hæg tónlist Húsið er lokað. Sólin smýgur inn um gluggarúðurnar og hitar upp yfirborð skrifborðanna sem eru nógu sterk til að bera þunga mannlegra örlaga. Við erum úti í dag, í hárri víðáttu brekk- unnar. Margir bera dökk klæði. Það er hægt að standa í sólinni með lokuð augun og finna sig blása hægt áfram. Ég kem of sjaldan niður að vatninu. En nú er ég hér, hjá stórum steinum með hljóðlát bök. Steinum sem hafa gengið hægt aftur á bak upp úr öldunum. (Tomas Tranströmer) Sigríður Helgadóttir er fallin frá. Hún var góð vinkona rúss- neskrar ömmu minnar sem flutt- ist hingað á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Þær Sigga, eða lady Sigga eins og amma Sonja kallaði hana alltaf, sátu oft saman löngum stundum í stofunni heima og ræddu stefnur og strauma í rússneskum bókmenntum. Sigga var ein af fyrstu Íslend- ingunum til að læra vel rússnesku og talaði hana frábærlega. Hún var einstaklega fáguð, vel menntuð og skemmtileg mann- eskja, sannkölluð lady. Sigga var líka góð vinkona Lenu móður minnar og svo varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni betur sjálf á full- orðinsárum en hún leyfði okkur Önnu að búa í kjallaranum hjá sér í Karfavogi þegar við vorum ung- ar listaspírur í húsnæðisvanda. Það var alltaf gaman og gef- andi að tala við Siggu, hún var einstaklega fróð og skemmtileg og bjó yfir opnum hug. Í fallegu stofunni hennar í Karfavoginum áttum við margar gæðastundir saman yfir kaffibolla eða vínglasi og ræddum myndlist og bókmenntir, heima og geima. Við minnumst Sigríðar Helga- dóttur með þakklæti og virðingu og vottum fjölskyldu hennar okk- ar innilegustu samúðarkveðjur, eins og rússneskt máltæki segir: „Da búdet jei zemlja púkhom“ – megi moldin vera henni létt sem fiður. Olga Bergmann og Anna Hallin. Fáir hafa haft jafn mikil áhrif á mig og amma Sigga. Allir sem þekkja mig vita hver hún var og hvað ég leit mikið upp til hennar. Amma sem talaði fjöldann allan af tungumálum og hafði lesið allar heimsins bækur. Amma sem ferð- aðist, menntaði sig erlendis og ruddi brautina. Eftir að ég varð fullorðin breyttist samband okkar og í dag kveð ég bæði ömmu mína og vin- konu. Ég er þakklát fyrir stund- irnar sem við áttum saman á Afla- grandanum þar sem við sátum og drukkum kaffi og spjölluðum um heima og geima. Við ræddum heimsmálin og hún fann fyrir mig bækur sem henni fannst að ég þyrfti að lesa. Þegar við fórum út saman var ég svo stolt af henni, hún bar sig svo vel, var fallega klædd og vel til höfð. Hún fór með mig á bókaupplestra og listasýn- ingar en stundum fórum við líka í Kringluna og völdum okkur vara- liti eða fundum á hana blússu eða ný gleraugu. Ég sótti mikið til ömmu, ekki síst þegar á móti blés í lífinu. Það var ekki vegna þess að ég vildi segja henni frá eða ræða málin heldur vegna þess að mér leið svo vel hjá henni. Hjá ömmu drakk ég ótæpilegt magn af kaffi og við spjölluðum um eitthvað sem var svo miklu merkilegra en mínar hversdagslegu áhyggjur að mér leið betur á eftir. Þetta var mjúka hliðin á ömmu en hún gat líka ver- ið ströng. Amma vildi að við sæt- um bein, töluðum skýrt og fyrir alla muni að við héldum fyrir munninn þegar við geispuðum. Okkur ömmu lenti bara tvisvar saman svo ég muni. Í fyrra skipt- ið hafði ég nýlokið menntaskóla og ætlaði mér í Hússtjórnarskól- ann. Þetta leist ömmu illa á. Hún vildi að ég eyddi tímanum og sparifénu í að ferðast og mennta mig, sjálf gæti hún kennt mér seinna að búa til sósur. Málinu lauk með fullnaðarsigri ömmu og ég fór þá um vorið til Berlínar í þýskunám. Fyrir þetta inngrip fæ ég ömmu aldrei fullþakkað. Seinna skiptið var þegar ég skráði mig í mannfræði í háskól- anum. Þetta leist ömmu heldur ekki vel á, en hún vildi að ég lærði eitthvað sem myndi gagnast sam- félaginu. Hún minntist jafnvel á nám í pípulögnum í þessum rök- ræðum og var augljóslega mikið niðri fyrir. Í það skiptið lét sú yngri ekki segjast en var heldur ekki búin að vera lengi í náminu þegar amma varð ekki bara áhugasöm heldur líka hjálpsöm. Hún sótti fyrirlestra hjá mann- fræðifélaginu og þegar ég skrifaði BA-ritgerðina tók hún strætó nið- ur á Borgarbókasafn, grúskaði og fann fyrir mig greinar sem gætu nýst mér. Amma var þá orðin ní- ræð. Ég ætla að segja nýfæddum syni mínum frá þessu öllu, frá ömmu Siggu og lífshlaupi hennar. Ég vil að hann verði eins lánsam- ur og ég að fá að alast upp með svona sterka kvenfyrirmynd. Það er sárt að þurfa að kveðja en ég kveð ömmu Siggu með ein- lægu þakklæti. Helga Geirsdóttir. Elsku amma Sigga, við kveðj- um þig með meiri söknuði en hægt er að lýsa. Þú varst okkar helsta fyrirmynd og verður erfitt að hugsa sér lífið án þess að kom- ast í kaffi til þín á Aflagranda. Hláturinn og bros þitt sem tók á móti okkur lét okkur líða eins og enginn væri meira velkominn eða mikilvægari. Eins mikla kaffi- manneskju og þig var erfitt að finna þótt víða væri leitað. Þú átt- ir alltaf erfitt með að skilja þegar einhver drakk ekki kaffi enda furðaðir þú þig alltaf á því þegar við kíktum í heimsókn og Sigga þáði bara vatn. Þér fannst alveg ómögulegt að bjóða aðeins upp á vatn enda sannur gestgjafi og passaðir alltaf upp á að eiga trópí eða kristal inni í ísskáp. Þegar þú varst ung og ekki var sjálfsagt að fá þá menntun sem þér gafst og þú nýttir þá gjöf sem menntunin var út lífið. Þú deildir gáfum þín- um með okkur hinum og varst al- fræðiorðabók okkar allra. Af þér lærðum við að með áhugahvöt, grúski og vangaveltum væri hægt að læra allt milli himins og jarðar á hvaða aldri sem er. Hvort sem það var að borða sushi með prjón- um, læra á pokemon go eða á hin ýmsu tæki og tól. Þú fórst á þín- um hraða og tókst þinn tíma í að kynna þér ýmsar nýjungar. Þú sýndir öllum og öllu svo ein- lægan áhuga og kafaðir alltaf dýpra þegar kom að áhugamál- um, námi og ferðalögum hjá okk- ur. Að lokum vissir þú vanalega meira um málefnið heldur en við sjálf. Á þínum yngri árum ferðað- ist þú mikið og um framandi slóð- ir sem ekki var algengt í þá daga. Eftir að þú hættir að ferðast, ferðaðist þú í gegnum ferðasögur okkar. Við pössuðum upp á að koma vel undirbúin til þín áður en við héldum í ferðalög svo við gæt- um svarað spurningum þínum um þau lönd sem við ætluðum að ferðast til. Það fór oftast svo að þú vissir meira um löndin heldur en við sjálf, áður en við fórum og jafnvel þegar við komum heim aftur. Þú varst sannkallaður viskubrunnur og komst sífellt á óvart með fróðleik þínum. Við þökkum fyrir allan þann tíma sem við fengum með þér og erum virkilega lánsöm að hafa átt þig að. Við syrgjum það að fá ekki meiri tíma með þér en á sama tíma gleðjumst við yfir öllum góðu stundunum sem við áttum með þér. Þú varst okkur svo kær og munt lifa að eilífu í hjörtum okkar og minningum. Árni Pétur, Ólöf og Sigríður Arna. Sigríður Helgadóttir amma okkar var mikil ævintýramann- eskja, fór ótroðnar slóðir og var metnaðarfull í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún lærði rúss- nesku í Lundi og Bratislava, fór í sjálfboðastarf til Búlgaríu eftir seinna stríð þar sem hún tók þátt í að moka áveituskurði. Á þessum tímum lenti hún í alls konar æv- intýrum og við höfum örugglega bara fengið að heyra brot af öllu því sem hún upplifði. Þessi sama ævintýraþrá er sterk hjá afkom- endum hennar. Þrátt fyrir að upplifa ýmislegt á sínum ferða- lögum leist ömmu oft ekkert á blikuna þegar hún frétti af hinum ýmsu ferðalögum sem afkomend- ur hennar ætluðu í. En ekki leið á löngu þar til hún var búin að gleyma öllum áhyggjum og var dottin yfir landakortið að grand- skoða svæðin sem ferðast átti um. Það endaði yfirleitt þannig að amma þekkti staðhætti töluvert betur en ferðalangurinn sjálfur. Sigríður Helgadóttir Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR ANNA KONRÁÐSDÓTTIR, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 11. júlí. Jarðarförin hefur farið fram að ósk hinnar látnu. Laufey Sigríður Konný og Markús Kristín og Þráinn Klara og Davíð Konni og Drífa Elvar Aron barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, HANS JÓN ÞORVALDSSON, Norðurgötu 11, Siglufirði, lést á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands 13. júlí. Útför Hans fór fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 20. júlí. Þorvaldur Hansson Valdís Thorarensen Gestur Hansson Hulda J. Friðgeirsdóttir Heimir G. Hansson Guðbjörg Aðalbjörnsdóttir Valur F. Hansson Svandís Kristbergsdóttir Elías Þorvaldsson Guðný Þorleifsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.