Morgunblaðið - 23.07.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 23.07.2019, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019 ✝ Þóra Valgerð-ur Antons- dóttir fæddist í Hólakoti á Höfða- strönd í Skaga- firði 7. desember 1936. Hún lést 11. júlí 2019. Foreldrar hennar voru hjón- in Björn Anton Jónsson, f. 6.4. 1896, d. 28.10. 1969, og Steinunn Guðmunds- dóttir, f. 17.8. 1894, d. 21.5. 1979. Systkini Þóru voru Guð- rún, f. 9.2. 1930, d. 23.10. 2016, og Friðrik Valgeir, f. 31.1. 1933, d. 17.7. 2017. Þeg- ar Þóra var eins árs flutti fjölskyldan að Höfða á Höfða- strönd og ólust börnin þar upp. Þóra gekk í barna- og unglingaskólann á Hofsósi og síðar í Húsmæðraskólann Löngumýri. Þóra giftist Ólafi Hrafni Þórarinssyni 13. apríl 1957, f. 26.7. 1933, d. 29.6. 1971, og hófu þau búskap í Hafnar- firði. Þau eignuðust tvö börn; a) Steinunni Önnu, f. 14.4. 1956, d. 25.10. 1991, sonur hennar var Þór Willemoes Person, f. 13.10. 1990, d. 24.3. 2008, og b) Ólaf Þór, f. 21.10. 1957, hann giftist Hjördísi Jóns- dóttur, f. 20.9. 1960, en þau slitu samvistum, börn þeirra eru a) Þóra, f. 31.5. 1983, sonur henn- ar er Anton Óli Hartmanns, f. 13.9. 2000, og b) Gísli Hrafn, f. 16.6. 1988. Þóra Valgerður stundaði ýmis störf sem til féllu utan heimilisstarfa s.s. í síldar- vinnu o.fl. Eftir að Þóra missti eiginmann sinn, en Ólafur lést 29. júní 1971, þá réðst hún til skrifstofustarfa á Bæjarskrifstofu Hafnar- fjarðar og vann þar í rúm 30 ár. Þóra giftist 17. ágúst 1978 seinni manni sínum Friðþjófi Sigurðssyni, f. 20.7. 1924. Börn Friðþjófs eru Sigurður, f. 21.8. 1951, Gunnar, f. 16.8. 1955, d. 5.5. 2008, Arnór, f. 7.7. 1958, Sigrún, f. 12.3. 1960, og Gunnvör, f. 6.2. 1966. Útför Þóru fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 23. júlí 2019, klukkan 13. Það var fallegan vordag árið 1975 að pabbi renndi í hlaðið á Nesjaskóla í Hornafirði þar sem við Gyða höfðum kennt um vet- urinn. Með í för voru systkini mín, Arnór, Sigrún og Gunnvör. Einnig var myndarleg kona með í för. Það var hún Þóra. Þetta voru fyrstu kynni okkar af henni. Skömmu áður hafði faðir minn hringt og spurt hvort ekki væri í lagi að hann kæmi í heim- sókn til okkar og með honum væri kona sem hann ætti í sam- bandi við en Elín móðir mín hafði látist tveimur árum fyrr. Þóra var samstarfskona pabba á bæjarskrifstofum Hafn- arfjarðar og hafði misst Ólaf maka sinn árið 1971. Hún var tólf árum yngri en faðir minn, stórglæsileg kona sem bauð af sér þokka og lífsgleði. Þessi fyrstu kynni okkar einkenndust á báða bóga af feimni og óöryggi sem von var en það hvarf svo til strax eftir að við höfðum kynnt okkur. Þóra varð fyrir ýmsum áföll- um í lífinu. Hún missti fyrri eig- inmann sinn Ólaf Hrafn Þór- arinsson þegar hann var tæplega 38 ára að aldri. Stein- unn Anna dóttir hennar var einnig kornung, einungis 34 ára þegar hún lést af völdum krabbameins og Þór sonur Steinunnar lést innan við tvítugt úr sama sjúkdómi og móðir hans. Þessi reynsla hafði eðli- lega mikil áhrif á Þóru og átti sinn þátt í því að hún var betur undir eigin örlög búin en marg- ur annar, en Þóra háði margra ára baráttu við krabbann áður en hún að lokum varð að játa sig sigraða. Þóra reyndist okkur systkin- unum á Smyrló vel eftir að hún flutti þangað. Gunnvör systir var barn og gekk Þóra henni í móðurstað. Samband okkar hinna við hana var frekar í ætt við vináttu þar sem við vorum uppkomin. Á hún mikla þökk skilið fyrir hvernig hún reyndist föður okkar og okkur systkinun- um. Þóra var fædd og uppalin á Höfða í Skagafirði og voru tengsl hennar við æskustöðvarn- ar alltaf mikil. Á hverju sumri fóru þau pabbi norður og dvöldu þar um hríð og nutu náttúrunnar við berjatínslu og göngur. Líkt og Toni, faðir Þóru, sem Friðrik Þór frændi hennar sagði frá í Bíódögum varð Þóra vör við ým- islegt sem okkur hinum var meinað að sjá. Hún var berdreymin. Þegar Sunna Elín dóttir okkar eign- aðist Ester Gyðu þá hafði Þóra samband við mig rétt fyrir fæð- inguna. Hún sagði mér að sig hefði dreymt Sunnu standandi á milli Gyðu og Esterar ömmu sinnar. Sunna vissi ekkert af þessum draumi en þegar hún fékk barnið í fangið eftir fæð- inguna sagði hún að stúlkan ætti að heita Ester Gyða. Ég hringdi strax í Þóru og tilkynnti henni nafngiftina og virtist það ekkert koma henni á óvart. Þóra var ómetanlegur föru- nautur föður míns, yngdi hann upp um áratugi, og sameiginlegt lífshlaup þeirra var litríkt og spennandi. Tvær sálir sem dauð- inn hafði skilið frá mökum sínum sameinuðust í ást og áttu gjöfult líf saman. Sumarnótt í Skagafirði Gullbúinn himinvagn kvöldsins er horfinn við eyjar í þögul grunn. Fjörðurinn lognblár og landið lögzt til værðar með munn við munn. Hestar að nasla á votum völlum. Vinnulúnir menn sofa í ró, fá heilnæma hvíld undir herðabreiðum fjöllum. Með þessari skagfirsku ljóð- mynd Hannesar Péturssonar kveðjum við Þóru. Sigurður Á. Friðþjófsson. Fallin er frá mágkona mín Þóra Antonsdóttir, en okkar kynni spanna yfir rúmlega 60 ár. Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem Óli heitinn bróð- ir kom akandi heim til foreldra minna með þessa yndislegu konu, man ég vel eftir því hversu spennt ég var að hitta hana og varð ég svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Þóra var hávaxin og stór- glæsileg kona og ávallt vel til- höfð, sterkur persónuleiki með mikinn húmor, glettin og gerði ekki síst grín að sjálfri sér, og alltaf var stutt í brosið. Þóra var mér og minni fjölskyldu alla tíð afskaplega kær. Hún fékk svo sannarlega sinn skerf af áföllum í lífinu, en ung varð hún ekkja með tvö ung börn er Ólafur Hrafn féll frá langt fyrir aldur fram, aðeins 37 ára gamall, Steinunni dóttur sína missti hún 35 ára gamla og dótturson sinn Þór aðeins 17 ára og létust þau bæði úr krabba- meini. Seinni maður Þóru er Frið- þjófur Sigurðsson og hafa hann og börn hans staðið við hlið hennar í gegnum öll hennar áföll. Elsku Friðþjófur, Ólafur Þór og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar. Guð faðmi glæsilegu Þóru okkar. Hrafnhildur Þórarins- dóttir og börn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þóra móðursystir mín hefur nú kvatt þetta líf. Komið er að kveðjustund og minningarnar streyma fram. Þóra var ekki að- eins frænka mín, hún var besti vinur minn sem alltaf var hægt að leita til og treysta jafnt í blíðu og stríðu. Þóra var glæsileg kona sem tekið var eftir og hafði góðan smekk fyrir vönduðum og glæsi- legum fatnaði. Hún var alltaf einstaklega vel til fara og var kölluð fína frænka af börnum mínum Steinunni og Þórarni. Hún hafði mikið skopskyn en stundum dálítið svartan húmor. Lífið lék ekki alltaf við Þóru, hún varð fyrir miklum missi og sorg á lífsleiðinni en sýndi mik- inn styrk og reisn þegar á reyndi. Á sumrin, oftast í ágúst, komu þau Þóra og Friðþjófur norður í Skagafjörð. Það fylgdi því ávallt gleði og tilhlökkun að fá þau norður og slegið var upp veislu. Þá var glatt á hjalla og við Þóra tókum oft dansspor í stofunni. Það eru ljúfar minn- ingar frá þessum stundum. Undir lokin átti Þóra við erfið veikindi að stríða og um miðjan desember hringdi hún til mín og sagðist eiga eftir sex til átta mánuði ólifaða. Hún sagðist vera tilbúin og hlakka til ferða- lagsins. Og nú hefur hún lagt upp í þessa ferð og án efa glæsi- lega búin, kannski með Bur- berry-slæðuna sína. Ég kveð Þóru frænku með söknuði og þakklæti. Söknuði yf- ir því sem var og þakklæti fyrir það sem hún var mér. Blessuð sé minning hennar. Ég votta Friðþjófi, Óla Þór og Gunnvöru innilega samúð mína. Jón Svavarsson (Nonni frændi). Elsku Þóra frænka. Það var alltaf gott að koma til þín. Heimilið ævinlega gullfal- legt og ljúfar veitingar bornar fram. Þú spurðir rækilega eftir hverjum og einum og þegar þú gekkst eftir líðan fjölskyldumeð- lima komst maður ekki upp með moðreyk og lagði oftast spilin á borðið. Um leið og þú hikaðir ekki við að ræða erfiðu málin var stutt í kátínuna og kaldhæð- ið sjónarhorn sem gerði hvers- dagslega hluti bráðfyndna. Svo varst þú ekki einungis góð heim að sækja heldur líka mjög mik- ilvægur gestur í fjölskylduboð- um þar sem þú mættir gjarnan bæði flottust og skemmtilegust. Það eru góðar minningar. Sorgir þínar voru stórar í lífinu og þeg- ar þú talaðir um missi ástvina þinna komstu oft inn á andlega tengingu sem dýpkaði og styrkti persónuleika þinn í okkar aug- um. Eitt sinn sagðirðu að á erf- iðustu tímum hefði þér alltaf tekist að eiga einhverjar góðar stundir. Við viljum trúa því og leggja okkur fram um að taka það í veganesti frá þér. Nú er kveðjustundin runnin upp og við þökkum fyrir okkur. Elsku Friðþjófur, Óli Þór og fjölskyldur. Innilegar samúðar- kveðjur til ykkar. Hjördís Svavarsdóttir og Steinunn Guðbjörg Svavarsdóttir. Þóra Valgerður Antonsdóttir var systir hans pabba. Þau systkin voru alin upp á Höfða á Höfðaströnd. Guðrún var elst, næstur kom pabbi og yngst var Þóra, eftirlæti heimilisfólksins. Um tvítugt giftist Þóra fyrri manni sínum Ólafi Þórarinssyni og stofnuðu þau heimili í Hafn- arfirði. Börnin urðu tvö, Stein- unn Anna og Ólafur Þór. Þóra hafði alla tíð sterka tengingu við æskustöðvarnar og þrátt fyrir að hún hefði hleypt heimdrag- anum snemma kom fjölskyldan flest sumur á Höfða, í fríum, og hjálpaði til við sveitastörfin. En líf Þóru var ekki alltaf dans á rósum og hún kynntist svo sannarlega sorginni. Á lífs- leiðinni missti hún Ólaf eigin- mann sinn, Steinunni einkadótt- ur sína og Þór dótturson sinn. Sorgin mótaði líf hennar á margan hátt en alltaf hélt hún reisn og var ákveðin í að njóta þess sem lífið hafði upp á að bjóða. Eftirlifandi eiginmaður Þóru er Friðþjófur Sigurðsson. Þau giftu sig árið 1978 og samband þeirra einkenndist alla tíð af virðingu og kærleika. Þau upp- lifðu saman gleði og sorgir. Friðþjófur var ekkill og átti börn frá fyrra hjónabandi og því má segja að fjölskylda Þóru hafi stækkað til muna. Þegar þau giftu sig var Gunnvör dóttir Friðþjófs enn á barnsaldri og varð samband hennar og Þóru afar náið. Þóra var einstaklega glæsileg kona, örlát og eftirminnileg. Hún var með skarpa hugsun, beittan húmor og stundum örl- aði á kaldhæðni. Þóra var frændrækin og alltaf var gott að heimsækja þau hjónin. Þau voru gestrisin og heimili þeirra notalegt og fallegt. Saman voru þau dugleg að sækja menning- arviðburði, ferðast og rækta fjölskyldu og vini. Í rúm þrjátíu ár hefur frændgarðurinn hist á þorrablóti. Þessi árlegi viðburð- ur var fyrst haldinn að frum- kvæði Þóru og hefur styrkt fjöl- skylduböndin. Þóra fylgdist vel með tísku og klæddi sig smekklega. Hún átti fallega og vandaða hluti. Hún las mikið og deildi því áhugamáli með pabba okkar. Þau systkin áttu gjarnan löng símtöl þar sem skeggrætt var um nýjasta lesefnið. Þau brutu bækur og höfunda til mergjar og yfirleitt voru þau sammála. Þóra hafði áhuga á andlegum málefnum. Hún var berdreymin og las í drauma sína og ann- arra. Um nokkurra ára skeið hefur Þóra barist við veikindi. Þegar ljóst var í hvað stefndi undirbjó hún brottför sína úr þessu jarð- lífi. Í ágúst í fyrra heimsótti Þóra bernskustöðvarnar í síð- asta skiptið. Hún reikaði um Höfðahólana og naut þess að finna lyktina af lynginu, finna bragðið af berjunum og sjá sól- ina setjast. Veðurguðirnir voru henni hliðhollir því þrátt fyrir rigningarspá skartaði Skaga- fjörðurinn sínu fegursta. Þóra talaði oft um þessa dýrðardaga. Þóra ræddi opinskátt um dauðann og hræddist hann ekki. Hún var sátt við líf sitt og spennt fyrir nýju tilverustigi. Við systur dáðumst að æðru- leysi hennar, hún var tilbúin í ferðalagið. Í dag kveðjum við Þóru frænku sem hefur verið stór þáttur í lífi okkar frá því við fæddumst. Kæri Friðþjófur, Óli Þór og fjölskyldan öll, við send- um okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Minning hennar lifir. Þórleif Valgerður, Guðný Þóra, Anna Steinunn og Elfa Hrönn. Við Þóra Antonsdóttur hitt- umst fyrir nokkrum vikum á heimili hennar. Hún var sárlas- in, raunar dauðvona og hún vissi það. En æðruleysið og viljastyrkurinn voru á sínum stað. „Guðmundur minn. Ég veit að ég er að deyja. En það eru örlög okkar allra. Og veistu: Ég hlakka svo til endur- fundanna með Þór mínum og Steinunni minni.“ Við sátum hálfagndofa þegar hún sagði þetta, en ég vissi auðvitað að hún saknaði alla tíð einkadóttur sinnar Steinunnar, sem fór langt fyrir aldur fram. Og aftur sótti sorgin hana heim þegar dótt- ursonurinn, Þór, lést aðeins 17 ára gamall. Krabbameinið var banamein þeirra mæðgina. Þóra bognaði við þetta andstreymi en brotnaði ekki. Já, hún Þóra Antonsdóttir var töffari og gaf ekki eftir. Hún var mörgum Hafnfirðingum kunn. Var andlit bæjarins þegar gestir og gangandi mættu á bæjar- skrifstofur Hafnarfjarðar, þar sem hún var hægri hönd bæj- arstjóra um langt árabil. Ég naut liðveislu hennar í þeim efn- um á árunum 1986-1993 og það voru góð ár. Hún gætti mín eins og sjáaldurs auga síns; var jafn- an hvetjandi og uppbyggileg en skammaði mig ef ástæða var til – þó ávallt með jákvæðum hætti. Vel tilhöfð og glæsileg til orðs og æðis. Við urðum miklir vinir. Þurftum svo sem ekki langt að sækja vinskapinn því dóttir hennar Steinunn og ég vorum vinir í æsku. Og einnig naut ég samskipta við Þór, sem hlaut gott uppeldi hjá nánum vinum mínum eftir fráfall móður hans, þeim Guðmundi Jónssyni og Sigrid Foss. Og svo var það eiginmaður hennar síðustu áratugina, Frið- þjófur Sigurðsson, sem missti sína konu á besta aldri frá mörgum börnum. Hann þekkja allflestir Hafnfirðingar sem komnir eru yfir miðjan aldur. Þóra og Friðþjófur áttu góðan tíma saman. Og umhyggja hans fyrir Þóru síðustu árin, þegar veikindin ágerðust, var einstök. Hann hlúði að henni með alúð og elsku fram á síðasta dag. Friðþjófur er nú 95 ára gamall. Hann var vinur föður míns í barnaskóla og sonur hans heit- inn, Gunni Friðþjófs, minn æskuvinur. Svona er Hafnarfjörður lítill, svona er nándin mikil, þótt bær- inn í dag telji um 30 þúsund íbúa. Þóra Antonsdóttir missti mann sinn og barnsföður ung að árum; varð ekkja með tvö börn, Steinunni og Ólaf. En hún lét ekki deigan síga, það var ekki hennar háttur. Hélt sínu striki. Bar höfuðið hátt – fram á síð- asta dag. Ég á vinkonu minni margt að þakka. Ekki aðeins traustan vin- skap sem aldrei bar skugga á, heldur einnig stuðning hennar og hjálp í blíðu og stríðu. Sama gilti gagnvart fjölskyldu minni. Fyrir þetta og svo margt fleira þökkum við Jóna Dóra að leiðarlokum. Við viljum senda okkar innilegustu samúðar- kveðjur til eftirlifenda, ættingja og vina. Guð blessi minningu góðrar konu. Þóra Valgerður Antonsdóttir Okkur langar að minnast kærra vina okkar með nokkrum orðum. Við áttum með þeim mjög Heimir Björn Ingimarsson og Stefanía Rósa Sigurjónsdóttir ✝ Heimir BjörnIngimarsson fæddist 19. janúar 1937. Hann lést 7. júní 2019. Útför hans fór fram 18. júní 2019. Stefanía Rósa Sigurjónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. janúar 1940. Hún lést 15. febr- úar 2019. Rósa var jarðsett í kyrrþey 1. mars 2019. góð ár á Bíldudal, einkum á sjö- unda áratug síðustu aldar. Þar voru þau bæði mjög virk í fé- lagslífinu. Heimir rak trésmiðj- una Kvist og reisti margar bygg- ingar á þessum tíma. Hann sat í sveitarstjórn og ýmsum ráðum og nefndum og lét að sér kveða á mörgum sviðum, enda mjög framfarasinnaður og röskur til allra verka. Rósa var mjög virk í starfi kvenfélagsins Framsókn og öðru félagslífi á staðnum. Heimir var mikil driffjöður í leiklistarmálum og lék sjálfur fjölmörg hlutverk með Leikfélag- inu Baldri, en hann var aðal- hvatamaður að stofnun félagsins. Áður hafði Kvennadeild Slysa- varnafélagsins á Bíldudal haldið uppi leikstarfinu. Það var einmitt í leikferð með leikritið Bör Börs- son sem hugmyndin að stofnun leikfélags fæddist. Heimir lék sjálfan Bör Börsson og fór á kost- um. Eftirminnilegt hlutverk Heimis af mörgum var séra Sig- valdi í Manni og konu og stórt hlutverk sem einn af skálkunum í leikverki Gandrups, Þrír skálkar, sem sýnt var alls sextán sinnum bæði á Vestfjörðum og í Tjarn- arleikhúsinu. Heimir var mikill baráttujaxl og leiðtogi Leik- félagsins Baldurs. Baldur var ávallt í fyrsta sæti. Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.