Morgunblaðið - 23.07.2019, Side 32
FÓTBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Tilfinningin er mjög góð að vera
loksins búinn að skora aftur í deild-
arleik. Það var orðið ansi langt síðan
ég skoraði og það gerðist síðast á
EM í Frakklandi þannig að það var
ákveðinn léttir að ná að koma þessu
til hliðar og nú er bara að byggja of-
an á þetta og halda áfram á sömu
braut,“ sagði knattspyrnumaðurinn
Kolbeinn Sigþórsson, framherji AIK
í sænsku úrvalsdeildinni, í samtali
við Morgunblaðið.
Kolbeinn skoraði tvívegis í 3:0-
heimasigri AIK gegn Elfsborg í
sænsku úrvalsdeildinni um næstsíð-
ustu helgi en þetta voru fyrstu deild-
armörk framherjans í tæp fjögur ár.
Kolbeinn skoraði síðast deildarmark
hinn 4. nóvember 2015 í deildarleik
með franska liðinu Nantes gegn
Nice en framherjinn hefur glímt við
erfið hnémeiðsli sem héldu honum
frá keppni í tvö og hálft ár. Þegar
hann loksins varð heill heilsu fékk
hann ekkert að spila með Nantes en
þrátt fyrir það segir framherjinn að
markaþurrðin hafi ekki setið í sér.
Efaðist aldrei
„Ég get ekki sagt að þetta hafi
setið eitthvað þungt í mér. Eins og
þetta hefur horft við mér hefur þetta
í raun bara haldist í hendur við leik-
form og annað sem er hægt og ró-
lega að koma aftur. Ég er í raun
bara að koma mér aftur inn í
ákveðna hluti og formið á mér verð-
ur betra með hverjum mánuðinum
sem líður. Ég hef verið að fá fleiri
mínútur með liðinu upp á síðkastið
og þetta hjálpar allt saman. Ég ef-
aðist aldrei um það að ég gæti skor-
að mörk þótt það sé alltaf betra að
skora reglulega þegar maður spilar
sem framherji.“
Meðvitaður um að allt geti gerst
Kolbeinn gekk til liðs við sænsku
meistarana í AIK í lok mars á þessu
ári og spilaði sinn fyrsta leik fyrir fé-
lagið þegar hann kom inn á sem
varamaður á 65. mínútu í 2:1-sigri á
Eskilstuna í byrjun maí. Hann
meiddist svo stuttu eftir það og spil-
aði ekki fyrir félagið aftur fyrr en í
byrjun júní í 2:0-sigri gegn Hamm-
arby þar sem hann kom inn á sem
varamaður á 70. mínútu.
„Það kom ákveðið bakslag hjá
mér og ég tognaði vægt aftan í læri.
Ég var frá keppni í einhverjar þrjár
vikur en það er víst bara hluti af
þessu og það koma upp alls konar
bakslög. Það er ekki hægt að gera
ráð fyrir því að allt rúlli smurt í
þessum blessaða bolta og ég er
ágætlega meðvitaður um að það get-
ur allt gerst þegar maður er búinn
að vera jafn lengi frá og raun ber
vitni. Aðalatriðið er að vera klár í að
takast á við þá hluti sem geta komið
upp á og ég get allavega með sanni
sagt að ég er orðinn nokkuð reyndur
í þessu og tilfinningin sem ég fékk
eftir að hafa skorað þessi tvö mörk
um daginn gerði þessa þrautagöngu
aðeins þess virði.“
Allt með ráðum gert
Kolbeinn hefur farið rólega af
stað með AIK og byrjaði sinn fyrsta
leik fyrir félagið í 1:0-útisigri gegn
Kalmar 6. júlí en framherjinn ítrek-
ar að félagið sé duglegt að passa upp
á sig.
„Mér líður frábærlega í líkam-
anum og þetta er allt á réttri leið hjá
mér. Klúbburinn hefur passað mjög
vel upp á mig frá því ég kom til Sví-
þjóðar og séð til þess að ég fari ekki
of hratt af stað. Ég byrjaði sem
dæmi á bekknum í undankeppni
Meistaradeildarinnar á dögunum en
það var með ráðum gert til þess að
venja líkamann aðeins við álagið.
Markmiðið er að ég geti spilað eins
marga leiki og kostur er þegar fram
líða stundir en á meðan ég er að
koma mér aftur af stað er farið var-
lega í sakirnar og við tökum þetta
skref fyrir skref, sem hentar mér
mjög vel.“
Framherjinn á að baki 112 úrvals-
deildarleiki í Hollandi þar sem hann
skoraði 46 mörk með AZ Alkmaar
og Ajax á árunum 2011 til ársins
2015. Þá lék hann hann 30 leiki með
Nantes í Frakklandi á árunum 2015
til ársins 2019 þar sem hann skoraði
þrjú mörk en sænska úrvalsdeildin
hefur komið framherjanum talsvert
á óvart.
Gæðin í Svíþjóð komu á óvart
„Fótboltinn hérna í Svíþjóð er
mjög góður og leikmennirnir sem
spila hérna eru mjög góðir tækni-
lega. Það kom mér aðeins á óvart
hversu mikil gæði eru hérna og
deildin styrkist með hverju árinu og
þessi deild hentar mér persónulega
mjög vel á þessum tímapunkti á
mínum ferli. Vonandi get ég sýnt
mitt rétta andlit hérna í Svíþjóð og
sýnt hvað ég get en að sama skapi vil
ég líka halda áfram að bæta mig sem
knattspyrnumaður.“
Kolbeinn hefur ennþá mikinn
metnað sem knattspyrnumaður,
bæði með félagsliði sínu og landslið-
inu en hann var valinn í landsliðs-
hópinn fyrir leikinn gegn Albaníu og
Tyrklandi í undankeppni EM á
Laugardalsvelli í júlí á þessu ári.
Valið var talsvert gagnrýnt þar sem
framherjinn hafði lítið sem ekkert
spilað fram að leikjunum mikilvægu
sem unnust báðir og kom Kolbeinn
inn á sem varamaður um miðjan síð-
ari hálfleikinn í báðum þeirra og
stóð sig vel.
Leið illa og þurfti verkjatöflur
„Ég vil sýna og sanna að þessi
meiðsli hafa ekki tekið neitt frá mér.
Mér hefur aldrei liðið jafn vel í lík-
amanum á mínum ferli. Fyrir þessi
erfiðu meiðsli spilaði ég mikið á
verkjatöflum og það komu tímar þar
sem mér leið bara illa í leikjum og
fann fyrir þreytu. Ég hef fengið
langa hvíld sem hjálpar líka en von-
andi heldur líkaminn bara áfram að
vera frískur núna. Þegar kemur að
landsliðinu þá finnst mér ég ekki
beint þurfa að sanna neitt fyrir fólki
en ég vil að sjálfsögðu sýna það að
ég hafi mikinn metnað fyrir því að
spila með landsliðinu. Það skemmti-
legasta sem ég geri er að spila lands-
leiki og það eina sem mér finnst ég
kannski þurfa að sanna er að ég sé í
góðu formi og ég geti hjálpað liðinu
að koma sér á næsta stórmót,“ sagði
Kolbeinn Sigþórsson í samtali við
Morgunblaðið.
Mörkin gerðu þrauta-
gönguna þess virði
Kolbeinn Sigþórsson er ánægður með fyrstu mánuðina sem leikmaður AIK
í Stokkhólmi Skemmtilegast af öllu að spila landsleiki fyrir hönd Íslands
Morgunblaðið/Hari
Landsleikur Kolbeinn Sigþórsson umkringdur Tyrkjum í sigurleiknum á Laugardalsvelli í síðasta mánuði.
32 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2019
Stephany Mayor og Bianca Sierra
missa af næstu þremur leikjum Þórs/
KA í úrvalsdeild kvenna í fótbolta,
gegn Fylki í kvöld, ÍBV á laugardag og
Breiðabliki 1. ágúst. Þær eru á förum
til Perú þar sem þær leika með lands-
liði Mexíkó á Ameríkuleikunum en þar
er mexíkóska liðið í riðli með Jamaíka,
Paragvæ og Kólumbíu. Stephany er
ein þriggja markahæstu leikmanna úr-
valsdeildarinnar með 10 mörk í 10
leikjum með Þór/KA.
Kvennalandslið Íslands í körfu-
knattleik verður í riðli með Slóveníu,
Grikklandi og Búlgaríu í undankeppn-
inni fyrir EM 2021 sem hefst í nóv-
ember á þessu ári. Dregið var í Münc-
hen í gær.
Karlalandsliðið í körfuknattleik er á
leið í forkeppni í ágúst þar sem það
mætir Sviss og Portúgal. Vinni liðið
þann riðil fer það í riðil með Finnlandi,
Georgíu og Serbíu í undankeppninni
fyrir EM 2021.
Eygló Ósk
Gústafsdóttir
hafnaði í 42. sæti í
100 m baksundi
kvenna og Krist-
inn Þórarinsson í
46. sæti í 100 m
baksundi karla á
heimsmeist-
aramótinu í
Gwangju í Suður-Kóreu í fyrrinótt. Þau
komust ekki áfram úr undanriðlum.
Eygló synti á 1:03,46 mínútum en Ís-
landsmet hennar er 1:00,25 mínútur.
Kristinn náði sínum næstbesta tíma í
greininni, 56,99 sekúndur, en Íslands-
met Arnar Arnarsonar er 54,75 sek-
úndur.
Kvennalandslið Íslands í knatt-
spyrnu mætir Frakklandi í vin-
áttulandsleik á útivelli föstudaginn 4.
október. Hann er liður í undirbúningi
liðsins fyrir leik gegn Lettlandi á úti-
velli í undankeppni EM sem fram fer
fjórum dögum síðar. Ísland leikur
fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni
gegn Ungverjalandi og Slóvakíu á
Laugardalsvelli 29. ágúst og 2. sept-
ember.
Takist Stjörnumönnum að koma á
óvart og slá út Espanyol frá Spáni í 2.
umferð Evrópudeildarinnar í fótbolta
bíður þeirra mótherji frá Sviss eða
Færeyjum. Sigurliðið í einvígi Stjörn-
unnar og Espanyol dróst í gær gegn
sigurvegaranum úr einvígi Luzern frá
Sviss og KÍ Klaksvík frá Færeyjum
sem einnig mætast í 2. umferðinni.
Fyrri leikur Espanyol og Stjörnunnar
fer fram í Barcelona á
fimmtudaginn.
Spænska markverð-
inum David de Gea
stendur til boða að
gera langtíma samn-
ing við Manchester
United. Samkvæmt
enskum fjölmiðlum
býður félagið honum
235 milljónir í mán-
aðarlaun. Spánverj-
inn segist hafa
metnað til þess að
verða fyrirliði liðs-
ins en fráfarandi
fyrirliði, Antonio
Valencia, yfirgaf
United í sumar. De Gea
er 28 ára og hefur
leikið með United
síðan 2011.
Eitt
ogannað
Stjarnan hefur samið við króatíska
körfuknattleiksmanninn Nikolas
Tomsick um að leika með liðinu á
komandi vetri. Tomsick er 28 ára
gamall leikstjórnandi og var í stóru
hlutverki í liði Þórs frá Þorlákshöfn
síðasta vetur en það komst óvænt í
undanúrslitin um Íslandsmeist-
aratitilinn. Tomsick skoraði þar
22,8 stig og átti 7,6 stoðsendingar
að meðaltali í leik. Hann var þrisvar
valinn í fimm manna úrvalslið mán-
aðar hjá Morgunblaðinu síðasta
vetur og valinn besti erlendi leik-
maðurinn í deildinni í marsmánuði.
Tomsick kominn
til Stjörnunnar
Morgunblaðið/Hari
Sterkur Nikolas Tomsick lék mjög
vel með Þór síðasta vetur.
Íslandsmeistarar Selfoss í hand-
knattleik hafa samið við Magnús
Öder Einarsson um að leika með
liðinu næstu tvö árin. Frá þessu var
greint í tilkynningu frá Selfyss-
ingum í gær.
Magnús er 22 ára gamall og lék
með Selfossi þegar liðið var í 1.
deild veturinn 2015-2016 og komst
upp í úrvalsdeild. Hann hefur síðan
þá leikið með ÍF Mílan, Þrótti R. og
nú síðast Gróttu, sem féll úr efstu
deild í vor. Þar var hann marka-
hæstur með 85 mörk í 20 leikjum.
yrkill@mbl.is
Meistararnir fá
Magnús Öder
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Félagaskipti Magnús Öder Ein-
arsson í leik gegn Selfossi.