Morgunblaðið - 25.07.2019, Side 11

Morgunblaðið - 25.07.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 NÝ SENDING Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 LAXDAL SUMARSALAN MEIRA & MEIRA ÚTSÖLUFJÖR 50-70% afsláttur Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook str. 36-56 20% aukaafsláttur af allri útsöluvöru Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Nýjar haustvörur streyma inn Str. 38-58 Ármúla 44, 108 Reykjavík s. 562 6062 Nýjar vörur komnar Allt að 80% afsláttur Útsala Félags- og barnamálaráðherra hef- ur nú birt í samráðsgátt stjórnvalda minnisblað um aðgerðir sem hann hyggst ráðast í til þess að gera Íbúðalánasjóði kleift að bjóða nýjar tegundir lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Í frétt frá ráðuneytinu segir að fyr- irhugaðar séu breytingar á lögum um almennar íbúðir, sem m.a. er ætlað að bregðast við misvægi á milli byggingarkostnaðar og mark- aðsverðs á landsbyggðinni. Mark- mið breytinganna sé að gera sveit- arfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigu- kerfinu með stofnframlagi ríkisins. Í frétt ráðuneytisins segir að stöðnun sé algengt vandamál í þess- um sveitarfélögum og víða hafi ekk- ert íbúðarhúsnæði verið byggt í einn til tvo áratugi. Mun meira hafi verið byggt á landsbyggðinni frá aldamótum og fram að hruni, held- ur en síðustu ár. Sérfræðingar Íbúðalánasjóðs sjái merki um mark- aðsbrest á mörgum svæðum enda ráðist fáir í að reisa nýtt íbúðar- húsnæði þrátt fyrir að atvinna sé víðast hvar næg og eftirspurn eftir íbúðum mikil. Þeir fáu sem vilja byggja í smærri sveitarfélögum komi oft á tíðum að lokuðum dyrum á lánamarkaðnum. Dýr og erfið fjármögnun, skortur á byggingarað- ilum og misvægi milli húsnæðis- verðs og byggingarkostnaðar hafi valdið því að lítið eða ekkert sé byggt. Ráðherra boðar einnig að hann muni setja í reglugerð nýjan lána- flokk hjá Íbúðalánasjóði til að auð- velda sjóðnum að veita fjármögnun á landsbyggðinni Nýr lánaflokkur fyrir landsbyggðina Morgunblaðið/Golli Húsnæði Skortur er á íbúðar- húsnæði á landsbyggðinni.  Greitt fyrir byggingu íbúða úti á landi  Kynnt í samráðsgátt stjórnvalda Rétt uppsetning Þau mistök urðu við uppsetningu greinar Sigurðar Skúlasonar, „Bæbæ íslenska“, sem birtist í blaðinu í fyrradag, að millifyrirsögn rann inn í ljóðið Hreinsun eftir Gyrði Elíasson og er beðist velvirðingar á því. Ljóðið er svona: Einhverntíma kemur að því að plánetan fær nóg, tekur á sig snöggan rykk á ofurhröðum snúningi sínum og þeytir öllum þessum 7 milljörðum ásamt því sem tilheyrir út í myrkan geiminn, svona rétt einsog þegar dýr hristir af sér óværu. Svo byrjar hún í rólegheitum upp á nýtt að safna lífi. LEIÐRÉTT SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.