Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 60

Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 60
GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Samkeppnin á risamótunum í golfi er svo hörð að ekki eru það allt- af frægustu nöfnin sem sigra þótt Tiger Woods hafi unnið Masters í apríl. Írinn Shane Lowry stóð uppi sem sigurvegari á Opna mótinu (The Open) á dögunum og Gary Wo- odland vann Opna bandaríska í júní. Lowry er þó enginn nýgræðingur. 32 ára gamall og hefur unnið fimm mót á Evrópumótaröðinni og tvö á PGA-mótaröðinni á ferlinum. En hann hafði sjaldan verið í baráttunni um sigur á risamótunum. Hafnaði þó í 2. sæti á Opna bandaríska árið 2016. Einnig varð hann í 8. sæti á PGA-meistaramótinu í maí og hefur því leikið vel í sumar. Lowry kemur frá Clara, fámennu bæjarfélagi á Írlandi, sem telur 3.432 íbúa samkvæmt síðasta mann- tali. Hann fékk hjartnæmar mót- tökur við heimkomuna en Lowry ákvað að fara heim með Silfurkönn- una og fagna með sínu fólki. Dró sig út úr næsta móti sem hann var skráður í og hefst í dag. Englendingar í baráttunni en þurfa að bíða enn um sinn Stuðningurinn við Lowry náði langt út fyrir heimabæinn en Írar studdu vel við bakið á sínum manni á mótinu og settu mikinn svip á við- burðinn þegar á leið. Stemningin mun hafa verið frábær á hinum snúna en glæsilega Royal Purtrush- velli á Norður-Írlandi en áhorfendur létu ekki misjafnt veður spilla gleðinni. Rétt eins og á Íslandi er allra veðra von á þessum slóðum á sumrin. Eða svo gott sem. Fyrir fram var búist við því að stemningin yrði vegna heimamanns- ins Rorys McIlroy en hann höndlaði ekki andrúmsloftið fyrsta daginn og missti af niðurskurðinum með einu höggi. Bretar fylgdust spenntir með þegar á leið en þá var Írinn í forystu en einnig gerðu nokkrir Englend- ingar sig líklega: Tommy Fleetwo- od, Justin Rose og Lee Westwood. Íri sigraði síðast á mótinu árið 2008 þegar Padraig Harrington sigraði annað árið í röð. Englendingar þurfa að bíða enn um sinn en Eng- lendingur hefur ekki unnið Opna mótið síðan Nick Faldo gerði það með stæl árið 1990. Frábært skor á þriðja hring Írar eru ekki vanir því að vera á heimavelli þegar kemur að Opna mótinu. Síðast var mótið haldið á Royal Portrush árið 1951. En vell- irnir sem fengið hafa að halda mótið eru flestir í Skotlandi en nokkrir á Englandi. Á lokaholunum á öðrum keppn- isdegi var Lowry kominn í forystu og þá virtist taugatitringur gera vart við sig. Misjafnt er hvort gott sé fyrir íþróttamenn að vera á heimavelli eða ekki. Pressan getur orðið meiri en menn ráða við. Sér- staklega í golfinu þar sem mót sem þetta er tuttugu klukkustunda sál- arstríð á golfvellinum sjálfum og ef til vill svefnlitlar nætur á milli. Lowry tók hins vegar taugaveikl- unina út á lokaholunum á föstudeg- inum. Hann fór á kostum á laug- ardeginum þegar hann lék á 63 höggum. Var einungis tveimur höggum frá því að jafna vallarmetið sem er í eigu McIlroy. Þar lagði hann grunninn að sigrinum því Lowry gaf ekki mörg færi á sér við krefjandi aðstæður á lokadeginum. Hann gat því leyft sér að fagna á 18. holunni og drekka í sig stemn- inguna. Írar hylltu sinn mann. Enginn velti því fyrir sér hvort hann væri úr suðrinu eða norðrinu eða hvort hann væri kaþólikki eða mótmælandi. Einfaldlega kylfingur að vinna eitt stærsta íþróttaafrek í sögu Írlands. Súrrealísk upplifun „Þegar ég var að alast upp æfði ég pútt þar sem ég ímyndaði mér að þau væru fyrir sigri á The Open. Að sitja hér með könnuna fyrir framan mig er ótrúlegt. Sjáiði bara nöfn þeirra sem eru letruð á hana. Ég átti bágt með að trúa því að þetta væri að verða að veruleika. Ég leyfði mér að njóta stundarinnar á 18. holunni og drekka í mig stemn- inguna eins og gat. En það var á vissan hátt erfitt því mér fannst súr- realískt að vera í þessum sporum,“ sagði Shane Lowry meðal annars á blaðamannafundinum þegar sig- urinn var í höfn. Írar sameinað- ir í stuðningi  Shane Lowry hylltur sem þjóðhetja eftir glæsilegan sigur á Norður-Írlandi AFP Sigurstund Shane Lowry á 18. holunni á Royal Portrush á sunnudaginn. 60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Inkasso-deild kvenna Fjölnir – Afturelding .............................. 1:2 ÍR – Þróttur R .......................................... 0:7 Margrét Sveinsdóttir 8. 40., 43., 58., Linda Líf Boama 9., 14., Lauren Wade 51., Staðan: Þróttur R. 10 8 0 2 38:9 24 FH 9 7 1 1 24:10 22 Tindastóll 9 6 0 3 27:19 18 Afturelding 10 5 1 4 13:13 16 Haukar 9 4 0 5 13:9 12 Augnablik 9 4 0 5 8:10 12 ÍA 9 3 2 4 9:9 11 Grindavík 9 3 2 4 13:16 11 Fjölnir 10 3 2 5 15:21 11 ÍR 10 0 0 10 3:47 0 Meistaradeild karla 2. umferð, fyrri leikir: BATE Borisov – Rosenborg................... 2:1  Willum Þór Willumsson lék ekki með BATE vegna meiðsla. Maribor – AIK.......................................... 2:1  Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 62 mín- úturnar með AIK. CFR Cluj – Maccabi Tel Aviv ................. 1:0 Ferencváros – Valletta ............................ 3:1 Celtic – Nömme Kalju.............................. 5:0 Dundalk – Qarabag .................................. 1:1 Rauða stjarnan – HJK Helsinki ............. 2:0 Evrópudeild karla 2. umferð, fyrri leikur: Slovan Bratislava – Feronikeli................ 2:1 Noregur B-deild: Sogndal – Start ........................................ 0:1  Aron Sigurðarson lék allan leikinn með Start og Kristján Flóki Finnbogason kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Jóhann- es Harðarson er þjálfari liðsins.  Efstu lið: Aalesund 35, Sandefjord 33, Raufoss 28, Start 28, Kongsvinger 24. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Evrópudeild karla, fyrri leikur: Origo-völlur: Valur – Ludogorets ............ 19 1. deild karla, Inkasso-deildin: Rafholtsvöllur: Njarðvík – Leiknir R. 19.15 Ásvellir: Haukar – Fram ..................... 19.15 Ólafsvík: Víkingur Ó. – Þróttur R....... 19.15 Varmá: Afturelding – Keflavík............ 19.15 2. deild karla: Fjarðabyggðarhöll: Leiknir F. – ÍR ... 17.30 Samsung-völlur: KFG – Víðir ............. 19.15 3. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Augnablik.... 20 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Mustadv.: Grindavík – Augnablik....... 19.15 Kaplakrikavöllur: FH – ÍA.................. 19.15 Í KVÖLD! HANDBOLTI HM U21 karla Leikið á Spáni: 16-liða úrslit: Danmörk – Ungverjaland.................... 30:29 Egyptaland – Serbía ............................ 30:29 Noregur – Brasilía ............................... 29:28 Slóvenía – Suður-Kórea....................... 32:28 Króatía – Ísland.................................... 29:16 Portúgal – Þýskaland........................... 37:36 Frakkland – Spánn............................... 24:23 Túnis – Svíþjóð ..................................... 29:26 Í 8-liða úrslitum í dag mætast: Egyptaland – Noregur Frakkland – Danmörk Slóvenía – Portúgal Túnis – Króatía  Ísland leikur í dag við Serbíu um sæti 13- 14 á mótinu. Keppni um sæti 17-20: Barein – Síle.......................................... 30:29  Halldór Jóhann Sigfússon þjálfar Barein sem leikur við Japan um sautjánda sætið á mótinu. Japan – Nígería .................................... 26:16 Keppni um sæti 21-24: Kósóvó – Argentína.............................. 29:36 Bandaríkin – Ástralía........................... 31:18  Undanúrslit eru leikin á laugardag og á sunnudag er leikið til úrslita um sæti. Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar U17 ára lið karla, leikið í Bakú: B-riðill: Frakkland – Slóvenía ........................... 30:29 Króatía – Ísland.................................... 24:21 Mörk Íslands: Arnór Viðarsson 6, Arnór Ísak Haddsson 5, Ísak Gústafsson 2, Tryggvi Þórisson 2 Kristófer Máni Jónas- son 2, Reynir Freyr Sveinsson 1, Jakob Ar- onsson 1, Benedikt Gunnar Óskarsson 1, Jóhannes Berg Andrason 1.  Lokastaðan í riðlinum: Frakkland 4, Króatía 3, Ísland 3, Slóvenía 2.  Ísland mætir Aserbaídsjan á morgun í keppni um sæti fimm til átta og spilar um endanlegt sæti á laugardaginn. Knattspyrnumaðurinn Þórður Þor- steinn Þórðarson hefur rift samn- ingi sínum við ÍA en félagið skýrði frá þessu í gærmorgun. Þórður hef- ur leikið allan sinn feril með ÍA en hefur fá tækifæri fengið á þessu tímabili. „Ég vil ítreka að ég ber engan kala til neins, þjálfarinn taldi bara aðra leikmenn vera betri í þær stöður sem ég spila,“ sagði Þórður m.a. í viðtali við mbl.is í gær. Hann kvaðst hafa heyrt strax frá mörg- um félögum og reiknaði með að vera kominn í nýtt félag fyrir helgina. vs@mbl.is Þórður er farinn frá Skaganum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Farinn Þórður Þorsteinn Þórðarson er á leiðinni í annað félag. Kolbeinn Sigþórsson var í byrj- unarliði AIK í 2. umferð Meist- aradeildarinnar í knattspyrnu í gær. Sænska liðið heimsótti þá Maribor til Slóveníu og tapaði 2:1 í fyrri leik liðanna en Maribor sló Val út í 1. umferðinni. Kolbeinn fór út af eftir 62 mínútur. BATE Borisov hafði betur 2:1 gegn Rosenborg í Hvíta-Rússlandi í sömu keppni en Willum Þór Will- umsson gat ekki leikið með BATE vegna meiðsla. Óhætt er að segja að báðar rimmurnar séu galopnar eft- ir þessi úrslit. kris@mbl.is Kolbeinn lék í Meistaradeildinni Morgunblaðið/Hari Evrópuleikur Hlutverk Kolbeins hjá AIK stækkar smám saman. EVRÓPUDEILD Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Eitt af því skemmtilegasta sem maður gerir er að spila þessa Evr- ópuleiki þannig að það eru allir vel gíraðir og tilbúnir í slaginn á morg- un,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörns- son, varnarmaður Vals, í samtali við Morgunblaðið í gær. Valsmenn mæta búlgörsku meisturunum í Lu- dogorets í fyrri leik liðanna í 2. um- ferð undankeppni Evrópudeild- arinnar í fótbolta á Origo-vellinum á Hlíðarenda í kvöld. „Staðan og stemningin í leik- mannahópnum er góð og eftir minni bestu vitund eru allir heilir. Þetta er risalið sem við erum að mæta og þeir eru stærri á blaði en Maribor sem sló okkur sannfærandi úr leik í 1. umferð undankeppni Meistaradeild- arinnar á dögunum. Það verður fyrst og fremst gaman að sjá hvar við stöndum gegn þessu liði.“ Eiður ítrekar að það skipti öllu máli að ná í góð úrslit á heimavelli. „Þetta Maribor-lið er eitt heil- steyptasta lið sem ég hef mætt. Ein- vígið var mjög erfitt en við ætlum ekki að breyta miklu í okkar leik þannig séð. Ludogorets er lið sem spilar mjög ákveðinn sóknarbolta og þeir eru með nokkra öfluga bras- ilíska leikmenn í sínu liði. Þeir sækja hins vegar á mörgum mönnum og það er eitthvað sem við ætlum að nýta okkur. Markmiðið í leiknum er fyrst og fremst að verja markið okk- ar og við viljum standa vel að vígi fyrir seinni leikinn úti í Búlgaríu og ef það á að takast þurfum við að ná í góð úrslit hérna heima.“ Íslensku liðin hafa ekki riðið feit- um hesti frá Evrópukeppnum í sumar og Eiður viðurkennir að það sé ákveðinn munur á íslensku lið- unum og mörgum af mótherjum þeirra. „Eins og ég sagði áðan er Mari- bor-liðið það heilsteyptasta sem ég hef mætt. Við erum eitthvað á eftir þeim í getu og hæfileikum og það tekur tíma að ná svona sterkum lið- um. Það hefur verið stígandi í deild- inni á undanförnum árum og við þurfum bara að halda áfram hérna heima að þróa okkar leik. Ef allir róa í sömu átt kemur þetta á end- anum en eins og staðan er í dag er ákveðinn munur á liðunum hérna heima og stærri liðunum í Evrópu,“ sagði Eiður við Morgunblaðið. Verðum að verja markið okkar  Evrópuleikirnir skemmtilegastir  Íslensku liðin þurfa að róa í sömu átt Morgunblaðið/Árni Sæberg Valur Eiður Aron Sigurbjörnsson og félagar mæta Ludogorets.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.