Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 60
GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Samkeppnin á risamótunum í golfi er svo hörð að ekki eru það allt- af frægustu nöfnin sem sigra þótt Tiger Woods hafi unnið Masters í apríl. Írinn Shane Lowry stóð uppi sem sigurvegari á Opna mótinu (The Open) á dögunum og Gary Wo- odland vann Opna bandaríska í júní. Lowry er þó enginn nýgræðingur. 32 ára gamall og hefur unnið fimm mót á Evrópumótaröðinni og tvö á PGA-mótaröðinni á ferlinum. En hann hafði sjaldan verið í baráttunni um sigur á risamótunum. Hafnaði þó í 2. sæti á Opna bandaríska árið 2016. Einnig varð hann í 8. sæti á PGA-meistaramótinu í maí og hefur því leikið vel í sumar. Lowry kemur frá Clara, fámennu bæjarfélagi á Írlandi, sem telur 3.432 íbúa samkvæmt síðasta mann- tali. Hann fékk hjartnæmar mót- tökur við heimkomuna en Lowry ákvað að fara heim með Silfurkönn- una og fagna með sínu fólki. Dró sig út úr næsta móti sem hann var skráður í og hefst í dag. Englendingar í baráttunni en þurfa að bíða enn um sinn Stuðningurinn við Lowry náði langt út fyrir heimabæinn en Írar studdu vel við bakið á sínum manni á mótinu og settu mikinn svip á við- burðinn þegar á leið. Stemningin mun hafa verið frábær á hinum snúna en glæsilega Royal Purtrush- velli á Norður-Írlandi en áhorfendur létu ekki misjafnt veður spilla gleðinni. Rétt eins og á Íslandi er allra veðra von á þessum slóðum á sumrin. Eða svo gott sem. Fyrir fram var búist við því að stemningin yrði vegna heimamanns- ins Rorys McIlroy en hann höndlaði ekki andrúmsloftið fyrsta daginn og missti af niðurskurðinum með einu höggi. Bretar fylgdust spenntir með þegar á leið en þá var Írinn í forystu en einnig gerðu nokkrir Englend- ingar sig líklega: Tommy Fleetwo- od, Justin Rose og Lee Westwood. Íri sigraði síðast á mótinu árið 2008 þegar Padraig Harrington sigraði annað árið í röð. Englendingar þurfa að bíða enn um sinn en Eng- lendingur hefur ekki unnið Opna mótið síðan Nick Faldo gerði það með stæl árið 1990. Frábært skor á þriðja hring Írar eru ekki vanir því að vera á heimavelli þegar kemur að Opna mótinu. Síðast var mótið haldið á Royal Portrush árið 1951. En vell- irnir sem fengið hafa að halda mótið eru flestir í Skotlandi en nokkrir á Englandi. Á lokaholunum á öðrum keppn- isdegi var Lowry kominn í forystu og þá virtist taugatitringur gera vart við sig. Misjafnt er hvort gott sé fyrir íþróttamenn að vera á heimavelli eða ekki. Pressan getur orðið meiri en menn ráða við. Sér- staklega í golfinu þar sem mót sem þetta er tuttugu klukkustunda sál- arstríð á golfvellinum sjálfum og ef til vill svefnlitlar nætur á milli. Lowry tók hins vegar taugaveikl- unina út á lokaholunum á föstudeg- inum. Hann fór á kostum á laug- ardeginum þegar hann lék á 63 höggum. Var einungis tveimur höggum frá því að jafna vallarmetið sem er í eigu McIlroy. Þar lagði hann grunninn að sigrinum því Lowry gaf ekki mörg færi á sér við krefjandi aðstæður á lokadeginum. Hann gat því leyft sér að fagna á 18. holunni og drekka í sig stemn- inguna. Írar hylltu sinn mann. Enginn velti því fyrir sér hvort hann væri úr suðrinu eða norðrinu eða hvort hann væri kaþólikki eða mótmælandi. Einfaldlega kylfingur að vinna eitt stærsta íþróttaafrek í sögu Írlands. Súrrealísk upplifun „Þegar ég var að alast upp æfði ég pútt þar sem ég ímyndaði mér að þau væru fyrir sigri á The Open. Að sitja hér með könnuna fyrir framan mig er ótrúlegt. Sjáiði bara nöfn þeirra sem eru letruð á hana. Ég átti bágt með að trúa því að þetta væri að verða að veruleika. Ég leyfði mér að njóta stundarinnar á 18. holunni og drekka í mig stemn- inguna eins og gat. En það var á vissan hátt erfitt því mér fannst súr- realískt að vera í þessum sporum,“ sagði Shane Lowry meðal annars á blaðamannafundinum þegar sig- urinn var í höfn. Írar sameinað- ir í stuðningi  Shane Lowry hylltur sem þjóðhetja eftir glæsilegan sigur á Norður-Írlandi AFP Sigurstund Shane Lowry á 18. holunni á Royal Portrush á sunnudaginn. 60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Inkasso-deild kvenna Fjölnir – Afturelding .............................. 1:2 ÍR – Þróttur R .......................................... 0:7 Margrét Sveinsdóttir 8. 40., 43., 58., Linda Líf Boama 9., 14., Lauren Wade 51., Staðan: Þróttur R. 10 8 0 2 38:9 24 FH 9 7 1 1 24:10 22 Tindastóll 9 6 0 3 27:19 18 Afturelding 10 5 1 4 13:13 16 Haukar 9 4 0 5 13:9 12 Augnablik 9 4 0 5 8:10 12 ÍA 9 3 2 4 9:9 11 Grindavík 9 3 2 4 13:16 11 Fjölnir 10 3 2 5 15:21 11 ÍR 10 0 0 10 3:47 0 Meistaradeild karla 2. umferð, fyrri leikir: BATE Borisov – Rosenborg................... 2:1  Willum Þór Willumsson lék ekki með BATE vegna meiðsla. Maribor – AIK.......................................... 2:1  Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 62 mín- úturnar með AIK. CFR Cluj – Maccabi Tel Aviv ................. 1:0 Ferencváros – Valletta ............................ 3:1 Celtic – Nömme Kalju.............................. 5:0 Dundalk – Qarabag .................................. 1:1 Rauða stjarnan – HJK Helsinki ............. 2:0 Evrópudeild karla 2. umferð, fyrri leikur: Slovan Bratislava – Feronikeli................ 2:1 Noregur B-deild: Sogndal – Start ........................................ 0:1  Aron Sigurðarson lék allan leikinn með Start og Kristján Flóki Finnbogason kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Jóhann- es Harðarson er þjálfari liðsins.  Efstu lið: Aalesund 35, Sandefjord 33, Raufoss 28, Start 28, Kongsvinger 24. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Evrópudeild karla, fyrri leikur: Origo-völlur: Valur – Ludogorets ............ 19 1. deild karla, Inkasso-deildin: Rafholtsvöllur: Njarðvík – Leiknir R. 19.15 Ásvellir: Haukar – Fram ..................... 19.15 Ólafsvík: Víkingur Ó. – Þróttur R....... 19.15 Varmá: Afturelding – Keflavík............ 19.15 2. deild karla: Fjarðabyggðarhöll: Leiknir F. – ÍR ... 17.30 Samsung-völlur: KFG – Víðir ............. 19.15 3. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Augnablik.... 20 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Mustadv.: Grindavík – Augnablik....... 19.15 Kaplakrikavöllur: FH – ÍA.................. 19.15 Í KVÖLD! HANDBOLTI HM U21 karla Leikið á Spáni: 16-liða úrslit: Danmörk – Ungverjaland.................... 30:29 Egyptaland – Serbía ............................ 30:29 Noregur – Brasilía ............................... 29:28 Slóvenía – Suður-Kórea....................... 32:28 Króatía – Ísland.................................... 29:16 Portúgal – Þýskaland........................... 37:36 Frakkland – Spánn............................... 24:23 Túnis – Svíþjóð ..................................... 29:26 Í 8-liða úrslitum í dag mætast: Egyptaland – Noregur Frakkland – Danmörk Slóvenía – Portúgal Túnis – Króatía  Ísland leikur í dag við Serbíu um sæti 13- 14 á mótinu. Keppni um sæti 17-20: Barein – Síle.......................................... 30:29  Halldór Jóhann Sigfússon þjálfar Barein sem leikur við Japan um sautjánda sætið á mótinu. Japan – Nígería .................................... 26:16 Keppni um sæti 21-24: Kósóvó – Argentína.............................. 29:36 Bandaríkin – Ástralía........................... 31:18  Undanúrslit eru leikin á laugardag og á sunnudag er leikið til úrslita um sæti. Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar U17 ára lið karla, leikið í Bakú: B-riðill: Frakkland – Slóvenía ........................... 30:29 Króatía – Ísland.................................... 24:21 Mörk Íslands: Arnór Viðarsson 6, Arnór Ísak Haddsson 5, Ísak Gústafsson 2, Tryggvi Þórisson 2 Kristófer Máni Jónas- son 2, Reynir Freyr Sveinsson 1, Jakob Ar- onsson 1, Benedikt Gunnar Óskarsson 1, Jóhannes Berg Andrason 1.  Lokastaðan í riðlinum: Frakkland 4, Króatía 3, Ísland 3, Slóvenía 2.  Ísland mætir Aserbaídsjan á morgun í keppni um sæti fimm til átta og spilar um endanlegt sæti á laugardaginn. Knattspyrnumaðurinn Þórður Þor- steinn Þórðarson hefur rift samn- ingi sínum við ÍA en félagið skýrði frá þessu í gærmorgun. Þórður hef- ur leikið allan sinn feril með ÍA en hefur fá tækifæri fengið á þessu tímabili. „Ég vil ítreka að ég ber engan kala til neins, þjálfarinn taldi bara aðra leikmenn vera betri í þær stöður sem ég spila,“ sagði Þórður m.a. í viðtali við mbl.is í gær. Hann kvaðst hafa heyrt strax frá mörg- um félögum og reiknaði með að vera kominn í nýtt félag fyrir helgina. vs@mbl.is Þórður er farinn frá Skaganum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Farinn Þórður Þorsteinn Þórðarson er á leiðinni í annað félag. Kolbeinn Sigþórsson var í byrj- unarliði AIK í 2. umferð Meist- aradeildarinnar í knattspyrnu í gær. Sænska liðið heimsótti þá Maribor til Slóveníu og tapaði 2:1 í fyrri leik liðanna en Maribor sló Val út í 1. umferðinni. Kolbeinn fór út af eftir 62 mínútur. BATE Borisov hafði betur 2:1 gegn Rosenborg í Hvíta-Rússlandi í sömu keppni en Willum Þór Will- umsson gat ekki leikið með BATE vegna meiðsla. Óhætt er að segja að báðar rimmurnar séu galopnar eft- ir þessi úrslit. kris@mbl.is Kolbeinn lék í Meistaradeildinni Morgunblaðið/Hari Evrópuleikur Hlutverk Kolbeins hjá AIK stækkar smám saman. EVRÓPUDEILD Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Eitt af því skemmtilegasta sem maður gerir er að spila þessa Evr- ópuleiki þannig að það eru allir vel gíraðir og tilbúnir í slaginn á morg- un,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörns- son, varnarmaður Vals, í samtali við Morgunblaðið í gær. Valsmenn mæta búlgörsku meisturunum í Lu- dogorets í fyrri leik liðanna í 2. um- ferð undankeppni Evrópudeild- arinnar í fótbolta á Origo-vellinum á Hlíðarenda í kvöld. „Staðan og stemningin í leik- mannahópnum er góð og eftir minni bestu vitund eru allir heilir. Þetta er risalið sem við erum að mæta og þeir eru stærri á blaði en Maribor sem sló okkur sannfærandi úr leik í 1. umferð undankeppni Meistaradeild- arinnar á dögunum. Það verður fyrst og fremst gaman að sjá hvar við stöndum gegn þessu liði.“ Eiður ítrekar að það skipti öllu máli að ná í góð úrslit á heimavelli. „Þetta Maribor-lið er eitt heil- steyptasta lið sem ég hef mætt. Ein- vígið var mjög erfitt en við ætlum ekki að breyta miklu í okkar leik þannig séð. Ludogorets er lið sem spilar mjög ákveðinn sóknarbolta og þeir eru með nokkra öfluga bras- ilíska leikmenn í sínu liði. Þeir sækja hins vegar á mörgum mönnum og það er eitthvað sem við ætlum að nýta okkur. Markmiðið í leiknum er fyrst og fremst að verja markið okk- ar og við viljum standa vel að vígi fyrir seinni leikinn úti í Búlgaríu og ef það á að takast þurfum við að ná í góð úrslit hérna heima.“ Íslensku liðin hafa ekki riðið feit- um hesti frá Evrópukeppnum í sumar og Eiður viðurkennir að það sé ákveðinn munur á íslensku lið- unum og mörgum af mótherjum þeirra. „Eins og ég sagði áðan er Mari- bor-liðið það heilsteyptasta sem ég hef mætt. Við erum eitthvað á eftir þeim í getu og hæfileikum og það tekur tíma að ná svona sterkum lið- um. Það hefur verið stígandi í deild- inni á undanförnum árum og við þurfum bara að halda áfram hérna heima að þróa okkar leik. Ef allir róa í sömu átt kemur þetta á end- anum en eins og staðan er í dag er ákveðinn munur á liðunum hérna heima og stærri liðunum í Evrópu,“ sagði Eiður við Morgunblaðið. Verðum að verja markið okkar  Evrópuleikirnir skemmtilegastir  Íslensku liðin þurfa að róa í sömu átt Morgunblaðið/Árni Sæberg Valur Eiður Aron Sigurbjörnsson og félagar mæta Ludogorets.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.