Morgunblaðið - 26.07.2019, Page 1
F Ö S T U D A G U R 2 6. J Ú L Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 174. tölublað 107. árgangur
SÉRBLAÐ
UM LÍFIÐ
Í EYJUM
SYSTKINI
HELGA SIG
TÓNLIST
ANTON SVEINN
MEÐ FARSEÐIL
Á ÓL Í TOKÝÓ
MENNING 28 ÍÞRÓTTIR 26VESTMANNAEYJAR
Ásbakkar í Melasveit eru tignarlegir að sjá og njóta sín best
þegar horft er á þá á flugi, líkt og ljósmyndari Morgunblaðs-
ins gerði nú í vikunni. Fyrir þá sem þekkja til á Englandi
minna Ásbakkar óneitanlega á Hvítukletta í Dover. Grasgræn
Melasveitin, baulið í beljunum og Hafnarfjallið í baksýn vitna
þó um að maður er staddur heima á Fróni en ekki í Dover.
Morgunblaðið/RAX
Beljurnar í Melasveit baula með Ásbakka undir sér
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Verkalýðsfélag Akraness og Sam-
band íslenskra sveitarfélaga skrif-
uðu undir samkomulag 23. júlí þar
sem samið var um 105.000 kr. ein-
greiðslu og 1,5% hækkun til viðbótar
umsömdum hækkunum. Samið var
um að Verkalýðsfélag Akranes
drægi vísun kjaradeilunnar til sátta-
semjara til baka og félli frá 1,5% líf-
eyrisauka. Vilhjálmur Birgisson er
sáttur við samkomulagið og telur
nokkuð víst að Verkalýðsfélag Akra-
ness skrifi undir kjarasamning um
mánaðamótin ágúst/september.
Hann segir betra fyrir sitt fólk sem
eigi erfitt með að ná endum saman
um mánaðamót að fá launahækkun
heldur en lífeyrisauka. Björn Snæ-
björnsson, formaður Starfsgreina-
sambandsins, segir slæmt þegar
hópurinn haldi ekki saman en félögin
fari með samningsumboðið. Björn
segir að áfram verði unnið að því að
ná 1,5% lífeyrisauka líkt og gert hafi
verið frá 2016.
,,Ég er hissa á samningnum sem
Verkalýðsfélag Akraness gerði, en
óska þeim til hamingu með ein-
greiðsluna. Eftir stendur að lífeyr-
isréttindin eru enn ójöfn og hætt er
við að hækkunin hverfi,“ segir Arnar
Hjaltalín, formaður Drífanda stétt-
arfélags í Vestmannaeyjum, en Dríf-
andi er eitt þeirra stéttarfélaga sem
óskuðu eftir því að sveitarfélagið, í
þessu tilfelli Vestmanneyjabær,
greiddi 105.000 kr. eingreiðsluna til
starfsmanna sveitarfélagsins líkt og
Reykjavík, Tjörneshreppur og nú
Akranes hafa gert. Erindi Drífanda
var hafnað sem og annarra stéttar-
félaga víða um land. Félagsmenn í
Eflingu sem vinna hjá Kópavogsbæ,
Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ hafa
lagt fram undirskriftalista til þess að
þrýsta á sveitarfélögin að greiða
105.000 kr. uppbót 1. ágúst.
Arnar Hjaltalín segir að gæta
verði að lífeyriskerfinu og menn
hefðu boðið friðarskyldu gegn því að
fá 105.000 eingreiðsluna en ekki ver-
ið tilbúnir að gefa eftir jöfnun lífeyr-
isréttinda. »6
Jöfnun lífeyrisréttinda
gefin eftir fyrir hækkun
Verkalýðsfélag Akraness samdi um 105.000 kr. eingreiðslu
Framundan er uppstokkun í ferða-
þjónustu og munu félög með lítið
eigið fé og lélegt sjóðstreymi ekki
standa af sér aukna samkeppni.
Þetta er mat sérfræðings á fjár-
málamarkaði sem óskaði nafnleynd-
ar vegna stöðu sinnar á markaði.
Benti hann á að spáð hefði verið
3-5% fjölgun ferðamanna á ári frá og
með árinu 2017. Nýir innviðir í ferða-
þjónustu séu því að koma í notkun.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að 670 hótelherbergi hið minnsta
bætast við markaðinn frá júní til ára-
móta. Hótelíbúðum fjölgar líka.
„Ég tel að þetta geti endað vel hjá
þeim sem komast í gegnum þennan
storm. Við gætum séð það í hótel-
rekstri, eins og öðrum greinum
ferðaþjónustu, að litlir aðilar detti út
af markaði,“ sagði sérfræðingurinn.
Enginn spáði fækkun
Annar sérfræðingur á fjármála-
markaði sagði greinendur ekki hafa
spáð samdrætti í ferðaþjónustu,
heldur miðað við 3-5% vöxt á ári frá
og með 2017. Birtist þessi afstaða í
því að blaðamenn Morgunblaðsins
voru gagnrýndir af viðmælendum á
sínum tíma fyrir að ræða um mögu-
lega fækkun ferðamanna. Nú er
staðan sú að Isavia spáir tæplega 7,3
milljónum flugfarþega í Keflavík í ár
sem yrði fækkun um 2,5 millj. milli
ára. Miðað við fyrri hluta árs gæti
erlendum ferðamönnum fækkað um
300 þús. í ár. baldura@mbl.is »4
Veikustu félögin
gætu farið í þrot
Samkeppni harðnar í ferðaþjónustu