Morgunblaðið - 26.07.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.07.2019, Qupperneq 6
Ern Friðrik Glúmsson í Vallakoti þar sem heimili hans hefur verið í 100 ár. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Ég fékk fyrsta bílinn minn, Volvo, skömmu eftir stríð. Þegar bíllinn kom fylgdu honum engin dekk því mikill gúmmískortur var á þessum árum. Ég mátti bíða í nokkra mánuði þar til mikilsmet- inn maður gekk í málið,“ segir Friðrik Glúmsson, í Vallakoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, sem fagnar 100 ára afmæli í dag með því að heimsækja Fagraskóg í Eyjafirði. Þar var hann fjósamað- ur og svínahirðir í fjögur ár á meðan Stefán Stefánsson, bróðir Davíðs Stefánssonar skálds, sat á Alþingi. Seinni partinn fagnar hann með heimilisfólkinu í Valla- koti þar sem hann er fæddur og hefur búið alla tíð fyrir utan árin fjögur í Fagraskógi. Í Vallakoti býr Friðrik ásamt bróðursyni sín- um Þorsteini R. Þorsteinssyni og konu hans Jóhönnu Magneu Stefánsdóttur. Friðrik er sonur Glúms Hólm- geirssonar, bónda í Vallakoti, sem varð 98 ára og Sigrúnar Friðriks- dóttur. Bróðir Friðriks, Þórsteinn, er 86 ára, en systir þeirra Guðrún hafði náð 100 ára aldri þegar hún lést í fyrra. Friðrik ber nafn afa síns sem var landpóstur og má að sumu leyti segja að Friðrik hafi fetað í fótspor hans. Friðrik segir miklar breytingar hafa orðið á samgöngumáta á þeirri öld sem hann hefur lifað. Helstar séu uppbygging vega og aukið öryggi á þeim en Friðrik starfaði sem atvinnubílstjóri frá 1946 til 1974. ,,Þegar ég var að byrja að keyra gat það tekið jafnvel sólar- hring að komast 100 km leið. Mjólkurbílarnir voru oft einu almenningsfarartækin. Við fluttum vörur, póst og stundum keyrði ég ófrískar konur til Húsavíkur en þangað fóru þær tveimur vikum fyrir fæðingu af öryggisástæðum,“ segir Friðrik sem fékk það hlut- verk sem elsti íbúi Þingeyj- arsveitar að klippa á borða Vaðla- heiðarganga þegar þau voru vígð í byrjun árs. Friðrik sem lenti í lífs- háska á gamla veginum yfir Vaðlaheiði segir að göngin hefðu mátt koma mörgum árum fyrr. Veiði, bóklestur og bókasöfnun voru áhugamál Friðriks. Hann les enn í dag en mestur tími hans fer í að ráða krossgátur, sudoku og horfa á íþróttir í sjónvarpi. ,,Ég hef alltaf borðað feitt kjöt, mikið af smjöri, rjóma og fiski og það hefur kannski hjálpað til við að ná 100 ára aldri,“ segir Friðrik sem segir breytingarnar á einni öld svo miklar að það sé ekki hægt að byrja að telja þær upp. Fyrsti bíllinn var dekkjalaus vegna gúmmískorts  Fagnar 100 ára afmæli með píla- grímsferð í Fagraskóg í Eyjafirði Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Við erum búin að ganga frá sam- komulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga um 105.000 kr. ein- greiðslu til félagsmanna okkar sem vinna á Akranesi og í Hvalfjarðar- sveit 1. ágúst. Því til viðbótar geng- um við þannig frá því að Samband ís- lenskra sveitarfélaga skuldbindur sig til þess að koma með 1,5% hækk- un ofan á launataxta hjá okkur til viðbótar umsömdum hækkunum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness, um samkomulag sem skrifað var undir 23. júlí. Til þess að ná samkomulagi dró Verkalýðsfélag Akraness til baka vísun kjaradeilu aðila til sáttasemj- ara og kröfu um 1,5% lífeyrisauka. Deiluaðilar hittast næst 13. ágúst og munu ræða saman undir friðar- skyldu en stefnt er að því að samn- ingum ljúki fyrir 15. september. Hækkun betri en lífeyrisauki ,,Það var ekkert annað að gera og ég er bjartsýnn á að við klárum kjarasamninginn fyrir mánaðamótin ágúst/september enda ágreiningur- inn ekki mikill um það sem eftir er,“ segir Vilhjálmur og bætir við að ágreiningur um 1,5% lífeyrisauka hafi sett viðræðurnar í hnút en hann telji betra fyrir sitt fólk sem varla nái endum saman um mánaðamót að fá 1,5% launhækkun en 1,5% lífeyris- auka. ,,Lífeyrisgreiðslur eru nú þegar komnar langt á þriðja tug prósenta. Það er miklu betra að fá 1,5% inn í launatöfluna og nú fær okkar fólk eingreiðsluna eins og aðrir. Það er aldrei gott þegar fólk vinnur hlið við hlið og einn fær eingreiðslu en ekki hinn,“ segir Vilhjálmur sem telur ný- undirritað samkomulag í anda lífs- kjarasamninganna frá því fyrr á árinu sem hann sé gríðarlega sáttur við, heilt á litið. „Lífskjarasamningurinn hefur skilað tekjulægsta fólkinu mjög góðri búbót. Stýrivextir hafa lækkað um 1,75% og vonandi fylgir fjármála- kerfið á eftir með vaxtalækkunum. Verðbólgan hefur lækkað og er nú 3,1% þannig að ekkert verðbólgu- skot kom í kjölfar samninganna,“ segir Vilhjálmur sem vonast til þess að verðstöðugleikinn haldi áfram, vextir lækki og atvinnuleysi minnki strax í byrjun næsta árs. „Ég hef lítið um samning Verkalýðsfélags Akraness að segja. Þeir fara alfarið með samn- ingsumboð fyrir sína félagsmenn. Það er alltaf slæmt ef hópurinn held- ur ekki allur, en félögin meta hvert fyrir sig hvað þau telja best. Staðan hjá Starfsgreinasambandinu er óbreytt, við höfum barist fyrir 1,5% lífeyrisauka síðan 2016 og munum halda því áfram,“ segir Björn Snæ- björnsson,“ formaður Starfsgreina- sambands Íslands, og bætir við að starfsgreinafélögin hafi fengið ná- kvæmlega eins tilboð og Verkalýðs- félag Akraness en hafnað því. Hann segir ósanngjarnt að lífeyrisréttindi séu ólík eftir því hvort launþegar séu í opinberum lífeyrissjóði eða al- mennum. Björn segir að farið verði yfir stöðuna á formannafundi 8. ágúst. Vildu ekki opinbera sjóði Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér yfirlýsingu eftir að SGS og Efling vísuðu kjaradeilu við sam- bandið til sáttasemjara í lok maí. Þar kemur fram að stéttarfélögin hafi sjálf á sínum tíma hafnað aðild að opinberu lífeyrissjóðunum og því hafni sambandið því alfarið að bæta eða bera ábyrgð á því ef lífeyrisrétt- indi félagsmanna stéttarfélaga sem greiða í almenna sjóði geti í ein- hverjum tilvikum verið lakari. Sam- bandið lýsti því einnig yfir að það myndi ekki tjá sig opinberlega um lífeyrismálin á meðan málið væri í höndum embættis ríkissáttasemj- ara. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að stéttarfélögin hafi sjálfstæðan samn- ingsrétt og þau þurfi að meta hvað sé best fyrir þeirra félagsmenn. Hún segir óljóst hvaða afleiðingar samn- ingur Verkalýðsfélag Akraness við Samband íslenskra sveitarfélaga hafi en það komi í ljós í haust. ,,Það var ekkert annað að gera“  Verkalýðsfélag Akraness og Samband íslenskra sveitarfélaga sömdu  1,5% lífeyrisauka skipt út fyrir 1,5% hækkun  Lífeyrisauki baráttumál verkalýðshreyfingarinnar  Önnur félög höfnuðu eins tilboði Vilhjálmur Birgisson Björn Snæbjörnsson Drífa Snædal Morgunblaðið/Hari Samningar Stéttarfélög innan ASÍ stigu sama dans í lífskjarasamning- unum. Misjafnar áherslur á launahækkanir eða lífeyrisauka skilja nú á milli. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 Sigurður H. Dagsson, fyrrverandi kennari og markmaður, lést í gær á Landakoti á 75. aldurs- ári. Hann fæddist í Kefla- vík 27. september 1944. Kjörforeldrar hans voru hjónin Dagur Hann- esson járnsmiður og Sigríður Sigurðardóttir. Sigurður lauk kenn- araprófi 1966 og íþrótta- kennaraprófi 1967. Hann kenndi við Álfta- mýrarskóla 1967-69 og við FB frá 1979 og var þar deildarstjóri íþrótta- brautar. Einnig starfaði hann fyrir Knattspyrnufélagið Val á Hlíðarenda um tíma og var í stjórn knattspyrnufélagsins Vals 1977-79. Sigurður lék hand- knattleik og síðar knattspyrnu í mörg ár með Knattspyrnufélag- inu Val sem markmað- ur. Hann var einn þekktasti íþróttamaður landsins á sínum tíma. T.d. var rætt um Sigurð sem „hálft liðið“ þegar Valur varð Íslands- meistari sumarið 1966. Hann stóð einnig í markinu þegar Valur mætti portúgalska stórliðinu Benfica á Laugardalsvelli 18. sept- ember 1968. Þá var slegið nýtt að- sóknarmet á vellinum og voru skráðir áhorfendur 18.243. Sigurður í marki Vals var ein helsta hindrunin sem Portúgalarnir réðu ekki við. „Þetta var sannarlega erfiður leikur,“ sagði hann við Morg- unblaðið eftir leik. „Annars átti ég von á því að þeir hittu betur, en skotin voru föst og snögg. Ég reiknaði með að þurfa að sækja boltann oft í netið í þessum leik, jafnvel 5-8 sinnum.“ Svo fór að Sigurður hélt markinu hreinu sem frægt er og leikurinn endaði 0:0. Hann lék einnig 18 landsleiki fyrir Ís- land á árunum 1966-77. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Ragnheiður Lárusdóttir Blöndal. Synir þeirra eru þeir Lárus, Dagur og Bjarki. Andlát Sigurður H. Dagsson, fyrrverandi kennari og markmaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.