Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019
Nú liggur fyrir ákvörðun umnýjan seðlabankastjóra.
Seðlabankastjóraskipti voru
miklu meira en tímabær en að-
dragandi þeirra nú er umhugs-
unarverður líkt og yfirleitt þegar
skipað er í nýjar
stöður hjá hinu
opinbera um
þessar mundir.
Orðið er brýntfyrir stjórn-
málamenn að
endurmeta ræki-
lega þær aðferðir sem notaðar
eru og felast í því að skipa ein-
hvers konar valnefndir sem í
raun stilla ráðherrum upp við
vegg og taka af þeim völdin.
Það hefur aldrei verið ætlunin
með slíkum nefndum, en sú hefur
því miður orðið raunin.
Nefndir af þessu tagi eruábyrgðarlausar og ættu að-
eins að vera ráðherra til að-
stoðar, en hafa þróast út í að
sölsa til sín skipunarvaldið, eða
þrengja að minnsta kosti að ráð-
herra með óeðlilegum hætti.
Þetta sést ítrekað þegar skipað er
í dómarastöður en er engu betra
þegar skipað er í stöðu seðla-
bankastjóra.
Slík ákvörðun á ekki að veraábyrgðarlausrar nefndar sem
raðar upp sínum óskakandidöt-
um, heldur ráðherra sem ber
ábyrgð og stendur reglulega
frammi fyrir kjósendum.
Þetta gallaða ferli og vafasömvinna valnefndar verður þó
ekki til þess að ástæða sé til að
gagnrýna þann sem nú hefur ver-
ið skipaður. Hann hefur sýnt
ágætan skilning á efnahags-
málum og honum fylgja allar góð-
ar óskir í nýju og vandasömu
starfi.
Ásgeir Jónsson
Gallað ferli þrátt
fyrir niðurstöðuna
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Margir sluppu við að þurfa að aflífa kýrnar sínar
vegna innflutningsins,“ segir Marit Fougner, norskur
bóndi sem tók þátt í innflutningi á heyi frá Íslandi til
Noregs í fyrrasumar þegar norska bændur sárvant-
aði hey.
„Þetta gekk vel. Heyið sem við fluttum inn var
virkilega gott og þeir sem það keyptu voru þakklátir,“
segir Marit sem hefði viljað flytja inn meira hey en
óvænt samkeppni kom í veg fyrir það.
Greint var frá því í Morgunblaðinu fyrr í sumar að
1.640 rúllubaggar frá Íslandi væru enn óseldir í Nor-
egi. „Þeir voru ekki á okkar vegum og mér skilst að
þeir hafi ekki selst vegna þess að þeir voru skemmd-
ir,“ segir Marit.
Þetta árið eru Norðmenn ekki í neinum vandræð-
um með hey þar sem veðurskilyrði hafa verið prýði-
leg. „Við gætum jafnvel flutt hey til Íslands ef á þarf
að halda,“ segir Marit og hlær. Þó segir hún vel koma
til greina að grípa aftur til þessa ráðs síðar meir ef á
þarf að halda.
Marit segir að bændur verði mjög skapandi þegar
þeir sjá fram á fæðuskort. „Ég held að það sé í eðli
okkar, þar sem skepnurnar verða að fá fæðu og það er
á okkar ábyrgð að þær fái hana.“ ragnhildur@mbl.is
Innflutt hey bjargaði fjölda kúa
Norskir bændur hæst-
ánægðir með íslenskt hey
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bændur Marit kom hingað til lands í fyrra ásamt
Per Tore Teksum til að kaupa íslenskt hey.
Ferjan Norræna frá Færeyjum og
skemmtiferðaskipið Rotterdam frá
Hollandi deildu plássinu í mynni
Seyðisfjarðar í gærmorgun og fylltu
bæinn fólki þegar komið var til hafn-
ar.
Norræna stoppaði einungis stutt,
„tvo eða þrjá tíma“ að sögn Aðal-
heiðar Borgþórsdóttur, bæjarstýru
og hafnarstjóra á Seyðisfirði, og
sagði hún að sú væri venjan á há-
sumrin. „Alltaf á fimmtudögum yfir
háannatímann. Þá fáum við bara far-
þegana inn og hina út,“ sagði hún.
Hitt skipið, Rotterdam frá Hol-
landi, stoppaði öllu lengur en það
hafði komið til hafnar stuttu á und-
an Norrænu. Sneri það skutnum
inn að bænum og horfði út á djúp-
an fjörðinn yfir daginn, eða þar til
það sigldi aftur á braut síðdegis í
gær.
Seyðisfjarðarhöfn þykir skjól-
góð og er fjörðurinn bæði djúpur
og skerjalaus. Þangað hefur Nor-
ræna siglt um árabil en komum
skemmtiferðaskipa hefur fjölgað
ár frá ári síðustu ár.
Skipin fylltu bæinn
fólki í gærmorgun
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Tignarlegt Rotterdam-skipið snýr skutnum að Norrænu og Seyðfirðingum.