Morgunblaðið - 26.07.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 26.07.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Náttúruleg fylling í varir, hrukkur og andlitsmótun Gelísprautun NeauviaOrganic Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, skipaði einarða brexit- sinna í æðstu embættin í mestu upp- stokkun á ráðherraliði bresks stjórnarflokks í sex áratugi. Val hans á ráðherrum sýnir að hann er stað- ráðinn í því að standa við loforð sitt um að Bretland gangi úr Evrópu- sambandinu 31. október, með eða án samnings um útgönguna. Ráðherra- valið er einnig talið til marks um að nýi forsætisráðherrann sé að búa sig undir þann möguleika að kosningum verði flýtt. „Forsætisráðherranum sem tekur þessar ákvarðanir liggur á. Þetta er leiðtogi sem er í kapphlaupi við tím- ann,“ segir Laura Kuenssberg, stjórnmálaskýrandi breska ríkisút- varpsins. „Forsætisráðherra sem á örfáum mánuðum þarf að ná fram því sem forvera hans í embættinu tókst ekki á þremur árum. Lið Boris John- sons hefur verið sett saman með eitt markmið í huga – að hjálpa honum að efna loforðið sem hann hefur gefið, að tryggja að landið gangi tímanlega úr Evrópusambandinu.“ Brexit-sinnar ráða ferðinni Johnson skipaði 31 embættismann sem getur setið fundi ríkisstjórnar- innar. Rúmur helmingur ráð- herranna í stjórn Theresu May, eða sautján, er ekki í nýju stjórninni, nokkrir þeirra sögðu af sér en öðrum var vikið frá. Bresk dagblöð lýstu uppstokkuninni sem „pólitísku blóð- baði“ og mestu uppstokkun í ráð- herraliði stjórnarflokks í nútímasögu Bretlands. Um helmingur embættismann- anna í nýju ríkisstjórninni (en aðeins sjö í stjórn May) studdi útgöngu Bretlands úr ESB í þjóðaratkvæðinu í júní 2016 þegar hún var samþykkt með 52% atkvæða. Hinn helmingur- inn greiddi atkvæði á móti útgöng- unni, þannig að það væri rangt að halda því fram að nýja stjórnin væri eingöngu skipuð hörðum brexit-sinn- um. Johnson skipaði hins vegar ein- arða stuðningsmenn brexit í flest valdamestu embættin. Fjórir af fimm valdamestu ráð- herrunum í stjórn Johnsons greiddu atkvæði með brexit í þjóðaratkvæð- inu fyrir þremur árum, að sögn stjórnmálaskýranda The Telegraph. Þeir eru, auk forsætisráðherrans, Dominic Raab, sem var skipaður utanríkisráðherra, Priti Patel innan- ríkisráðherra og Michael Gove sem fær það hlutverk innan ríkisstjórnar- innar að búa í haginn fyrir mögulega útgöngu úr ESB án samnings. Fimmti ráðherrann, Sajid Javid, sem er nú fjármálaráðherra, greiddi atkvæði gegn brexit fyrir þremur ár- um en flestir andstæðingar aðildar að Evrópusambandinu telja hann nú með brexit-sinnum. Javid var við- skiptaráðherra á þessum tíma og hafði lýst sér sem efasemdamanni um Evrópusambandið, kvaðst vera andvígur auknum samruna aðildar- ríkjanna. Hermt er að þáverandi for- sætisráðherra, David Cameron, og fjármálaráðherrann George Osborne hafi talið Javid á að styðja aðild að ESB í þjóðaratkvæðinu þar sem þeir hafi talið það óviðunandi að viðskipta- ráðherra landsins beitti sér fyrir brexit. Eftir að útgangan var samþykkt í þjóðaratkvæðinu hefur Javid lagst gegn tillögum um að Bretland verði áfram í tollabandalagi og innri mark- aði ESB og hann var eini keppinaut- urinn í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem var sammála Boris Johnson um að Bretland yrði að ganga úr ESB 31. október og ekki kæmi til greina að seinka útgöngunni í þriðja skipti. Sajid Javid var innanríkisráðherra í stjórn May. Hann er 49 ára, hag- fræðingur að mennt og starfaði fyrir banka í átján ár og var um tíma í stjórn Deutsche Bank. Javid er sonur innflytjenda frá Pakistan og fyrsti múslíminn í embætti fjármálaráð- herra Bretlands. Íhaldssöm í samfélagsmálum Priti Patel innanríkisráðherra er 47 ára og af indverskum ættum. For- eldrar hennar fluttu búferlum frá Indlandi til Úganda en fóru þaðan til Bretlands árið 1972 þegar einræðis- herrann Idi Amin vísaði asískum íbú- um úr landi. Patel var ráðherra þróunaraðstoð- ar í stjórn May en lét af embætti eftir að skýrt var frá því að hún hefði átt fundi með ráðamönnum í Ísrael án þess að segja breska utanríkisráðu- neytinu frá því þegar hún var þar í sumarfríi í ágúst 2017. Patel lagðist eindregið gegn brexit-samningi May við ESB og greiddi þrisvar atkvæði gegn honum á þinginu. Hún er álitin íhaldssöm í samfélagsmálum, greiddi t.a.m. atkvæði gegn frumvarpi um að heimila hjónabönd samkynhneigðra para árið 2013. Hún lýsti yfir stuðn- ingi við dauðarefsingar fyrir nokkr- um árum en segir núna að hún sé ekki lengur hlynnt þeim. Hún hefur hvatt til þess að tekið verði harðar á glæpum og viðbúið er að hún beiti sér m.a. fyrir aðgerðum til að fækka morðum og hnífaárásum í Lundún- um. Dominic Raab utanríkisráðherra er 45 ára. Hann var brexit-ráðherra í stjórn May en sagði af sér í fyrra vegna andstöðu sinnar við útgöngu- samning hennar við ESB. Raab hefur sagt að hann myndi ekki leggjast gegn því að þingið yrði sent heim ef þörf krefði til að koma í veg fyrir að það hindraði útgöngu úr ESB án samnings. Sagður taka áhættu Sumir stjórnmálaskýrendur telja að Johnson hafi tekið áhættu með vali sínu á mönnum í æðstu ráðherra- embættin og aukið líkurnar á því að andstæðingar brexit án samnings á meðal þingmanna Íhaldsflokksins felli ríkisstjórnina eftir að sumarhléi þingsins lýkur í byrjun september. Stjórnin er aðeins með þriggja sæta meirihluta á þinginu og líklegt er að hann minnki í tvö sæti í aukakosn- ingum í Wales í ágúst. Með vali sínu á mönnum í æðstu ráðherraembættin sendir Johnson leiðtogum Evrópusambandsins skýr skilaboð um að honum sé full alvara með yfirlýsingum sínum um að Bret- land gangi úr Evrópusambandinu án samnings 31. október fallist þeir ekki á kröfu hans um breytingar á brexit- samningnum. Talið er að sumir þeirra sem Johnson vék úr ráðherra- liðinu hefðu stutt stefnu hans væru þeir í stjórninni en sú ákvörðun hans að hafna þeim geti orðið til þess að þeir snúist á sveif með andstæðing- um hans í þingflokki íhaldsmanna. „Brexit-sinnar hafa verið sakaðir um að hafa ekki axlað ábyrgð. Eftir þessa uppstokkun geta þeir ekki ver- ið sakaðir um það,“ skrifaði Paul Goodman, ritstjóri Conservative- Home, vefseturs breskra íhalds- manna. Hann bætti við að enginn gæti velkst í vafa um að það væru brexit-sinnar sem réðu ferðinni í stjórninni. Hann telur að margir þessara manna séu ekki aðeins ein- arðir stuðningsmenn brexit heldur einnig tilbúnir í kosningar. Brexit-sinnar hafnir til valda Dæmigerður flokksfélagi: karlmaður, hvítur, miðaldra, vel stæður Karlmaður B. Johnson J. Hunt 71% Meðalaldur: 57 ára Hvítur 18-4424% 33% 44% 45-64 65 +* * Námundað að næstu heilu tölu Samfélagsstaða Stjórnendur, sérfræðingar, sérmenntaðir, aðrir Faglært og ófaglært verkafólk, atvinnulausir 1953 1990 Mars 2018 Kjörsókn: 87% 2019 124.000 160.000 160.000 66% 34% 0,3% af kjósendunum 66 milljónir félagar í Íhaldsflokknum 46,8 milljónir Fjöldi íbúa Atkvæðagreiðslan Félagar í Íhaldsflokknum Kjósendur (2017) 400.000 2,8 milljónir 86% 14% 97% Hverjir kusu Boris Johnson? Heimildir: esrcpartymembersproject.org, ONS, fjölmiðlar. (Tölur frá flokknum) 32% eru með meira en 50.000 pund í árslaun (jafnvirði 7,6 milljóna kr.) Kosið var á milli þeirra tveggja eftir að átta aðrir féllu út í atkvæðagreiðslum 313 þingmanna flokksins Nýi forsætisráðherrann var kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins í póstkosningu skráðra félaga í flokknum  Johnson sendi ESB skýr skilaboð með því að velja einarða brexit-sinna í æðstu embætti í mesta „pólitíska blóðbaði“ í Bretlandi í sex áratugi  Kann að hafa aukið líkur á að kosningum verði flýtt AFP Fyrsti fundurinn Boris Johnson á fundi nýrrar ríkisstjórnar sinnar í gær. „Óaðgengileg“ krafa » Michael Barnier, aðalsamn- ingamaður Evrópusambands- ins, sagði í gær að krafa Boris Johnsons um breytingar á brexit-samningi Theresu May við ESB væri „óaðgengileg“. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði að leiðtogaráð ESB hefði ekki umboð til að samþykkja kröfuna. » Johnson áréttaði kröfu sína um breytingar á brexit- samningnum í fyrstu ræðu sinni í neðri deild breska þingsins í gær. » Forsætisráðherrann kvaðst helst vilja að nýtt samkomulag næðist um brexit en ætla að hraða undirbúningi útgöngu án samnings ef ESB samþykkti ekki kröfuna. Hann sagði að samningurinn væri „óvið- unandi“ fyrir bresku þjóðina og þingið sem hefur hafnað hon- um þrisvar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.