Morgunblaðið - 26.07.2019, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ífyrradag náðunær allar tölurá bandarísk-
um hlutabréfa-
markaði enn einum
háhæðum sínum.
Það munaði
minnstu að DOW-vísitalan sem
ein sló ekki met gerði það líka.
Ástæða þess var þó ekki sú að
sá markaður væri ekki á góðum
spretti. Það voru örfá stór fyrir-
tæki sem ýttu honum niður. Þar
á meðal var hinn frægi flugvéla-
smiður Boeing sem sýpur seyð-
ið af erfiðleikunum sem tengj-
ast mannskæðum slysum 737
Max-véla. Fyrir þau slys gekk
frábærlega og nýju vélarnar
beinlínis runnu út.
Boeing hefur með réttu haft
gott orð á sér sem flugvéla-
smiður, notið trausts og verið
með sterka stöðu. En nú stend-
ur stormur um þetta fræga fé-
lag.
Í fréttum í gær sagði að Bo-
eing hefði tapað um 360 millj-
örðum í krónum talið á síðasta
fjórðungi. Á sama fjórðungi í
fyrra var hagnaður félagsins
270 milljarðar. Sveiflan á milli
ársfjórðunganna er um 630
milljarðar sem er nærri sama
fjárhæð og hreinar skatttekjur
íslenska ríkisins. Það sýnir í
raun styrk félagsins að verð
hlutabréfa fyrirtækisins hafi
ekki fallið enn meir, þótt fallið
sé töluvert. Vaxandi óróleiki er í
röðum hluthafa félagsins og á
seinasta fundi var sótt hart að
stjórnendum þess.
Það skaðaði orðspor Boeing
að það virtist ekki bregðast við
eftir fyrsta flugslysið, sem og
ekki nægjanlega ákveðið eftir
það næsta, þótt einkenni þeirra
þættu svipuð. Nokkur flug-
stjórnarsvæði birtu viðvaranir
og boðuðu bönn og örlögin réð-
ust þegar Trump forseti til-
kynnti að allt flug 737 Max væri
bannað í Bandaríkjunum um
óákveðinn tíma. Frá þeim tíma
hafa einstök flugfélög birt
væntingar sínar um hvenær
flug hæfist á ný en þær ekki
staðist.
Bandarískt flugfélag til-
kynnti í gær að það tæki sínar
Max-vélar ekki í notkun fyrr en
einhvern tíma á næsta ári. Og í
fyrradag gaf Boeing til kynna
að drægist enn úr hömlu að gefa
út rekstrarleyfi á ný kynni
fyrirtækið að hætta að fram-
leiða Max 737. Þau flugfélög
sem byggt höfðu sína við-
skiptaáætlun á þessum vélum
lenda í miklum erfiðleikum. Bo-
eing hlýtur að leita leiða til að
tryggir samstarfsaðilar hverfi
ekki annað í leit að öruggum
vélum.
Fleiri stór fyrirtæki á heims-
vísu eiga í vandræðum. Í frétt-
um vikunnar sagði að Facebook
hefði verið sektað um 5 millj-
arða Bandaríkadala (um 600
milljarða íslenskra króna) fyrir
að brjóta
persónuverndar-
ákvæði laga. Þetta
eru svimandi upp-
hæðir en félagið
hefur burði til að
hrista þetta af sér.
En það og aðrir sambærilegir
risar hafa vaxandi áhyggjur af
aukinni tortryggni yfirvalda í
Bandaríkjunum og ESB í þeirra
garð. Þetta er ekki fyrsti og
ekki síðasti risasektarvöndur
sem sveiflað er með svimandi
háum sektum.
Enn berast fréttir af erfið-
leikum hins þekkta þýska
banka, Deutsche. Fréttir fjöl-
miðla nú voru ekki uppörvandi:
„Deutsche Bank í sömu sporum
og Lehman Brothers!“ Með öðr-
um orðum sagt mætti ætla að
fall Deutsche þyki líklegt. Og
næsta spurning væri þá þessi:
Fari fyrir Deutsche eins og
Lehman, verða áhrifin á heims-
vísu áþekk? Verði sú raunin er
sjálfsagt rétt „að fara að biðja
aðra guði en Mammon að hjálpa
sér“ svo vitnað sé í lokaorð séra
Sigvalda, með viðeigandi breyt-
ingu.
Fyrir fáeinum mánuðum hélt
Draghi, bankastjóri Seðlabanka
evru, blaðamannafund og dró
formlega til baka fyrri spár
bankans um að evrulönd væru
nú komin fyrir sinn efnhagslega
vind. Fyrri spá hafði falið í sér
að lokið væri einstökum aðgerð-
um með seðlabankans vöxtum
-0,4% og að bankinn úðaði út
nýju fjármagni inn í staðnað við-
skipta- og efnahagslíf álfunnar
eins og matador-peningum.
Á blaðamannafundinum nú
kynnti Draghi nýjan en óþægi-
lega kunnuglegan veruleika.
Hann sagði daufur að óhjá-
kvæmilegt væri að hefja hinar
ógeðfelldu aðgerðir á ný og
halda þeim gangandi, a.m.k.
fram eftir miðju næsta ári. Úr-
ræðaleysið lak úr hverjum and-
litsdrætti bankastjórans. Orð-
rétt var haft eftir honum að
„væntingamyndin um hagvöxt
versnaði mjög hratt og rík þörf
yrði á aðgerðum í ríkisfjár-
málum (pumpa fé úr ríkis-
sjóðum) ef hinir miklu efna-
hagserfiðleikar versnuðu enn“.
(The growth outlook is getting
worse and worse and fiscal
measures would be of the ess-
ence if the economic woes
deepened.) Þessi orð féllu í kjöl-
far ákvörðunar bankastjórans
um að vextir bankans yrðu
óbreyttir (-0,4) og að bankinn
hefði þegar keypt 2,5 trilljónir
evra í ríkisskuldabréfum af
evruríkjunum! Og ekki seinna
en í september þyrfti líklegast
enn að spýta í. Evruríkin eru því
enn að fást við bankaáfallið 11
árum síðar. Þau eru öll í vand-
ræðum enda éta þau af sama
brauðinu og gerillinn sem not-
aður er í það er galdragerillinn
evra. Verði þeim að góðu.
Þau eru víða hættu-
merkin. Þau boða
háska. En er hann
nýrrar gerðar?}
Mjög er dregið af Draghi
18. júlí fékk ég sem þingmaður og nefndar-
maður í velferðarnefnd bréf frá Reyni Guð-
mundssyni, en þar kemur fram að hann sé
sjúklingur á hjarta- og lungnadeild Landspít-
ala við Hringbraut og hafi beðið þar í margar
vikur eftir hjartaaðgerð eða frá því í byrjun
júní. Hann hafi verið kominn með aðgerðar-
dag en aðgerð hefur verið frestað. Í bréfinu
kemur einnig fram að þetta sé ítrekað að ger-
ast og sé farið að hafa mikil áhrif á andlega og
líkamlega heilsu hans.
Þegar veikt fólk hefur verið á biðlista eftir
hjartaaðgerð í mánuð eða lengur þá á strax að
hringja öllum viðvörunarbjöllum hjá heil-
brigðisráðherra og yfirstjórn Landspítalans.
Þegar veikt fólk hefur verið á biðlista í 30-40
daga eftir lífsnauðsynlegri hjartaaðgerð er
biðin ekki bara farin að vera verulega slæm,
heldur er fólkið komið í lífshættu.
Að vera á biðlista í vikur, mánuði, ár eða lengur er öm-
urleg lífsreynsla sem veldur líkamlegu og andlegu tjóni,
sem er í mörgum tilfellum aldrei hægt að laga. En að
þetta sé orðinn daglegur viðburður hjá þúsundum veikra
einstaklinga í meira en 25 ár er fáránlegt og óásætt-
anlegt með öllu.
Ég var á biðlista fyrst um 1995 í um ár þar sem líf mitt
hékk á bláþræði og var það vegna umfjöllunar fjölmiðils
sem ég fékk aðgerðina loksins og sagan endurtók sig aft-
ur 1997. Í dag, 25 árum seinna, er allt óbreytt og líf fólks
hangir enn á bláþræði og alvarlega veikt fólk á biðlista
leitar í fjölmiðla og allra leiða til að lifa af
veruna á biðlistanum.
Hvað er kerfið eða ríkisstjórn hvers tíma
að gera alvarlega veiku fólki á biðlistum og
aðstandendum þeirra? Jú, valda þeim skaða
með óþarfa lyfjainntöku mánuðum eða árum
saman og valda börnum einnig skaða við að
þurfa að horfa upp á föður, móður, afa eða
ömmu þeirra í lyfjavímu, sárkvalin og bálreið
á biðlista eftir aðgerð.
Ástæða þess að hjartaaðgerðum er ítrekað
frestað í vikur, mánuð eða lengur er sú að
gjörgæslan getur ekki tekið við fólki eftir að
aðgerðinni er lokið. Ástæðan er of fá rúm á
gjörgæslunni og það stoppar aðgerðirnar og
þá einnig skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræð-
ingum vegna sumarleyfa og fleira og fleira.
Er ekki kominn tími til að biðlistar með
lífshættulega veiku fólki heyri sögunni til og
við öll sem ábyrgð berum á ástandinu tökum höndum
saman og finnum lausn strax? Hvers vegna er skortur á
gjörgæsluhjúkrunarfræðingum? Er það vegna óvið-
unandi vinnuálags og þá afleiðingin af því kulnun í starfi?
Er þá ekki fáránlegt að eyðileggja sumarleyfið hjá
hjúkrunarfræðingunum og valda enn meira álagi? Ef
þetta er ástæðan fyrir biðlistunum, semjum þá við hjúkr-
unarfræðingana og aðra sem málið varðar og það strax.
Lífið liggur við.
Guðmundur
Ingi
Kristinsson
Pistill
Lífsnauðsynlegum aðgerðum frestað
Þingflokksformaður Flokks fólksins. gudmundurk@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Áföll geta haft alvarlegarog margskonar afleiðingarfyrir heilsu fólks allt fráfyrsta andardrætti og auk-
ið líkur á allskyns sjúkdómum. Þetta
kemur bersýnilega fram í nýjasta
tölublaði SÍBS sem er tileinkað af-
leiðingum áfalla. Þar kemur m.a.
fram að áföll geti aukið líkur á sjálfs-
ofnæmissjúkdómum, hjarta- og æða-
sjúkdómum og gigtarsjúkdómum.
Auk þess er fjallað um afleiðingar
sem falin áföll geta haft á ómálga
ungbörn, um tengsl áfalla og ýmiss
konar fíknar og um áfallastreit-
uröskun.
Ekki lengur getgátur
Guðmundur Löve, fram-
kvæmdastjóri SÍBS, segir að félaginu
hafi þótt tími til kominn að hnýta
saman umfjöllun um tengsl lík-
amlegra og andlegra þátta.
„Við höfum fjallað ansi mikið um
þetta sitt í hvoru lagi en núna eru að
koma upp nýjar og nýjar rannsóknir
sem styðja tengslin. Þetta eru ekki
lengur getgátur heldur raunveruleg-
ar rannsóknir sem liggja þarna að
baki og þetta hangir meira saman en
talið var upphaflega,“ segir Guð-
mundur í samtali við Morgunblaðið.
Hann bendir á fremstu grein
blaðsins sem fjallar um íslenska rann-
sókn á tengslum áfallastreitu-
röskunar og sjálfsofnæmissjúkdóma
og segir hana vera dæmi um nýlega
rannsókn sem sýni fram á fyrrnefnd
tengsl þess andlega og líkamlega.
„Þarna eru íslenskir vísinda-
menn sem standa að því að fletta ofan
af samhengi sem fáa hefði órað fyrir
að væru fyrir hendi fyrir einhverjum
árum.“
Í leiðara sínum í blaðinu fjallar
hann um tvíhyggju og vísar til þeirrar
afstöðu að líkami og hugur séu að-
skilin, sem hefur löngum verið
ríkjandi í heilbrigðisvísindum.
Allt í raun líkamlegt
„Ég lýsi þarna eftir þverfaglegri
nálgun sem tekur á líkamlegum sem
og andlegum þáttum því flestur vandi
er samsettur,“ segir Guðmundur.
„Okkur vantar heimspeki, við-
tekna menningu eða venju til að
hugsa um þetta á þennan hátt. Það er
svo rótgróið í okkur að hugsa um lík-
amlega og andlega hluti sem sitt
hvorn hlutinn að það er erfitt að snúa
okkur út úr því,“ segir hann.
„Ef þú kýst að taka þann pól í
hæðina getur þú litið svo á að allt sé
líkamlegt. Heilinn er ekkert annað en
taugaefni og boðefni og tilfinninga-
lífið stjórnast alfarið af þessu boð-
efnadrifna tauganeti sem heilinn er.
Þar með er þetta orðið einn og sami
hluturinn,“ segir hann.
„Það má segja heilsugæslunni til
hróss að undanfarin ár hefur hún ver-
ið að efla mjög þjónustu sálfræðinga
og annarra en það má enn bæta við
þar. Það eru fleiri stéttir sem gætu
komið að málinu,“ segir Guðmundur.
Hann segir bráðnauðsynlegt að
stjórnvöld efli þverfaglega heilsu-
gæslu og auki áherslu á forvarnir á
öllum stigum.
„Það er ekki fyrr en við erum
komin með líkamlegar afleiðingar að
heilbrigðiskerfið uppgötvar okkur.
En þær gætu hafa byggst upp í gegn-
um ár eða áratugi af líkamlegum og
andlegum orsökum. Fólk getur verið
að keyra sig út í stressi, verið í erfiðri
vinnu, haft erfiðar heimilisaðstæður
eða eitthvað slíkt. Þetta getur verið
að byggjast upp árum saman.“
Líkur á sjúkdómum
aukast með áföllum
Ef barn upplifir fjögur eða fleiri alvarleg áföll fyrir 18 ára aldur aukast líkur
töluvert á geðrænum vanda, áhættuhegðun, lyfjanotkun og líkamlegum
sjúkdómum svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini, langvinnum
lungnasjúkdómum og ótímabærum dauða. Þetta kemur fram í grein Sæ-
unnar Kjartansdóttur, sálgreinis í Miðstöð foreldra og barna, í SÍBS-
blaðinu. Séu áföllin orðin sex eða fleiri getur það stytt ævi um 20 ár.
Í grein Unnar Önnu Valdimarsdóttur, prófessors við læknadeild Íslands,
um niðurstöður rannsóknar deildarinnar kemur fram að einstaklingar með
áfallastreituröskun eða aðrar tengdar raskarnir séu 30-40% líklegri til að
greinast með sjálfsofnæmissjúkdóm. Fram kemur að áhættan aukist eftir
því sem einstaklingar eru yngri við greiningu á áfallatengdum röskunum.
Í grein Axels F. Sigurðarssonar hjartalæknis um tengsl streitu og áfalla
við hjarta- og æðasjúkdóma kemur fram að samkvæmt rannsóknum séu
konur sem upplifað hafa hjónabandsörðugleika þrefalt líklegri til að grein-
ast með kransæðasjúkdóm á næstu fimm árum. Einstaklingar sem nýlega
hafa greinst með krabbamein eru jafnframt sexfalt líklegri til að fá hjarta-
áfall á næstu mánuðum.
Víðtækar afleiðingar áfalla
SEX ÁFÖLL Í ÆSKU GETA STYTT ÆVINA UM 20 ÁR
Tengsl áfallastreitu og sjúkdóma
Konur sem upplifað
hafa hjónbands-
örðugleika voru þrefalt
líklegri til að greinast
með kransæðasjúkdóm
á næstu fimm árum.
Einstaklingar sem
nýlega hafa greinst
með krabbamein eru
sexfalt líklegri til að
fá hjartaáfall á næstu
mánuðum.
Einstaklingar með
áfallastreitu eða aðrar
tengdar raskanir eru
30-40% líklegri til að
greinast með sjálfsof-
næmissjúkdóm.
30-40%
Whithall II rannsókn
sýndi að karlmenn
sem upplifðu misræmi
á milli vinnuframlags
og árangurs í starfi
voru tvöfalt líklegri
til að greinast með
kransæðasjúkdóm
en aðrir.
Tíðni hjarta- og æðaáfalla jukust marktækt
í nágrenni Los Angeles í kjölfar harðra
jarðskjálfta sem urðu þar árið 1994.
Sama mynstur sást í
nágrenni New York í
kjölfar árásarinnar á
tvíburaturnana 2001.
Heimild: SÍBS