Morgunblaðið - 26.07.2019, Qupperneq 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019
✝ Guðbjörg Vign-isdóttir fæddist
á Akureyri 8. sept-
ember 1949. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi í
Hafnarfirði 15. júlí
2019. Guðbjörg var
dóttir Önnu Pálu
Sveinsdóttur Bjar-
man, húsmóður, f.
20. október 1925, d.
11. mars 2013, og
Vignis Guðmundssonar, blaða-
manns, f. 6. október 1926, d. 3.
október 1974. Þau skildu.
Systkini hennar eru: Sigrún
Vignisdóttir Reilly, félags-
ráðgjafi, f. 6. október 1947, gift
Dermot Reilly, sálgreini, f. 6.
nóvember 1953; Arnbjörg Vign-
isdóttir, húsmóðir, f. 14. desem-
ber 1950, gift Sigmundi Brynjari
Sigurgeirssyni, blikksmið, f. 23.
maí 1958; Guðrún Sigríður Vign-
isdóttir, hjúkrunarfræðingur, f.
11. apríl 1954, gift Ásmundi Jón-
assyni, lækni, f. 20. júlí 1957;
Anna Pála Vignisdóttir,
matvælafræðingur, f. 4. október
1957, gift Páli Loftssyni, líffræð-
ingi, f. 15. nóvember 1959; Vign-
ir Vignisson, sölumaður, f. 1.
febrúar 1961, d. 1. október 2000,
Rögnvaldsson, veðurfræðingur,
f. 16. maí 1975.
Guðbjörg ólst upp á Akureyri
hjá móður sinni og systkinum
þar til hún stofnaði eigið heimili.
Guðbjörg var gagnfræðingur frá
Gagnfræðaskóla Akureyrar og
með verslunarpróf frá VMA.
Auk þess tók hún fjölda nám-
skeiða tengd öldrunar- og félags-
þjónustu. Guðbjörg starfaði sem
ung stúlka hjá Skógræktarfélagi
Eyjafjarðar m.a. við gróðursetn-
ingu í Kjarnaskógi. Hún starfaði
hjá skattstofunni á Akureyri í
fimm ár eða þar til hún flutti með
fjölskyldu sína til Kópaskers
haustið 1970. Á Kópaskeri vann
Guðbjörg ýmis störf en aðallega
á skrifstofu Kaupfélags Norður-
Þingeyinga.
Guðbjörg varð einn fyrsti
kvenhreppstjóri landsins, 26 ára
gömul í Presthólahreppi. Árið
1988 flutti fjölskyldan til Akur-
eyrar þar sem Guðbjörg starfaði
sem skrifstofustjóri og síðar
forstöðumaður Dvalarheimilis-
ins Hlíðar. Árið 1993 tók Guð-
björg við starfi forstöðumanns
dvalar- og hjúkrunarheimilisins
Dalbæjar á Dalvík sem hún sinnti
til ársins 1998 þegar hún flutti
ásamt eiginmanni til Kópavogs.
Guðbjörg starfaði sem forstöðu-
maður innan félagsþjónustu
Reykjavíkurborgar þar til hún
lét af störfum árið 2014.
Útför Guðbjargar fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 26. júlí
2019, kl. 15.
var giftur Þóru
Jónu Jónatans-
dóttur, leikskóla-
kennara, f. 28. sept-
ember 1961.
Hálfbróðir Guð-
bjargar, samfeðra,
er Snorri Vignir
Vignisson, verk-
efnastjóri, f. 28.
desember 1961,
giftur Mitiru Pet-
amwu, f. 28. maí
1982.
Guðbjörg giftist 17. desember
1966 eftirlifandi eiginmanni sín-
um Kristjáni Ármannssyni, bók-
ara, f. 17. maí 1944. Þeirra börn
eru: 1) Sigrún, ljósmóðir, f. 13.
mars 1968, gift Valdimari Haf-
steinssyni, framkvæmdastjóra, f.
9. febrúar 1966. Börn þeirra eru:
a) Hafsteinn, viðskiptafræð-
ingur, f. 15. febrúar 1989, b)
Kristján, viðskiptafræðingur, f.
15. febrúar 1989, c) Guðbjörg,
háskólanemi, f. 21. desember
1996. 2) Anna Pála, sýningar-
stjóri, f. 27. febrúar 1973. Sonur
hennar er Kristján Freyr, f. 10.
apríl 2013. 3) Eva, hjúkrunar-
fræðingur, f. 6. desember 1974.
Sonur hennar er Árni, nemi, f. 9.
apríl 2003. Barnsfaðir Ólafur
Mamma mín vissi allt og kunni
allt. Það var ekki vegna þess að
hún væri langskólagengin sem
hún vissi allt, nei það var bara
hún. Alltaf gat ég hringt í hana til
að fá upplýsingar um allt mögu-
legt, frá ættfræði til prjóna-
skapar. Hún mundi allt og það
var hægt að fletta upp í henni
eins og alfræðiorðabók, fannst
mér. Þess vegna er það kald-
hæðni örlaganna að hún skyldi
svo fá þennan sjúkdóm, Alzheim-
er, sem hún greindist með rúm-
lega sextug.
Mamma var góð fyrirmynd
okkar systra, hún var mikill jafn-
réttissinni og kvenréttindakona.
Hún var alltaf mjög pólitísk og
róttæk og lá ekki á skoðunum
sínum og hafði gaman af því að
rökræða við fólk. Það má með
sanni segja að hún hafi verið
kjarnakona, hún vílaði ekkert
fyrir sér, vann alltaf úti, tók að
sér ábyrgðarstöður og var mjög
vel liðinn starfskraftur. Ég man
þegar ég var krakki að þá fannst
mér sjálfsagt að mamma skryppi
heim í hádeginu til að skella
skúffuköku í ofninn, svo það væri
til eitthvað í kaffitímanum. Svo
saumaði hún á okkur systur föt
og prjónaði á okkur peysur. Aldr-
ei man ég eftir því að þetta væri
eitthvert mál eða stress, þótt hún
ynni fullan vinnudag, væri í fé-
lagsstörfum og ætti þrjár dætur
sem þurfti að sinna. Kannski var
ástæðan líka sú að foreldrar mín-
ir fluttu með mig tveggja ára til
Kópaskers og átti ég þar dásam-
lega æsku og ungdómsár.
Mamma var bara 18 ára þegar
hún átti mig og mér fannst svo
sjálfsagt að eiga svona unga
mömmu að maður tekur því sem
sjálfsögðum hlut og var ég viss
um að hún fengi að eldast og
njóta lífsins með pabba þegar þau
kæmust á eftirlaunaaldurinn,
enda var hún alltaf hraust og
spræk. Mamma hafði mjög gam-
an af útivist og hvers konar
hreyfingu og íþróttum, bæði
stundaði hún þær sjálf og fylgdist
með íslensku íþróttafólki í öllum
mögulegum íþróttum. Hún
stundaði blak eins og svo margir í
okkar fjölskyldu og fórum við
mamma á ófá öldungamótin sam-
an og eru það ómetanlegar minn-
ingar. Ég gleymi því ekki þegar
ég var að fara á mín fyrstu blak-
mót og þá var mamma á svipuð-
um aldri og ég í dag, aðeins yngri
þó, og þá keppti mitt lið stundum
á móti hennar liði og ég bað liðs-
félaga mína lengstra orða um að
spila nú almennilega þar sem við
yrðum að vinna mömmu og henn-
ar lið. En þær voru seigar og
máttum við stundum lúta í lægra
haldi fyrir þeim, sem gat verið
smá erfitt fyrir sjálfstraustið.
Síðustu ár hefur mamma
smám saman horfið frá mér, ég
hef ekki getað hringt í hana og
spurt hana hvernig ég sé skyld
hinum eða þessum eða hvernig
eigi að baka sprautukossa eða
bara til að spjalla. Það er svo oft
sem mig hefur vantað upplýsing-
ar sem mér finnst að mamma ein
geti svarað. Þótt samvera okkar
hafi verið öðruvísi síðan hún
veiktist þá hefur hún samt verið
hér og ég hef getað farið til henn-
ar og haldið í höndina á henni og
sagt henni sögur af barnabörn-
unum og sagt henni að ég elski
hana. En nú er hún ekki lengur
hér og ég sakna hennar ósegjan-
lega. En við dætur hennar, pabbi
okkar og barnabörnin munum
halda minningu mömmu í heiðri
um ókomna tíð.
Sigrún Kristjánsdóttir.
Nítján ára gamall fór ég aust-
ur á Kópasker með Sigrúnu kær-
ustu minni sem ég hafði þekkt í
nokkurn tíma. Þar tóku á móti
mér foreldrar hennar Kristján og
Guðbjörg. Það var piltur með
hraðan hjartslátt og sveitta lófa
sem heilsaði og reyndi að koma
vel fyrir, því grunur var um að
þessi kynni gætu orðið löng. All-
ur ótti reyndist ástæðulaus og
var pilti tekið vel og boðið í eld-
hús, enda hafði heyrst að þar færi
matmaður. Saltkjöt og baunir
voru bornar á borð og vel tekið til
matar og ekki upplýst fyrr en
nokkru síðar að baunir hefðu ver-
ið eitt af því fáa sem ekki var á
óskalistanum. Skemmst er frá að
segja að þau hjón tóku mér afar
vel og alla tíð síðan og sá velvilji
og góðmennska sem ég naut
strax á heimilinu finnst mér
aðdáunarverð. Sérstaklega sé
tekið mið af aldri turtildúfnanna
sem voru að stinga saman nefj-
um. Eitthvað hefur Guðbjörg
kannski samsamað sig þessum
unglingum, en sjálf hóf hún bú-
skap vel fyrir tvítugt með Krist-
jáni og var Guðbjörg sjálf ein-
ungis 36 ára þegar ég birtist á
heimilinu. Fyrir mér varð fljótt
ljóst að tengdamóðir mín var
skörungur, með ákveðnar skoð-
anir og lá ekkert endilega á þeim.
Hún var vel með á nótunum um
málefni líðandi stundar og vel les-
in. Hún var kvenréttindakona og
réttsýn og ól sínar dætur og
barnabörn upp í þeim anda. Guð-
björg var traust og ákveðin enda
voru henni falin ábyrgðarstörf á
sínum starfsferli.
Fljótt kom í ljós að við Guð-
björg deildum áhuga á ættum
forfeðranna og reyndi ég að
hlusta vel þegar hún deildi sínum
fróðleik, því hún var fróð og stolt
af ætterni sínu. Skagfirsk og
austfirsk ættartengsl gat hún
rakið og ættir Kristjáns manns
síns líka. Einna bestu stundir
okkar voru samt í eldhúsinu þar
sem hún gat reitt fram dýrindis
rétti og þegar í heimsókn var
komið á okkar heimili tók hún
gjarnan yfir stjórnina á góðum
veislustundum sem auðvitað var
látið eftir.
Fórum við í nokkur ferðalög
saman og alltaf var gaman og
ljúft að ferðast með Guðbjörgu.
Erlendis sátum við gjarnan tvö
saman undir sólhlíf eða í skugga,
þar sem sólin fór ekki eins mjúk-
um höndum um okkur og maka
okkar. Gönguferðir í Fjörður,
Laugavegurinn og Víkur við
Borgarfjörð eystri voru eftir-
minnilegar þar sem Guðbjörg gaf
ekkert eftir á göngunni og naut
sín sannarlega í faðmi náttúrunn-
ar.
Þegar ég hafði aldur til fór ég
að sækja öldungamót í blaki en
þau hafði tengdamóðir mín
stundað í nokkur ár. Öldunga-
mótin eru fjörug og skemmtileg
og var keppnisandinn aldrei
langt undan hjá Guðbjörgu og
lagði hún sig alla fram fyrir sitt
lið. Náðum við að fara á fjölmörg
öldungamót saman en hef ég
saknað hennar á þeim seinustu
þar sem hún hefur ekki haft
heilsu til að mæta. Hún fylgdist
vel með íþróttaiðkun barna og
barnabarna, hvort sem var í blaki
eða á hlaupum, og fylgdist vel
með sínu fólki á þeim vettvangi.
Ég hefði svo viljað fá lengri
tíma með tengdamóður minni og
áttum við eftir að spjalla um svo
margt. Þakka ég henni samfylgd
sem hefur gefið mér fjölskyldu
mína og margar af bestu stund-
um lífs míns.
Valdimar Hafsteinsson.
Þegar við systkinin fórum að
ræða um hana Guðbjörgu ömmu
voru fyrstu orðin sem komu upp í
hugann: áræðin, kappsöm, um-
hyggjusöm og hvað hún var alltaf
góð við okkur barnabörnin þegar
við komum í heimsókn til ömmu
og afa. Við gætum skrifað heila
bók um það sem við gerðum sam-
an í gegnum árin en látum það
bíða betri tíma.
Þegar við systkinin settumst
niður saman og fórum að rifja
upp gamlar minningar voru
margar góðar og skemmtilegar
sögur sem komu upp og langaði
okkur að segja frá nokkrum af
okkar skemmtilegustu minning-
um um ömmu.
Ein slík saga átti sér stað þeg-
ar við stórfjölskyldan fórum sam-
an til Portúgals sumarið 2007, við
bræðurnir fengum að vera út af
fyrir okkur í litla húsinu sem var
aðeins frá aðalhúsinu þar sem all-
ir aðrir voru með herbergi og
vorum við mjög sáttir með það,
fengum meira að segja eigið bað-
herbergi. Það vildi þó þannig til
einn daginn þegar Kristján var
að fara í sturtu að það var mjög
stór padda í sturtubotninum.
Kristján var ekki á þeim buxun-
um að losa sig sjálfur við hana og
kom mjög skelkaður út og bað
bróður sinn um hjálp. Ekki var
hann þó til í það og á meðan
bræðurnir voru að rífast um það
hvor ætti að taka pödduna var
amma að sjálfsögðu búin að því
og kom að lokum og tilkynnti
okkur bræðrum að hún væri búin
að henda út pöddunni eins og
ekkert væri sjálfsagðara.
Hún var einnig með gríðar-
mikið keppnisskap sem við systk-
inin höfum öll verið svo heppin að
erfa eitthvað af og hefur það
hjálpað okkur mikið í gegnum
tíðina. Við munum eftir ófáum
kappleikjunum sem við horfðum
á saman. Það var sama um hvaða
íþrótt var að ræða, hvort það var
blak, körfubolti eða handbolti, og
var mikið kallað á sjónvarpsskjá-
inn. Eins skildi amma aldrei af
hverju fólk sem æfði þessa íþrótt
dagsdaglega og fékk borgað fyrir
að stunda hana gæti ekki hitt á
fjandans markið.
Ein helsta minningin og saga
sem við rifjum oft upp með afa er
sagan um Stekkjarbakkabrúna.
Það er svo að við vorum þrír sam-
an í bíl og enginn okkar er sér-
staklega ratvís en við komumst
þó á leiðarenda en þegar við kom-
um heim mætti amma okkur þar.
Fyrsta spurningin var af hverju
við hefðum verið svona lengi og
við svöruðum að þetta væri bara
venjulegur tími, þá spurði hún
hvaða leið við hefðum farið og við
svöruðum því. Þá horfði hún á
okkur með þessum hneykslunar-
svip og spurði okkur af hverju við
hefðum ekki farið yfir Stekkjar-
bakkabrúna. Við horfðum hver á
annan og spurðum svo á móti:
Hvaða Stekkjarbakkabrú? Þá
varð amma ennþá hneykslaðri á
okkur og enn þann dag í dag er
ég ekki viss um að neinn af okkur
þremur viti hvar hin dularfulla
Stekkjarbakkabrú er.
Annars er meðal bestu minn-
inga um ömmu allur stuðningur-
inn sem við fengum frá henni í
íþróttaiðkun okkar. Hún mætti á
alla blakleiki sem við spiluðum
hérna heima og studdi okkur eins
og hún gat og jafnvel þegar hún
var orðin veik mætti hún samt og
studdi barnabörnin sín og sá
stuðningur var og er okkur ómet-
anlegur.
Hafsteinn, Kristján
og Guðbjörg.
Elsku systir. Mig langar að
skrifa kveðju til þín, ég veit að þú
getur ekki lesið hana, en vinir og
vandamenn geta það.
Þú varst stóra, vitra og sterka
systir mín, að eiga þig að var eins
og að eiga gott akkeri.
Þú varst ung farin að búa með
Kristjáni æskuástinni þinni. Ég
man þegar þið giftuð ykkur, mér
fannst þið svo falleg. Þið áttuð
ávallt fallegt og einstakt heimili
hvar sem þið bjugguð. Alltaf var
hægt að koma til ykkar, dveljast
jafnvel sumarlangt með lítið
barn, vandamálin voru aldrei það
stór að þú fyndir ekki einhverja
lausn á þeim.
Í stórum systkinahópi var oft
mikið fjör og um margt deilt. Mér
fannst að þú hefðir einhvern
„mátt“ til að leysa vandamál
strax á unglingsárum. Mamma
okkar átti mikinn styrk í þér.
Þegar hugur minn reikar aftur í
tímann skil ég ekki alveg hvernig
þú gast gert allt sem þú gerðir.
Kristján þinn stóð alltaf þétt
við hlið þér og fann maður að
þrátt fyrir að þú værir orðin veik
var ástin svo sterk í augum þín-
um þegar þú sást hann og hélst í
hönd hans.
Það er skrítið að hugsa til þess
að þú sért farin og mun ég seint
gleyma vökunni með þér síðustu
tvo dagana þína, þar sem maki
þinn og dætur sáu til þess að
kveðjan væri falleg. Sorgin réð
ekki ein ríkjum, heldur einnig
væntumþykja og virðing, sem
lýsti þér svo vel.
Ég veit að enn á ég eftir að
hugsa til þín þegar upp koma
vandamál í mínu lífi og finna
svörin sem þú varst búin að
kenna mér.
Kveðja,
Guðrún (Gunna).
Guðbjörg Vignisdóttir svil-
kona mín kvaddi þetta jarðlíf eitt
fagurt sumarkvöld í júlí.
Ég man fyrst eftir Guðbjörgu
haustið 1966. Hún ólst upp í
stórum systkinahópi á Brekkunni
á Akureyri og skundaði léttstíg
inn í Innbæ til að hitta kærastann
sinn hann Kristján mág minn.
Það fylgdi henni ferskur andblær
þegar hún kom í heimsókn í litla
fjölskylduhúsið við Aðalstræti 62.
Hárið fallega rautt og augun
brún. Hún hafði lokið gagnfræða-
prófi um vorið. Þau Kristján
kynntust þegar þau unnu við
skógræktarstörf í Kjarnaskógi
sumarið 1965. Um haustið hóf
hún störf á Skattstofunni á Ak-
ureyri. Þau voru ekkert að draga
hlutina og gengu í hjónaband í
desember 1966 og þá var Guð-
björg rétt orðin 17 ára. Ég man
að okkur hinum eldri þótti hún
helst til ung að stíga þetta stóra
skref en ungu hjónin spjöruðu sig
vel og komu sér upp vistlegu
heimili á Akureyri.
Sumarið 1970 bauðst Kristjáni
að taka við kaupfélagsstjórastarfi
austur á Kópaskeri og fluttust
þau þangað ásamt Sigrúnu, ungri
dóttur sinni. Þar var þeim vel
tekið enda bæði tilbúin að taka
þátt í atvinnu- og félagslífi stað-
arins. Guðbjörg sýndi hvað í
henni bjó, gekk til allra starfa af
miklum dugnaði og tók við starfi
hreppstjóra. Þau hjón voru sam-
hent i störfum sínum og ég hygg
að árin átján á Kópaskeri hafi
verið sannkölluð hamingjuár.
Tvær dætur bættust við litlu fjöl-
skylduna, þær Anna Pála og Eva,
og gengu þær yngri systurnar í
nýja grunnskólann á Kópaskeri
sem vakti mikla athygli fyrir fjöl-
breytt og framsækið skólastarf.
Á Kópaskeri eignuðust þau
marga vini fyrir lífstíð. En þarna
þurfti líka að glíma við mikla erf-
iðleika eins og þegar stóri jarð-
skjálftinn reið yfir svæðið árið
1976. Einnig var það erfið lífs-
reynsla þegar rækjubátur fórst á
Öxarfirði í nóvember 1980 og
tveir menn innanborðs.
Dæturnar þrjár fóru allar í
Menntaskólann á Akureyri eftir
nám í Lundi í Öxarfirði og Krist-
ján og Guðbjörg fluttust til Ak-
ureyrar nokkru seinna. Guðbjörg
bætti við sig nokkrum áföngum
við Verkmenntaskólann á Akur-
eyri og lauk þaðan verslunar-
prófi. Hún hóf störf sem skrif-
stofustjóri á Öldrunarheimili
Akureyrar, tók svo við sem for-
stöðumaður í eitt ár og síðar í
samskonar starfi við Dalbæ á
Dalvík. Henni líkaði vel að vinna
með öldruðu fólki og hélt áfram
störfum á þeim vettvangi eftir að
þau fluttu suður yfir heiðar og
starfaði síðustu árin sem teym-
isstjóri hjá Reykjavíkurborg.
Við utanbæjarfólkið litum oft
inn hjá þeim á heimili þeirra í
Kópavogi. Þangað var gott að
koma. Guðbjörg naut þess að
vera í meiri nálægð við systur
sínar og þeirra fjölskyldur. Þau
hjónin ferðuðust mikið bæði inn-
an og utan lands, gjarnan með
dætrunum og fjölskyldum þeirra.
Guðbjörg hafði mikinn áhuga á
íþróttum og spilaði blak í mörg ár
og fylgdist grannt með íþrótta-
iðkun barnabarnanna.
Kristján mágur minn hefur
sinnt konu sinni af einstakri alúð
þessi síðustu ár. Eins dæturnar
og þeirra fjölskyldur. Systur
Guðbjargar og fjölskyldur stóðu
einnig þétt við bak hennar. Ég
sendi þeim öllum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Hrefna Hjálmarsdóttir.
Það er með trega sem við í dag
kveðjum Guðbjörgu, kæra vin-
konu og tengdamóður sonar míns
og bróður okkar. Það fylgir því
bæði eftirvænting og kannski ör-
lítil kvíðatilfinning þegar börnin
manns hitta sálufélaga sína og
hefja búskap. Væntingarnar og
vonirnar eru miklar og þeir sem
standa að unga fólkinu horfa á af
hliðarlínunni og óska þess heitast
að sambandið dafni og að fjöl-
skyldur beggja muni eiga góð
samskipti í framtíðinni. Það má
segja að Valdimar sonur minn og
bróðir okkar hafi svo sannarlega
dottið í lukkupottinn þegar hann
hitti hana Sigrúnu sína en henni
fylgdu góðir foreldrar og sam-
heldin fjölskylda sem fljótt varð
órjúfanlegur hluti af okkar fjöl-
skyldu. Kynnin spanna orðið rúm
30 ár og saman höfum við deilt
mörgum ánægjulegum samveru-
stundum.
Að leiðarlokum viljum við
minnast og þakka Guðbjörgu fyr-
ir góð kynni. Guðbjörg var skel-
egg kona sem lá ekki á skoðunum
sínum. Skemmtileg og lífleg og
það gustaði af henni hvar sem
hún kom. Hún var baráttukona á
svo margan hátt og hugsaði ávallt
um hag þeirra sem næstir henni
stóðu og naut þess að fylgja fólk-
inu sínu eftir.
Við sendum Kristjáni og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Minning Guð-
bjargar mun lifa með og í þeim
sem hún unni mest.
Laufey S. Valdimarsdóttir,
Aldís, Guðrún, Sigurbjörg
og fjölskyldur.
Guðbjörg
Vignisdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, sonur, bróðir og mágur,
DR. ÞORSTEINN INGI SIGFÚSSON
forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands,
lést í Stokkhólmi mánudaginn 15. júlí.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 30. júlí kl. 13.
Bergþóra Karen Ketilsdóttir
Davíð Þór Þorsteinsson Helena Eufemía Snorradóttir
Dagrún Inga Þorsteinsdóttir Marteinn Ingi Smárason
Þorkell Viktor Þorsteinsson Katrín Birna Sigurðardóttir
Alexandra Karen, Antonía Kolbrún, Alda Karen
Kristín Sigríður Þorsteinsdóttir
Árni Sigfússon Bryndís Guðmundsdóttir
Gylfi Sigfússon Hildur Hauksdóttir
Margrét Sigfúsdóttir Bjarni Sigurðsson
Þór Sigfússon Halldóra Vífilsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Búi Kristjánsson