Morgunblaðið - 26.07.2019, Side 18

Morgunblaðið - 26.07.2019, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 ✝ SigurbjörnSkarphéð- insson fæddist á Sauðárkróki 28. september 1955. Hann lést 18. júlí 2019 á Heilbrigð- isstofnun Norður- lands Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Skarphéðinn Pálsson, f. 5. sept. 1906, d. 8. des. 1978, og Þórleif Elísabet Stef- ánsdóttir, f. 27. mars 1918, d. 10. júní 2016. Alsystkin hans eru Guðrún Fanney, f. 28. okt. 1943, Pálína Sumarrós, f. 18. des. 1944, Þur- íður, f. 12. mars 1946, Stefán Jón, f. 28. mars 1947, Sóley Anna, f. 15. júní 1949, Símon Baldur, f. 12. ágúst 1950, Elísabet, f. 9. sept. 1951, Alda Jósefína, f. 17. sept. 1952, Sigurjóna, f. 19. maí 1957, Hafdís, f. 5. apríl 1960, og Sveinn, f. 25. ágúst 1962. Samfeðra systkin hans eru Ás- björn, f. 3. apríl 1934, d. 1. jan. 1994, Páll Ágúst, f. 10. maí 1935, d. 2. jan. 1954, Gunnar Þór, f. 23. ágúst 1936, d. 26. júlí 1969, Sig- ríður Kristín, f. 27. nóv. 1937, Halla Sigríður, f. 26. des. 1939, og Hjálmar Steinar, f. 11. mars 1941. Sigurbjörn var kvæntur Ingibjörgu Margréti Valgeirs- dóttur, f. 11. maí 1958. Foreldrar hennar eru Valgeir Guðjónsson, f. 17. jan. 1929, d. 21. des. 1981, og Guðbjörg Guðrún Felixdóttir, f. 1. jan. 1937. Börn Sigurbjörns og Ingibjargar eru: 1) Guðbjörg Vala, f. 17. jan. 1977, maki Haukur Vigfússon, f. 29. des. 1975. Þau eiga tvo syni, Vigfús Hauk, f. 29. júlí 2004, og Björn Inga, f. 19. sept. 2006. 2) Efemía Rún, f. 15. feb. 1980, maki Rúnar Sveinsson, f. 9. maí 1981. Þau eiga þrjú börn, Rúnar Magna, f. 19. feb. 2011, Ingi- björgu Rún, f. 7. feb. 2015, og Jakob Rúnar, f. 29. okt. 2016. 3) Jón Geir, f. 20. apríl 1989. Sigurbjörn ólst upp í stórum systkinahópi á Gili í Skagafirði. Hann byrjaði ungur að vinna ýmis störf en árið 1975 eignaðist hann sýna fyrstu gröfu og stofn- aði sitt eigið fyrirtæki, Vinnu- vélar Sigurbjörns Skarphéðins- sonar, sem varð hans ævistarf. Útför Sigurbjörns fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 26. júlí. 2019, klukkan 14. Þegar ég kynnist Effu eigin- konu minni fyrir 20 árum vissi ég ekki hver Bjössi pabbi hennar var, en fljótlega komst ég að því og síð- an þá hefur hann ekki aðeins verið tengdapabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. Ég hef lengi haft áhuga á vélum og talaði mamma mín heitin oft um það þegar við keyrðum hringinn í kringum landið og ég taldi upp all- ar dráttarvélarnar á öllum sveita- bæjunum sem við keyrðum fram hjá. Þessi áhugi kom sér vel þegar við Bjössi kynntumst og fékk ég fljótlega að fara með honum niður í skemmu og í framhaldi grípa í vélarnar sem skipuðu svo stóran sess í lífi Bjössa. Fyrir mér var þetta eins og draumur sem verður að veruleika og höfum við farið í alls konar verkefni saman síðan þá og stendur þar upp úr verkefni sem við fórum í fyrir nokkrum ár- um sem fólst í gerð slóða upp við Ingólfsskála. En það var ýmislegt annað brasað sem við seinna gerðum grín að og hlógum hátt. Við áttum til dæmis saman „bát“ sem við kölluðum Seinfara og stóð hann undir nafni. Einnig fórum við í nokkrar ógleymanlegar jeppa- ferðir sem voru ekki fyrir byrj- endur. Veiðiferðir, hvort sem það var á sjó eða á landi með stöng eða byssu. Að ógleymdum utanlands- ferðunum sem við fórum í og þá sérstaklega „strákaferðunum“ á Bauma-vélasýninguna í München í Þýskalandi. Mikið er ég glaður að við skyldum komast í eina slíka ferð í apríl síðastliðnum. Bjössi gaf okkur ekki neitt eftir í þeirri ferð þó svo að mig gruni að honum hafi nú ekki alltaf liðið vel. Ég mun seint gleyma þessum ferðum. Þá eru þau ófá símtölin sem við Bjössi áttum í gegnum tíðina þar sem málin voru rædd, hvort sem um var að ræða verkefnin fram undan, vélarnar, skipulagningu veiðiferða eða önnur ævintýri. Alltaf gekk þó vinnan fyrir og var til dæmis mjög erfitt að fá staðfest hvort Bjössi væri á leið- inni suður á morgun í heimsókn til að dvelja yfir helgi eða ekki, en svo birtist hann yfirleitt seint á föstu- dagskvöldi. Fljótlega á laugardeg- inum var Bjössi svo farinn að tala um að hann þyrfti að fara að koma sér norður og það helst snemma á sunnudeginum. Bjössa þótti mjög vænt um barnabörnin sín, hvert á sinn hátt, og fengu þau oft að vera með hon- um á vélunum. Ég tek mér orð Bjössa í munn á þessari erfiðu kveðjustund og segi: „Nú ríður á að vera rólegur.“ Elsku vinur og tengdapabbi, hvíl í friði. Rúnar Sveinsson. Það oft sagt að dauðinn muni alltaf koma manni á óvart. Þannig var það svo sannarlega í tilfelli Bjössa okkar, þrátt fyrir að hann hafi verið slappur og ólíkur sjálf- um sér kom úrskurðurinn um að hann væri með ólæknandi krabba- mein öllum á óvart. Það tók ekki nema rúma tvo mánuði frá því að sjúkdómurinn uppgötvaðist og þar til yfir lauk hinn 18. júlí. Bjössi nýtti tímann vel og barðist fram á síðasta dag þrátt fyrir að hann vissi að framlengingu fengi hann ekki, þannig var Bjössi. Sigurbjörn Skarphéðinsson, eða Bjössi eins og hann var jafnan kallaður, ólst upp á Gili í Skaga- firði í stórum systkinahópi, þau voru alls 12 alsystkinin en einnig átti hann sex hálfsystkini. Faðir hans vann mikið utan heimilisins og því kom það í hlut systkinanna á Gili að sjá um stórt bú. Kallaði það á mikla samheldni, þótt ef- laust hafi líka stundum gustað hressilega hjá þeim eins og annars staðar. Lífið var líka leikur og leik- svæðið var nágrennið, lækurinn, Miklavatnið og gripið í spil þegar gafst. Þar smitaðist Bjössi af veiðiáhuga sem fylgdi honum alla tíð og þar var líka lagður grunn- urinn að ást hans á landinu og náttúrunni sem kom vel í ljós þeg- ar lífsstarfið var ákveðið. Eldri bróðir hans minnist þess þegar hann var að byrja að vinna á fyrstu gröfunni sem faðir þeirra átti, þá vildi Bjössi fá að vera með og sótti það fast. Ef til vill var það þá þegar ákveðið hjá honum að þetta vildi hann gera þegar hann yrði stór, og það varð. Bjössi hóf snemma atvinnurekstur á eigin vélum og ávann sér strax orð fyrir að vera duglegur, útsjónarsamur og laginn. Hann var ákaflega nat- inn við vélarnar sínar, alltaf að laga þær til og snyrta, enda entust þær bæði vel og lengi hjá honum. Sem vélamaður og gröfumaður kom í hans hlut að grafa og vinna land. Kom þá í ljós virðing hans fyrir landinu, hann var sannkall- aður náttúruunnandi og lagfærði allt sem hann gat til að sem minnst rask sæist eftir hann að verki loknu. Bjössi vann mikið fyr- ir Vegagerðina og meðal fastra verka hjá honum var að opna leið- ina upp úr Vesturdal í Laugafell á hverju vori. Þessu verki var hann búinn að lofa í vor og þegar ljóst var að hann gæti ekki gert það sjálfur, hlupu sonur hans og tengdasonur í skarðið og kláruðu verkið, en Bjössi stýrði því í gegn- um síma af sjúkrabeði sínum. Bjössi var afskaplega dagfars- prúður maður, hægur, yfirvegað- ur, hnyttinn í tilsvörum og velti engum um koll með yfirgangi. Hann hafði gaman af að skemmta sér eins og sönnum Skagfirðingi sæmir og var þá gjarnan hrókur alls fagnaðar. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og fyrir nokkrum árum keyptu þau hjónin býlið Ás- múla og þar voru þau samhent um að byggja upp sælureit fyrir fjöl- skylduna. Nú þegar kveðjustundin er runnin upp vilja systkini, makar og ættingjar þakka Bjössa fyrir allt sem hann gaf þeim á liðnum árum. Hans verður sárt saknað. Einnig færum við Ingu Möggu, börnum, tengdabörnum og afa- börnunum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigríður, Steinar, Guðrún, Pálína, Þuríður, Stefán, Sóley, Símon, Elísabet, Sigurjóna, Sveinn og fjölskyldur. Elsku mágur og bróðir minn er fallinn frá. Hann lést 18. júlí á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks eftir stutta en harða baráttu við krabbamein. Mín fyrstu kynni af Bjössa voru fljótlega eftir að við Hafdís kynnt- umst. Ég fann það strax að þar var góður félagi sem hægt var að treysta á. Við brölluðum margt saman og höfðum oft gaman af hlutunum. Spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Lyftum stundum staupum á góðri stund og skáluðum og þó að hrikti stund- um í fór það alltaf vel. Bjössi var einstaklega hjartahlýr maður og mikill húmoristi, hafði góða og skemmtilega nærveru. Hann hafði lúmskan og skemmtilegan húmor og við hlógum mikið saman. Við hefðum viljað hafa hann miklu lengur hjá okkur og eigum eftir að sakna hans óendanlega mikið. Við vinnu var Bjössi duglegur, vandvirkur og fljótur að finna bestu lausnirnar á ýmsum vanda- málum sem upp komu. Alltaf já- kvæður og tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Bjössi kom oft í skúrinn til mín til að athuga stöðu líðandi stundar eða þá að hann hringdi ef hann gat ekki komið. Það var alltaf gott að heyra í Bjössa. Sérstakt samband mynd- aðist milli yngstu dóttur okkar og hans, hún gaf honum rós þegar hann átti afmæli og hann gaf henni bland í poka, sem var ekki lítill og gjöf í afmælisgjöf. Stuttu áður en Bjössi kvaddi komu hann og Inga Magga kona hans af sjúkrahúsinu heim til okk- ar Hafdísar með gjafir handa litlu barnabörnunum okkar. Þau voru á leiðinni í Ásmúla til barnanna sinna. Við fjölskyldan fórum þá um kvöldið í heimsókn á tjald- svæðið í Ásmúla og skáluðum í bjór fyrir tjaldsvæðinu, eins og Bjössi var búinn að tala um. Takk fyrir, elsku Inga Magga. Bjössi var miklu meira en bara bróðir Hafdísar. Hann og hans fjölskylda voru sérstakir fjöl- skylduvinir okkar og var mjög traust og gott samband milli okk- ar allra. Bjössa verður sárt saknað í stórfjölskyldunni. Elsku Inga Magga, Guðbjörg, Effa, Jón Geir og fjölskyldur, inni- legar samúðarkveðjur til ykkar allra. Hrólfur, Hafdís og fjölskylda. Lífið er ekki alltaf sanngjart. Það fannst mér ekki þegar Bjössi bróðir kom heim til mín þegar hann var búinn að fá dóminn stóra. Við Bjössi vorum alltaf mjög náin sem systkini, hann þremur árum yngri en ég og við vorum mjög samstiga í öllu því sem við tókum okkur fyrir hend- ur, hvort sem var í leik eða starfi. Við fórum oft saman í ferðalög á sumrin og nutum samvista við hvort annað. En svona er lífið, því getum við víst ekki breytt. Takk fyrir samfylgdina, kæri bróðir. Farinn ertu minn kæri bróðir elsku, ljúfi vinur minn. Eftir standa margir góðir en hvergi er faðmur þinn. Kæri bróðir, við sjáumst ekki um hríð ég mun sakna þín og aldrei gleyma. Í huga mér og hjarta um ókomna tíð munu blíðar minningar ævi þína geyma. (KÖJ) Elsku Inga Magga og fjöl- skylda, okkar innilegustu samúð- arkveðjur til ykkar allra. Alda og fjölskylda. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna við fráfall Sigur- björns Skarphéðinssonar mágs míns. Ég var ekki gömul þegar Volkswagen bjalla fór að sniglast í kringum hér heima á Daufá ásamt eiganda sínum, honum Bjössa, til að hitta Ingu Möggu systur. Varð hann fljótt einn af fjölskyldunni og í minningunni finnst mér hann hafi verið það alla tíð. Bjössi kom með hestinn sinn, hann Jarp, með sér sem við systur fengum enda- laust að skottast á og gekk hann alltaf undir nafninu Bjössa Jarp- ur. Bjössi var mjög duglegur og helst alltaf að og fannst óþarfi að hanga yfir hlutunum og voru þau Inga Magga eins með það. Marg- ar ferðirnar komu þau í sveitina eftir að þau fluttu út á Sauðárkrók til þess að hjálpa til í heyskap, baggatínslu, gröfuvinnu og hverju sem var. Þegar ég fór í Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki dvaldi ég hjá þeim og varð það ómetanlegt. Þegar pabbi féll frá þá var það Inga Magga sem flutti tímabundið fram eftir til að bjarga málunum ásamt dætrunum. Eru mér mjög minnisstæðar nokkrar ferðirnar á milli í stórhríðarbyl og slæmu færi og Bjössi undir stýri á bláa Land Rovernum. Það skipti ekki máli hvort það var fært eða ófært alltaf komumst við á leiðar- enda klakklaust því áræðinn og frábær bílstjóri var hann. Bjössi hafði gaman af því að fara á gæsa- skyttirí á haustin ásamt Gísla frænda og voru það óskráð lög hjá móður minni að þeir einir mættu skjóta hér á landareigninni. Eftir að við Egill tókum við bú- skap á Daufá breyttist ekkert, þau hjón og börn þeirra voru alltaf tilbúin að aðstoða okkur með hvað sem var. Við vorum svo lánsöm að hafa besta gröfumanninn í fjöl- skyldunni og má sjá verk hans allt í kringum okkur. Vandvirkur og úrræðagóður var hann og sagði hann oft „þetta er ekkert mál, bara vinna“, sama hversu stórt verkið var eða snúið og svo var gengið í verkið. Bjössi vann alla sína tíð á allskonar gröfum og stækkaði vélakosturinn jafnt og þétt og var aðdáunarvert að sjá hversu vel hann hugsaði um öll tækin. Einnig var hann þeim kost- um búinn að skila alltaf vel unnu verki. Á síðasta ári fengum við heldur betur að njóta krafta hans þegar við réðumst í fjósbyggingu og það var ómetanlegt að hafa hann sér við hlið í því stóra verk- efni. Megnið að allri gröfuvinn- unni sá hann um hvort sem var grunnurinn, jarðvegsskipti, vatns- leiðslur eða frárennsli. Svo var hann mjög liðtækur í málningar- vinnunni og mörgu fleiru og alltaf var gott að fá góð ráð hjá honum. Þegar maður lítur til baka sér maður hve harður hann var þar sem hann var greinilega búin að vera með krabbamein í nokkur ár en sló aldrei slöku við. Ófáar samverustundirnar átt- um við saman í faðmi stórfjöl- skyldunnar og var alltaf gott að koma í Brennihlíðina og Ásmúla. Maður fékk alltaf hlýjar móttökur og oft var glatt á hjalla. Ég man aldrei eftir að okkur hafi orðið sundurorða og ég gat alltaf treyst á hann. Elsku Bjössi, takk fyrir allt og allt. Elsku Inga Magga, Guðbjörg, Effa, Jón Geir og fjölskyldur missir ykkar er mikill en minning um góðan mann lifir. Efemía Fanney Valgeirsdóttir. Nokkur orð til minningar um frænda minn sem lést eftir bar- áttu við krabbamein. Í gamla daga fór ég oftast norð- ur á sumrin með foreldrum mín- um. Það var alltaf tilhlökkun að koma í Skagafjörðinn. Ég hlakk- aði til að heimsækja krakkana á Gili, Bjössa og frænkur mínar Siggu Jónu og Hafdísi. Það var alltaf gaman að koma norður að Gili, en þaðan er mamma mín ættuð. Foreldrar mínir voru um tíma með sumar- hús uppi í gilinu. Mamma mín á systkini á mínum aldri og þar á meðal var Bjössi. Ég skokkaði oft niður gilið til að hitta þau. Það var ýmislegt skemmtilegt í sveitinni, alltaf verið að leika sér. Á leiðinni niður gilið fann ég alltaf einhverja fallega steina og ýmis falleg blóm. Í þá daga voru heilu búin með skeljum og leggjum. Uppi á gilbakkanum á einum stað var bú með nautgripum og kind- um úr ákveðnum beinum. Allt vel girt í kringum gripina. Í „Gamla húsinu“ á Gili var ým- islegt brallað. Upp í rjáfri hékk stór róla eða prammi líklega úr skipi sem hékk fyrir miðju. Skemmtilegast var að „róla“ ról- unni nógu hátt upp í þakið sitt hvorum megin og skella laglega í klæðninguna. Í þetta þurfti mik- inn kraft og þá var Bjössi til í tusk- ið, tveir í rólunni að stjórna og allt á fleygiferð. Einu sinni ákváðum við krakk- arnir að við þyrftum að eignast íbúð í „Gamla húsinu“. Sigga Jóna og Hafdís bjuggu öðrum megin og við Bjössi hinum megin. Þarna var reglulega fínt, algjörlega „Bo- Bedre“. Borð, stólar, gardínur, blóm og dúkur á borðinu, allt var fundið til. Grænu gömlu rúmin komu að góðum notum, eitt var notað til sem milliveggur á milli íbúða. Lífið í húsinu gekk ljómandi vel. Við Bjössi vorum sem sagt „pabbinn og mamman“ og frænk- urnar nágrannar okkar. Mig minnir að stundum hafi Hafdís þurft að vera krakkinn á heimilinu ef það vantaði barn í leikinn. Ég minnist góðra stunda niðri við vatnið, að fara út á bát og vitja um, athuga hvort það væri kannski silungur í netunum. Bjössa fannst gaman að hrella mig smá og stríða mér og láta bátinn vagga óþarflega mikið, þar til ég var farin að kvarta. Á leiðinni heim eftir bátsferð var stundum lagst á lækjarbakk- ann og einn og einn fiskur hand- samaður með berum höndum, þar sem þeir lágu í vari. Einu sinni fórum við krakkarn- ir í fjallgöngu upp í gilið, sem er frekar hættulegt. Inni í gilinu í klettabeltinu sést mynd eins og af karli og konu sem eru að ferðast með hestinn sinn. Við vildum komast nær þessari sýn og klöngruðumst þarna í gilinu, þá hrasaði ég í klettunum. Bjössi var næstur og var snöggur að bjarga mér. Mikið var ég fegin, ég er ennþá lofthrædd eftir þessa lífsreynslu. Bjössi frændi minn átti auðvit- að að fá að heyra þessa upprifjun áður en hann kvaddi lífið en veik- indin gengu hratt yfir og hann fór alltof fljótt frá okkur. Elsku Bjössi, far þú í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég vil votta allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð og bið Guð um að styrkja þau og vera með þeim. Áslaug frænka. Það voru illskiljanlegar fréttir sem komu hinn 8. maí, að Bjössi okkar væri með illvígan sjúkdóm. Hann barðist hetjulega við erfið veikindi fram á síðasta dag, hinn 18. júlí, er hann lést, enda alla tíð verið harðduglegur maður. Bjössi náði í Ingu Möggu á unglingsár- um og hefur því alltaf verið stór hluti af okkar fjölskyldu. Í gegn- um tíðina hefur hann tekið að sér fjölmörg verkefni fyrir fjölskyld- una og aðra, þau leysti hann alltaf með jákvæðni, stakri prýði og samviskusemi. Ef það þurfti að ráðfæra sig við einhvern, þá var talað við Bjössa og hann kom með lausnir. Hann stóð alltaf okkur við hlið, hvort sem það voru góðir eða erfiðir tímar. Hans ævistarf og aðaláhugamál var allt í kringum gröfur. Lýsandi fyrir hann Bjössa var að í eitt skiptið þegar ég var í menntaskól- anum og vildi komast frá Akureyri yfir í Skagafjörð var ófært yfir Öxnadalsheiði og snarvitlaust veð- ur. Þegar hann kom á Akureyri hafði skollið á enn verra veður og Sigurbjörn Skarphéðinsson Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR HAGALÍNSDÓTTUR, Skólavörðustíg 26. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A4 Landspítala Fossvogi og starfsfólki líknardeildar Landspítala í Kópavogi fyrir alúð og hjúkrun í veikindum móður okkar. Guð blessi ykkur öll Guðrún Haraldsdóttir Einar Ólafur Haraldsson Helga Hrönn Elíasdóttir Ómar Ingi Magnússon Guðrún Kristín Einarsdóttir Vilhjálmur Vilhjálmsson Eydís Björk Einarsdóttir Karen María Einarsdóttir Heittelskaður eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR JÓNSSON, fv. sérfræðingur Landsbanka og áður verkstjóri, Áslandi 2, Mosfellsbæ, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 11E 23. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík hinn 31. júlí klukkan 11. Kristín Sæunnar Sigurðardóttir Sæunn Ólafsdóttir Benedikt Arnarson Iðunn Ólafsdóttir Árni Valur Skarphéðinsson Ólöf Rún Árnadóttir, Skarphéðinn Stefán Árnason, Ríkharður Rafn Árnason, Þula Guðrún Árnadóttir, Baldur Benediktsson og Freyja Benediktsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.