Morgunblaðið - 27.07.2019, Page 1
Morgunblaðið/Eggert
Icelandair Bogi segir það „ekkert
nýtt“ að félagið vilji betri nýtingu.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Icelandair fullnýtir ekki flugmenn
sína og flugfreyjur, að mati for-
manns Félags íslenskra atvinnuflug-
manna og formanns Flugfreyju-
félags Íslands. Félaginu sé heimilt
að nýta starfsfólk sitt betur en það
geri það einfaldlega ekki.
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi
forstjóri Icelandair, sagði nýverið að
flugmenn og flugfreyjur félagsins
skiluðu of fáum vinnustundum miðað
við keppinauta fyrirtækisins.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair Group, tekur undir ummæli
Jóns og segir tækifæri fólgin í betri
nýtingu starfsfólks. Mögulega þurfi
að breyta kjarasamningum vegna
þess.
Formenn stéttarfélaganna telja
það þó ekki nauðsynlegt enda heim-
ild til betri nýtingar nú þegar fyrir
hendi.
Hvað varðar MAX-þotur Iceland-
air sem voru kyrrsettar í marsmán-
uði samsinnir Bogi því að möguleg
framleiðslustöðvun á MAX 737-þot-
um Boeing myndi koma sér illa fyrir
Icelandair, sem hafði ætlað að bæta
fimm slíkum við flota flugfélagsins á
næsta ári. »4
Betri
nýting
gerleg
Icelandair ger-
nýti ekki heimildir
L A U G A R D A G U R 2 7. J Ú L Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 175. tölublað 107. árgangur
SCHUBERT
VAR NÆSTUR
Á DAGSKRÁNNI
STÝRIR
SKÓLA Í
NOREGI
GUÐMUNDUR HEGNER 10SUNGIÐ Á GLJÚFRASTEINI 45
„Ég hélt nú fyrst að þetta væri eitthvert sár á
höfðinu en þetta er bara rautt hrúður sem fer
síðan af þeim,“ segir Pétur Alan Guðmundsson,
kaupmaður og áhugaljósmyndari, sem náði þess-
ari fallegu mynd á dögunum af flórgoðaungum á
hreiðri. Pétur segist hafa fylgst með flórgoða-
pörum undanfarin ár, þetta sé einn af hans uppá-
haldsfuglum. Flórgoði er eini goðinn sem verpir
á Íslandi og er að mestu leyti farfugl.
Litríkir og fallegir flórgoðaungar
Ljósmynd/Pétur Alan Guðmundsson
„Því miður hafa spár mínar um um-
ferðarmálin í Kvosinni ræst.
Ástandið er jafnvel verra en ég ótt-
aðist,“ segir Ólafur Kristinn Guð-
mundsson umferðarsérfræðingur í
samtali við Morgunblaðið.
Umræða hefur skapast undan-
farið um miklar umferðarteppur
sem myndast hafa á álagstímum á
gatnamótum Geirsgötu og Lækj-
argötu/Kalkofnsvegar.
Ólafur segir að borgaryfirvöld
hafi gert margvísleg mistök varð-
andi útfærslu gatnamótanna. Best
hefði verið að leggja Sæbraut og
Geirsgötu í stokk neðanjarðar en
því var hafnað. Þá hafi lóð í Austur-
höfn verið stækkuð með þeim af-
leiðingum að setja varð upp svo-
kölluð T-gatnamót, sem ráði ekki
við umferðina. Að auki séu umferð-
arljósin á gatnamótunum rangt sett
upp, sem tefji umferð. »6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gatnamótin Á álagstímum myndast
langar raðir bíla í allar áttir.
Margvísleg mistök
gerð á gatnamótum
Enginn bleikur fólksbíll var ný-
skráður á síðasta ári. Eins og oft áð-
ur var lítið um litadýrðir í nýskráð-
um bílum en langflestir þeirra voru
annað hvort gráir (39,1%) eða hvítir
(26%) að lit. Á eftir fylgdu þó rauðir
bílar sem höfðu 11% hlutdeild og þar
á eftir komu svartir bílar, sem töldu
8,7 % nýskráðra bíla. Þetta og fleira
kemur fram í árbók Bílgreina-
sambandsins en þar segir einnig að
hækkandi aldur bílaflotans á Íslandi
hafi mátt merkja í fyrsta skipti í
fyrra eftir nokkurra ára tímabil þar
sem bílaflotinn yngdist. Er þetta
þróun sem þarf að snúa við, segir
María Jóna Magnúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Bílgreinasambands-
ins, enda nýrri bílar umhverfisvænni
og öruggari.
Þyrftu stjórnvöld að koma til móts
við neytendur í þessu með ívilnunum
af einhverju tagi. »20
Enginn nýskráður
bíll bleikur í fyrra
Morgunblaðið/Hari
Bílar Nýskráningar bifreiða voru
færri í fyrra en árið þar á undan.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Kaupum Michele Ballarin og félags
hennar, Oasis Aviation Group, á
flugrekstrartengdum eignum úr
þrotabúi WOW air hefur verið rift.
Þetta herma heimildir Morgun-
blaðsins. Ástæðan mun vera sú að
síendurtekið hafi dregist að inna af
hendi fyrstu greiðslu samkvæmt
kaupsamningi sem gerður var milli
þrotabúsins og fyrrnefndra kaup-
enda. Fyrst var greint frá umrædd-
um kaupum á forsíðu Fréttablaðs-
ins að morgni 12.
júlí. Þar var full-
yrt að viðskiptin
væru gengin í
gegn og að þau
hefðu byggst á
eingreiðslu. Hið
rétta er að samn-
ingurinn gerði
ráð fyrir að við-
skiptin yrðu gerð
í þremur áföng-
um og að umfang þeirra allra yrði
svipað að umfangi. Heimildir
Morgunblaðsins herma að heildar-
virði viðskiptanna hafi hljóðað upp
á tæpar 1,5 milljónir dollara, ríf-
lega 180 milljónir króna.
Þreifingar halda áfram
Þrátt fyrir riftunina hafa þreif-
ingar um að koma viðskiptunum að
nýju á átt sér stað en þau eru þrátt
fyrir það í uppnámi sem stendur.
Í ítarlegu viðtali við Ballarin,
sem birt var í ViðskiptaMogganum
á miðvikudag, setti hún engan fyr-
irvara um kaupin. Þá fullyrti hún
að nú þegar væri búið að tryggja
milljarða króna til rekstursins
fyrstu tvö árin. „Við höfum tryggt
félaginu 85 milljónir Bandaríkja-
dala, eða 10,5 milljarða króna, sem
á að duga félaginu fyrstu 24 mán-
uðina. Ef þörf verður á getur sú
tala orðið allt að 100 milljónir dala,
eða 12,5 milljarðar króna,“ sagði
Ballarin í viðtalinu. Umfang um-
ræddra kaupa, sem nú hefur verið
rift, voru því aðeins um 1,8% af
þeirri fjárhæð sem Ballarin fullyrti
að nú þegar væri búið að tryggja til
rekstursins.
WOW-kaup í uppnámi
Kaupum Michele Ballarin á eignum úr þrotabúi WOW air hefur verið rift
Michele
Ballarin
MStóð ekki við kaupsamning »18
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is