Morgunblaðið - 27.07.2019, Page 6
VIÐTAL
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„Því miður hafa spár mínar um um-
ferðarmálin í Kvosinni ræst.
Ástandið er jafnvel verra en ég ótt-
aðist,“ segir Ólafur Kristinn Guð-
mundsson umferðarsérfræðingur í
samtali við Morgunblaðið.
Umræða hefur
skapast undan-
farið um þær
miklu umferðar-
teppur sem
myndast hafa á
álagstímum á
gatnamótum
Geirsgötu og
Lækjargötu/
Kalkofnsvegar.
Svo mikil var
óánægjan að bæj-
arstjórn Seltjarnarness blandaði sér
í málið og óskaði eftir úrbótum.
Ljósastillingu á gatnamótunum hef-
ur nú verið breytt, en sú lausn hefur
litlu bjargað að mati Ólafs.
Umferðarljósin illa sett upp
„Það bætist við vandræðin hvað
umferðarljósin á gatnamótunum eru
illa sett upp. Þegar þú ert stopp
þarna þá eru engin ljós á móti. Þú
sérð því aldrei hvenær ljósin skipta
sér. Síðan er búið að ganga frá
þessu þannig að gönguljósin eru
skilin eftir. Allir bílar bíða en
gönguljósin eru á grænu í allar áttir
jafnvel þótt enginn gangandi veg-
farandi sé að nota þau. Þegar þú
keyrir Geirsgötuna eru hver ljósin á
eftir öðrum og engin þeirra sam-
stillt, þannig að maður gerir ekkert
annað en stoppa,“ segir Ólafur.
Hann segir að borgaryfirvöld hafi
gert margvísleg mistök varðandi út-
færslu gatnamótanna. Umferðar-
sérfræðingar hafi bent á að heppi-
legast væri að leggja Sæbraut og
Geirsgötu í stokk neðanjarðar því
fyrirsjáanlegt væri að umferðar-
þungi og álag þar muni aukast veru-
legra vegna mikillar uppbyggingar í
miðbænum og vesturbænum. Í verð-
launatillögu Portusar um Hörpu og
nágrenni tónlistarhússins frá árinu
2005 var lagt til að Geirsgatan yrði
öll lögð í stokk en ofanjarðar átti að
vera torg með iðandi mannlífi.
„Allar borgir eru að gera svona,
en á sama tíma tóku borgaryfirvöld í
Reykjavík þá misráðnu ákvörðun að
byggja bílakjallara undir Geirsgöt-
unni og þar með var lokað fyrir
þann möguleika um alla framtíð að
færa umferðina í göng,“ segir Ólaf-
ur.
Hann segir að árið 2014 hafi aftur
verið tekin vanhugsuð ákvörðun. Þá
hafi lóð á Austurhöfn verið færð til
suðurs svo hægt yrði að byggja nýj-
ar höfuðstöðvar Landsbankans.
Þetta þýddi að Geirsgatan lá ekki
lengur í boga inn á Kalkofnsveg
heldur voru útbúin svokölluð T-
gatnamót með umferðarljósum. Í
viðtali við Morgunblaðið í desember
2016 sagði Ólafur að þessi T-gatna-
mót myndu ekki anna umferðinni.
„Þetta hefur ræst, því miður. Og
væntanlega á umferðin á þessum
gatnamótum eftir að aukast enn þá
meira á næstu árum.“
Í desember 2016 lögðu fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og
skipulagsnefnd til að Geirsgatan
yrði lögð í stokk neðanjarðar.
Fulltrúar meirihlutaflokkanna voru
þessu andvígir, m.a. á þeim forsend-
um að kostnaður við þessa lausn
hlypi á milljörðum.
„Ekki er verið að hefta umferðar-
flæði þó að forgangsraðað sé í þágu
sjálfbærra samgönguhátta enda eru
þeir í fyrirrúmi í þessum hluta borg-
arinnar og áhersla lögð á öryggi
gangandi vegfarenda,“ bókuðu
fulltrúar meirihlutans m.a.
Ólafur Kristinn segir að þarna
hafi farið síðasti möguleikinn til
þess að bjarga umferðarmálum
Kvosarinnar. Nú sé búið að byggja
bílakjallara undir Geirsgötunni og
möguleiki á stokkalausninni ekki
lengur fyrir hendi.
„Ástandið verra en ég óttaðist“
Miklar umferðarteppur myndast á Geirsgötu Umferðarsérfræðingur spáði því að gatnamót þar
myndu ekki anna umferðinni Mistök að leggja ekki götuna í stokk T-gatnamótin einnig mistök
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gatnamótin Á álagstímum myndast langar raðir bifreiða á gatnamótunum. Þetta á sérstaklega við um Geirsgötuna sjálfa og Sæbrautina í austurátt.
Ólafur Kristinn
Guðmundsson
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019
GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is
www.gimli.is
Við vitum hvað þín
eign kostar
Fjórar umsóknir bárust um emb-
ætti sóknarprests í Breiðholts-
prestakalli. Embættið var auglýst
laust til umsóknar hinn 20. júní sl.
og rann umsóknarfrestur út hinn
22. júlí.
Umsækjendur um embættið eru:
Erna Kristín Stefánsdóttir guð-
fræðingur, Ingimar Helgason guð-
fræðingur, séra Magnús Björn
Björnsson og séra Sigurvin Lárus
Jónsson.
Umsóknir fara nú til mats-
nefndar um hæfni til prestsemb-
ættis. Biskup Íslands skipar í emb-
ættið frá og með 1. september
næstkomandi.
Í Breiðholtsprestakalli er ein
sókn, Breiðholtssókn, með um 4.000
íbúa og eina kirkju, Breiðholts-
kirkju. Breiðholtssókn er á sam-
starfssvæði með Fella- og Hóla- og
Seljasókn í Breiðholti. Núverandi
sóknarprestur er sr. Gísli Jónasson
prófastur. Hann hefur gegnt emb-
ættinu um áratuga skeið og lætur
nú af störfum fyrir aldurs sakir.
sisi@mbl.is
Fjórar umsóknir um Breiðholtskirkju
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Vegaframkvæmdir í Ingólfsfirði á
Ströndum við veginn yfir til Ófeigs-
fjarðar eru á áætlun, að sögn Frið-
riks Friðrikssonar, talsmanns Vest-
urVerks, sem sér um
framkvæmdirnar. Hann segir að
enn sé töluvert mikið eftir af verk-
inu og býst við að vinnu verði lokið
eftir tíu til fjórtán daga.
„Við erum bara í Norðfirði og eig-
um eftir að færa okkur yfir og laga
veginn. Þetta er að mestu leyti bara
verið að greina veginn og taka
svona nibbur sem standa úti í vegi,
öllum til bóta,“ segir Friðrik. „Þetta
vinnst bara eins og það vinnst.
Þetta er nú ekki stórvægilegt sem á
að gera en það á að reyna að þurrka
veginn svo að hann haldi betur og
setja ræsi þar sem vatn fer illa með
veginn.“
Enn hafa mótmælendur ekki látið
á sér kræla vegna framkvæmdanna
en Friðrik telur að hægt sé að búast
við einhverjum aðgerðum en vonar
þó að til þess komi ekki.
„Það er eitthvað sem við getum
átt von á. Menn hafa alla vega sagst
ætla að gera eitthvað en við trúum
bara að fólk sé löghlýðið og fari eftir
lögum og reglum. Við trúum því
þangað til á annað reynir,“ segir
hann.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
VesturVerk Framkvæmdir VesturVerks í Ingólfsfirði á Ströndum við veginn yfir til Ófeigsfjarðar eru á áætlun.
Vegaframkvæmdir á áætlun
Mótmælendur virkjunar hafa enn ekki látið á sér kræla