Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019 Fram hefur komið í fréttum aðmun fleiri aki yfir löglegum há- markshraða eftir Hringbraut eftir að hámarkshraði í götunni var lækk- aður úr 50 í 40 kílómetra á klukku- stund vestan Bjarkargötu heldur en áður og satt að segja er munurinn sláandi.    Ástæðan fyrir því að hámarks-hraðinn var lækkaður var slys sem varð við ljós í götunni, og er eðli- legt að bregðast við kröfum foreldra sem óttast um börn sín í umferðinni. Hún er oft mjög mikil í götunni og börn eiga iðulega erindi yfir Hring- brautina, til dæmis vegna íþrótta- starfsins í KR.    Hins vegar hefði mátt koma beturtil móts við ökumenn samfara þessari breytingu. Þarna eru mörg ljós á stuttum kafla og virðast þau stillt þannig að útilokað sé að komast á milli á grænu ljósi á löglegum hraða. Það var tæpt áður en hrað- anum var breytt, en útilokað nú. Græna ljósið getur nú virkað eins og rauð dula nautabanans á tarfinn og freistað ökumanna að reyna að ná á milli ljósa og komast sem lengst án þess að nema staðar.    Því hefur verið lýst yfir að séðverði til þess að ekið verði á lög- legum hraða á þessum hluta Hring- brautar, meðal annars með því að sekta ökumenn þar til þeir átta sig.    Það mætti líka huga að því að farahina leiðina og stilla ljósin þann- ig að eina leiðin til að aka eftir Hring- brautinni án þess að þurfa að stoppa sé á löglegum hraða. Þetta er gamla spurningin um gulrótina eða prikið. Gulrót eða prik STAKSTEINAR Ljósin á mótum Bræðraborgarstígs og Hring- brautar eru ekki í takti við næstu ljós. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Fulltrúar VR afhentu Héraðsdómi Reykjavíkur stefnu á hendur Fjár- málaeftirlitinu (FME) í gær. Stjórn VR samþykkti að stefna stofnuninni fyrir að viðurkenna ekki lögmæti ákvörðunar fulltrúaráðs VR um að afturkalla umboð stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Þetta staðfesti Ragnar Þór Ing- ólfsson, formaður VR, við mbl.is. „Markmiðið er fyrst og fremst að fá þennan úr- skurð FME dæmdan ógild- an,“ segir Ragnar Þór og vísar til þess að FME líti svo á að ákvörðun um afturköllunina sé ekki gild þar sem hún hafi ekki, að mati stofnun- arinnar, verið tekin af stjórn VR eins og samþykktir Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna gera ráð fyrir. Fulltrúaráð VR ákvað 20. júní að afturkalla umboð stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn lífeyr- issjóðsins. Ragnar Þór segir stjórnina hafa tekið ákvörðun um afturköllun um- boðs stjórnarmannanna. „Við töld- um okkur einfaldlega – með því að vísa ákvörðun til fulltrúaráðs á sín- um tíma – vera að sýna vandaðri vinnubrögð og málsmeðferð heldur en þörf var á, því málið var sam- þykkt innan stjórnar líka með fyr- irvara um samþykki fulltrúaráðs sem stjórnin á öll sæti í.“ Krefjast vandaðra vinnubragða Formaðurinn segir VR með stefn- unni vera að gera „þá kröfu að eft- irlitsaðilar stundi þau faglegu vinnu- brögð sem þeir segja öðrum að sýna.“ Hann segir jafnframt vinnu- brögð FME „ekki boðleg“. „Ef við stígum ekki niður fæti þá er alltaf hætta á því að slík vinnu- brögð verði viðhöfð áfram, þannig að það er mikilvægt að við sýnum eft- irlitsaðilum – í þessu tilfelli FME – nauðsynlegt aðhald og gerum eðli- lega kröfu um að faglegum vinnu- brögðum sé beitt þegar verið er að stunda svona inngrip í mál sem þetta,“ útskýrir hann. VR stefnir Fjár- málaeftirlitinu  Vill að úrskurður FME verði ógiltur Ragnar Þór Ingólfsson „Að gefnu tilefni viljum við ítreka að klósettið er EKKI ruslafata.“ Þessa áminningu setti Um- hverfisstofnun á heimasíðu sína nýlega, að gefnu tilefni. Nú í júlí fóru starfsmenn Umhverfisstofnunar í fjöruna í Bakkavík á Seltjarnarnesi að tína rusl vegna vöktunarverkefnis stofnunarinnar. Vökt- unin felur í sér að tína allt rusl á 100 metra kafla, fjórum sinnum á ári. Ruslið er flokkað eftir staðlaðri aðferðafræði og eru gögnin notuð til að fylgjast með þróun á magni og samsetningu rusls á ströndum. Það varð fljótt áberandi hversu mikið var af blautklútum, sem var staðfest eftir talningu á ruslinu, segir á heimasíðunni. Alls voru tíndir 977 blautklútar, en það hafa aldrei fundist eins margir blautklútar í einni ferð. Til samanburðar voru alls tíndir 753 blautklútar árið 2017 og 605 klútar árið 2018. Jafnframt er minnt á að til viðbótar er bannað að henda eftirtöldu í klósettið: Tannþráðum, dömubindum, túrtöppum, smokkum, eyrnapinnum, bleyjum, eldhús- bréfum, trefjaklútum, fitu og olíum. sisi@mbl.is Enn er blautklútum hent í klósettið Ljósmynd/Umhverfisstofnun Bakkavík Fjaran á Seltjarnarnesi var full af blautklútum þegar talning fór fram nýlega.  Fjaran í Bakkavík á Seltjarnarnesi er vöktuð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.