Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Guðrún Erlingdóttir ge@mbl.is „Við erum að brjóta niður múra og útrýma fordómum með því að efla ungt fólk sem stuðlað gæti að sjálf- bærum heimi með umhverfisvitund, virðingu og frið að leiðarljósi,“ segir Guðmundur Hegner Jónsson, rekt- or alþjóðamenntaskóla í bænum Flekke á vesturströnd Noregs. Nefnist skólinn United World Coll- ege (UWC) og undirtitillinn Red Cross Nordic. Samtökin United World College International reka skólann en þau voru stofnuð árið 1962 í Wales af þýska menntunarfræðingnum Kurt Hahn, sem Hitler handtók rétt fyr- ir seinni heimsstyrjöld. „Hann náði að flýja til Bretlands og stofnaði þar Gordonstoun- háskólann sem var í fararbroddi í nýrri hugsun í menntamálum. Hann stofnaði síðan UWC-samtökin á tímum kaldastríðsins,“ segir Guð- mundur um tilurð UWC-samtak- anna og bætir við að í Noregi stundi 204 nemendur frá 90 löndum nám. Skólarnir séu allir sjálfstæðir og oftast staðsettir á afskekktum stöðum. Skólinn í Noregi skeri sig úr vegna samstarfsins við Rauða krossinn í Noregi. Guðmundur segir fjölmörg dæmi um að nemendur skólans hafi að loknu námi haft áfrif á samfélög sín. 18 skólar í fjórum heimsálfum UWC-samtökin reka 18 skóla í fjórum heimsálfum, m.a. í Singapúr, Dubaí og Kosta Ríka. Námið tekur tvö ár og lýkur með alþjóðlegu við- urkenndu stúdentsprófi. Nú stendur yfir rannsóknar- verkefni hjá Harvard-háskóla sem snýr að því að rannsaka áhrif UWC-menntunar á nemendur og áhrif þeirra á samfélög sín að námi loknu. Tveir Íslendingar stunda árlega nám við skólann í Noregi, sem Ís- land á aðild að. Nemendur sækja um skólavist hjá menntamála- ráðuneytinu í byrjun árs. Þeir þurfa að vera á framhaldsskóla- aldri, hafa lokið einu ári í fram- haldsskóla og hafa vald á ensku en námið fer allt fram á ensku. Þegar nemendur eru valdir í skólann er litið til fleiri þátta en námslegra, m.a. til félags- og æskulýðsstarfa og persónuleika. Í 170 löndum starfa nefndir skipaðar sjálfboða- liðum sem velja nemendur í skólana. Skólinn í Flekke er eini skólinn á Norðurlöndunum og fjár- magnaður af þeim. Svíar, Danir og Norðmenn leggja stærstu fram- lögin til hans en Ísland, Grænland, Færeyjar og Finnland taka einnig þátt í rekstrinum. „Námið fer ekki einungis fram í skólastofunum. Vegna aðkomu Rauða krossins að skólanum í Nor- egi er mikil áhersla lögð á vinnu með flóttafólki og þeim sem misst hafa útlimi í stríðshrjáðum löndum. Einnig sjái nemendur um ýmis störf á endurhæfingarstöð nálægt skólanum,“ segir Guðmundur og bendir á að mikil áhersla sé lögð á að nemendur kynnist ólíkri menn- ingu og vinni á fordómum. Það sé m.a. gert með því að hafa fimm nemendur saman í herbergi allan námstímann. Sérstaklega séu valdir saman einstaklingar af ólíku þjóð- erni og menningarheimum, t.d. séu einstaklingar frá Palestínu og Ísr- ael settir í sama herbergi. Eðlilega gangi á ýmsu til að byrja með þar sem þessir einstaklingar séu aldir upp við að líta niður hver á annan. Í lok námsins hafi nemendur komist að því að þeir séu eins og eigi sömu drauma og þrár. Friður, virðing og sjálfbærni Ljósmynd/David Zadig Fjölbreytni Nemendur hvaðanæva úr heiminum stunda fjölbreytt nám í alþjóðaskólanum United World College Red Cross Nordic í Flekke í Noregi. Dugnaður Aðstæður nemenda í alþjóðaskólanum í Flekke eru misjafnar.  Guðmundur Hegner Jónsson stýrir alþjóðamenntaskóla UWC í Noregi  Tveir íslenskir nem- endur á ári í skólanum  Samtökin UWC stofnuð til þess að brjóta niður múra og eyða fordómum Guðmundur Hegner Jónsson, fornleifafræðingur, söngvari og kennari, tók við starfi rektors United World College Red Cross Nordic fyrir ári. Guðmundur er fæddur á Íslandi. Fimm ára flutti hann með foreldrum sínum til Edinborgar í Skotlandi, þaðan til Jedda í Sádi-Arabíu, kom aftur til Íslands 14 ára og kláraði grunn- og menntaskóla. Guðmundur fór í há- skólanám í Bretlandi þar sem hann kláraði fornleifafræði og nam í tvö ár óperusöng við Royal Academy of Music í kjölfar söngs með Hamrahlíð- arkórnum. Við fornleifastörf í Tyrklandi kynntist Guðmundur serbneskri eiginkonu sinni, Katarínu. Þau fluttu til Serbíu þar sem Guðmundur kenndi í Alþljóðaskóla. Þaðan lá leiðin með kennslu og söng til Ítalíu, Kína, Abu Dhabi og loks til Flekkefjord á vesturströnd Noregs þar sem Guðmundur hefur búið með fjölskyldunni síðastliðið ár. Víðförull og víðsýnn stjórnandi REKTOR, SÖNGVARI OG FORNLEIFAFRÆÐINGUR Alþjóðleg Guðmundur, Katarína og börn þeirra una sér vel í Noregi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.