Morgunblaðið - 27.07.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.07.2019, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hlutabréfamarkaðurinn tók harka- lega í fréttir af kaupum Michele Bal- arin og Oasis Aviation Group (OAG) á flugrekstrareignum þrotabús WOW air. Þannig lækkuðu hlutabréf Icelandair Group um ríflega 7% í kjölfar fréttanna enda fullyrt að þau væru frá- gengin og að fullu greitt fyrir verð- mætin. Sam- kvæmt undirrit- uðum samningi hugðust kaup- endur tryggja sér vörumerkið WOW air, flug- rekstrarhandbækur sem nýst gætu til þess að sækja um flugrekstrar- leyfi, bókunarvél félagsins, búninga, þjónustuvagna og varahluti sem tengdust flugvélaflota félagsins. Ekki allt sem sýndist Tólf dögum eftir upphaflega til- kynningu birtist viðtal við Ballarin í ViðskiptaMogganum þar sem eng- inn fyrirvari var gerður við yfirlýst kaup og fullyrt að kaupendur hefðu þá þegar tryggt 85 milljónir dollara til reksturs endurreists WOW air. Þann sama dag birti Morgunblað- ið hins vegar frétt um að viðskiptin væru ekki að fullu frágengin. Hafði blaðið þær upplýsingar eftir heimild- armönnum. Nú er orðið ljóst að kaupsamningi milli Ballarin og OAG annars vegar og þrotabús WOW air hins vegar hefur verið rift. Heimildir Morgun- blaðsins herma að ástæðuna megi rekja til þess að síendurtekið hafi loforð um greiðslu fyrir verðmætin verið svikin. Þannig hafi verið byggt á því að fyrir eignirnar yrðu greidd- ar tæpar 1,5 milljónir dollara og að fjárhæðin yrði greidd í fjórum mis- stórum færslum. Fyrsta greiðslan, sem var forsenda þess að samningar stæðu, hafi ekki borist. Engar hald- bærar skýringar hafa fengist á því hvað olli greiðsludrættinum. Þreifingar standa enn Þrátt fyrir riftunina mun þeim skilaboðum hafa verið komið til Ball- arin og viðskiptafélaga hennar að eignir þrotabúsins séu enn til sölu. Hins vegar er búið ekki skuldbundið af því að ganga til samninga við þau eins og eftir að kaupsamningur komst á. Ballarin var raunar ekki ein um að falast eftir eignum þrotabús- ins. Um svipað leyti og gengið var frá fyrrnefndum samningi gerðu að- ilar sem einnig stefna að endurreisn félagsins undir vinnuheitinu WAB, tilraun til að nálgast þrotabúið í þeirri viðleitni að kaupa flugrekstr- areignirnar. Í hópi þeirra sem standa að WAB eru Sveinn Ingi Steinþórsson, sem stýrði hagdeild WOW, Bogi Guðmundsson, lögmað- ur hjá Atlantik Legal Services, og Þóroddur Ari Þóroddsson, ráðgjafi í London. Heimildir Morgunblaðsins segja að hópurinn vinni enn að því marki að WAB verði að veruleika. Stóð ekki við kaupsamning Morgunblaðið/Hari 28. mars Nú er 121 dagur liðinn frá gjaldþroti WOW air. Enn er allt á huldu um hvort félagið verður endurreist.  Flest bendir til þess að ekkert verði af kaupum Michele Ballarin á flugrekstrar- eignum úr þrotabúi WOW air  Dró fyrstu greiðslu samningsins svo vikum skipti Michele Ballarin 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019 BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn Sunnumörk 2, Hveragerði, og Larsenstræti 5, Selfossi • Sími 483 1919, Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18 lána sinna hjá bankanum í meira en 90 daga vanskilum, af heildar- útlánasafni bankans. Þannig gefur hlutfallið ekki til kynna að 0,9% af lánasafni bankans sé í meira en 90 daga vanskilum heldur að það hlut- fall lánasafnsins tengist með einu eða öðru móti aðilum sem eigi í einhverjum vanskilum af því tagi. Þegar litið er yfir stöðu vanskila eftir greinum, líkt og það er sund- urliðað í reikningum Landsbank- ans, kemur í ljós að fyrirtæki í iðn- aði sem eru í einhverjum vanskilum lengur en 90 daga skuldi bankanum ríflega 4,6 millj- arða. Fyrir ári síðan stóð sú fjár- hæð í rúmum 3,1 milljarði. Þá eru skuldir fasteignafélaga sem eru með skuldir sínar, að hluta til eða í heild í yfir 90 daga vanskilum, 2,6 milljarðar króna en voru aðeins tæpir 1,4 milljarðar um mitt ár í fyrra. Svipaða sögu má segja af fyrirtækjum í byggingarstarfsemi. Skuldir fyrirtækja í þeim geira sem eins er ástatt fyrir nema nú tæpum 2,3 milljörðum en þær námu rúmum 1,2 milljörðum fyrir ári.Til þess að mæta væntum út- lánatöpum færir bankinn fjármuni í svokallaðan virðisrýrnunarsjóð. Lilja Björk segir að árið í ár sé það fyrsta frá hruni þar sem bankinn tekjufæri ekki fjármuni úr þeim sjóði. „Undanfarin misseri hefur ekki verið gjaldfærsla hjá okkur vegna virðisrýrnunar því jákvæðar virð- isbreytingar á lánum hafa verið meiri en neikvæðar. Á þessu ári er breyting þar á og það er hluti af útlánastarfsemi að gera ráð fyrir hóflegum útlánatöpum,“ segir Lilja Björk. Svokallað vanskilahlutfall hjá fyr- irtækjum og einstaklingum sem eru í viðskiptum við Landsbankann var 0,9% á fyrri helmingi þessa árs en var 0,6% yfir sama tímabil í fyrra. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir margt skýra þessa þróun en eink- um horfur í efnahagslífinu. „Okkur ber að horfa raunsætt á stöðuna og hér hafa orðið ákveðnir atburðir, einkum fall WOW air, sem gefa okkur tilefni til að ætla að horfurnar séu nokkru dekkri en þær voru á síðasta ári.“ Vanskilahlutfallið varpar ljósi á hlutfall lána þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem eru með einhver Vanskilahlutfallið hækkar um 50%  Verst er staðan í iðnaði, byggingar- starfsemi og hjá fasteignafélögum Morgunblaðið/Ómar Lán Vanskilahlutfall hefur hækkað síðasta árið. M.a. í byggingariðnaði. ● Verslunin Pfaff, sem er umboðs- aðili margra þekktra vöru- merkja á sviði raf- tækja, hagnaðist um tæpar 66 millj- ónir króna á árinu 2018, og jók hagn- að sinn um tæp 24% á milli ára. Hagnaður fyrir- tækisins árið 2017 nam 53,4 milljónum króna. Rekstrartekjur Pfaff jukust um 13% og námu tæpum 572 milljónum króna samanborið við tæpar 506 milljónir árið 2017. Rekstrargjöldin námu 494 millj- ónum króna í fyrra samanborið við 443 milljónir árið 2017. Samtals námu eign- ir félagsins 393,6 milljónum króna í árs- lok en eignirnar voru 360 milljónir í lok árs 2017. Eigið fé nam 319 milljónum króna í lok árs 2018. Skuldir fyrir- tækisins námu 74 milljónum. Krist- mann Magnússon á 76,66% hlut í fyrir- tækinu. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, á 7,37% hlut, líkt og Magnús Kristmannsson og Birgir Kristmannsson. Hjördís Magn- úsdóttir fer með 1,23% hlut í félaginu. Hagnaður verslunar Pfaff jókst um 24% Margrét Kristmannsdóttir 27. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.69 122.27 121.98 Sterlingspund 152.1 152.84 152.47 Kanadadalur 92.62 93.16 92.89 Dönsk króna 18.151 18.257 18.204 Norsk króna 14.062 14.144 14.103 Sænsk króna 12.882 12.958 12.92 Svissn. franki 123.39 124.07 123.73 Japanskt jen 1.1254 1.132 1.1287 SDR 167.7 168.7 168.2 Evra 135.52 136.28 135.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.858 Hrávöruverð Gull 1426.35 ($/únsa) Ál 1795.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.21 ($/fatið) Brent ● Rólegt var yfir ís- lenska hlutabréfa- markaðnum í gær- dag. Origo lækkaði um 1,2% í verði í 620 þúsund króna viðskiptum og Kvika um 0,64% í þriggja milljóna króna viðskiptum. Fasteignafélögin þrjú hækkuðu í verði, Eik um 0,92%, Reitir um 0,45% og Reginn um 0,91%. Mest hækkuðu bréf í VÍS, eða um 0,94% í 20 milljóna króna viðskiptum. Samtals nam veltan í kaup- höllinni 322 milljónum króna. Fasteignafélögin hækk- uðu öll í Kauphöllinni Bjalla Rólegt í Kauphöll Íslands. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.