Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019 Fallegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í nýbyggingu Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Sýningar- íbúðir tilbúnar Bókið skoðun Dalsbraut 4 - Reykjanesbæ VERÐ FRÁ KR. 29.900.000 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Einræðisstjórnin í Norður-Kóreu segir að nýjustu eldflaugatilraunir sínar séu „alvarleg viðvörun“ til stjórnvalda í Suður-Kóreu sem hún lýsir sem „stríðsæsingamönnum“. Norður-Kóreumenn skutu tveim- ur skammdrægum eldflaugum sem lentu í Japanshafi í fyrradag. Rann- sóknir á gervihnattamyndum hafa einnig bent til þess að Norður-- Kóreumenn hafi haldið áfram smíði langdrægra eldflauga og framleiðslu kjarnkleyfra efna sem notuð eru í kjarnavopn þrátt fyrir fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með norðurkóreska einræðisherranum Kim Jong-un, að sögn The Wall Street Journal. Blaðið hefur eftir sérfræðingum leyniþjónustu banda- ríska varnarmálaráðuneytisins að Norður-Kóreumenn kunni að hafa framleitt allt að tólf kjarnavopn frá fyrsta fundi Trumps með Kim í Singapúr í fyrra. Talið er að Norður- Kóreumenn eigi núna alls 20-60 kjarnorkusprengjur sem hægt væri að beita með tiltölulega skömmum fyrirvara. Trump hefur gert lítið úr mati bandarískra öryggisstofnana á hætt- unni sem stafar af kjarnavopnum einræðisstjórnarinnar og sagði ný- lega í sjónvarpsviðtali að Kim hefði „lofað“ að framleiða ekki kjarna- vopn. Áður hafði hann sagt að Kim hefði verið „mjög hreinskilinn“, „mjög heiðvirður“ og „mjög einlæg- ur“ í viðræðum þeirra um kjarnorku- afvopnun á Kóreuskaga. Trump tal- aði um að samband sitt við einræðisherrann væri „dásamlegt“ og sagði á fundi með stuðningsmönn- um sínum í október að þeir Kim hefðu orðið „ástfangnir“. Gagnrýnir heræfingar Fjölmiðlar einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu sögðu að Kim hefði haft yfirumsjón með eldflaugatil- rauninni í fyrradag til að vara „stríðsæsingamennina“ í Suður-- Kóreu við. Þetta var fyrsta eld- flaugaskot Norður-Kóreumanna frá fundi Trumps með einræðisherran- um á hlutlausa beltinu við landamæri Kóreuríkjanna í júní. Kim sagði að einræðisstjórnin hefði neyðst til að þróa „ofuröflug“ vopn til að verjast ógnum við þjóðar- öryggi Norður-Kóreu. Áður höfðu fjölmiðlar landsins gagnrýnt ákvörð- un stjórnvalda í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum um að efna til sam- eiginlegra heræfinga í næsta mán- uði. Einræðisstjórnin hefur alltaf haldið því fram að markmiðið með heræfingum landanna tveggja sé að undirbúa innrás í Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn frestaði eða dró úr viðamestu heræfingunum með Suður-Kóreu eftir fyrsta fund Trumps með Kim í júní á síðasta ári en umfangsminni æfingum hefur verið haldið áfram, að sögn banda- rískra embættismanna. Um 29.000 bandarískir hermenn eru í Suður- Kóreu í samræmi við varnarsamning ríkjanna eftir að Kóreustríðinu lauk árið 1953. Kim kvaðst vera ánægður með hvernig tilraunin í fyrradag heppn- aðist og sagði að ekki yrði auðvelt að verjast eldflaugunum. Talið er að Norður-Kóreumenn séu að þróa skammdræga eldflaug sem geti flog- ið lágt og breytt stefnu sinni til að minnka líkurnar á því að hægt yrði að skjóta hana niður, að sögn varnar- málaráðuneytis Suður-Kóreu. Fyrr í vikunni skoðaði Kim einnig nýja gerð kafbáta sem sumir sérfræðing- ar telja að geti borið eldflaugar. Gagnrýnir ekki Bandaríkin Kim gagnrýndi ekki Bandaríkja- stjórn í yfirlýsingu sinni um heræf- ingarnar og stjórn hans hefur forð- ast gagnrýni á Bandaríkin að undanförnu í von um að framhald verði á viðræðunum við Trump. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hvöttu einræðisstjórnina til að hætta eld- flaugatilraununum og sagði að land- inu stafaði hætta af þeim. Trump og utanríkisráðherra hans, Mike Pom- peo, gerðu hins vegar lítið úr þýð- ingu tilraunanna. Pompeo sagði að markmiðið með þeim væri aðeins að styrkja samningsstöðu Norður- Kóreumanna í komandi viðræðum. Bandaríkjastjórn vill halda við- ræðunum áfram þar sem eldflauga- tilraunirnar í fyrradag eru ekki tald- ar bein ógn við meginland Banda- ríkjanna. „Norður-Kóreumenn þyrftu að sprengja kjarnaodd á Tim- es Square til að koma í veg fyrir að Trump reyni að ná þessum samn- ingi,“ hefur The Wall Street Journal eftir Daniel Sneider, sérfræðingi í öryggismálum Asíu við Stanford-há- skóla. Treysta ekki Bandaríkjunum Fréttaskýrandi BBC segir að markmiðið með eldflaugatilraunun- um kunni að vera að reka fleyg á milli stjórnvalda í Washington og Seoul. Stjórn Suður-Kóreu hafi þeg- ar hvatt til þess að refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu verði mildaðar en stjórn Trumps hefur hafnað því og sagt að fyrst verði Norður-Kóreu- menn að fallast á að eyða kjarna- vopnum sínum. Sérfræðingar í málefnum Norður- Kóreu telja að vonirnar sem Trump hefur bundið við fundina með Kim séu óraunhæfar og beri keim af ósk- hyggju. „Norður-Kóreustjórn getur ekki látið vopn sín af hendi og beðið síðan eftir því að Bandaríkjastjórn aflétti refsiaðgerðum,“ hefur The Wall Street Journal eftir Kim Joon- hyung, prófessor í alþjóðasamskipt- um í Suður-Kóreu. „Það væri aðeins mögulegt ef Norður-Kóreumenn bæru fullt traust til Bandaríkja- manna. Það gera þeir ekki, þess vegna getur Norður-Kóreustjórn ekki beðið lengi.“ Eflir enn kjarnorkuherafla sinn Harðstjórinn Kim Jong-un einræðisherra horfir með sjónauka á skammdræga eldflaug sem skotið var á loft í Norður-Kóreu í tilraunaskyni í fyrradag. AFP Norður-Kóreumenn skjóta eldflaugum í tilraunaskyni SEOUL Busan Wonsan PJONGJANG SUÐUR- KÓREA JAPAN KÍNA RÚSSLAND TÓKÝÓ Japanshaf (Austurhaf) Tveimur flaugum var skotið í fyrradag „Þetta er ný tegund af skotflaugum,“ sagði Þjóðaröryggisstofnun Suður-Kóreu Önnur flaug rúma 430 km Hin flaug rúma 690 km Heimildir: Herráð Suður-Kóreu/Þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna  Einræðisstjórnin í Norður-Kóreu talin halda áfram að þróa langdrægar eldflaugar og framleiða efni í kjarnavopn  Kann að hafa framleitt allt að tólf kjarnorkusprengjur frá fyrsta fundi Trumps með Kim Mesti samdráttur frá hungursneyðinni » Talið er að efnahagssam- drátturinn í Norður-Kóreu á síðasta ári hafi verið sá mesti frá árinu 1997 þegar hungurs- neyð var í landinu og kostaði hundruð þúsunda manna lífið. » Seðlabanki Suður-Kóreu tel- ur að verg landsframleiðsla Norður-Kóreu hafi minnkað um 4,1% í fyrra og 3,5% árið áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.