Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019
ÍMannkynssögu ÓlafsHanssonar (3. útg.1964) stóðu þessi eft-irminnilegu orð um
franska 19. aldar rithöfundinn
Honoré de Balzac: „Hann var
nautnamaður og eyðslusegg-
ur og því alltaf skuldum vaf-
inn. Varð hann að vera sískrif-
andi til að geta reytt eitthvað í
lánardrottna sína. Æsti hann
sig upp með sterku kaffi og dó
á besta aldri af ofþreytu og
kaffieitrun“ (157). Mig lang-
aði alltaf að kynnast þessum
kaffisvelg. Nú hefur Sigurjón
Björnsson, sálfræðingur og
fyrrverandi prófessor, gefið
mér kost á því með snilldarþýðingu á tveimur skáldsögum Balzacs, Evgeníu
Grandet (2018) og Föður Goriot (2017). Og ekki nóg með það, því hann hefur
einnig þýtt ævisögu Balzacs (2016) eftir sjálfan Stefan Zweig. Geri aðrir bet-
ur á tíræðisaldri.
Í Föður Goriot er heldur betur rýnt í sálardjúpin: „Það er eðli kvenna að
sanna hið ómögulega með hjálp hins mögulega og gera staðreyndir að engu
fyrir tilverknað hugboða“
(146). Síðsumarlesningin bíður
ykkar, lesendur góðir!
Ég hef áður getið um ör-
stuttan málfarsþátt á kross-
gátusíðu Morgunblaðsins.
Maður tekur skammtinn inn
eins og lýsi og flettir svo blaðinu til enda með sterku kaffi. Nýlega var þar
minnst á orðið beiðni og sagt: „Beyging orðsins er svo tilbreytingarlaus að
maður er nærri sofnaður þegar í þágufalli: beiðni, beiðni, beiðni, beiðni.“
Eignarfallið í eintölu er nefnilega beiðni (en ekki „beiðnar“). Eins og beiðni
beygjast t.d. blindni, breytni og feimni (vegna feimni, vegna breytni sinnar).
Kennari: Jæja, krakkar mínir. Hvernig er eignarfall eintölu af orðinu
helgi (með lágstaf)?
Nemandi: Auðvitað helgar, t.d. ég hlakka til helgarinnar.
Kennari: Býður nokkkur betur?
Nemandi (eftir langa þögn): Já, það getur líka verið helgi.
Kennarinn greip tækifærið og benti á að beygingin réðist af merkingunni.
Menn hlakka til helgarinnar. En ef um er að ræða helgi dýrlingsins eða t.d.
landhelgina er eignarfallið helgi. Útfærsla landhelginnar varð að deiluefni.
Glöggur nemandi: Af hverju segja menn þá landhelgisgæslan.
Kennarinn lyftist í sætinu: S-ið í þessu orði er ekki eignarfalls-ess, heldur
bandstafur. Það sama má sjá víða í samsettum orðum, t.d. leikfimiskennari.
Eignarfall orðsins leikfimi er samt ekki leikfimis, heldur leikfimi.
Það er auðvelt að misskilja orð, t.d. í fyrirsögnum, sbr. fyrirsögnina
frægu: Skreið til Nígeríu. Kennari við virðulega stofnun fékk nemendum
sínum ritgerðarverkefnið: Hvað er sagt í bænum? Hann var orðinn þyrstur í
slúðursögur og hafði víst nokkrar góðar upp úr krafsinu. En erlendur skipti-
nemi í hópnum skrifaði um það sem guðhræddir menn færu með í bænum
sínum fyrir svefninn.
Gildi lista var ritgerðarefni til stúdentsprófs við sama skóla. Skarpur
raungreinanemandi skrifaði innblásna ritgerð um hve mikilvægt það væri
að gera minnislista áður en ráðist væri í hvers kyns verkefni. Hann fékk
góða einkunn.
Að sanna hið
ómögulega
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Beygingar „Beyging orðsins beiðni er svo
tilbreytingarlaus að maður er nærri sofn-
aður þegar í þágufalli:“
Það er margfengin reynsla af því að deilur ámilli pólitískra samherja, þ.e. innan flokka,geta orðið persónulegri og illskeyttari en átökog barátta á milli pólitískra andstæðinga.
Þetta gerðist þegar Alþýðuflokkurinn klofnaði á
fjórða tug síðustu aldar og vinstri armur hans gekk til
samstarfs við Kommúnistaflokk Íslands um stofnun
Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokks. Hið sama
gerðist þegar ágreiningur kom upp innan Framsókn-
arflokksins nokkrum árum áður milli Jónasar Jóns-
sonar frá Hriflu og yngri manna sem hann hafði hafið
til vegs. Þetta gerðist líka þegar aftur varð klofningur
í Alþýðuflokki á sjötta tug síðustu aldar og Alþýðu-
bandalag varð til með sameiningu Sósíalistaflokksins
og þess vinstri arms Alþýðuflokks sem þá var orðinn
til. Ekki er fráleitt að halda því fram að enn verði vart
eftirmála af samstarfi Alþýðubandalagsins og fyrrum
félaga úr Möðruvallahreyfingunni.
Í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar mátti finna í
flokksfélögum sjálfstæðismanna í
Reykjavík hörð átök milli tveggja
fylkinga, þeirra sem fylgdu Bjarna
heitnum Benediktssyni og nánustu
samstarfsmönnum hans að málum og
hinna sem skipuðu sér í fylkingu með
Gunnari Thoroddsen. Í nokkur ár
voru á hverjum aðalfundi þessara fé-
laga átök um yfirráð yfir stjórnum þeirra.
Og kannski má segja að þau hafi blossað upp á ný í
þeim miklu átökum sem stóðu innan Sjálfstæðisflokks-
ins á áttunda áratug síðustu aldar og fram í byrjun
þess níunda.
Það sem einkenndi þessi innanhúsátök í öllum flokk-
um var illt umtal um þá sem fram að þeim tíma höfðu
verið samherjar. Í átökunum sem urðu innan Sjálf-
stæðisflokksins fyrir hálfri öld komu upp stífar kröfur
um brottrekstur manna úr flokknum. Það var eins og
allt umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra hyrfi
eins og dögg fyrir sólu.
Raunar var lítið umburðarlyndi almennt fyrir skoð-
unum annarra hvort sem var innan flokka eða milli
flokka á þeim árum. Sá skortur á umburðarlyndi birt-
ist þeim sem störfuðu á ritstjórn Morgunblaðsins á
þann veg að það var nánast föst regla að einhverjir
sjálfstæðismenn hringdu í ritstjóra blaðsins og spurðu
hvernig þeir gætu leyft sér að birta greinar eftir póli-
tíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í blaðinu. Svar-
ið sem þeir fengu var að samkvæmt stjórnarskrá Ís-
lands væri skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi í landinu og
hvort það væri ekki rétt skilið að það ætti líka við inn-
an Sjálfstæðisflokksins.
Á þeim árum voru engir samskiptamiðlar af því tagi
sem nú eru til staðar og þess vegna höfðu ritstjórnir
blaða hamlandi áhrif á að beinar ærumeiðingar kæm-
ust á prent.
En þrátt fyrir illskeytt persónuleg átök innan flokka
tókst mönnum þó á stundum að sýna betri hliðar á
mannlegum samskiptum. Dæmi um það er tilgreint í
bók minni Sjálfstæðisflokkurinn – átök og uppgjör sem
út kom hjá Veröld haustið 2012 og fjallar um þau
harkalegu átök sem stóðu yfir innan Sjálfstæðisflokks-
ins í áratug og náðu hámarki með stjórnarmyndun
Gunnars Thoroddsens snemma árs 1980. Þar segir
(bls. 180):
„Morgunblaðið rak harða stjórnarandstöðu og þorri
þingmanna Sjálfstæðisflokksins sömuleiðis á Alþingi.
En jafnframt var lögð áherzla á það af hálfu beggja
arma flokksins að halda talsambandi. Á það reyndi í
fyrsta sinn að ráði í desember þetta ár þegar Gunnar
Thoroddsen varð sjötugur. Við fórum saman í þetta af-
mæli, við Geir Hallgrímsson, Matt-
hías Johannessen og Björn Bjarna-
son. Afmælisbarnið og Vala kona
hans tóku okkur vel á heimili sínu
við Víðimel þótt þung orð hefðu
fallið í garð Gunnars vegna stjórn-
armyndunar hans af hálfu okkar
allra. Geir Hallgrímsson flutti ræðu
til heiðurs afmælisbarninu. Sjaldan hef ég dáðst jafn
mikið að þeirri reisn sem Geir bar með sér og þá
stund.“
Að þessu er vikið hér og nú vegna þess að sjá má
merki þess að skoðanaskipti innan Sjálfstæðisflokksins
vegna orkupakka 3 séu að fara úr böndum og gam-
alkunnug persónuleg illindi að skjóta upp kollinum á
ný.
Menn skipa sér í flokka fyrst og fremst vegna af-
stöðu til grundvallarmála. Í öllum flokkum kemur á
einhverjum tímapunkti upp skoðanaágreiningur um
einstök mál. Þannig hefur það alltaf verið og þannig
verður það alltaf.
Að sumu leyti má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
á 90 árum verið einn helzti vettvangur fyrir málamiðl-
anir um samfélagsmál í okkar landi vegna þess að inn-
an hans hafa safnast saman ólíkir skoðana- og hags-
munahópar. Og ætla mætti að innan þess flokks hafi
orðið til ákveðin lífsreynsla og þroski sem eigi að auð-
velda flokknum að taka á ágreiningsmálum sem upp
koma og orkupakkinn er nú skýrt dæmi um.
Aðferðin til þess er að halda talsambandi en ekki að
slíta því. Aðferðin til þess er að tala saman en ekki að
formæla gömlum vinum og samherjum og senda þeim
tóninn á samfélagsmiðlum.
Það eru einhvers konar breytingar að verða í stjórn-
málabaráttunni, bæði hér og annars staðar í okkar
heimshluta. Það er ekki endilega víst að þær séu allar
til góðs eins og sjá hefur mátt um skeið í Bandaríkj-
unum
Okkar litla samfélag þolir slík umbrot illa.
Sjötugsafmæli Gunnars
Thoroddsens var dæmi
um hið gagnstæða.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Deilur milli pólitískra sam-
herja geta orðið illskeyttar
Áfyrra helmingi ársins 2019 fluttiég átta fyrirlestra opinberlega,
sex þeirra erlendis. Hinn fyrsti þeirra
var á ráðstefnu í Gdansk í Póllandi 22.
mars um „bláa hagkerfið“, en Anna
Fotyga, þingmaður á Evrópuþinginu
og fyrrverandi utanríkisráðherra Pól-
lands, boðaði til ráðstefnunnar. Ég
lýsti þar stuttlega kvótakerfinu ís-
lenska, sem ég hef skrifað um tvær
bækur á ensku, Overfishing: The Ice-
landic Solution, sem Institute of
Economic Affairs gaf út í Lundúnum
2000, og The Icelandic fisheries: Sus-
tainable and Profitable, sem Háskóla-
útgáfan gaf út í Reykjavík 2015. Eru
bæði ritin aðgengileg ókeypis á netinu.
Eftir því sem árin hafa liðið hef ég
áttað mig betur á tveimur aðalatriðum
kvótakerfisins og reyndi ég að koma
þeim til skila í þessum fyrirlestri.
Annað er, hvaða munur er á ókeypis
úthlutun seljanlegra aflaheimilda í
upphafi eins og þeirri, sem fram-
kvæmd var á Íslandi í áföngum 1979-
1990, og opinberum leigumarkaði með
aflaheimildir, eins og sumir hagfræð-
ingar börðust fyrir á sínum tíma.
Munurinn er, að fyrri aðferðin er hag-
fræðilega réttari, því að hún er Pa-
reto-hagkvæm, sem kallað er. Breyt-
ing er Pareto-hagkvæm, ef enginn
tapar og allir eða að minnsta kosti
sumir græða á henni. Við ókeypis út-
hlutun græddi ríkið á hagkvæmari
fiskveiðum. Þeir, sem héldu í afla-
heimildir sínar og keyptu nýjar,
græddu. Þeir, sem seldu aflaheimildir
og hættu veiðum, græddu líka. En
hefði fiskimiðunum verið lokað og
aflaheimildir verið leigðar hæstbjóð-
endum, þá hefði ríkið að vísu grætt
leigutekjurnar. Þeir, sem hefðu haft
fjárhagslegt bolmagn til að leigja
aflaheimildir, hefðu hvorki grætt né
tapað, því að þeir hefðu notað það fé í
að leigja aflaheimildir, sem þeir
sóuðu áður í offjárfestingar. En þeir,
sem hefðu ekki haft bolmagn til að
leigja aflaheimildir, hefðu tapað, því
að allar þeirra fjárfestingar hefðu í
einni svipan orðið verðlausar.
Hitt aðalatriðið er, að enginn verð-
mætur réttur var tekinn af öðrum,
þegar fiskimiðunum var lokað. Eini
rétturinn, sem aðrir en kvótahafar
voru þá sviptir, var rétturinn til að
gera út á núlli, en fiskihagfræðin
kennir okkur, að sú verður nið-
urstaðan, ef fiskimiðin eru opin öllum,
því að þá aukast fiskveiðar að því
marki, að kostnaður verður jafnmikill
ávinningi. Þessi réttur er því eðli
málsins samkvæmt verðlaus.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Bláa hagkerfið
í Gdansk