Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019 ✝ Ingólfur Bárð-arson fæddist á Dufþekju í Rang- árvallasýslu 20. ágúst 1934. Hann lést 25. júní 2019. Foreldrar hans voru Bárður Bergs- son, bóndi og tré- smiður, f. 10. nóv. 1887, d. 30. apríl 1939, og eiginkona hans Guðlaug Jóns- dóttir húsmóðir, f. 18. maí 1896, d. 5. ágúst 1984. Systkini Ing- ólfs eru: Jónína, f. 17. júní 1921, d. 12. jan. 2008; Helga, f. 11. jan. 1923, d. 20. jan. 1923; Bergur, f. 26. feb. 1924, d. 9. mars 2007; Einar, f. 22. des. 1926, d. 4. jan. 2014; Steinunn Jóna, f. 7. nóv. 1928; Sumarliði, f. 18. júní 1930, d. 13. apríl 2013; Margrét, f. 29. maí 1932, d. 21 júní 1999. Eiginkona Ingólfs var Lúlla Garðarsson og eiga þau eitt barn saman, Darra Má, f. 23. júlí 2002, auk þess á Linda Ing- ólf Andra Ágústsson, f. 1. apríl 1996, og Garðar Már á Inga Þór, f. 10.6. 1992. Saman eiga Lúlla María og Ingólfur 12 barnabarnabörn. Ingólfur var kjötiðnaðar- meistari og lærði hann þá iðn hér heima ungur að árum og hélt svo út til Danmerkur í framhaldsnám. Að loknu námi tók hann við kjötvinnslu KÁ á Selfossi þar sem hann starfaði allan sinn starfsaldur. Auk þess starfaði hann tímabundið sem lögreglumaður þegar hann var að koma upp börnum og búi. Ingólfur var íþróttamaður allt sitt líf og vann hann til fjölda verðlauna. Golfið vann svo hjarta hans um fertugt og var hann meðal annars einn af stofnendum golfklúbbsins á Sel- fossi. Útför Ingólfs fór fram 18. júlí 2019 í kyrrþey að ósk hins látna. María Ólafsdóttir, f. 22. júní 1934, d. 24. apríl 2019, og gengu þau í hjóna- band 31. des. 1955. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug Erla, f. 13. desember 1953, og á hún eitt barn, Guðmund Þorvaldsson, f. 10. maí 1973. 2) Hulda, f. 12. júlí 1960, eig- inmaður hennar er Óskar Lúð- vík Högnason og eiga þau þrjú börn: Guðbjörgu Ingunni, f. 1981, Írisi, f. 1987, og Evu, f. 1988. 3) Bára, f. 22. maí 1966, sambýlismaður hennar er Stef- án Guðjónsson. Börn hennar eru Bylgja Sif, f. 11. feb. 1993, Hafþór, f. 2. júní 1996, og Ægir Freyr, f. 13. mars 2004. 4) Linda, f. 4. sept. 1972, eig- inmaður hennar er Garðar Már „Já komið þið blessuð!“ Þessi orð tóku ávallt á móti manni þeg- ar maður kom í heimsókn á Sig- túnið á Selfossi. Ég var svo hepp- inn að kynnast þeim yndislegu hjónum, Ingólfi og Lúllu Maríu, fyrir tæpum 20 árum og geta kall- að þau tengdó. Alltaf var svo mikil ást og hlýja sem þau sýndu okkur öllum. Margar voru gleðistundirn- ar eins og grillveislurnar enda fannst þeim lítið mál að henda nokkrum kílóum á grillið og hvað þá hrista nokkra Sigtúns-kokteila og njóta samverunnar við stórfjölskylduna. Aldrei var til neikvæðni í orðum þeirra eða ver- ið að kvarta, bara jákvæðni og gleði. Á hverjum degi heyrðum við í Ingólfi og þá vildi hann vita hvernig allir hefðu það og fylgdist vel með strákunum okkar – hvernig þeim gengi í öllu sínu. Og þótt maður hefði ekki átt góðan dag var Ingólfur ekki lengi að breyta því hjá manni með brönd- urum og hlátri sínum og já- kvæðni. Ingólfur var ávallt hrókur alls fagnaðar og fannst ekki leiðinlegt að standa upp og segja brandara svo fólk grét af hlátri enda virki- lega orðheppinn maður og hún Lúlla lét hann alveg sjá um það enda hlédræg kona. En þegar kom að því að dansa voru þau allt- af fyrst út á gólfið og nýttu dans- gólfið vel. Þau hjónin elskuðu að ferðast til útlanda og Kanarí var eins og þeirra annað heimili síð- ustu árin þeirra saman og elskuðu þau að vera í sól og sumaryl. Ingólfur var mikill golfari og er heilt herbergi með verðlaunapen- ingum og bikurum til enda snill- ingur á ferð. En lífið breyttist mikið og tók u-beygju þegar Lúlla veiktist fyrir nokkrum árum og var það mikið högg fyrir Ingólf að horfa á konuna sína hverfa frá sér og okkur og verða svona lasin, lést hún 24. apríl síðastliðinn og hann svo tveimur mánuðum seinna, 25. júní síðastliðinn, og eru þau nú sameinuð í fallega Sumarlandinu í faðmi hvort annars. Ykkar er mikið saknað og takk fyrir allt sem þið hafið gert fyrir okkur. Ég kveð með ykkar orð- um: Hafið það gott og farið var- lega, bless bless. Þinn tengdason- ur, Garðar Már. Elsku afi. Betri mann en hann er erfitt að finna. Elsku besti afi var mín helsta fyrirmynd í einu og öllu. Hann var virkilega jákvæður og lífsglaður. Hann barðist við margt í gegnum lífið og alltaf kom hann út sem sigurvegari. Það skipti ekki máli hvað málið var; hann var alltaf jákvæður og lífs- glaður. Honum fannst lífið æðis- legt og var vinmargur og traustur vinur. Hann var minn helsti stuðningsmaður í einu og öllu. Hann kenndi mér einnig þolin- mæði og mikla jákvæðni. Hvað sem var að hjá honum þá vildi hann alltaf frekar fá að heyra hvernig ég hefði það. Hann var mikill íþróttamaður og elskaði að fylgjast með íþrótt- um. Við horfðum oft saman á Ti- ger Woods spila golf og fórum einnig oft saman í golf. Hvort sem það var bara til slá golfkúlur og æfa sveifluna eða spila hring á vellinum. Það var ekki mikil þol- inmæði í mér til að byrja með í golfinu, en þar kom afi sterkur inn. Við tókum líka oft göngutúra í Hellisskógi, sem mér þótti mjög vænt um. Afi var líka mikill herramaður, hann var virkilega kurteis og kunni vel mannleg samskipti. Hann var einnig alltaf snyrtilega til fara og var bíllinn hans einnig alltaf hreinn og fínn. Hann var sterkasti maður sem ég þekki. Sama hvað það var; þeg- ar hann var veikur og ég heim- sótti hann á spítalann var hann alltaf hress og jákvæður og sagð- ist bara vera í smá pásu og myndi bjóða mér í vöfflur og golf þegar hann kæmi heim. Það er honum að þakka að ég er maðurinn sem ég er í dag og mun hann alltaf vera mín helsta fyrirmynd. Hans verður sárt saknað og ég er virkilega heppinn og mun stoltur bera nafn hans alla mína ævi. Þinn Ingólfur. Afi Ingólfur var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom, var félagslyndur og vinmargur. Hann var ávallt með bros á vör, smit- andi hlátur, sögur og brandara á reiðum höndum. Hann var mikill fjölskyldumaður og naut þess að bjóða fjölskyldunni í veislur í Sig- túnið þar sem hann lék við hvern sinn fingur og töfraði fram besta grillmat sem sögur fara af. Hon- um varð tíðrætt um hve stoltur hann væri af sínu fólki og var ein- staklega áhugasamur og vel inni í okkar högum. Hann lagði mikinn metnað í að muna eftir afmælis- dögunum, hringdi í okkur hvar sem hann var staddur og tók helst lagið um leið. Við systur höfum allar búið er- lendis en það stoppaði ekki afa í að hafa samband því hann hringdi þá bara á Skype, „like-aði“ mynd- ir og skrifaði á Facebook. Það er okkur minnisstætt þeg- ar afi vann í kjötborði kaupfélags- ins, fengum við þá oft franskar eða laukhringi þegar við komum svangar að kíkja á hann. Þó svo að hann hafi gengið í gegnum erfið veikindi lét hann engan bilbug á sér finna og var ávallt jákvæður og brosandi. Hann hafði alltaf gaman af því að fá fólk í kaffi og gat maður setið lengi og spjallað við hann um heima og geima. Hann hafði yndi af því að segja skemmtilegar sög- ur frá því í gamla daga og gefa okkur þannig innsýn inn í líf sitt og lífið hér áður fyrr. Við fundum alltaf hvað afa þótti innilega vænt um okkur þegar hann var að taka á móti okkur eða kveðja því þá fengum við ávallt hlýtt og innilegt faðmlag og kossa frá honum. Afa verður sárt sakn- að og mun heimurinn verða aðeins tómlegri án hans. Guðbjörg Ingunn Óskars- dóttir, Íris Óskarsdóttir og Eva Óskarsdóttir. Meistari er fallinn. Ingólfur Bárðarson tók hlutina ávallt með ákveðni og föstum tökum en ekki grunaði mig að aðeins tveimur mánuðum eftir að elsku Lúlla hans féll frá kæmi kallið til hans. Það er margt hægt að segja um þennan meistara sem var í senn kjötiðnaðarmaður, íþróttamaður, gæsaskytta og golfari svo fátt eitt sé nefnt en þessi öðlingur var allt en þó mest góður vinur. Þær eru margar skemmtilegar sögurnar bæði af honum og sem hann sagði sjálfur. Það eru til dæmis ekki margir sem hafa verið pikkfastir uppi á ruslahaugum um hásumar spólandi í fiskroði eða keyrandi á vegg kjötvinnslunnar. Að dytta að inni heima var kannski ekki alveg í uppáhaldi hjá Ingólfi. Eitt haust- kvöld var hann að mála herbergi yngstu prinsessunnar en þá vildi ekki betur til en það að gamli mál- aði bara yfir öll rafmagnstengi og sló öllu út og allt í kolniða myrkri og í björgunaraðgerðum steig höfðinginn á kantinn á málning- arbakkanum með eftirminnileg- um og skelfilegum afleiðingum. Hann sá alltaf björtu hliðarnar á öllu. Eitt sumarkvöldið stóð hann við grillið og var á grillinu dýr- indis kjöt sem var búið að liggja í marineringu a la Ingólfur í þrjá daga því þetta átti að verða góð máltíð, tekur hann eftir að á ein- um stað í garðinum var hekkið ekki jafnt og stökk hann til og náði í klippurnar og fór að snyrta. Tíminn leið. Kvöldið var ekkert voða spes með kolsvart kjötið á milli tannanna. En meistarinn var þó glaður og sagði: „Holli, þetta er allt í góðu því Volvoinn var inni í skúr og ekkert sót á honum.“ Hann Ingólfur var mikill veislu- maður og töfraði fram steikur eins og þær gerast bestar á veit- ingastöðum og það mátti ekki gleyma Sigtúnadrykknum sem var hápuntur kvöldsins ásamt því þegar við fengum hann til að syngja Green Green Grass of Home. Tom Jones var goðið í hans augum. Hann kenndi mér að taka frí og slaka á og fyrsta ferðin var farin með honum og fleirum til Kanarí með Guðna í Sunnu og heillaðist ég alveg og hef nánast ekkert far- ið annað síðan. Hann kenndi mér einnig að gera ekki á morgun það sem ég get gert í dag því það er ekki víst að það verði tími á morg- un. Eitt sinn spurði ég hann hvort það væri ekki erfitt að eiga bara stelpur en hann sagði það ekki vera því þar sem þær væru kæmu strákarnir. Seinustu ár voru honum erfið, bæði veikindi Lúllu og eins lær- brotnaði höfðinginn og læknavís- indin voru ekki alveg með honum þar og var hann ekki sáttur sem eðlilegt var því þetta fór ekki eins og það hefði átt að fara. En góða skapið og húmorinn var með hon- um allan tímann. Veistu hvað, Holli, ef ég sem kjötiðnaðarmaður væri búinn að úrbeina sama lærið þrisvar sinn- um væri ég nú látinn taka pokann minn. Nú er Lúlla búin að taka á móti meistaranum í Sumarlandinu og þau farin að spila golf á fullu og taka rómantískar göngur á kvöld- in í sandöldunum, á stuttbuxunum og með derhúfurnar og ég tala nú ekki um um helgar að klæða sig í dansskóna og svífa vængjum þöndum undir tónum Tom Jones: Green Green Grass of Home. Samúðarkveðjur Þorvaldur Guðmundsson (Holli) og fjölskylda. Félagar Ingólfs í Golfklúbbi Selfoss sakna hans. Hann náði góðu sambandi við alla þá sem umgengust hann og bar með sér gleði og ánægju. Ingólfur Bárð- arson var einn af frumherjum Golfklúbbs Selfoss og var starf- andi allt frá byrjun, árið 1971. Hann var lengi einn af ötulustu sjálfboðaliðum í starfi klúbbsins og var formaður hans árin 1981- 1983 og sat samfellt í stjórn klúbbsins í 16 ár. Hann tók meðal annars virkan þátt í uppbyggingu golfvallar við Engjaveginn á Sel- fossi og þegar nýir golfvellir voru byggðir upp á Alviðru við Sog og að lokum við Svarfhól þar sem golfvöllurinn er nú. Ingólfur var mjög áhugasamur um velferð klúbbsins og fylgdist mjög vel með árangri annarra golfklúbbsfélaga og var óþreyt- andi við að hrósa mönnum fyrir góðan árangur, hvatti menn óhik- að áfram. Ingólfur var ætíð boð- inn og búinn að leiðbeina, aðstoða kylfinga og gefa þeim góð ráð. Sjálfur var hann liðtækur golf- ari og varð klúbbmeistari Golf- klúbbs Selfoss alls átta sinnum. Ingólfur hafði sérstaka sveifluað- ferð við að slá golfkúluna, sem hann hafði þróað að mestu af eigin hugviti. Sveiflan var þannig að það fór ekki á milli mála hver var að sveifla kylfunni og þekktist úr langri fjarlægð hver var á ferð, en hún var að sama skapi árangurs- rík fyrir hann. Ingólfur var duglegur við æf- ingar og nýtti öll þau tækifæri sem gáfust til að æfa eða stunda íþróttina. Einnig fór hann mikið utan og þá sérstaklega til heitari landa þar sem hann naut sín vel við að heimsækja og spila þar- lenda golfvelli. Ingólfur var sæmdur gullmerki Golfsambands Íslands fyrir störf sín í þágu golfhreyfingarinnar, einnig var hann gerður að heið- ursfélaga Golfklúbbs Selfoss. Hann var hrókur alls fagnaðar á skemmtunum. Sagði yfirleitt eina eða tvær góðar sögur, auk þess sem hann dansaði mest af öllum með stæl við Lúllu sína og aðrar sem tiltækar voru. Blessuð sé minning um góðan félaga. Félagar í Golfklúbbi Sel- foss senda fjölskyldu Ingólfs hlýj- ar óskir og samúðarkveðjur. Samúel Smári Hreggviðsson og Bárður Guðmundarson, fv. formenn Golfklúbbs Selfoss. Ingólfur Bárðarson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Okkar ástkæra, ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Þangbakka 10, Reykjavík, lést föstudaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju föstudaginn 2. ágúst klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Traustadóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERLA GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, Hljóðalind 10, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans 23. júlí. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 30. júlí klukkan 13. Adolf Garðar Guðmundsson Margrét Unnur Adolfsdóttir Leo Santos Shaw Stefanía Adolfsdóttir Sigurður Halldórsson Guðmundur Viðar Adolfsson Lilja Sigurðardóttir Garðar Adolfsson Eirný Þöll Þórólfsdóttir og barnabörn Okkar ástkæra, HAFDÍS HANNESDÓTTIR, fv. félagsráðgjafi, Hátúni 12, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi miðvikudaginn 24. júlí. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 2. ágúst klukkan 13. Þórey Hannesdóttir Nína Guðrún Baldursdóttir Sebastian Burton Hammani Hrafnhildur Baldursdóttir Ármann Hallbert Jónsson Hannes Kjartan Baldursson Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS GEIRS ÞORSTEINSSONAR, Móaflöt 45. Ingveldur Björg Stefánsdóttir Stefán Árni Einarsson Sigurrós Ragnarsdóttir Þorsteinn Einarsson Ásta Sigrún Helgadóttir Guðni Geir Einarsson Andrea Gerður Dofradóttir Áslaug Einarsdóttir Einar Örn Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.