Morgunblaðið - 27.07.2019, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019
✝ Ragnar Sig-urðsson fæddist
16. júlí 1929 á Spít-
alastíg 8 í Reykja-
vík. Hann lést 17.
júlí 2019 á sjúkra-
húsinu í Keflavík.
Foreldrar hans
voru Sigurður Guð-
mundsson (1900-
1989) og Rannveig
Ingveldur Runólfs-
dóttir (1897-1968).
Þau bjuggu lengst af í Reykjavík,
hann ritstjóri kristilegra blaða
og hún rak m.a. prjónastofu.
Bróðir Ragnars er Ingólfur, f.
1926, og urðu þeir oft samferða
vítt og breitt um Ísland og reynd-
ar fleiri lönd. Fóstursystir þeirra
var Selma S. Gunnarsdóttir
(1936-2006). Föðurforeldrar
Ragnars voru Guðmundur Eyj-
ólfsson landpóstur (1828-1909)
og bústýra hans Sunneva Sigurð-
ardóttir (1860-1914), Gríms-
stöðum í Meðallandi. Móðurfor-
eldrar Ragnars voru Runólfur
Bjarnason smáskammtalæknir
(1863-1949) og Rannveig Bjarna-
dóttir búkona (1857-1949) í
Hólmi í Landbroti.
Ragnar ólst upp í Reykjavík
og á Seltjarnarnesi. Hann lærði
snemma að tefla og fór upp úr
fermingu að aka stórum bifreið-
um. Ungur fór hann svo að vinna
við akstur á Keflavíkurflugvelli
og í Keflavík. Ók hann flestum
tegundum fólksflutninga-
Júlía Sóley, f. 2001, Mikael Jökull,
f. 2003, og Hrafnhildur Ásta, f.
2010. 6) Rannveig Sigríður, f.
1976, maki Sigurður Þorsteins-
son, f. 1976. Synir þeirra: Ragnar
Snær, f. 2001, og Andri Steinn, f.
2004. 7) Ragna Ingveldur, f. 1978.
Barnsfaðir: Róbert Arnar Reyn-
isson, f. 1976. Sonur þeirra: Daní-
el Aron, f. 1996, sambýliskona
Inga Karen Einarsdóttir, f. 1992,
dóttir þeirra Bríet Lára, f. 2017.
Annar barnsfaðir Rögnu: Guð-
björn Sigurjónsson, f. 1972. Dótt-
ir þeirra: Sandra Rós, f. 2001,
kærasti Snævar Orri Davíðsson,
f. 2001. 8) Guðmundur Bjarni, f.
1981. 9) María Bjarnveig, f. 1983.
Barnsfaðir hennar: Stefán Hjalta-
lín Kristinsson, f. 1984. Sonur
þeirra: Kristinn Ingi, f. 2002.
Fyrrverandi maki Maríu: Valur
Björn Önnuson, f. 1969. Sonur
þeirra: Eyvar Örn Línberg, f.
2007. 10) Ómar, f. 1985. 11) Fóst-
urdóttir: Sigríður Kolbrún
Viggósdóttir, f. 1967, maki Jón
Gíslason, f. 1960. Börn þeirra:
Bryndís Eva, f. 1984, unnusti
hennar Hans Wium Magnússon, f.
1976, börn þeirra: Sigríður Júlía,
f. 2004, Hafsteinn Máni, f. 2005,
og Glódís Sara, f. 2017, Jóna Ey-
dís, f. 1989, maki Davíð Reim-
arsson, f. 1991, synir þeirra
Benjamín Nökkvi, f. 2014, og Jón
Böðvar, f. 2018, og Böðvar Guð-
björn, f. 1992, unnusta Íris Krist-
rún Kristmundsdóttir, f. 1991,
sonur þeirra Henrik Jökull, f.
2017.
Ragnar var jarðsettur í kyrr-
þey í Hvalsneskirkjugarði 26. júlí
2019.
bifreiða, stórum
vinnuvélum, var
ökukennari, starf-
rækti í Reykjavík
bílaþjónustu með að-
stöðu og verkfærum
fyrir bíleigendur til
að dytta að bílum
sínum, var
kaupmaður og flutti
inn bílamálningu og
skyldar vörur. Síð-
ustu árin skar hann
og slípaði steina svo úr urðu
skartgripir. Hann bjó lengst af á
Suðurnesjum, síðast á Guðlaugs-
stöðum í Garði.
Fyrri kona Ragnars var Guð-
laug Halsör Sigvardsdóttir, f.
1931, þau skildu. Börn Ragnars
og Guðlaugar eru: 1) Sigurður, f.
1951. 2) Kristín Linda, f. 1962,
maki Sveinbjörn Gizurarson, f.
1962. Börn þeirra: Davíð Örn, f.
1984, maki Fjóla Dögg Halldórs-
dóttir, f. 1984, börn þeirra: Sal-
ómon Blær, f. 2012, Elísa Björt, f.
2017, og Annika Bára, f. 2019,
Benjamín Ragnar, f. 1987, og
Guðlaug María, f. 1994, kærasti
Birkir Ásgeirsson, f. 1989. 3)
Guðný Ásta, f. 1967, maki Guðjón
Bragason, f. 1966. Dóttir þeirra:
Sunneva Kristín, f. 2009.
Seinni kona Ragnars var Júlía
Hrefna Viggósdóttir, f. 1947.
Börn Ragnars og Hrefnu: 4)
Drengur, andvana fæddur 1969.
5) Ólöf Vigdís, f. 1975, maki Gísli
Helgason, f. 1971. Börn þeirra:
Elsku besti pabbi minn. Hinn
17. júlí 2019 brotnaði mitt hjarta í
þúsund mola þegar ég missti þig.
Á barnslegan hátt vildi ég að þú
yrðir eilífur og ávallt hjá mér. En
þú fékkst þó mörg ár enda orðinn
90 ára þegar þú kvaddir þennan
heim og ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að hafa þig svona lengi.
Þú varst mín fyrirmynd – svo
hörkuduglegur, þúsundþjalasmið-
ur og það var ekkert sem mér
fannst þú ekki geta gert. Ég gat
alltaf treyst á þig í einu og öllu. Þú
varst sannur vinur vina þinna og
þú varst sannur vinur minn. Þú
varst yndislegur bróðir bróður
þíns sem og hann enda ferðuðust
þið mjög mikið saman og áttuð
mjög náið og einstakt samband.
Þú varst yndislegur faðir sem og
afi og langafi. Börnin mín áttu allt-
af gott bakland hjá þér.
Svo varstu líka skáksnillingur
sem ég gat bara ekki með nokkru
móti unnið og gafst mér líka bók
sem heitir „Svona á ekki að tefla“
enda alltaf með húmorinn í lagi.
Þetta er bók sem ég mun stúdera
vel áður en við hittumst aftur og
klárum okkar skák.
Þú unnir landinu okkar sem þú
þekktir betur en flestir og ef ég
villtist á Íslandi var nóg að hringja
og heyra í þér því þú vissir alltaf
hvar ég væri út frá lýsingum mín-
um einum saman. Þú lifðir fyrir að
ferðast hérlendis sem erlendis. Þú
varst húmoristi út í eitt og umtal-
aður fyrir það á sjúkrahúsinu
enda leiddist engum hjúkrunar-
fræðingi, sjúkraliða eða öðrum í
návist þinni.
Sem börn söfnuðum við ótal ís-
lenskum steinum sem þú nýttir
vel í seinni tíð og smíðaðir svo
fjöldann allan af fallegum háls-
festum úr þeim steinum enda var
safnið orðið stórt eftir svo mörg
ferðalög.
Þú elskaðir eiginkonu þína
mjög mikið, sem mér þótti alltaf
svo krúttlegt, og varst mikill dýra-
vinur eins og ég. Þú hafðir ótelj-
andi sögur að segja enda upplifað
tímana tvenna. Innlifunin var svo
mögnuð að það var eins og ég
hefði sjálf upplifað atburðina í sög-
um þínum – svo magnaðar voru
þær. Ég elskaði að hlusta á þær og
mun sakna þeirra.
Alltaf varstu svo hjálpsamur og
reiðubúinn að hjálpa öllum sem þú
taldir að þyrftu á því að halda. Ég
verð ávallt þakklát fyrir þær frá-
bæru stundir sem ég fékk með þér
sem og að hafa fengið að eiga þig
sem föður minn. En þar til við hitt-
umst á ný vil ég segja þér að ég
elska þig, pabbi minn. Hvíldu í
friði.
Þín dóttir og vinur,
Ragna Ingveldur
Ragnarsdóttir.
Elskulegur faðir minn Ragnar
Sigurðsson fæddist 16. júlí 1929
og fékk Sigurður afi minn hann í
afmælisgjöf. Pabbi minn lést 17.
júlí sl. þá nýorðinn 90 ára gamall.
Hann leit ávallt á aldur sem af-
stæðan enda síungur í anda alla
tíð. Margar minningar vakna þeg-
ar ég hugsa til föður míns og birt-
ast minningabrotin hvert af öðru.
Ég hef ávallt verið mikil pabbas-
telpa, skírð í höfuðið á ömmu
minni Rannveigu móður hans og
Sigurði afa. Margt kenndi hann
mér og var til staðar í þeim gíf-
urlega margvíslegu aðstæðum
sem lífið hefur upp á að bjóða. Allt
frá því að hughreysta yfir fráfalli
afa í að fara með mér í mína fyrstu
flugferð og átti hann oft gullkorn í
pokanum handa Veigu sinni (eins
og hann kallaði mig). Í gegnum
ástarsorg tjáði hann mér að það
væru sko nógu margir fiskar í
sjónum og líkt og oft áður hafði
hann rétt fyrir sér. Hann gaf sér
góðan tíma til að kenna okkur
systkinum að spila ýmis spil, tefla
og keyra bíl enda með eindæmum
þolinmóður. Honum þótti fátt
skemmtilegra en að keyra, sama
hvort það voru ferðalög um landið
eða hin ýmsu aksturshlutverk sem
hægt var að reiða sig á. Hann þró-
aði með sér áhuga á íslenskum
steinum og safnaði þeim. Á hans
seinni árum nýtti hann steinana til
að búa til fallega skartgripi og
mátti sjá ósvikna gleði þegar hann
gaf drengjum mínum hálsmen
sem hann hafði sjálfur hannað.
Hann var laghentur og vandvirk-
ur þúsundþjalasmiður og ávallt
viljugur til að rétta hjálparhönd.
Hann naut sín í sögumannshlut-
verkinu og sagði sögur af sjálfum
sér og öðrum af góðri innlifun þar
sem hvert smáatriði var rifjað upp
og krufið. Hann hafði einstakan
húmor sem jókst með hækkandi
aldri. Þegar minnið var farið að
stríða honum bar enn frekar á
húmornum, sérstaklega þegar
hann mundi ekki réttu svörin, þá
var hann snillingur í að snúa út úr
með glettni.
Elskulegur faðir minn hefur nú
sagt skilið við líf sitt á jörðu. Aldr-
ei er maður tilbúinn að kveðja
þann sem er okkur kær þegar
dauðinn knýr að dyrum. Pabbi var
lánsamur og átti gæfuríkt líf að
baki en erfitt er að lýsa í orðum
hversu mikils virði hann var mér
og drengjum mínum.
Elsku pabbi, þó að ég hafi ekki
verið hjá þér daginn sem þú
kvaddir þennan heim var ég svo
sannarlega með huga minn og
hjarta hjá þér. Ég er óendanlega
þakklát fyrir þann tíma sem Guð
gaf okkur saman og allar stundir
okkar á spítalanum. Þær stundir
eru mér ómetanlegar og vildi ég
ávallt kveðja þig vel, hrædd um að
hver kveðjustund væri sú hinsta
sem varð raunin þegar ég kvaddi
þig áður en ég fór til Svíþjóðar. Ég
sit eftir með fjársjóð minninga og
viskumola sem ég mun varðveita í
hjarta mínu út frá samvistum okk-
ar saman. Þessar minningar
munu fylgja mér út lífið og veita
mér hlýju og huggun þegar ég
tekst á við lífið nú þegar þín nýtur
ekki lengur við í persónu.
Elsku pabbi minn, nú er komið
að hinstu kveðjustund og á ég erf-
itt með að lýsa hversu sárt ég
sakna þín. Ég elska þig óendan-
lega mikið og takk fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig og dreng-
ina mína. Gong gong, elsku pabbi.
Þín dóttir,
Rannveig Sigríður.
Elsku pabbi okkar er fallinn frá
og við kveðjum hann með sorg í
hjörtum. Við erum þakklát fyrir
að hafa átt hann í lífi okkar, fyrir
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman og minningarnar sem
honum tengjast. Pabbi var dug-
legur maður og atorkusamur, var
lengi með sjálfstæðan rekstur og
vann oft langan vinnudag. Hann
bar virðingu fyrir peningum, enda
þurfti að fæða marga munna.
Við minnumst viðskiptaferða
hans til Englands en þá keypti
hann spennandi gjafir fyrir börnin
og Mackintosh’s. Þá var glatt á
hjalla.
Eftir að fjölskyldan flutti í Sand-
gerði og pabbi dró úr vinnu nýtti
hann helgarnar í að tefla, spila vist,
kasínu og póker við börnin. Í skák
lagði hann áherslu á þrennt: milli-
leiki, leppstöður og fórnir. „Gott
væri að hugsa 8 leiki fram í tím-
ann,“ sagði hann og glotti.
Pabbi var mikill húmoristi og
fylgdi húmorinn honum alveg
fram að síðustu stundu. Hann var
ákaflega stoltur af hópnum sínum
og hafði gaman af því að leiðrétta
þá sem töldu börnin vera barna-
börn hans.
Pabbi hafði unun af því að
ferðast um Ísland. Fjölskyldan
ferðaðist um landið á stórri
Scania-rútu sem þau mamma inn-
réttuðu. Við börnin fengum að
mála rútuna fjólubláa og skreyta
með Andrési önd og félögum.
Margar skemmtilegar minningar
tengjast þessum ferðum. Á Aust-
urlandi var t.d. stoppað við ár og
skriður þar sem steinar voru skoð-
aðir og sýndi pabbi ómælda þol-
inmæði við að skýra muninn á líp-
aríti og jaspis fyrir börnunum.
Pabbi átti gott steinasafn og síð-
ustu æviárin dundaði hann sér við
að saga niður steina og slípa í háls-
men og eyrnalokka. Pabbi ferðað-
ist líka mikið með Ingólfi bróður
sínum enda báðir með ólæknandi
bíladellu. Á tímabili mátti varla
vígja nýjan veg, brú eða jarðgöng
á landinu án þess að þeir bræður
væru með þeim fyrstu til að
„skoða aðstæður“. Ekki má
gleyma draumaferð þeirra
bræðra til Kúbu 2010, þá báðir
komnir yfir áttrætt. Þar gafst
þeim tækifæri til að skoða alla
gömlu bílana, fá sér vindla og
drekka romm úr kókóshnetum,
sem var að þeirra sögn hinn ljúf-
fengasti drykkur.
Ef ferð var fyrirhuguð var
ávallt gott að hringja í pabba og
spyrja hann út í vegi, ár o.fl. því
hann var alltaf með staðhætti á
hreinu. Aldrei komum við að tóm-
um kofunum ef bíllinn bilaði og við
þurftum aðstoð.
Pabbi var mikill sögumaður og
sagði okkur stoltur sögur af for-
feðrunum. Hann skannaði dag-
bækur frá pabba sínum og afa og
allar ljósmyndir sem hann komst
í. Hann hafði mikinn áhuga á
tækni og tækjum og keypti gjarn-
an nýjustu græjurnar.
Pabbi var greindur og góður
karl sem gaf af sér. Hann hafði
stórt hjarta og áttu mamma, börn-
in og barnabörnin þar sinn sess.
Hann var vanur að segja við okk-
ur: „Þetta er þitt líf og það er þitt
að lifa því“ en óhætt er að segja að
pabbi hafi sjálfur fylgt þessum
einkunnarorðum sínum og farið á
móti straumnum. Stuðningurinn
og umhyggjan sem mamma sýndi
pabba, sérstaklega síðustu árin
eftir að hann varð lasburða, átti
óneitanlega þátt í langlífi og vellíð-
an pabba.
Með ást og þakklæti.
Kolbrún, Ólöf, Rannveig,
Ragna, Guðmundur,
María og Ómar.
Það er mikill spenningur og
smá kvíði í maganum þegar kær-
astan býður manni með að hitta
föður sinn. Þannig var það alla-
vega hjá mér í fyrsta skipti sem
mér var boðið að koma með í
heimsókn til pabba kærustu minn-
ar. Þessi heimsókn er mér minn-
isstæð, því við þurftum að klofa yf-
ir sofandi krakka sem lágu hér og
þar á gólfinu í stofunni. Okkar
fyrstu kynni voru skemmtileg og
síðar komst ég að raun um fjölda
hæfileika sem Ragnar, tengdafað-
ir minn, bjó yfir. Hann hafði mikið
dálæti á bílum og öllu sem viðkom
slíkum farartækjum en ég gerði
mér ekki grein fyrir hve vel hann
þekkti þessi tryllitæki fyrr en við
hjónin eignuðumst okkar fyrsta
bíl, sem síðan bilaði. Við bjuggum
þá í Danmörku og mér fannst eðli-
legast að koma honum á verk-
stæði, en konan bað mig að bíða
því hún ætlaði fyrst að hringja í
föður sinn. Þetta var löngu fyrir
tíma snjalltækja! Síðan heyrði ég
ótrúlegt samtal þeirra feðgina,
þar sem konan mín apaði eftir (ó)-
hljóðunum í bílnum okkar, í gegn-
um símann. Síðan lagði hún á og
sagði mér hvað væri að bílnum.
Það stóð heima!
Ragnar átti þá gjöf að geta sagt
skemmtilega frá af sjálfum sér og
þeim ævintýrum sem hann hafði
lent í. Hann var einnig slunginn
skákmaður. Hann kenndi sonum
okkar skák og skemmti sér mikið
við að tefla við barnabörnin. Hann
sagði okkur eitt sinn frá því að það
hefði átt að vísa honum heim úr
barnaskólanum vegna lélegrar
mætingar, en í stað þess að mæta í
tíma skemmti hann sér við að
horfa á fullorðna menn tefla.
Skólastjórinn trúði tæpast þessari
afsökun og bauð snáðanum að
tefla við sig. Ragnar mátaði skóla-
stjórann! Það var gaman að horfa
á afabörnin tefla við tengdaföður
minn, en hann kenndi þeim einnig
póker, að aka bíl og ýmislegt
fleira.
Á kveðjustundu er gaman að
rifja upp sögurnar og minnast
góðs tíma sem við áttum saman.
Við náðum að ferðast aðeins um
Suðurlandið í samfloti við hann og
fjölskylduna, og hann þekkti
hverja beygju og brekku sem
mætti okkur. Hann hafði farið
hringveginn allt að átta sinnum á
ári í fjölda ára, oftast með eldri
bróður sínum, ásamt fjölda ann-
arra ferða með fjölskylduna og
vegna vinnu. Þegar hann þurfti að
prófa nýja bíla, þá var ekkert bet-
ur fallið til þess en að renna einn
hring eftir þjóðvegi einum með
stóra bróður sínum. Ef ný göng
voru opnuð, þá fóru bræðurnir
gjarnan strax til að taka þau út.
Þar sem aðrir sjá urð og grjót
gat tengdafaðir minn séð faldar
gersemar. Þetta var einn af hans
hæfileikum. Hann safnaði ótal
steinum, og þegar hann opnaði þá
birtust litfagrir gimsteinar. Síð-
ustu árin naut hann þess að opna
og slípa steina sem hann hafði
safnað á langri ævi og búa til úr
þeim hálsmen eða aðra skraut-
muni.
Tengdapabba verður sárt sakn-
að. Ég votta eiginkonu hans,
Hrefnu, og börnum hans, barna-
börnum og barnabarnabörnum
mína innilegustu samúð. Megi al-
góður Guð blessa ykkur og minn-
ingu Ragnars.
Sveinbjörn Gizurarson.
Elsku Raggi afi okkar kvaddi
þennan heim 17. júlí síðastliðinn,
degi eftir að hafa náð 90 ára aldri.
Raggi afi var merkur maður, mjög
skarpur, iðinn og aldrei langt í
grínið hjá honum. Síðustu dagana
gantaðist hann alveg jafn mikið og
áratugina á undan. Raggi afi
kenndi mörgum af okkur afkom-
endunum að tefla, iðulega með
þeirri aðferð að vinna nánast
hverja einustu skák. Sú aðferð jók
þó einungis áhugann því það var
ekki sárt að tapa fyrir honum,
enda passaði hann sig á því að
kenna okkur eitthvað nýtt í hverj-
um leik.
Afi var alltaf mikill bílamaður
og átti, að okkar mati, einn flott-
asta bílinn á landinu. Þetta var
rúta sem máluð hafði verið
fjólublá, og var með andlitum ým-
issa persóna úr Andabæ á hliðinni.
Í þessari rútu voru ófá ferðalög
farin og í einu þeirra tók afi upp á
því að kenna okkur barnabörnun-
um póker, sem var ekki leiðinlegt.
Bílaþekking afa kom sér iðulega
vel, ekki bara ef bílar létu illa,
heldur líka þegar bílprófstímabilið
tók við, því afi var góður ökukenn-
ari í ofanálag. Hann tók okkur öll í
æfingaakstur og kláraði að kenna
Benjamín Ragnari í gegnum bíl-
prófið sjálft sem ökukennarinn
hans.
Raggi afi var iðinn alla tíð og
eftir að hann fór á eftirlaun sat
hann ekki auðum höndum heldur
smíðaði meðal annars pall í kring-
um húsið og fékk sér heitan pott
sem hann fór í á hverjum morgni.
Hann slípaði líka steina og bjó til
reglulega fallega skartgripi og
hálsmen úr þeim. Hann var líka
með lítið steinabeð þar sem voru
margir steinar sem hann hafði
fundið víða um landið og einnig
keypt að utan. Guðlaug María
fann eitt sinn nokkuð venjulegan
stein í Veiðileysufirði og kom með
hann til afa sem að sá að hægt
væri að búa til fallegt skart úr
honum. Hann tók því steininn og
nokkrum dögum seinna var komið
fallegt og dýrmætt hálsmen.
Hann var mikill fjölskyldumað-
ur og tók alltaf vel á móti okkur
barnabörnunum og síðar barna-
barnabörnum sínum. Hann náði
t.a.m. einstaklega vel til dóttur-
sonarsonar síns, en þeir áttu það
sameiginlegt, um tíma, að vera
tannlausir og með lítið hár á
hausnum. Það vakti mikla kátínu.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til hans í sveitina, eins
og hann sagði svo oft, og heyra
hinar ýmsu sögur um það sem
hann hafði brallað í gegnum árin,
meðal annars smygl á áfengi, mat
og ýmsu fleiru af herflugvellinum
og bílaævintýrunum hans. Á Þor-
láksmessu var svo alltaf skata sem
afa fannst alltaf gaman að bjóða
upp á.
Þær eru margar góðu minning-
arnar sem við eigum og þrátt fyrir
sáran söknuð erum við þakklát
fyrir þessar og ótal aðrar minn-
ingar sem hjálpa manni að brosa í
gegnum tárin.
Megi Guð blessa þig og minn-
ingu þína elsku Raggi afi okkar og
vera með þeim sem syrgja.
Davíð Örn, þinn nafni
Benjamín Ragnar og
Guðlaug María.
Ragnar Sigurðsson
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undirbúnings og
framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús-
skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju
að leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Ellert Ingason,
umsjón sálmaskrár
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is