Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019
50 ára Einar er fæddur
á Blönduósi. Hann er
stúdent 1989 frá MA,
flutti þá til Reykjavíkur
og hefur búið þar síð-
an. Einar lærði heim-
speki við HÍ og Háskól-
ann í Genúa og
stundaði nám í rekstri fjölmiðla við IESE í
New York. Hann hefur í áratug verið aug-
lýsingastjóri RÚV, var það áður hjá Stöð
2 og var líka markaðsstjóri Háskólabíós.
Eiginkona: Linda Björk Sigurðardóttir
kennari, f. 1973, ólst upp á Tálknafirði.
Börn: Hafsteinn Jóhannsson, f. 2000,
Aðalbjörg Helga Einarsdóttir, f. 2005, og
Kolbeinn og Hlynur Einarssynir, f. 2007.
Foreldrar: Vignir Einarsson yfirkennari,
f. 1937, Aðalbjörg Ingvarsdóttir skóla-
stjóri, f. 1939. Þau búa á Blönduósi.
Einar Logi Vignisson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Af einhverri ástæðu ertu meira í
sviðsljósinu en venjulega. Allt sem gerist í
dag virðist á einhvern hátt hafa verið
ákveðið fyrirfram. Passaðu vel upp á pen-
ingana þína.
20. apríl - 20. maí
Naut Hugsanlegt er að þér verði falin auk-
in ábyrgð á næstu vikum. Gefðu þér tíma
og sæktu orku í umhverfi þitt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er alltaf niðurdrepandi þeg-
ar traust þitt á einhverjum minnkar. Ein-
hver sendir þér tóninn. Teldu upp að tíu
áður en þú svarar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Komdu hugmyndum þínum á
framfæri. Þú byrjaðir með tvær hendur
tómar, mundu það, og fæddist ekki með
silfurskeið í munni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Skilin milli jákvæðni og bjartsýni og
óraunsærra væntinga eru ekki alltaf
skörp. Þú hrósar sigri í einhverri keppni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Í dag skaltu hugsa vel og vandlega
um langtímamarkmið þín. Hvert stefnir þú
í námi, vinnu eða einkalífi? Vertu ein-
hverjum til trausts og halds.
23. sept. - 22. okt.
Vog Haltu fast utan um pyngjuna því ein-
hver nákominn þér er farinn að gerast
helst til þurftafrekur. Ferskir vindar blása
um félagslífið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Leggðu þig fram við að hjálpa
öðrum í dag. Reyndu að setja mál þitt
fram með þeim hætti að enginn velkist í
vafa um skoðanir þínar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það verður meira en nóg að
gera næstu 24 tímana. Reyndu að létta af
þér einhverjum verkefnum sem aðrir geta
sinnt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert eitthvað þung/ur á brún
núna svo kannski er best að þú sért ekk-
ert að reka hornin í aðra svona rétt á
meðan.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Í lífinu er mikilvægt að gæta
jafnvægis. Maki þinn eða góður vinur mun
hugsanlega bregða sér í hlutverk ráðgjafa.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ekki gefast upp þótt þig reki í
strand. Gættu þess að falla ekki fyrir
freistingum sem þú gætir iðrast síðar.
Hugsaðu áður en þú talar.
M
arta Guðjónsdóttir
fæddist í Reykjavík
28.7. 1959 og ólst
þar upp, fyrstu árin
í Þingholtunum, en
síðan í Vesturbænum. Hún hefur
verið búsett í Skerjafirði frá 1989.
Marta var í Melaskóla, Hagaskóla,
lauk stúdentspróf frá MS og stund-
aði nám í bókmenntafræði og
stjórnmálafræði við HÍ.
Á unglings- og námsárunum
starfaði Marta m.a. hjá Leikfélagi
Reykjavíkur í Iðnó, var kokkur á
sanddæluskipinu Perlunni og sinnti
verkefnastjórn og prófarkalestri.
Hún hóf kennslu við Hagaskólann í
Reykjavík 1985 og kenndi við borg-
arrekna og einkarekna skóla, síðast
við Tjarnarskóla í Reykjavík 2006-
2010. Hún sinnti dagskrárgerð við
Bylgjuna, starfaði við DV um skeið
og hafði umsjón með þættinum
Borgarlíf á ÍNN.
Marta sat í stjórn Heimdallar
1979-80, var framkvæmdastjóri fé-
lagsins, sat í stjórn Félags sjálf-
stæðismanna í Nes- og Melahverfi
frá 1996, var formaður þess 2004-
2007, formaður Varðar, fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
2007-2010, sat í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins 2007-2010 , er í
flokksráði og situr í sveitarstjórn-
arráði Sjálfstæðisflokksins.
Marta var varaborgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins 2006-2017, er
borgarfulltrúi frá 2017 og hefur set-
ið í borgarráði, skipulagsráði,
menningar- og ferðamálaráði,
íþrótta- og tómstundaráði. Hún var
formaður mannréttindaráðs
Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs
starfsmanna Reykjavíkurborgar,
situr í stjórn Faxaflóahafna, er for-
maður íslenskuverðlauna unga
fólksins í bókmenntaborginni
Reykjavík, situr í forsætisnefnd og
er einn af varaforsetum borg-
arstjórnar, situr í umhverfis- og
heilbrigðisráði og skóla- og frí-
stundaráði. Hún var formaður Alfa-
deildar Delta - Kappa - Gamma, fé-
lags kvenna í fræðslustörfum
2009-2011.
„Borgarpólitíkin eru mínar ær og
kýr: mótun þess umhverfis sem við
eigum eftir að lifa og hrærast í, og sú
þjónusta sem sveitarfélög leggja af
mörkum. Auk þess lifum við á
spennandi tímum tækinframfara
sem munu bylta samgönguháttum í
þéttbýli á næstu árum. Við þurfum
að rýna fordómalaust í þessa nýju
tækni og þá möguleika sem hún fær-
ir okkur og umhverfinu í stað þess
að byggja stefnumótun á slagorðum
og fordómum.“
En hvað gerir Marta þegar hún er
ekki að hugsa um borgarpólitík?
„Þegar sólin skín um helgar göng-
um við hjónin gjarnan um náttúru
borgarlandsins og nágrennis. Þar má
nefna fjörurnar í Skerjafirði, Foss-
vogi og inn með Sundum, Viðey,
Geldingatangann, Blikdal í Esjunni,
Elliðaárdalinn, Heiðmörkina og
Hólmsheiðina. Svo má endalaust
ganga á Úlfarsfellið og Esjuna án
þess að fá leið á því. Við Reykvík-
ingar erum svo sannarlega með nátt-
úruperlur í hlaðvarpanum.“
Fjölskylda
Eiginmaður Mörtu er Kjartan
Gunnar Kjartansson, f. 27.6. 1952,
heimspekingur og blaðamaður. Hann
er sonur Kjartans Magnússonar, f.
15.7. 1917, d. 3.12. 1998, kaupmanns í
Reykjavík, og k.h., Guðrúnar H. Vil-
hjálmsdóttur, f. 3.11. 1922, d. 18.7.
2014, húsmóður og kennara.
Börn Mörtu og Kjartans Gunnars
eru Vilhjálmur Andri Kjartansson, f.
20.9. 1982, lögfræðingur, unnusta
hans er Þórunn Anna Karlsdóttir
heimilislæknir, og Steinunn Anna
Kjartansdóttir, f. 1.3. 1984, tóm-
stunda- og félagsmálafræðingur en
maður hennar er Hallbjörn Magn-
ússon leiðsögumaður og eru börn
þeirra Vigdís Anna, f. 7.4. 2008, og
Þórarinn f. 3.3. 2011. Dóttir Kjartans
Gunnars frá því áður er Perla Ósk
Kjartansdóttir, f. 6.4. 1979, landbún-
aðarfræðingur en maður hennar er
Mahran Shweiki og eru börn hennar
Rúnar Lee Winship, f. 27.12. 2003,
Monja Ríkey, f. 14.6. 2011, og Amína
Rós, f. 22.7. 2016.
Systkini Mörtu: Steinar Þór Guð-
jónsson, f. 20.5. 1955, d. 6.7. 2014; en
kona hans var Maria Jolanta Pol-
anska, f. 4.4. 1959, d. 24.8. 2018;
Hilmar Guðjónsson, f. 28.12. 1957 en
kona hans er Agnes Henningsdóttir,
og Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir,
f. 28.7. 1959 en maður hennar var
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi – 60 ára
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Á göngu í Elliðaárdalnum Hjónin Marta Guðjónsdóttir og Kjartan Gunnar
Kjartansson ásamt Vigdísi og Þórarni barnabörnum og tíkinni Heklu.
Góðra vina fundur Marta með Sallý vinkonu sinni en þær hafa ferðast
mikið saman um landið í gegnum tíðina ásamt Vigdísi sem vakti áhuga
þeirra á landi og sögu. Á myndinni eru auk þess Raggý tvíburasystir
afmælisbarnsins og Ástríður dóttir Vigdísar með tveimur börnum sínum.
Nýtur náttúrunnar í
Reykjavík og nágrenni
Skírð voru í Grundarfjarðarkirkju í gær
tvíburasystkinin Brimar Þór Tómasson og
Hafey María Tómasdóttir á trébrúðkaups-
afmæli foreldra sinna, þeirra Tómasar Loga
Hallgrímssonar flutningabílstjóra og Agnesar
Ýrar Bergmanníu Kristbjörnsdóttur þroska-
þjálfa. Agnes átti jafnframt afmæli, þannig
að margföld hátíð var á bæ. Tvíburarnir
fæddust 14. maí 2019 á Landspítalanum.
Margvísleg tímamót
Skírn, afmæli og
brúðkaupsafmæli
50 ára Sigríður er
fædd í Bandaríkjunum
en elst upp í Vesturbæ
Reykjavíkur. Hún er
stúdent úr MR frá
1989. Hún er cand.
jur. frá HÍ 1995. Sigríð-
ur hefur meðal annars
starfað hjá Fangelsismálastofnun, dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu og hjá emb-
ætti lögreglustjórans á höfuðborg-
arsvæðinu. Hún er nú héraðsdómari.
Börn: Helena Birna Halldórsdóttir, f.
1997, Bjarni Geir Halldórsson, f. 1999.
Eiginmaður: Valtýr Sigurðsson, lögmað-
ur og fyrrverandi ríkissaksóknari, f. 1945.
Foreldrar: Anna Þórunn Geirsdóttir hús-
móðir, f. 1942 í Reykjavík, og Ning de
Jesus matreiðslumaður, f. 1938 á Filipps-
eyjum. Þau eru bæði búsett í Reykjavík.
Sigríður J. Hjaltested
Til hamingju með daginn
ERTU AÐ FARA Í HESTAFERÐ ?
Þú færð hestavörurnar hjá okkur !
Sendum um allt land
www.fodur.is