Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 38
SPÁNN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Fljótlega eftir að ég sagði skilið við
Valencia heyrði ég af áhuga frá
Zaragoza og hlutirnir gerðust mjög
hratt eftir það ef svo má segja,“
sagði Tryggvi Snær Hlinason, leik-
maður Zaragoza og íslenska lands-
liðsins í körfuknattleik, í samtali við
Morgunblaðið á æfingu liðsins í
Seljaskóla í vikunni.
Zaragoza leikur í efstu deild
Spánar þar sem Tryggvi hefur spil-
að frá árinu 2017 en hann gekk til
liðs við spænska liðið 9. júlí, tæpum
mánuði eftir að hann rifti samningi
sínum við Valencia. Hann lék sem
lánsmaður með Obradorio í deildinni
á síðasta tímabili.
„Það þurfti ekki að selja mér það
mikið að skrifa undir hjá félaginu.
Ég hef kynnst þessu liði ágætlega
eftir tíma minn á Spáni og ég þekki
þjálfarann þarna ágætlega. Ég veit
hvernig körfubolta hann vill spila og
hver hugmyndafræði hans er þegar
kemur að ungum leikmönnum og
það var nóg fyrir mig. Þetta er
hörkugott lið og það eru margir ung-
ir leikmenn þarna í bland við eldri og
reynslumikla spilara. Þetta er
skemmtilega samsettur hópur,
stemningin þarna er góð og orðspor
félagsins er mjög gott. Jón Arnór
Stefánsson lék þarna á árunum 2011
til ársins 2014 og hann talaði mjög
vel um félagið þannig að fyrir mér
var þetta aldrei spurning.“
Fleiri leikir en æfingar
Það verður nóg að gera hjá
Tryggva á næstu leiktíð en Zara-
goza endaði í sjötta sæti efstu deild-
ar Spánar á síðasta tímabili og fór
alla leið í undanúrslit úrslitakeppn-
innar. Þá mun liðið einnig leika í
Meistaradeild Evrópu á næstu leik-
tíð.
„Liðið leikur í efstu deild Spánar
og í Meistaradeildinni á næstu leik-
tíð sem þýðir að við munum spila
mjög marga leiki á tímabilinu sem
er jákvætt fyrir mig. Ég þarf að ná
mér í reynslu og spila meira og ég
tel mig líka geta lært mikið af hinum
stóru mönnunum í liðinu, þeim Fran
Vázquez og Javier Justin. Vázquez
er orðinn 36 ára gamall og hann get-
ur eflaust kennt manni ýmislegt
enda búinn að vera lengi í þessu. Ég
er fenginn inn sem þriðji framherji
liðsins og ég tel að ég muni fá gott
tækifæri til þess að sýna mig og
sanna. Það er stór plús að liðið sé í
Evrópukeppni, það þýðir líka bara
fleiri leikir og færri æfingar eins og
menn segja, og það verður skemmti-
legt að fá tækifæri til þess að takast
á við það verkefni.“
Möguleikinn til staðar
Íslenska landsliðið undirbýr sig
nú fyrir leiki gegn Sviss og Portúgal
í forkeppni EM 2021 en leikirnir
fara fram í ágúst. Ákveðin endurnýj-
un er í gangi hjá landsliðinu og er
hópurinn nánast eingöngu skipaður
ungum leikmönnum sem Tryggvi
vonar að stígi skrefið einn daginn og
haldi út í atvinnumennsku.
„Það er mikil endurnýjun í gangi í
landsliðinu núna og eins og staðan er
í dag eru tveir af eldri kynslóðinni
eftir í liðinu. Þessir eldri eru dugleg-
ir að segja okkur til og kenna okkur
á hlutina en annars er restin af liðinu
bara ungir strákar. Ég vona innilega
að þeir drífi sig sem flestir út í at-
vinnumennsku og prófi að spila í
hærri gæðaflokki því þeir geta það
svo sannarlega. Landsliðið hefur allt
sem til þarf til þess að verða frábært
lið en það vantar kannski herslu-
muninn upp á og þetta skref myndi
ýta okkur yfir línuna.“
Vill fleiri lands-
liðsmenn í at-
vinnumennsku
Tryggvi Snær Hlinason sér fram
á meiri spiltíma með liði Zaragoza
Morgunblaðið/Hari
Flutti Tryggvi Snær Hlinason landsliðsmiðherji færði sig um set á Spáni
í sumar og leikur með Zaragoza á komandi keppnistímabili.
38 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019
Inkasso-deild karla
Grótta – Þór ............................................. 1:1
Arnar Þór Helgason 33. – Rick Ten Voorde
49.
Staðan:
Fjölnir 13 9 2 2 29:12 29
Þór 14 8 3 3 24:14 27
Grótta 14 7 5 2 28:19 26
Leiknir R. 14 8 0 6 25:21 24
Víkingur Ó. 14 6 4 4 15:11 22
Fram 14 6 2 6 20:22 20
Keflavík 14 5 4 5 18:17 19
Þróttur R. 14 5 3 6 27:19 18
Haukar 14 3 5 6 19:26 14
Afturelding 14 4 1 9 17:29 13
Njarðvík 14 3 1 10 15:27 10
Magni 13 2 4 7 14:34 10
Inkasso-deild kvenna
Tindastóll – Haukar ................................ 0:1
Tara Björk Gunnarsdóttir 43.
Staðan:
FH 10 8 1 1 27:11 25
Þróttur R. 10 8 0 2 38:9 24
Tindastóll 10 6 0 4 27:20 18
Afturelding 10 5 1 4 13:13 16
Haukar 10 5 0 5 14:9 15
Augnablik 10 4 1 5 9:11 13
Grindavík 10 3 3 4 14:17 12
ÍA 10 3 2 5 10:12 11
Fjölnir 10 3 2 5 15:21 11
ÍR 10 0 0 10 3:47 0
2. deild kvenna
Völsungur – Hamrarnir........................... 3:1
Staðan:
Völsungur 7 6 1 0 15:7 19
Fjarð/Hött/Leikn. 9 5 1 3 28:10 16
Grótta 8 4 2 2 16:8 14
Sindri 8 4 0 4 13:19 12
Hamrarnir 9 3 1 5 10:13 10
Álftanes 8 3 0 5 18:16 9
Leiknir R. 7 0 1 6 2:29 1
Frakkland
B-deild:
Guingamp – Grenoble............................. 3:3
Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í
leikmannahópi Grenoble.
Pólland
Górnik Zabrze – Zaglebie Lubin ........... 1:0
Adam Örn Arnarson var ekki í leik-
mannahópi Górnik Zabrze.
Danmörk
Lyngby – SønderjyskE ........................... 0:3
Eggert Gunnþór Jónsson lék fyrstu 60
mínúturnar með SønderjyskE en Frederik
Schram var varamarkvörður.
Staðan:
SønderjyskE 3 2 1 0 6:2 7
København 2 2 0 0 5:3 6
Midtjylland 2 2 0 0 3:1 6
Brøndby 2 1 1 0 5:2 4
OB 2 1 0 1 6:4 3
Nordsjælland 2 1 0 1 4:2 3
Horsens 2 1 0 1 3:3 3
Lyngby 3 1 0 2 3:7 3
Hobro 2 0 2 0 2:2 2
Randers 2 0 1 1 3:4 1
AGF 2 0 1 1 2:3 1
Esbjerg 2 0 1 1 1:2 1
AaB 2 0 1 1 1:3 1
Silkeborg 2 0 0 2 0:6 0
B-deild:
Viborg – Roskilde.................................... 3:0
Ingvar Jónsson var ekki í leikmannahópi
Viborg.
Svíþjóð
Kristianstad – Vittsjö.............................. 0:3
Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmunds-
dóttir léku allan leikinn með Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.
Växjö – Limhamn Bunkeflo ................... 3:1
Andrea Thorisson kom inn á hjá LB á 63.
mínútu.
Staðan:
Gautaborg 18 stig, Rosengård 17, Vittsjö
17, Örebro 16, Linköping 14, Kristianstad
14, Piteå 14, Djurgården 9, Eskilstuna 8,
Våxjö 8, Limhamn Bunkeflo 4, Kungsbacka
1.
KNATTSPYRNA
HANDBOLTI
Ólympíuhátíð æskunnar
U17 ára karlar í Bakú:
Keppni um sæti 5-8:
Aserbaídsjan – Ísland .......................... 11:48
Serbía – Slóvenía .................................. 22:24
Ísland leikur í dag um fimmta sætið gegn
Slóveníu.
EM U18 karla
B-deild í Rúmeníu:
C-riðill:
Ísland – Bosnía ..................................... 57:84
Lúxemborg – Tékkland ..................... 33:117
Noregur – Ísrael................................... 46:93
Ísland mætir Tékklandi í 2. umferð í dag
og Ísrael í 3. umferð á morgun.
KÖRFUBOLTI
Haukar fóru í heimsókn til Tinda-
stóls á Sauðárkróksvöllinn og fóru
með 1:0-sigur af hólmi í Inkasso-
deild kvenna í knattspyrnu í gær.
Haukar hafa unnið þrjá leiki í röð
og er liðið til alls líklegt. Með sigr-
inum fóru Haukar upp fyrir Augna-
blik og upp í fimmta sæti deild-
arinnar. Tindastóll er í þriðja sæti
með 18 stig og missti af tækifæri til
að saxa á forskot Þróttar og FH
sem eru í efstu tveimur sætunum.
Tara Björk Gunnarsdóttir skor-
aði sigurmarkið á 43. mínútu og sitt
fyrsta mark á leiktíðinni.
Þriðji sigurinn í
röð hjá Haukum
Fyrirliðinn Chante Sandiford hélt
marki Hauka hreinu á Króknum.
Þórður Þorsteinn Þórðarson, knatt-
spyrnumaður frá Akranesi, samdi í
gær við FH-inga út keppnis-
tímabilið 2020. Fyrr í vikunni fékk
hann samningi sínum við ÍA rift.
Þórður er 24 ára gamall og hefur
leikið allan sinn feril með ÍA. Mest
sem hægri bakvörður en einnig
framar á vellinum. Hann á að baki
67 leiki í efstu deild og hefur skor-
að átta mörk en fékk aðeins tæki-
færi í einum leik í byrjunarliði ÍA í
deildinni í sumar og ákvað af þeim
sökum að breyta til eins og fram
kom í viðtali við hann á mbl.is.
Þórður kominn
til FH-inga
Ljósmynd/FH
FH Þórður Þorsteinn Þórðarson
gæti spilað gegn KA á morgun.
Grótta og Þór skildu jöfn, 1:1, er liðin mættust í topp-
slag í Inkasso-deild karla í knattspyrnu, 1.deild á Sel-
tjarnarnesi í gær. Arnar Þór Helgason var áberandi í
liði Gróttu, á jákvæðan og neikvæðan hátt.
Arnar skoraði fyrsta mark leiksins með skalla eftir
hornspyrnu Axels Sigurðssonar á 33. mínútu. Aðeins
tíu mínútum seinna fékk Arnar Þór beint rautt spjald
fyrir ljótt brot á Jakobi Snæ Árnasyni.
Staðan í hálfleik var 1:0, Gróttu í vil, en Þórsarar
voru snöggir að nýta sér liðsmuninn í seinni hálfleik.
Hollendingurinn Rick Ten Voorde skoraði jöfn-
unarmark á 49. mínútu eftir skelfileg mistök Há-
konar Rafns Valdimarssonar í marki Gróttu.
Þór var líklegri til að skora sigurmark en Grótta
það sem eftir lifði leiks, en vörn Gróttu stóð vel og
náði að halda út og fá eitt stig.
Þór er í öðru sæti með 27 stig, tveimur stigum
minna en Fjölnir. Grótta er í þriðja sæti með 26 stig.
Leikurinn var liður í 14. umferð en umferðinni lýkur
með leik Magna og Fjölnis á Grenivík í dag. Fjölnir
getur því aukið við forskot sitt á toppi deildarinnar
en Magni er á botninum ásamt Njarðvík og þarf á
stigum að halda. johanningi@mbl.is
Hamagangur á
Seltjarnarnesi
Morgunblaðið/Hari
Inngrip Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs, handsamar knöttinn á Nesinu í gær.