Morgunblaðið - 27.07.2019, Side 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Leikarinn, leikstjórinn og rithöf-
undurinn Karl Ágúst Úlfsson, sem
er þekktur fyrir leikrit sín, sjón-
varpsþætti, kvikmyndahandrit og
þýðingar, gaf út smásagnasafnið
Átta sár á samviskunni hjá Bene-
dikt bókaútgáfu á dögunum. Bókin
hefur að geyma átta smásögur sem
Karl hefur skrifað á undanförnum
árum. „Sögurnar eru sumar orðnar
nokkurra ára gamlar og hafa legið
hjá mér. Það hefur svo bæst í safnið
smátt og smátt. Ég held að elsta
sagan sé frá 2008 og þær yngstu frá
því í fyrravetur,“ segir hann.
Í vetur var Karl Ágúst við störf
hjá Leikfélagi Akureyrar og segist
hann þá hafa farið að skoða efni
sem hann átti í fórum sínum. „Þá
hafði ég allt í einu smátíma aukreit-
is sem ég get ekki alltaf gengið að
vísum. Ég áttaði mig líka á því að ég
var með ýmsar hugmyndir sem ég
hafði ekki unnið úr almennilega og
ákvað að gefa sumum þeirra séns.
Ég hélt að sumar af þessum sögum
myndu verða bíómyndir eða eitt-
hvað slíkt en ákvað svo að þær
mættu alveg eins vera smásögur,“
útskýrir hann.
Slæm samviska kemur við sögu
Karl Ágúst gaf út verkið Aþena,
Ohio árið 2014 sem hefur að geyma
75 örsögur og því er Átta sár á sál-
inni ekki frumraun hans í smá-
sagnagerð. Hann segir verkin tvö
vera gjörólík. „Það var ákveðið sam-
hengi í Aþena, Ohio. Það eru sögur
sem ég skrifaði þegar ég var í námi
í Bandaríkjunum. Þær fjalla allar
um eyjaskeggjann sem lentur er í
stóra samfélaginu og líst misjafn-
lega á. Í Átta sár á sálinni eru hins
vegar sögur úr ýmsum áttum. Í
rauninni er ekkert þema sem ein-
kennir verkið nema það sem tengist
titlinum. Safnið heitir Átta sár á
samviskunni og slæm samviska
kemur við sögu í þeim öllum með
einhverjum hætti.“
Smásögurnar í safninu eru fullar
af húmor, léttar og skemmtilegar á
yfirborðinu þó að í þeim finnist
einnig grafalvarlegir tónar. „Ég
vona að það megi hafa gaman af
sögunum á meðan maður veltir efn-
inu fyrir sér,“ segir Karl og nefnir
að það gerist að mestu ósjálfrátt að
húmorinn læðist inn í verk hans.
Hann bætir þó við: „Ég hef tamið
mér það að sjá lífið í spaugilegu ljósi
– það gerir það svo miklu auðveld-
ara. Það smitast sjálfsagt inn í verk-
in mín. Um leið og maður veltir
fram óvæntri hlið á raunveruleik-
anum, þessari broslegu hlið, þá
finnst mér það auka skilning manns
á lífinu.“
Smásagnaskrifin segir Karl ekk-
ert mjög ólík leikritun en nefnir þó
að vissulega geti það farið eftir
hverjum höfundi fyrir sig. „Ég hef
starfað í leikhúsinu nánast alla mína
starfsævi og skrifað töluvert mikið
fyrir leikhúsið og því er mín aðferð
yfirleitt sú að ég set mig í spor per-
sónanna sama á hvaða formi ég
skrifa. Ég er alltaf að leika persón-
urnar jafnóðum og ég skrifa þær og
þannig er ég auðvitað vanur að
skrifa leikrit. Ég verð að geta sett
mig í spor hverrar einustu persónu
og orðið hálfpartinn að henni.“
Kominn á veg með nýtt verk
Karl Ágúst hefur gegnt hlutverki
formanns Rithöfundasambands Ís-
lands í rúmt ár og segir það starf
hafa gengið vel. „Mér hefur gengið
ágætlega með það sem ég hef verið
að reyna að koma til leiðar.“ Karl
hefur unnið töluvert fyrir Rithöf-
undasambandið í gegnum tíðina og
sat lengi í stjórn félagsins. „Kannski
var þetta að einhverju leyti lógískt
framhald af því,“ segir hann.
Karl lætur lítið uppi um næstu
verkefni. „Ég var að koma heim frá
Róm þar sem ég var að vinna í verki
sem ég þori ekki að tala mikið um í
bili en er kominn vel á veg með. Það
er alltaf nóg á döfinni og það skortir
ekki hugmyndir. Það er frekar að
það vanti tíma til þess að koma
þeim í framkvæmd.“
Lífið í spaugilegu ljósi
Karl Ágúst Úlfsson gefur út smásagnasafnið Átta sár á samviskunni
„Það er alltaf nóg á döfinni og það skortir ekki hugmyndir,“ segir höfundurinn
Morgunblaðið/Hari
Rithöfundur „Ég verð að geta sett mig í spor hverrar einustu persónu og orðið hálfpartinn að henni,“ segir Karl.
„Guðdómleg klassík“ er yfirskrift
tónleika á tónlistarhátíðinni Englar
og menn í Strandarkirkju sem fram
fara á morgun, sunnudag, kl. 14.
Fram koma Ingibjörg Aldís Ólafs-
dóttir sópran, Egill Árni Pálsson
tenór og Hrönn Helgadóttir org-
anisti. Á efnisskránni eru m.a.
íslensk sönglög eftir Eyþór Stefáns-
son, Jón Ásgeirsson og Gunnar
Þórðarson ásamt aríum, dúettum
og kirkjutónlist eftir R. Wagner, G.
Verdi, J. Massenet, C. Gounod og
Stradella. Þá verða frumflutt á tón-
leikunum tvö verk eftir Ólaf B.
Ólafsson. Aðgangseyrir er kr. 2.900
og miðar eru seldir við innganginn.
Listafólk Hrönn Helgadóttir, Ingibjörg
Aldís Ólafsdóttir og Egill Árni Pálsson.
Guðdómleg klassík
í Strandarkirkju
Kanadíski orgel-
leikarinn Isa-
belle Demers
heldur tvenna
tónleika í Hall-
grímskirkju um
helgina á Alþjóð-
legu orgelsumri.
Fyrri tónleikarn-
ir eru í dag kl. 12
og þar leikur hún
verk eftir Ernest Macmillan, Rach-
el Laurin, Oskar Lindberg og
George Thalben-Ball. Seinni tón-
leikarnir eru á morgun, sunnudag,
kl. 17 og þar leikur hún verk eftir
Charles Tournemire, Jason Ro-
berts, Bach, Charles-Valentin Alk-
an og Stravinskij. Demers lauk
doktorsnámi frá Juilliard. Hún er
orgelkennari og forstöðumaður
orgeldeildarinnar við Baylor Uni-
versity í Texas. Hún hefur leikið
Evrópu, Óman, Ástralíu, Nýja-
Sjálandi, í flestum ríkjum Banda-
ríkjanna og í heimalandi sínu.
Isabelle Demers
í Hallgrímskirkju
Isabelle Demers
Myndlistarmaðurinn Halldór Ás-
geirsson dregur Myndfána að húni
við göngu- og hjólastíg við stífluna
við Elliðaár í dag, laugardag, og
munu þeir blakta þar fyrir vegfar-
endur. Endurtekur hann leikinn
síðan á miðvikudaginn kemur.
Fánainnsetning Halldórs er af-
rakstur samstarfs listamannsins við
nemendur í Fellaskóla. Verkið er
hluti af umfangsmikilli útisýningu,
Úthverfi, sem var sett upp víðs-
vegar í Breiðholts- og Seljahverfi
fyrr í sumar. Verk Halldórs er fært
milli staða í hverfinu á sýningar-
tímanum en þá er flaggað á fyrir-
fram ákveðnum dögum á hverjum
stað.
Sýningin Úthverfi er annar
áfangi í röð sumarsýninga sem hóf-
ust í fyrra, nefnast Hjólið og verða
settar upp í aðdraganda fimmtíu
ára afmælis Myndhöggvarafélags-
ins árið 2022. Á sýningunum eru
listaverk sett upp meðfram hjóla-
og göngustígum í borginni. Níu
listamenn eiga verk á sýningunni
en staðsetningu þeirra og frekari
upplýsingar má sjá á vefnum
www.hjolid.is.
Ljósmynd/Halldór Ásgeirsson
Fánaverk Fánar Halldórs og nemenda Fellaskóla í Breiðholti fyrr í sumar.
Halldór flaggar
við ElliðaárstíflunaÚTSALA 40%
AFÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM