Morgunblaðið - 27.07.2019, Síða 43

Morgunblaðið - 27.07.2019, Síða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019 Kúgun kvenna í Mið-Austurlöndum hefur veriðeitt helsta viðfangsefniegypska rithöfundarins Nawal El Saadawi og er rauði þráð- urinn í skáldsögunni Kona í hvarf- punkti sem fyrst kom út á arabísku 1975 og nú kemur út í íslenskri þýð- ingu. Í bókinni segir Saadawi sögu fang- ans Firdaus sem bíður þess að verða tekin af lífi fyrir að myrða melludólg- inn sinn. Firdaus á sér fyrirmynd, fanga, sem Saadawi hitti þegar hún vann rannsókn í Qanatir-fangelsi, norður af Kaíró, stærsta kvennafang- elsi Egyptalands. Hún ræddi við marga fanga og úr varð bók byggð á viðtölum við þá en þessi skar sig úr og varð saga hennar efniviður skáldsög- unnar Kona í hvarfpunkti. Fyrir utan stuttan inngang og lokaorð læknisins, sem leitar eftir að hitta fangann, segir Firdaus söguna sína í fyrstu persónu, allt frá uppvext- inum til loka. Firdaus er klár og efnileg og hefur alla burði til að ná langt en ávallt heldur karlaveldið henni niðri. Allir karlar sem hún kynnist bregðast henni, snúast gegn henni, svíkja hana, skeyta skapi sínu á henni. Jafn- vel þeir, sem virðast gæddir einhverri gæsku, velvild og samúð, enda með því að niðurlægja hana og traðka á henni. „Hins vegar var það svo að hver einasti karlmaður sem ég kynntist fyllti mig aðeins einni þrá: að reiða höndina til höggs og láta hana skella með braki á andliti hans,“ segir hún. Firdaus stendur sig vel í skóla en á þess ekki kost að halda áfram námi og er gefin í hjónaband 40 árum eldri manni, sem henni býður við, ekki síst vegna vellandi graftarkýlis í andlitinu. Að endingu flýr hún barsmíðar hans og of- beldi og svo atvikast eftir harkalega milli- lendingu hjá enn einu varmenninu að hún gerist vændiskona. Þótt hún hafi það betra en nokkru sinni fyrr ákveður hún að reyna fyrir sér á vinnumark- aði og fær skrifstofu- vinnu. Enn er hún svikin og þá tekur vændið við á ný. „Það var betra að njóta velgengni sem vændiskona en vera blekktur dýrlingur,“ segir hún. Um tíma telur hún sér trú um að loks sé hún orðin sjálfstæð og jafnvel komin með vald yfir karlmönnum. Hún auðgast og kemst til áhrifa en kemst að raun um að það er tálsýn þegar melludólgur gerir tilkall til hennar með hótunum og yfirgangi. Að endingu svarar hún fyrir sig með afdrifaríkum hætti og þegar hún er handtekin segir hún: „Engin kona getur framið glæp. Til þess að fremja glæp verður viðkomandi að vera karl- maður.“ Lögreglan spyr hvað hún eigi við. „Ég á við að þið eruð allir glæpamenn, allir sem einn: Feður, frændur, eiginmenn, hórmangarar, lögmenn, læknar, blaðamenn, allir karlmenn í öllum stéttum.“ Skáldsaga Saadawi er kröftug og áhrifarík. Grundvallarboðskapurinn er sá að einu gildir hvað kona gerir þessu þjóðfélagi, sama hvað hún legg- ur sig fram, henni verður alltaf refsað og hún mun aldrei öðlast virðingu. Þýðing Elísu Bjargar Þorsteins- dóttur er afbragð og textinn flæðir áfram áreynslulaust. Í eftirmála fjallar hún í nokkrum orðum um verkefni þýðandans og glímunni við að koma fjarlægum og framandi heimi til skila þannig að allt hljómi eðlilega. Þessi stutta viðbót er vel þegin og upplýsandi. Sömuleiðis er eftirmáli Maríönnu Clöru Lúthersdóttur um bókina og höfundinn mikilvægur og hjálpar lesandanum að átta sig á því hvað hann er með í höndunum. Saadawi kom til Reykjavíkur á bók- menntahátíð 2011 og birtist þá viðtal (eftir rýni) við hana í Morgun- blaðinu þar sem hún sagði að hún hefði verið í uppreisn á öllum stig- um skólakerfisins og þegar hún útskrifaðist hefði hún enn verið í uppreisn. Hún hafði þá tekið þátt í mótmælunum á Tahrir-torgi sem urðu til þess að Hosni Mubarak hrökklaðist frá völdum en óttaðist að byltingin myndi ekki skila umbótum eða valdi til almennings. Saadawi hefur setið í fangelsi í Egyptalandi og stjórn Mubaraks sendi hana úr landi. Þær bækur hennar, sem hafa sætt ritskoðun í Egyptalandi, hefur hún gefið út í Líb- anon. Hún fái ekki að tala í Egypta- landi og raunar sæti hún líka rit- skoðun í fjölmiðlum á Vesturlöndum vegna þess að málflutningur hennar um að vestræn öfl, Evrópusambandið og Bandaríkin, eigi þátt í að viðhalda stjórnarfari kúgunar í Mið- Austurlöndum, þyki óþægilegur. Kona í hvarfpunkti er lykilrit í fem- ínískum bókmenntum. Sagan gefur óþægilega innsýn í heim kvenna í Mið-Austurlöndum og þótt rúm 40 ár séu liðin frá útkomu hennar er sú mynd, sem þar er dregin upp, ekki ýkja langt frá veruleikanum á okkar tímum. Á stundum er bókin skrifuð eins og dæmisaga og ekki laust við að sú tilfinning vakni að framvinda sög- unnar ráðist af nauðsyn þess að koma boðskapnum á framfæri. Það er hins vegar það sem vakir fyrir Saadawi því að hún dregur ekki skil á milli stjórnmála og bókmennta – „Ég lifi skáldsögur mínar og þær endur- spegla líf mitt“ – og bókin er sláandi lýsing á heimi sem hún lýsti í viðtal- inu fyrir átta árum sem frumskógi. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Áleitin saga Nawal Al Saadawi hefur verið kölluð Simone de Beauvoir Afríku og bók hennar Kona í hvarfpunkti er sláandi dæmisaga um hlutskipti kvenna í Mið-Austurlöndum. Rýnir segir að sagan sé „kröftug og áhrifarík“. Skáldsaga Kona í hvarfpunkti bbbbn Eftir Nawal El Saadawi. Elísa Björg Þorsteinsdóttir íslenskaði. Angústúra, 2019. Kilja, 171 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Kona föst í valdavef karla Upplýst var undir lok vikunnar hvaða myndir keppa um Gullljónið, aðal- verðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, sem hefst 28. ágúst og stendur til 7. september. Athygli vek- ur að aðeins tveimur af 21 mynd í keppnisflokknum er leikstýrt af kon- um. Þetta eru myndirnar The Perfect Candidate í leikstjórn Haifaa Al- Mansour og Babyteeth í leikstjórn Shannon Murphy. Til samanburðar má nefna að fjórar kvikmyndir í leik- stjórn kvenna kepptu um Gull- pálmann í Cannes í maí og sjö um Gyllta björninn í Berlín í febrúar. Samkvæmt frétt Variety skýrist skortur á kvenleikstjórum í keppn- isflokknum, að sögn Albertos Bar- bera, listræns stjórnanda hátíðar- innar, af því að færri konur sendi myndir sína í keppnina en karlar og þar með séu hendur hans bundnar. Það hefur einnig vakið athygli í kvikmyndabransanum að An Officer and a Spy, nýjasta kvikmynd Rom- ans Polanski, keppir um Gullljónið. Aðeins eru tæpir þrír mánuðir síðan Polanski var rekinn úr bandarísku kvikmyndaakademíunni, sem ár hvert útdeilir Óskarsverðlaunum, vegna brota á siðareglum hennar. Polanski hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum og dvalið landflótta í París síðan hann viðurkenndi að hafa nauðgað 13 ára stúlku 1977. Aðeins tvær konur í hópi leikstjóra Dýrgripur Gullljónið sem keppt er um á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.